Kvennahreyfing gegn kvenfyrirlitningu

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir vill að skólakerfið verði jafnréttisvætt.

Auglýsing

Þegar mann­kyns­sagan er les­in, þarf ekki mikla gleggni til að sjá að konur eru þar oft og gjarnan víðs fjarri eða eins og segir í kvæð­inu „kven­manns­laus í kulda og trekki kúrir saga vor...“. Les­endur hugsa þá sum­ir, eðli­lega -  konur þurfa nátt­úru­lega að hafa gert eitt­hvað merki­legt til að kom­ast á hin svoköll­uðu spjöld sög­unn­ar! Við getum svo rök­rætt enda­laust um hvað er merki­legt og hvað ekki? Hvers saga á að vera sögð og hvers ekki? Hvaða sjón­ar­mið ráða ferð­inni þegar sögu­bækur eru skrif­að­ar? Allt eru þetta sjálf­sagðar spurn­ingar – en samt ekki svo algeng­ar.  Það sem hins vegar liggur fyrir er að konur hafa verið skrif­aðar útúr sög­unni, að því er virð­ist kerf­is­bund­ið. Allt frá sjó­konum á Íslandi til lista­kvenna í Flór­ens. Frá vinnu­fram­lagi bænda­kvenna til upp­götv­ana vís­inda­kvenna. Frá stríðs­konum til fræði­kvenna. Ef nem­endur lesa ekki um konur í sögu­bók­um, þá komum við ekki bara í veg fyrir að stúlkur fái fyr­ir­myndir í bókum og geti speglað sig í sög­unni heldur sendum við skila­boð til allra kynja að karlar skipti meira máli en konur og ölum þannig á kven­fyr­ir­litn­ingu.

Auglýsing
Kvenrithöfundar hafa þurft að fela kyn sitt, því ekki hefur þótt mark­aðsvænt að vera með píku í þeim geira. Lík­ami kvenna hefur verið smætt­aður í mark­aðs­vöru og kyn­ferð­is­leg afnot. Allt eru þetta ein­kenni kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Er hægt að tala um lýð­ræði þegar staðan er svona? Hvað þá rétt­læti?

Í gegnum tíð­ina hafa konur átt stuðn­ings­fólk af öllum kynjum í bar­áttu sinni fyrir jafn­rétti. Hér er öllu því fólki þakk­að. Það verður þó að segj­ast eins og er að þungi bar­átt­unnar hefur hvílt á herðum kvenna sjálfra. Stjórn­mála­flokkar hafa komið og far­ið, flestir með femínískar áherslur í dag en eng­inn hefur haft það að skil­yrð­is­lausu leið­ar­ljósi að efla hag kvenna í öllum sínum störfum – að und­an­skildum kvenna­fram­boð­um. Konur hafa í gegnum alla sög­una, verið ger­endur í eigin lífi, háð bar­áttu fyrir rétt­læti, en staðið frammi fyrir stöð­ugu and­streymi við umhverfi sitt um við­ur­kenn­ingu. Hvort sem það var rétt­ur­inn til náms eða emb­ætta, kjör­gengi eða kyn­frelsis – öllu hefur þurft að berj­ast fyrir – ekk­ert hefur komið án bar­áttu. Enn er staðan sú að kynja­jafn­rétti hefur ekki verið náð. Enn þurfa konur að berj­ast fyrir mann­rétt­indum sín­um. Klám­væð­ing og kven­fyr­ir­litn­ing er svo normalíseruð í okkar dag­lega lífi að full­yrða má að meiri áskorun er að vera 18 ára í dag en fyrir 30 árum. Þess­ari þróun þarf að snúa við. Við breytum ekki heim­inum án aðkomu mennta­kerf­is­ins. Jafn­rétt­i­svæðum skóla­kerf­ið.

Höf­undur er í 4. Sæti á lista Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar