Kvennahreyfing gegn kvenfyrirlitningu

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir vill að skólakerfið verði jafnréttisvætt.

Auglýsing

Þegar mann­kyns­sagan er les­in, þarf ekki mikla gleggni til að sjá að konur eru þar oft og gjarnan víðs fjarri eða eins og segir í kvæð­inu „kven­manns­laus í kulda og trekki kúrir saga vor...“. Les­endur hugsa þá sum­ir, eðli­lega -  konur þurfa nátt­úru­lega að hafa gert eitt­hvað merki­legt til að kom­ast á hin svoköll­uðu spjöld sög­unn­ar! Við getum svo rök­rætt enda­laust um hvað er merki­legt og hvað ekki? Hvers saga á að vera sögð og hvers ekki? Hvaða sjón­ar­mið ráða ferð­inni þegar sögu­bækur eru skrif­að­ar? Allt eru þetta sjálf­sagðar spurn­ingar – en samt ekki svo algeng­ar.  Það sem hins vegar liggur fyrir er að konur hafa verið skrif­aðar útúr sög­unni, að því er virð­ist kerf­is­bund­ið. Allt frá sjó­konum á Íslandi til lista­kvenna í Flór­ens. Frá vinnu­fram­lagi bænda­kvenna til upp­götv­ana vís­inda­kvenna. Frá stríðs­konum til fræði­kvenna. Ef nem­endur lesa ekki um konur í sögu­bók­um, þá komum við ekki bara í veg fyrir að stúlkur fái fyr­ir­myndir í bókum og geti speglað sig í sög­unni heldur sendum við skila­boð til allra kynja að karlar skipti meira máli en konur og ölum þannig á kven­fyr­ir­litn­ingu.

Auglýsing
Kvenrithöfundar hafa þurft að fela kyn sitt, því ekki hefur þótt mark­aðsvænt að vera með píku í þeim geira. Lík­ami kvenna hefur verið smætt­aður í mark­aðs­vöru og kyn­ferð­is­leg afnot. Allt eru þetta ein­kenni kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Er hægt að tala um lýð­ræði þegar staðan er svona? Hvað þá rétt­læti?

Í gegnum tíð­ina hafa konur átt stuðn­ings­fólk af öllum kynjum í bar­áttu sinni fyrir jafn­rétti. Hér er öllu því fólki þakk­að. Það verður þó að segj­ast eins og er að þungi bar­átt­unnar hefur hvílt á herðum kvenna sjálfra. Stjórn­mála­flokkar hafa komið og far­ið, flestir með femínískar áherslur í dag en eng­inn hefur haft það að skil­yrð­is­lausu leið­ar­ljósi að efla hag kvenna í öllum sínum störfum – að und­an­skildum kvenna­fram­boð­um. Konur hafa í gegnum alla sög­una, verið ger­endur í eigin lífi, háð bar­áttu fyrir rétt­læti, en staðið frammi fyrir stöð­ugu and­streymi við umhverfi sitt um við­ur­kenn­ingu. Hvort sem það var rétt­ur­inn til náms eða emb­ætta, kjör­gengi eða kyn­frelsis – öllu hefur þurft að berj­ast fyrir – ekk­ert hefur komið án bar­áttu. Enn er staðan sú að kynja­jafn­rétti hefur ekki verið náð. Enn þurfa konur að berj­ast fyrir mann­rétt­indum sín­um. Klám­væð­ing og kven­fyr­ir­litn­ing er svo normalíseruð í okkar dag­lega lífi að full­yrða má að meiri áskorun er að vera 18 ára í dag en fyrir 30 árum. Þess­ari þróun þarf að snúa við. Við breytum ekki heim­inum án aðkomu mennta­kerf­is­ins. Jafn­rétt­i­svæðum skóla­kerf­ið.

Höf­undur er í 4. Sæti á lista Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar