Hvað höfum við gert á tveimur árum?

Viðreisn á tveggja ára afmæli í dag. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fjallar um þessi tímamót í aðsendri grein.

Auglýsing

Hún var ein­föld aug­lýs­ingin sem birt­ist vegna stofn­unar Við­reisnar í Hörpu fyrir tveimur árum. Fólki sem vildi leggja áherslu á frjáls­lyndi, alþjóða­sam­vinnu, jafn­rétti og heið­ar­leika í þágu almenn­ings var boðið að koma saman og stofna stjórn­mála­flokk.

Lyk­il­stef flokks­ins frá upp­hafi hefur verið almanna­hags­munir framar sér­hags­mun­um. Til­tölu­lega ein­falt og skýrt leið­ar­ljós í öllum þeim verk­efnum sem við höfum tekið þátt í. Tvö ár eru kannski ekki langur tími en hann getur verið drjúgur tími í póli­tík, sér í lagi þegar nýr flokkur fer í gegnum tvennar kosn­ingar og þær þriðju eru á næsta leyti. Þá er mik­il­vægt, þrátt fyrir sam­starf í rík­is­stjórn, að stjórn­mála­flokkur haldi karakt­er­ein­kennum sínum og grund­vall­ar­hug­sjón­um. Og komi sér að verki.

Auglýsing fyrir stofnfund Viðreisnar.Við komum til dyr­anna eins og við erum klædd, tölum fyrir áherslum okkar og gerum allt sem í valdi okkar stendur til að skila áþreif­an­legum árangri. Á skömmum líf­tíma höfum við sýnt svo ekki verður um vill­st, að það getum við. Við nýttum vel tím­ann sem við vorum í rík­is­stjórn og það sama má segja um þá mán­uði sem við höfum nú starfað í stjórn­ar­and­stöðu. Þegar heild­ar­myndin er skoðuð getum við í Við­reisn verið stolt af verkum okk­ar. Sem eru mörg og fjöl­breytt þrátt fyrir ungan aldur flokks­ins. Við höfum talað fyrir almanna­hags­munum og boðið sér­hags­munum birg­inn. Við höfum talað fyrir því að vera virk þjóð á meðal þjóða með öfl­ugri Evr­ópu­sam­vinnu og við höfum haft hug­rekki til að tala fyrir löngu tíma­bærum breyt­ingum á úreltum valda­kerfum í land­inu.

Auglýsing

Skoðum hluta þess­ara verk­efna síð­ustu tveggja ára:

 1. Settum jafn­launa­vottun í lög
 2. End­ur­skoð­uðum pen­inga­mála­stefnu Íslands með það að mark­miði að lækka vexti og minnka sveiflur hjá fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum
 3. Settum af stað sátta­nefnd um sann­gjarna gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi
 4. Breyttum skil­grein­ingu á nauðgun í hegn­ing­ar­lögum
 5. Opn­uðum reikn­inga stjórn­ar­ráðs­ins
 6. Lögðum fram aðgerða­á­ætlun í hús­næð­is­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu
 7. Lækk­uðum vaxta­kostnað um 6 millj­arða
 8. Und­ir­strik­uðum mik­il­vægi Evr­ópu­sam­vinnu
 9. Þre­föld­uðum fjár­veit­ingar til mót­töku flótta­manna.
 10. End­ur­skoð­uðum búvöru­samn­inga og fengum neyt­enda­sjón­ar­mið að borð­inu
 11. Fórum fram á rann­sókn á aðkomu rík­is­ins að bygg­ingu kís­il­vers
 12. Lögðum fram þings­á­lyktun um trygg­ingu gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga með það að sjón­ar­miði að tryggja að kostn­að­ar­á­ætl­anir rík­is­ins stand­ist
 13. Lögðum til end­ur­skoðun á hegn­ing­ar­laga­á­kvæðum um æru­meið­ingar og brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins
 14. Lögðum fram skýrslu­beiðni um aðkomu huldu­að­ila að kosn­ingum

Önnur mál sem bíða nú afgreiðslu Alþingis – og reyna á vilja stjórn­ar­meiri­hluta:

 1. Afnám und­an­þágu MS frá sam­keppn­is­lögum
 2. End­ur­mat á hval­veiði­stefnu Íslands
 3. Þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta
 4. Breyt­ingar á lögum um manna­nöfn
 5. Breyt­ingar á útlend­inga­lögum til að veita börnum rétt til dval­ar­leyfis
 6. Frelsi á leigu­bíla­mark­aði
 7. Brott­fall frá kröfu um rík­is­borg­ara­rétt opin­berra starfs­manna
 8. Sál­fræði­þjón­usta í opin­berum háskólum
 9. Jafn­rétt­is­stefna líf­eyr­is­sjóða
 10. Afnám einka­sölu ÁTVR á áfengi
 11. Betrun fanga
 12. Hjóla­leið milli Reykja­víkur og Flug­stöðvar Leifs Eiríks­sonar
 13. Skatta­af­sláttur vegna end­ur­greiðslu náms­lána

Eins og sést er Við­reisn flokkur allra þeirra sem vilja að unnið sé að almanna­hags­mun­um, frelsi, jafn­rétti og gegn­sæi í póli­tísku starfi. Mark­miðin eru rétt­látt sam­fé­lag, stöðugt efna­hags­líf og fjöl­breytt tæki­færi.

Nú þegar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar eru framundan er ég sann­færð um að fólkið okkar sem tekur þátt á listum á 13 stöðum á land­inu muni láta verkin tala og hafa þor til að breyta í þágu almann­hags­muna. Það eru okkar karakt­er­ein­kenni. Og þannig mun Við­reisn halda áfram að vaxa og dafna líkt og ung­ling­ur­inn sem fer í gegnum þroska­ferli með marg­vís­legum áskor­un­um.

Við hlökkum til.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar