Hið risavaxna kolefnisspor íbúa sveitarfélaga

Eyþór Eðvarðsson segir að í Garðabær sé samanlagt kolefnisspor allra íbúa sambærilegt við losun gróðurhúsalofttegunda frá rúmlega 106.000 bifreiðum sem aka á jarðefnaeldsneyti. Það sé allt of mikið og á kostnað framtíðarinnar.

Auglýsing

Á hinum ágæta vef Kolefn­is­reikn­ir.is má sjá að hið neyslu­drifna kolefn­is­spor Íslend­ings er 12 tonn á mann. Það er áhyggju­efni í ljósi þess að mark­mið alþjóða­sam­fé­lags­ins er að reyna að halda hlýnun jarð­ar­innar innan við 1.5°C. Til að það tak­ist verður heims­byggðin að draga úr núver­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um helm­ing fyrir árið 2030. Við Íslend­ingar erum langt yfir með­al­tali þegar kemur að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en við, eins og aðrir jarð­ar­bú­ar, þurfum að minnka okkar losun niður í 4 tonn. 

Sum sveit­ar­fé­lög hafa sett sér metn­að­ar­fulla lofts­lagstefnu og á sam­starfs­vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna er unnið ágætt starf eins og varð­andi sam­göngu­mál og skipu­lag sorp­mála. 

En betur má ef duga skal ef halda eigi hlýnun jarð­ar­innar innan við 1,5°. Til að minnka hið neyslu­drifna kolefn­is­spor er gagn­legt að ein­blína á þrjú atriði, sem eru ferð­ir, matur og neysla. 

1. Skipu­lag sam­gangna og orku­skipti

Sveit­ar­fé­lögin geta lagt hvað mest af mörkum til að draga úr kolefn­islosun frá sam­göngum með því að huga að skipu­lagi almenn­ings­sam­gangna, skipu­lagi hverfa og innviðum sem styðja við aðra ferða­máta eins og að hjóla og ganga. Mik­il­vægi Borg­ar­lín­unnar til að auð­velda greiðar opin­berar sam­göngur og áhersla á þétt­ingu byggðar er nokkuð aug­ljóst. Orku­skiptin úr jarð­efna­elds­neyt­inu yfir í raf­magn, metan eða vetni verða einnig að ger­ast hratt. 

2. Velja mat með lítið kolefn­is­spor og draga úr sóun

Kolefn­isporið af matnum sem við inn­byrðum er mjög stórt og vegur þar þungt neysla á rauðu kjöti sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra mat­ar­flokka. Hinn dæmi­gerði Íslend­ingur borðar sem nemur 85 kíló af kjöti á ári sem er álíka og í Kanada og Bras­ilíu en ráð­lagður skammtur af rauðu kjöti er 26 kíló á ári. Draga þarf úr neyslu dýra­af­urða og fylgja má for­dæmi yfir­valda margra landa sem bjóða ekki upp á kjöt­vörur í opin­berum veisl­u­m. 

Auglýsing
Matarsóun á Íslandi er einnig gríð­ar­leg en sam­kvæmt tölum Umhverf­is­stofn­unar hendir hver ein­stak­lingur um 90 kílóum af mat á ári. Ljóst er að við þurfum að gera bet­ur. 

Sveit­ar­fé­lög gætu tekið stór skref í þessa átt, t.d. með því að gera kolefn­is­sporið af matnum sem fólk neyt­ir, t.d. í mötu­neyt­um, sýni­leg­t.  

3. Velja ábyrgar vörur og gæta hófs í neyslu

Neysla Íslend­inga er mikil og flest kaupum við meira en við þurfum og hendum meira en þarf. Vanda­málið liggur að hluta til í þeim vörum sem við kaupum því sumar vörur hafa gríð­ar­lega hátt kolefn­is­spor. Sem dæmi um neyslu sem er ekki sjálf­bær er að 60% af þeim fatn­aði sem við kaupum er hent innan árs. Með­al­ein­stak­lingur kaupir um 60% meira af fatn­aði í dag en fyrir 10 árum síð­an. Við gætum einnig leigt frekar en keypt ýmis verk­færi og bún­að. Af hverju ættu t.d. allir að eiga garð­sláttu­vél eða háþrýsti­dælu? Betra væri að leigja slík tæki þá fáu daga á ári sem við notum þau.

Sveit­ar­fé­lögin gætu tekið að sér leið­andi hlut­verk

Það sem sveit­ar­fé­lögin gætu gert er að fara í átak í anda verk­efnis sem ríkið hefur unnið eftir með góðum árangri og heitir Græn skref í rík­is­rekstri. Þá er farið kerf­is­bundið í gegnum atriði eins og inn­kaup, flokk­un, ferðir og orku­notkun og hvernig hægt er að draga úr losun á kerf­is­bund­inn hátt. ­Með lít­illi aðlögun væri hægt að sníða verk­efnið að íbú­um, fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum og veita þeim jákvæðan stuðn­ing til að fara í það verk­efni. Það væri stórt skref í rétta átt að sveit­ar­fé­lögin tækju að sér leið­andi hlut­verk í að draga úr neyslu­spor­inu, t.d. með því að ráða aðila sem fengi það hlut­verk að aðstoða ein­stak­linga, heim­ili og fyr­ir­tæki við að draga úr kolefn­is­spor­inu og gera lífs­stíl­inn sjálf­bær­ari. Í mínu sveit­ar­fé­lagi sem er Garða­bær er sam­an­lagt kolefn­is­spor allra íbúa sam­bæri­legt við losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá rúm­lega 106.000 bif­reiðum sem aka á jarð­efna­elds­neyti. Það er allt of mikið og á kostnað fram­tíð­ar­inn­ar. 

Höf­undur er í fram­boði fyrir Við­reisn til sveit­ar­stjórnar í Garða­bæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar