Hið risavaxna kolefnisspor íbúa sveitarfélaga

Eyþór Eðvarðsson segir að í Garðabær sé samanlagt kolefnisspor allra íbúa sambærilegt við losun gróðurhúsalofttegunda frá rúmlega 106.000 bifreiðum sem aka á jarðefnaeldsneyti. Það sé allt of mikið og á kostnað framtíðarinnar.

Auglýsing

Á hinum ágæta vef Kolefn­is­reikn­ir.is má sjá að hið neyslu­drifna kolefn­is­spor Íslend­ings er 12 tonn á mann. Það er áhyggju­efni í ljósi þess að mark­mið alþjóða­sam­fé­lags­ins er að reyna að halda hlýnun jarð­ar­innar innan við 1.5°C. Til að það tak­ist verður heims­byggðin að draga úr núver­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um helm­ing fyrir árið 2030. Við Íslend­ingar erum langt yfir með­al­tali þegar kemur að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en við, eins og aðrir jarð­ar­bú­ar, þurfum að minnka okkar losun niður í 4 tonn. 

Sum sveit­ar­fé­lög hafa sett sér metn­að­ar­fulla lofts­lagstefnu og á sam­starfs­vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna er unnið ágætt starf eins og varð­andi sam­göngu­mál og skipu­lag sorp­mála. 

En betur má ef duga skal ef halda eigi hlýnun jarð­ar­innar innan við 1,5°. Til að minnka hið neyslu­drifna kolefn­is­spor er gagn­legt að ein­blína á þrjú atriði, sem eru ferð­ir, matur og neysla. 

1. Skipu­lag sam­gangna og orku­skipti

Sveit­ar­fé­lögin geta lagt hvað mest af mörkum til að draga úr kolefn­islosun frá sam­göngum með því að huga að skipu­lagi almenn­ings­sam­gangna, skipu­lagi hverfa og innviðum sem styðja við aðra ferða­máta eins og að hjóla og ganga. Mik­il­vægi Borg­ar­lín­unnar til að auð­velda greiðar opin­berar sam­göngur og áhersla á þétt­ingu byggðar er nokkuð aug­ljóst. Orku­skiptin úr jarð­efna­elds­neyt­inu yfir í raf­magn, metan eða vetni verða einnig að ger­ast hratt. 

2. Velja mat með lítið kolefn­is­spor og draga úr sóun

Kolefn­isporið af matnum sem við inn­byrðum er mjög stórt og vegur þar þungt neysla á rauðu kjöti sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra mat­ar­flokka. Hinn dæmi­gerði Íslend­ingur borðar sem nemur 85 kíló af kjöti á ári sem er álíka og í Kanada og Bras­ilíu en ráð­lagður skammtur af rauðu kjöti er 26 kíló á ári. Draga þarf úr neyslu dýra­af­urða og fylgja má for­dæmi yfir­valda margra landa sem bjóða ekki upp á kjöt­vörur í opin­berum veisl­u­m. 

Auglýsing
Matarsóun á Íslandi er einnig gríð­ar­leg en sam­kvæmt tölum Umhverf­is­stofn­unar hendir hver ein­stak­lingur um 90 kílóum af mat á ári. Ljóst er að við þurfum að gera bet­ur. 

Sveit­ar­fé­lög gætu tekið stór skref í þessa átt, t.d. með því að gera kolefn­is­sporið af matnum sem fólk neyt­ir, t.d. í mötu­neyt­um, sýni­leg­t.  

3. Velja ábyrgar vörur og gæta hófs í neyslu

Neysla Íslend­inga er mikil og flest kaupum við meira en við þurfum og hendum meira en þarf. Vanda­málið liggur að hluta til í þeim vörum sem við kaupum því sumar vörur hafa gríð­ar­lega hátt kolefn­is­spor. Sem dæmi um neyslu sem er ekki sjálf­bær er að 60% af þeim fatn­aði sem við kaupum er hent innan árs. Með­al­ein­stak­lingur kaupir um 60% meira af fatn­aði í dag en fyrir 10 árum síð­an. Við gætum einnig leigt frekar en keypt ýmis verk­færi og bún­að. Af hverju ættu t.d. allir að eiga garð­sláttu­vél eða háþrýsti­dælu? Betra væri að leigja slík tæki þá fáu daga á ári sem við notum þau.

Sveit­ar­fé­lögin gætu tekið að sér leið­andi hlut­verk

Það sem sveit­ar­fé­lögin gætu gert er að fara í átak í anda verk­efnis sem ríkið hefur unnið eftir með góðum árangri og heitir Græn skref í rík­is­rekstri. Þá er farið kerf­is­bundið í gegnum atriði eins og inn­kaup, flokk­un, ferðir og orku­notkun og hvernig hægt er að draga úr losun á kerf­is­bund­inn hátt. ­Með lít­illi aðlögun væri hægt að sníða verk­efnið að íbú­um, fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum og veita þeim jákvæðan stuðn­ing til að fara í það verk­efni. Það væri stórt skref í rétta átt að sveit­ar­fé­lögin tækju að sér leið­andi hlut­verk í að draga úr neyslu­spor­inu, t.d. með því að ráða aðila sem fengi það hlut­verk að aðstoða ein­stak­linga, heim­ili og fyr­ir­tæki við að draga úr kolefn­is­spor­inu og gera lífs­stíl­inn sjálf­bær­ari. Í mínu sveit­ar­fé­lagi sem er Garða­bær er sam­an­lagt kolefn­is­spor allra íbúa sam­bæri­legt við losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá rúm­lega 106.000 bif­reiðum sem aka á jarð­efna­elds­neyti. Það er allt of mikið og á kostnað fram­tíð­ar­inn­ar. 

Höf­undur er í fram­boði fyrir Við­reisn til sveit­ar­stjórnar í Garða­bæ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar