Afborganir námslána í aukinni dýrtíð: Hvar er stefna stjórnvalda?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson. Segir allt stefna í kosningar í haust og kallar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar námslán.

Auglýsing

Í kosn­inga­bar­átt­unni til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna hét Joe Biden því að fella niður skuldir 43 milj­óna náms­manna við alrík­is­sjóð en heild­ar­skuldir þeirra nema nú um 1,7 biljónum dala, eða að með­al­tali um 40 þús­und dölum á hvern náms­mann. Afborg­anir af náms­lánum vega þyngst allra lána banda­rískra heim­ila, eru t.d. þyngri en afborg­anir af krít­ar­kortum eða af bíla­lán­um, og er fjórð­ungur náms­lána í van­skil­um.

Árið 2020, í byrjun Covid-19 far­ald­urs­ins, frysti Biden afborg­anir af náms­lánum fram á sum­arið 2022. Nú er komið að skulda­dög­um. Hvað ætlar hann að afskrifa mikið af skuldum náms­manna? Kosn­ingar verða þar í landi í haust og mun þetta mál örugg­lega ráða úrslitum kosn­ing­anna ásamt afleið­ingum stríðs­rekst­urs­ins í Úkra­ínu, sem hefur hleypt af stað mik­illi dýr­tíð um allan heim. Verð­bólga mælist nú 8,5% í Banda­ríkj­un­um. Ástandið í efna­hags­málum þar er slæmt og á eftir að versna.

Sömu sögu er að segja af ástand­inu hér heima. Verð­bólgan, lands­ins forni fjandi, er komin af stað og mælist nú 7,2% á árs­grund­velli. Það þýðir að náms­mað­ur, sem skuld­aði fjórar milj­ónir króna fyrir ári, skuldar nú um 4,3 milj­ónir króna. Launin hafa auð­vitað ekki hækkað sem þessu nem­ur, að frá­töldum launum alþing­is­manna og ráð­herra, hvað þá eft­ir­laun og örorku­bætur en eft­ir­launa­menn og öryrkjar verða verst úti í efna­hag­skrepp­unni.

Auglýsing
Árið 2011 lögðu þau Lilja Mós­es­dótt­ir, Atli Gísla­son, Ásmundur Einar Daða­son, Guð­fríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, Þór Saari og Þrá­inn Ber­tels­son fram frum­varp um það hvernig skyldi tekið á þessu: náms­lán skyldu falla niður hjá öryrkjum og frá því ári er skuld­ari yrði 67 ára enda hefði hann staðið í fullum skilum við lána­sjóð­inn. 

Frum­varpið fékkst ekki rætt þá og var end­ur­flutt nokkrum sinn­um, nú síð­ast af Guð­jóni S. Brjáns­syni, Odd­nýju G. Harð­ar­dóttur og Loga Ein­ars­syni árið 2017.

Nú stefnir allt í það að kosn­ingar verði haldnar í haust. Ég vil hvetja stjórn­völd til að upp­lýsa kjós­endur um stöðu mála hvað varðar náms­lán­in. Hver er stefn­an? Einnig vil ég hvetja stétt­ar­fé­lög til að beita sér í mál­inu, en það hefur orðið algjör­lega út undan við allar aðgerðir og leið­rétt­ingar í kjöl­far Hruns­ins.   

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar