Þarf að brúa bilið?

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um leikskólamál á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur áform um byggingu nýrra leikskóla í Reykjavík byggja á ófullnægjandi faglegri greiningu á íbúaþróun. Sömu sögu megi segja um stöðuna í Garðabæ.

Auglýsing

Íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur fjölgað mjög og sam­tals um 17,1% á síð­asta ára­tug. Fjölgað hefur í öllum þétt­býl­is­sveit­ar­fé­lög­un­um; mest í Mos­fells­bæ, 47,1% en minnst á Sel­tjarn­ar­nesi, 9,4%. Þrátt fyrir íbúa­fjölg­un­ina hefur börnum á leik­skóla­aldri (1 til 5 ára) ekki fjölgað heldur þvert á móti. Þau urðu flest 2014 en hefur síðan fækkað um 7,7%, 1.355 frá því þau voru flest. Það fækkar ekki í öllum sveit­ar­fé­lög­unum eins og sjá má í töflu 1 sem sýnir íbúa­þróun und­an­far­inn ára­tug.

Tafla 1 Íbúaþróun í þéttbýlisstöðum á höfuðborgarsvæðinu 2012-2022. Heimild: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar

Í þremur sveit­ar­fé­lögum fækkar börnum á leik­skóla­aldri, þrátt fyrir íbúa­fjölgun og í sveit­ar­fé­lögum þar sem leik­skóla­börnum fjölgar er hún hlut­falls­lega minni en gildir um fjöld­ann í heild nema á Sel­tjarn­ar­nesi. Meg­in­skýr­ing á á íbúa­þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á und­an­förnum árum er aðflutn­ing­ur, einkum frá útlönd­um. Þetta hefur haft áhrif á fjölda barna á leik­skóla­aldri. Til dæmis má nefna að 2017 voru 11,5% barna í Reykja­vík inn­flytj­endur af fyrstu eða annarri kyn­slóð en árið 2021 var hlut­fallið orðið 16,9%. Á þessu tíma­bili hafði börnum á leik­skóla­aldri í Reykja­vík fækkað um 778, eða 9,5%, en á sama tíma­bili hafði börnum inn­flytj­enda á leik­skóla­aldri fjölgað um 313 eða um réttan þriðj­ung. Börnum á leik­skóla­aldri í Reykja­vík fjölg­aði svo á árinu 2021, um 101, en það hafði þá ekki gerst í átta ár.

Auglýsing

Til við­bótar við aðflutn­ing frá útlöndum hefur íbúa­þróun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á und­an­förnum árum ein­kennst af miklum flutn­ingi fólks frá Reykja­vík til nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna sem ýtt hefur undir fækkun barna á leik­skóla­aldri í höf­uð­borg­inni og fjölgun í aðal­vaxt­ar­sveit­ar­fé­lögum svæð­is­ins, einkum Garðabæ og Mos­fells­bæ. Þetta sést í töfl­unni enda er hlut­fall barna á leik­skóla­aldri hæst í þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem íbúum hefur fjölgað mest. Í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu hefur komið í ljós að mik­ill fjöldi leik­skóla­barna í Urriða­holti kom bæj­ar­yf­ir­völdum í Garðabæ í opna skjöldu.

Reykja­vík­ur­borg hefur nýlega kynnt metn­að­ar­full áform um fjölgun leik­skóla í borg­inni í end­ur­skoð­aðri áætlun sem nefn­ist Brúum bil­ið. Sam­kvæmt áætl­un­inni verða 850 ný leik­skóla­rými tekin í notkun í ár, átta nýir leik­skólar verða opn­aðir og fram kemur að þörf sé fyrir 1.680 ný leik­skóla­pláss á næstu þremur árum. Þarna er gengið út frá því að fjölga þurfi plássum í leik­skóla sem svarar til þess íbúa­fjölda sem talið er að muni búa í nýjum bygg­ing­ar­hverfum og að þau séu hrein við­bót við þörf þeirra íbúa sem fyrir eru. Þessi áætlun rímar ekki við reynslu und­an­far­inna ára. Það kann að vera að mis­ræmi verði milli stað­setn­ingar íbúða og leik­skóla þannig að nýja skóla þurfi þótt aðrir séu ekki full­nýtt­ir. Ef hins vegar er tekið mið af því að und­an­farin ár hefur íbúum borg­ar­innar fjölgað og íbúðum í Reykja­vík fjölgað umtals­vert (þótt ótrú­lega erfitt sé að afla gagna um fjölda íbúða í sveit­ar­fé­lögum lands­ins eða breyt­ingar á hon­um) þarf að horfa til þess að á sama tíma hefur börnum á leik­skóla­aldri fækkað fyrir utan síð­asta ár. Ég tel að þessi áform séu að þessu leyti byggð á ófull­nægj­andi fag­legri grein­ingu á íbúa­þróun í borg­inni og staðan í Garðabæ sömu­leið­is. Fjöldi barna á biðlista eftir leik­skóla­plássi er ekki endi­lega vís­bend­ing um að pláss vanti enda útskrif­ast einn árgangur á hverju ári og nýir koma í stað­inn. Það er ekk­ert óeðli­legt við það að for­eldrar sæki um pláss fyrir börn sín all­nokkru áður en þau kom­ast að. Sömu­leiðis eru fjöl­skyldur stöðugt að flytj­ast milli hverfa og því fylgja vænt­an­lega oft óskir um að börn flytj­ist milli skóla sem ekki er endi­lega hægt að verða við strax. Ef hins vegar biðlistar eru orðnir stærri en sem nemur einum árgangi er ljóst að pláss vant­ar.

Auglýsing

Gögn Hag­stofu um fjölda barna á leik­skólum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og íbúa­fjölda­tölur benda til þess að langstærstur hluti barna sem eru 2ja ára og eldri séu í leik­skólum og það gildir um öll sveit­ar­fé­lög­in. Hlut­fall leik­skóla­barna sem eru 1 árs er hins vegar mis­mun­andi eftir sveit­ar­fé­lögum og fer þar vænt­an­lega bæði eftir fram­boði leik­skóla­plássa og óska for­eldra um vistun fyrir börn sín. Lausn á því að koma til móts við eft­ir­spurn eftir vistun svo ungra barna er ótengd nýbygg­ingum í borg­inni. Ég hef ekki getað skoðað með full­nægj­andi hætti hvernig saman fara íbúa­þró­un, fjöldi barna á leik­skóla­aldri og fram­boð leik­skóla­plássa í ein­stökum hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en fyllsta ástæða er til þess. Það hlýtur að vera mikið hags­muna­mál íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að sveit­ar­stjórnir séu vak­andi yfir íbúa­þró­un­inni og byggi ákvarð­anir á fag­legri ráð­gjöf enda er kostn­aður sveit­ar­fé­lag­anna af leikskóla­stig­inu um það bil fimmt­ungur af skatt­tekjum þeirra.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar