Ungt fólk, eldra fólk og umferðin

Elías B. Elíasson segir að höfuðborgarsvæðið sé of fámennt fyrir léttlest og að umferðartafir séu bein skerðing á lífsgæðum.

Auglýsing

Það er löngu þekkt saga að afreks­fólk okkar í íþróttum er alið upp við iðkun þeirra frá blautu barns­beini. For­eldrar skutla þeim á bíl milli íþrótta og skóla, líka tón­list­ar­skóla, enda eigum við frá­bært tón­lista­fólk. 

Það er líka kunn­ara en frá þurfi að segja að eldri borg­arar nota bíl sinn í ferðir til að stunda félags­starf. Margir þeirra geta búið lengur en ella á heim­ilum sínum því afkom­end­urnir hafa ráð á bíl til að heim­sækja þau, sinna þörfum þeirra og skutla til læknis eða ann­að. 

Þó fólk sé ef til vill ekki að kaupa bíl til að sinna aðeins ofan­greindu, heldur vegna þess frelsis sem bíll­inn veitir þeim til ferða utan þétt­býlis og inn­an, þvert á strætó­leið­ir, þá eru þessar þarfir hluti af því mik­il­væga félags­lega hlut­verki sem bíll­inn gerir okkur kleift að sinna betur ásamt iðkun heilsu­ræktar að eigin vali og vinnu í alls konar sam­tök­um. 

Vax­andi umferðattafir hamla allri þess­ari starf­semi og það er þjóð­inni dýrt. Fólk sæk­ist eftir meiri tíma til að sinna heim­ilum sínum og félags­legum þörf­um. Umferð­ar­tafir eru bein skerð­ing á lífs­gæð­um.

Sorg­leg lesn­ing

Skýrslan „Höf­uð­borg­ar­svæðið 2040“ frá 2014 var grund­vallar plagg fyrir svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015 – 2040. Þar er sett upp sviðs­mynda­grein­ing til að svara þeirri spurn­ingu hvort hag­kvæmt gæti verið að þétta byggð ef fólk breytti ferða­máta sínum frá því að ferð­ast með bíl í að nota almenn­ings­sam­göng­ur. 

Sett voru mark­mið um breyttar ferða­venjur og þau tengd við mis­mun­andi þétt­ingu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sem grunn­við­mið, sviðs­mynd A, var reiknað með óbreyttu leiða­kerfi og rekstri strætó, 40% nýrra íbúða skyldi byggja innan skil­greindra byggða­marka og hlut­deild strætó í ferðum yrði óbreytt 4%. Sviðs­mynd C2 reikn­aði með að 100% nýrra íbúða innan byggða­marka, byggð yrði létt­lest og hún fengi 20% hlut­deild ferða sem er talið hæfi­legt til að rétt­læta slíka fram­kvæmd. Sviðs­mynd C1 var eins nema BRT-­Gold í stað létt­lest­ar. Milli­stig­ið, sviðs­mynd B1 fékk 80% nýrra íbúða, hágæða almenn­ings­sam­göngur í formi BRT-­Gold kerfis (stundum nefnt lest á gúmmí­hjól­um) með 12% hlut­deild ferða, en það er talið rétt­læta upp­setn­ing slíks kerf­is. Í sviðs­mynd B2 var létt­lest. Reikn­aður var félags­legur kostn­aður og ábati af hverri sviðs­mynd og þá fór lest­ur­inn að verða sorg­leg­ur.

Auglýsing
Ekki var reiknað með að það kost­aði íbú­ana neitt að þétta byggð­ina, en annað hefur komið í ljós. Þétt­ingin í Reykja­vík, eins og hún er fram­kvæmd hefur valdið mik­ill hækkun íbúða­verðs sem orðin er að sjálf­stæðu efna­hags­legu vanda­máli. Reikn­ing­arnir sýndu einnig að félags­legur kostn­aður (auk­inn ferða­tími) fólks vegna breyttra ferð­venja var svo hár að fólk hefði hrein­lega haldið áfram að nota bíl­inn fremur en hina nýju sam­göngu­tækni. Einnig var reiknað með að fólkið sem átti að nýta þess sam­göngu­tækni los­aði sig við bíl­inn sinn og fastur kostn­aður af honum reikn­aður til tekna. Með því móti fékkst hærri ábata úr dæm­inu fyrir sviðs­myndir B og C heldur en fékkst úr A. 

Dæmi sem ekki stenst

Í þessum reikn­ingum eru þannig þrjár villur sem hver um sig eru afger­andi fyrir nið­ur­stöð­una. Sú að þétt­ing byggðar kosti ekk­ert, að fólk noti almenn­ings­sam­göngur þrátt fyrir að tapa á því tíma og að það sama fólk losi sig við bíl­inn og fórni þannig þeim lífs­gæðum sem minnst er á í upp­hafi þess­arar greinar til þess eins að nota almenn­ings­sam­göng­ur. Sviðs­mynd­irnar B og C eru þar með óraun­hæft hug­ar­fóstur og end­ur­spegla ósk­hyggju. 

Vill­andi túlkun

Í sviðs­mynda­grein­ingu má skoða áhrif af því að ákveðin mark­mið um ferða­val fólks náist og skýrslan er í upp­hafi sett upp til að svara því. En í útreikn­ingum er mark­miðið gert að spá um hlut­deild almenn­ings­sam­gangna. En þegar nið­ur­stöð­urnar eru túlk­aðar eins og hún væri raun­hæf, þá er það föls­un. Það að mark­miðs­setn­ingin er ekki raun­hæf spá kemur fram í reikn­ing­unum sem nei­kvæður tíma­á­bati not­enda og er stað­fest m.a. í félags­legri grein­ingu COWI-­Mann­vits frá 2020.

Í skýrsl­unni segir að hinn reikn­aði ábati sem fæst út úr dæm­inu sé vegna bættra sam­gangna og styttri vega­lengda í þétt­ari byggð. Þetta er rangt eins og sést þegar nið­ur­stöð­urnar eru rýnd­ar. Ábat­inn kemur fram vegna þess að áður nefndar þrjár villur kom­ast inn í dæm­ið. Með þess­ari túlkun er verið að mis­nota sviðs­mynda­grein­ing­una.

Sú nýja sam­göngu­tækni sem sviðs­myndir B og C gerðu ráð fyrir var síðar skírð Borg­ar­lína og aug­lýst upp sem sér­lega glæsi­leg sam­göngu­bót og fegrandi fyrir borg­ar­um­hverf­ið, en allt eru það umbúðir sem gera lítið eða ekk­ert til að bæta líf fólks eða auka notkun á almenn­ings­sam­göng­um. Fólk velur ferða­máta sinn þannig að ferðin taki sem stystan tíma og þannig verður það áfram. Þá reglu er ekki bara hægt að snið­ganga eins og hún sé ekki til en það var gert.

Staðan nú

Nú eru liðin nokkur ár síðan það tók­st, með mis­notkun á sviðs­mynda­grein­ingu að telja mörgum ráða­mönnum trú um að Borg­ar­lína mundi leysa sam­göngu­vand­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá trú var þó aldrei hægt að verja mál­efna­lega, þess í stað var gripið til aug­lýs­inga­skrums. Því fór sem fór og málið fór í harðan póli­tískan hnút. 

Síðan hefur umferð­ar­á­standið versnað og tafir auk­ist. Farin eru að finn­ast dæmi um að fólk sé fljót­ara til vinnu eða í skól­ann með strætó en einka­bíl. Þess vegna hefur notkun á strætó vaxið lít­il­lega. Enn er þó langt frá því að Borg­ar­lína sem lest, hvort sem er á teinum eða gúmmí­hjólum geti virkað til jafns við t.d. mis­læg gatna­mót til að leysa sam­göngu­vanda höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Auglýsing
Sum staðar er byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu það dreifð að ekki þrífst næg þjón­usta sem stuðlar að sjálf­bærni hverfa og atvinnu­sköpun og víða má þétta. Það er virð­ist hins vegar sem verið sé að þétta og hanna ný hverfi svo að hæfi almenn­ings­sam­göngum í formi létt­lesta og bíl­lausum lífs­stíl. Það er of mikið þrengt að fólki. Höf­uð­borg­ar­svæðið allt er ein­fald­lega of fámennt fyrir létt­lest og verður um langa fram­tíð. 

Þrátt fyrir vax­andi umferða­tafir heldur fólk áfram að skutla börnum sínum til tóm­stunda­starfs, keyra aldna for­eldra til læknis og heim­sækja fjöl­skyldu­með­limi sem og aðra vini. Þetta er hluti af þeim lífs­háttum sem gera sam­fé­lag okkar betra og einka­bíl­inn ómissandi. Þetta eru hins vegar ekki þær ferðir sem horft er til við mótun leiða­kerfis strætó og hönnun Borg­ar­línu. Þar er mest horft til ferða til og frá vinn­u. 

Fram­tíðin er ekki það sem hún var vön að vera

Hin rétta nið­ur­staða úr raun­hæfri sviðs­mynda­grein­ingu er auð­vitað sú, að sviðs­mynd A með öllum mis­lægu gatna­mót­unum hafi hæstan félags­legan ábata í för með sér. Svo mun verða um langa fram­tíð.

Þetta álit er hins vegar byggt á fram­tíð­ar­sýn sem meðal ann­ars tekur mið af mið­spá Hag­stof­unnar um mann­fjölda. Raun­veru­leik­inn getur orðið allt annar og er enn ekki þekkt­ur. Þann raun­veru­leika verðum við að geta tek­ist á við, hvort sem hann verður nær háspá eða lág­spá Hag­stof­unn­ar. Síðan eru fleiri áhættu­þætt­ir, fram­tíð fjar­vinnu yfir inter­netið og fleira. 

Þau sjón­ar­mið leið hug­ann að almenn­ings­sam­göngum á sér­a­krein­um. Þannig verður hug­myndin um létta Borg­ar­línu til. Hún hefur marg­falt minni beinan kostnað í för með sér en sú þunga og stærð­argráðum minni félags­legan kostn­að. Það verður því mun meira svig­rúm til að huga að lífs­gæðum fólks og mann­legum þáttum skipu­lags og umferð­ar. Sam­fé­lag­ið, fólkið og fyr­ir­tæk­in, getur þá fremur aðlag­ast nýjum aðstæðum á sínum hraða án þess að fara í koll­steyp­ur. Hug­myndin um létta Borg­ar­línu er því best til þess fallin að takast á við óvissa fram­tíð.

Höf­undur er verk­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar