Ungt fólk, eldra fólk og umferðin

Elías B. Elíasson segir að höfuðborgarsvæðið sé of fámennt fyrir léttlest og að umferðartafir séu bein skerðing á lífsgæðum.

Auglýsing

Það er löngu þekkt saga að afreks­fólk okkar í íþróttum er alið upp við iðkun þeirra frá blautu barns­beini. For­eldrar skutla þeim á bíl milli íþrótta og skóla, líka tón­list­ar­skóla, enda eigum við frá­bært tón­lista­fólk. 

Það er líka kunn­ara en frá þurfi að segja að eldri borg­arar nota bíl sinn í ferðir til að stunda félags­starf. Margir þeirra geta búið lengur en ella á heim­ilum sínum því afkom­end­urnir hafa ráð á bíl til að heim­sækja þau, sinna þörfum þeirra og skutla til læknis eða ann­að. 

Þó fólk sé ef til vill ekki að kaupa bíl til að sinna aðeins ofan­greindu, heldur vegna þess frelsis sem bíll­inn veitir þeim til ferða utan þétt­býlis og inn­an, þvert á strætó­leið­ir, þá eru þessar þarfir hluti af því mik­il­væga félags­lega hlut­verki sem bíll­inn gerir okkur kleift að sinna betur ásamt iðkun heilsu­ræktar að eigin vali og vinnu í alls konar sam­tök­um. 

Vax­andi umferðattafir hamla allri þess­ari starf­semi og það er þjóð­inni dýrt. Fólk sæk­ist eftir meiri tíma til að sinna heim­ilum sínum og félags­legum þörf­um. Umferð­ar­tafir eru bein skerð­ing á lífs­gæð­um.

Sorg­leg lesn­ing

Skýrslan „Höf­uð­borg­ar­svæðið 2040“ frá 2014 var grund­vallar plagg fyrir svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015 – 2040. Þar er sett upp sviðs­mynda­grein­ing til að svara þeirri spurn­ingu hvort hag­kvæmt gæti verið að þétta byggð ef fólk breytti ferða­máta sínum frá því að ferð­ast með bíl í að nota almenn­ings­sam­göng­ur. 

Sett voru mark­mið um breyttar ferða­venjur og þau tengd við mis­mun­andi þétt­ingu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem grunn­við­mið, sviðs­mynd A, var reiknað með óbreyttu leiða­kerfi og rekstri strætó, 40% nýrra íbúða skyldi byggja innan skil­greindra byggða­marka og hlut­deild strætó í ferðum yrði óbreytt 4%. Sviðs­mynd C2 reikn­aði með að 100% nýrra íbúða innan byggða­marka, byggð yrði létt­lest og hún fengi 20% hlut­deild ferða sem er talið hæfi­legt til að rétt­læta slíka fram­kvæmd. Sviðs­mynd C1 var eins nema BRT-­Gold í stað létt­lest­ar. Milli­stig­ið, sviðs­mynd B1 fékk 80% nýrra íbúða, hágæða almenn­ings­sam­göngur í formi BRT-­Gold kerfis (stundum nefnt lest á gúmmí­hjól­um) með 12% hlut­deild ferða, en það er talið rétt­læta upp­setn­ing slíks kerf­is. Í sviðs­mynd B2 var létt­lest. Reikn­aður var félags­legur kostn­aður og ábati af hverri sviðs­mynd og þá fór lest­ur­inn að verða sorg­leg­ur.

Auglýsing
Ekki var reiknað með að það kost­aði íbú­ana neitt að þétta byggð­ina, en annað hefur komið í ljós. Þétt­ingin í Reykja­vík, eins og hún er fram­kvæmd hefur valdið mik­ill hækkun íbúða­verðs sem orðin er að sjálf­stæðu efna­hags­legu vanda­máli. Reikn­ing­arnir sýndu einnig að félags­legur kostn­aður (auk­inn ferða­tími) fólks vegna breyttra ferð­venja var svo hár að fólk hefði hrein­lega haldið áfram að nota bíl­inn fremur en hina nýju sam­göngu­tækni. Einnig var reiknað með að fólkið sem átti að nýta þess sam­göngu­tækni los­aði sig við bíl­inn sinn og fastur kostn­aður af honum reikn­aður til tekna. Með því móti fékkst hærri ábata úr dæm­inu fyrir sviðs­myndir B og C heldur en fékkst úr A. 

Dæmi sem ekki stenst

Í þessum reikn­ingum eru þannig þrjár villur sem hver um sig eru afger­andi fyrir nið­ur­stöð­una. Sú að þétt­ing byggðar kosti ekk­ert, að fólk noti almenn­ings­sam­göngur þrátt fyrir að tapa á því tíma og að það sama fólk losi sig við bíl­inn og fórni þannig þeim lífs­gæðum sem minnst er á í upp­hafi þess­arar greinar til þess eins að nota almenn­ings­sam­göng­ur. Sviðs­mynd­irnar B og C eru þar með óraun­hæft hug­ar­fóstur og end­ur­spegla ósk­hyggju. 

Vill­andi túlkun

Í sviðs­mynda­grein­ingu má skoða áhrif af því að ákveðin mark­mið um ferða­val fólks náist og skýrslan er í upp­hafi sett upp til að svara því. En í útreikn­ingum er mark­miðið gert að spá um hlut­deild almenn­ings­sam­gangna. En þegar nið­ur­stöð­urnar eru túlk­aðar eins og hún væri raun­hæf, þá er það föls­un. Það að mark­miðs­setn­ingin er ekki raun­hæf spá kemur fram í reikn­ing­unum sem nei­kvæður tíma­á­bati not­enda og er stað­fest m.a. í félags­legri grein­ingu COWI-­Mann­vits frá 2020.

Í skýrsl­unni segir að hinn reikn­aði ábati sem fæst út úr dæm­inu sé vegna bættra sam­gangna og styttri vega­lengda í þétt­ari byggð. Þetta er rangt eins og sést þegar nið­ur­stöð­urnar eru rýnd­ar. Ábat­inn kemur fram vegna þess að áður nefndar þrjár villur kom­ast inn í dæm­ið. Með þess­ari túlkun er verið að mis­nota sviðs­mynda­grein­ing­una.

Sú nýja sam­göngu­tækni sem sviðs­myndir B og C gerðu ráð fyrir var síðar skírð Borg­ar­lína og aug­lýst upp sem sér­lega glæsi­leg sam­göngu­bót og fegrandi fyrir borg­ar­um­hverf­ið, en allt eru það umbúðir sem gera lítið eða ekk­ert til að bæta líf fólks eða auka notkun á almenn­ings­sam­göng­um. Fólk velur ferða­máta sinn þannig að ferðin taki sem stystan tíma og þannig verður það áfram. Þá reglu er ekki bara hægt að snið­ganga eins og hún sé ekki til en það var gert.

Staðan nú

Nú eru liðin nokkur ár síðan það tók­st, með mis­notkun á sviðs­mynda­grein­ingu að telja mörgum ráða­mönnum trú um að Borg­ar­lína mundi leysa sam­göngu­vand­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá trú var þó aldrei hægt að verja mál­efna­lega, þess í stað var gripið til aug­lýs­inga­skrums. Því fór sem fór og málið fór í harðan póli­tískan hnút. 

Síðan hefur umferð­ar­á­standið versnað og tafir auk­ist. Farin eru að finn­ast dæmi um að fólk sé fljót­ara til vinnu eða í skól­ann með strætó en einka­bíl. Þess vegna hefur notkun á strætó vaxið lít­il­lega. Enn er þó langt frá því að Borg­ar­lína sem lest, hvort sem er á teinum eða gúmmí­hjólum geti virkað til jafns við t.d. mis­læg gatna­mót til að leysa sam­göngu­vanda höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Auglýsing
Sum staðar er byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu það dreifð að ekki þrífst næg þjón­usta sem stuðlar að sjálf­bærni hverfa og atvinnu­sköpun og víða má þétta. Það er virð­ist hins vegar sem verið sé að þétta og hanna ný hverfi svo að hæfi almenn­ings­sam­göngum í formi létt­lesta og bíl­lausum lífs­stíl. Það er of mikið þrengt að fólki. Höf­uð­borg­ar­svæðið allt er ein­fald­lega of fámennt fyrir létt­lest og verður um langa fram­tíð. 

Þrátt fyrir vax­andi umferða­tafir heldur fólk áfram að skutla börnum sínum til tóm­stunda­starfs, keyra aldna for­eldra til læknis og heim­sækja fjöl­skyldu­með­limi sem og aðra vini. Þetta er hluti af þeim lífs­háttum sem gera sam­fé­lag okkar betra og einka­bíl­inn ómissandi. Þetta eru hins vegar ekki þær ferðir sem horft er til við mótun leiða­kerfis strætó og hönnun Borg­ar­línu. Þar er mest horft til ferða til og frá vinn­u. 

Fram­tíðin er ekki það sem hún var vön að vera

Hin rétta nið­ur­staða úr raun­hæfri sviðs­mynda­grein­ingu er auð­vitað sú, að sviðs­mynd A með öllum mis­lægu gatna­mót­unum hafi hæstan félags­legan ábata í för með sér. Svo mun verða um langa fram­tíð.

Þetta álit er hins vegar byggt á fram­tíð­ar­sýn sem meðal ann­ars tekur mið af mið­spá Hag­stof­unnar um mann­fjölda. Raun­veru­leik­inn getur orðið allt annar og er enn ekki þekkt­ur. Þann raun­veru­leika verðum við að geta tek­ist á við, hvort sem hann verður nær háspá eða lág­spá Hag­stof­unn­ar. Síðan eru fleiri áhættu­þætt­ir, fram­tíð fjar­vinnu yfir inter­netið og fleira. 

Þau sjón­ar­mið leið hug­ann að almenn­ings­sam­göngum á sér­a­krein­um. Þannig verður hug­myndin um létta Borg­ar­línu til. Hún hefur marg­falt minni beinan kostnað í för með sér en sú þunga og stærð­argráðum minni félags­legan kostn­að. Það verður því mun meira svig­rúm til að huga að lífs­gæðum fólks og mann­legum þáttum skipu­lags og umferð­ar. Sam­fé­lag­ið, fólkið og fyr­ir­tæk­in, getur þá fremur aðlag­ast nýjum aðstæðum á sínum hraða án þess að fara í koll­steyp­ur. Hug­myndin um létta Borg­ar­línu er því best til þess fallin að takast á við óvissa fram­tíð.

Höf­undur er verk­fræð­ing­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar