Hvernig vilt þú forgangsraða í Garðabæ?

Frambjóðendur Garðabæjarlistans segja að meirihlutinn í sveitarfélaginu hafi ákveðið að hækka laun bæjarstjóra langt umfram sambærileg laun. Það hafi kostað bæjarbúa um 50 milljónir yfir kjörtímabilið, og sé sjálftaka á skattpeningum.

Garðabæjarlistinn
Auglýsing

Þann 26. maí verður bæj­ar­búum boðið upp á val. Þar verðum við í Garða­bæj­ar­list­anum raun­veru­legur val­kost­ur, listi með ein­stak­lega öfl­ugu og fram­bæri­legu fólki. Fólki sem er til­búið að leggja mikið á sig til að gera bæinn okkar að betri bæ, sem er til­búið að hlusta á bæj­ar­búa og veita þeim alvöru val­frelsi. Síð­ustu ár höfum við séð hvernig pen­ingum okkar bæj­ar­búa er varið í hluti sem að okkar mati eru ekki til þess að auka gæði eða þjón­ustu við bæj­ar­búa, hluti sem hrein­lega til­heyra ekki skyldum sveit­ar­fé­laga á nokkurn hátt. Við vitum að það er hægt að gera bet­ur, það er hægt að for­gangs­raða í þágu íbúa Garða­bæj­ar. Ekki bara stund­um, heldur alltaf.

Jeppa­bif­reið eða hækkun hvata­pen­inga

Fljót­lega eftir kosn­ingar vorið 2014 fóru bæj­ar­full­trúar meiri­hlut­ans að ræða það í óform­legu spjalli að bæj­ar­stjór­inn þyrfti að fá nýjan bíl til afnota. Á mörgum vinnu­stöðum er sjálf­sagt mál að skaffa bíl til afnota ef starfs­menn þurfa að fara langar leiðir vegna vinnu sinn­ar. Hvernig for­gangs­röð­unin gat legið í 8 strokka jeppa í stað t.d. raf­magns­bíls, meng­unar í stað umhverf­is­vænnar ákvörð­unar er ekki hægt að skilja. Fyrir mis­mun­inn á verði, rekstr­ar­kostn­aði jeppa og raf­magns­bíls hefði verið hægt að hækka hvata­pen­inga eða jafn­vel koma á fót lýð­heilsu­styrk fyrir eldri borg­ara í Garða­bæ. Því öll viljum við fara vel með fjár­muni sveit­ar­fé­lags­ins um leið og við viljum bjóða íbúum upp á eins góða þjón­ustu og kostur er á.

Fjöl­nota fund­ar­salur eða lækkun leik­skóla­gjalda

Eftir að meiri­hlut­inn keypti hús­næði á Garða­torgi, sem var ein­kenni­leg ákvörðun á sínum tíma, var lengi erfitt að finna not fyrir það. Eftir miklar vanga­veltur var ákveðið að breyta þessu hús­næði í fjöl­nota fund­ar­sal. Hús­næðið er ekki í teng­ingu við skrif­stofur Garða­bæjar en samt sem áður þarf að nýta fjár­fest­ing­una og því var ákveðið að breyta rým­inu með til­heyr­andi kostn­aði fyrir okkur bæj­ar­búa. Að okkar mati hefði þessum 140 millj­ónum sem nú þegar hefur verið varið í verk­efnið verið betur varið til að lækka leik­skóla­gjöld barna í bæn­um. Því það er ekki þannig að aukin þjón­usta í þágu vel­ferðar eða barna og ung­menna kalli endi­lega á aukin fjár­út­lát heldur miklu frekar á for­gangs­röðun fjár­muna í þágu allra í stað sumra.

Auglýsing

Ofur­laun bæj­ar­stjóra eða gjald­frjáls tóm­stunda­bíll

Í upp­hafi kjör­tíma­bils ákvað meiri­hlut­inn að hækka laun bæj­ar­stjóra langt umfram sam­bæri­leg laun. Þessi ákvörðun hefur kostað okkur bæj­ar­búa í kringum 50 millj­ónir yfir kjör­tíma­bil­ið. Fyrir okkur er þetta sjálf­taka á skatt­pen­ingum bæj­ar­búa og með ólík­indum að slíkt skuli við­gang­ast. Að okkar mati hefði mátt verja þessum fjár­munum í þágu bæj­ar­búa t.d. með því að hafa gjald­frjálsan tóm­stunda­bíl. Við í Garða­bæj­ar­list­anum finnst ein­fald­lega ofan­greindar ákvarð­anir allar bera vott um það að hér starfar meiri­hluti sem er orð­inn svo vanur því að hafa völdin að hann telur sig geta sóað fjár­munum bæj­ar­ins óáreitt­ur.

For­gangs­röðum í þágu íbúa

Það er á höndum þeirra sem eru í póli­tík að for­gangs­raða, og það er ský­laus krafa að stjórn­mála­menn for­gangsraði fyrst og fremst í þágu íbúa. Við í Garða­bæj­ar­list­anum ætlum svo sann­ar­lega að gera það. Virkjum lýð­ræðið og setjum G fyrir Garða­bæj­ar­list­ann á kjör­dag.

Höf­undar eru fram­bjóð­endur Garða­bæj­ar­list­ans.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar