Þarf að brúa bilið?

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um leikskólamál á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur áform um byggingu nýrra leikskóla í Reykjavík byggja á ófullnægjandi faglegri greiningu á íbúaþróun. Sömu sögu megi segja um stöðuna í Garðabæ.

Auglýsing

Íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur fjölgað mjög og sam­tals um 17,1% á síð­asta ára­tug. Fjölgað hefur í öllum þétt­býl­is­sveit­ar­fé­lög­un­um; mest í Mos­fells­bæ, 47,1% en minnst á Sel­tjarn­ar­nesi, 9,4%. Þrátt fyrir íbúa­fjölg­un­ina hefur börnum á leik­skóla­aldri (1 til 5 ára) ekki fjölgað heldur þvert á móti. Þau urðu flest 2014 en hefur síðan fækkað um 7,7%, 1.355 frá því þau voru flest. Það fækkar ekki í öllum sveit­ar­fé­lög­unum eins og sjá má í töflu 1 sem sýnir íbúa­þróun und­an­far­inn ára­tug.

Tafla 1 Íbúaþróun í þéttbýlisstöðum á höfuðborgarsvæðinu 2012-2022. Heimild: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar

Í þremur sveit­ar­fé­lögum fækkar börnum á leik­skóla­aldri, þrátt fyrir íbúa­fjölgun og í sveit­ar­fé­lögum þar sem leik­skóla­börnum fjölgar er hún hlut­falls­lega minni en gildir um fjöld­ann í heild nema á Sel­tjarn­ar­nesi. Meg­in­skýr­ing á á íbúa­þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á und­an­förnum árum er aðflutn­ing­ur, einkum frá útlönd­um. Þetta hefur haft áhrif á fjölda barna á leik­skóla­aldri. Til dæmis má nefna að 2017 voru 11,5% barna í Reykja­vík inn­flytj­endur af fyrstu eða annarri kyn­slóð en árið 2021 var hlut­fallið orðið 16,9%. Á þessu tíma­bili hafði börnum á leik­skóla­aldri í Reykja­vík fækkað um 778, eða 9,5%, en á sama tíma­bili hafði börnum inn­flytj­enda á leik­skóla­aldri fjölgað um 313 eða um réttan þriðj­ung. Börnum á leik­skóla­aldri í Reykja­vík fjölg­aði svo á árinu 2021, um 101, en það hafði þá ekki gerst í átta ár.

Auglýsing

Til við­bótar við aðflutn­ing frá útlöndum hefur íbúa­þróun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á und­an­förnum árum ein­kennst af miklum flutn­ingi fólks frá Reykja­vík til nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna sem ýtt hefur undir fækkun barna á leik­skóla­aldri í höf­uð­borg­inni og fjölgun í aðal­vaxt­ar­sveit­ar­fé­lögum svæð­is­ins, einkum Garðabæ og Mos­fells­bæ. Þetta sést í töfl­unni enda er hlut­fall barna á leik­skóla­aldri hæst í þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem íbúum hefur fjölgað mest. Í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu hefur komið í ljós að mik­ill fjöldi leik­skóla­barna í Urriða­holti kom bæj­ar­yf­ir­völdum í Garðabæ í opna skjöldu.

Reykja­vík­ur­borg hefur nýlega kynnt metn­að­ar­full áform um fjölgun leik­skóla í borg­inni í end­ur­skoð­aðri áætlun sem nefn­ist Brúum bil­ið. Sam­kvæmt áætl­un­inni verða 850 ný leik­skóla­rými tekin í notkun í ár, átta nýir leik­skólar verða opn­aðir og fram kemur að þörf sé fyrir 1.680 ný leik­skóla­pláss á næstu þremur árum. Þarna er gengið út frá því að fjölga þurfi plássum í leik­skóla sem svarar til þess íbúa­fjölda sem talið er að muni búa í nýjum bygg­ing­ar­hverfum og að þau séu hrein við­bót við þörf þeirra íbúa sem fyrir eru. Þessi áætlun rímar ekki við reynslu und­an­far­inna ára. Það kann að vera að mis­ræmi verði milli stað­setn­ingar íbúða og leik­skóla þannig að nýja skóla þurfi þótt aðrir séu ekki full­nýtt­ir. Ef hins vegar er tekið mið af því að und­an­farin ár hefur íbúum borg­ar­innar fjölgað og íbúðum í Reykja­vík fjölgað umtals­vert (þótt ótrú­lega erfitt sé að afla gagna um fjölda íbúða í sveit­ar­fé­lögum lands­ins eða breyt­ingar á hon­um) þarf að horfa til þess að á sama tíma hefur börnum á leik­skóla­aldri fækkað fyrir utan síð­asta ár. Ég tel að þessi áform séu að þessu leyti byggð á ófull­nægj­andi fag­legri grein­ingu á íbúa­þróun í borg­inni og staðan í Garðabæ sömu­leið­is. Fjöldi barna á biðlista eftir leik­skóla­plássi er ekki endi­lega vís­bend­ing um að pláss vanti enda útskrif­ast einn árgangur á hverju ári og nýir koma í stað­inn. Það er ekk­ert óeðli­legt við það að for­eldrar sæki um pláss fyrir börn sín all­nokkru áður en þau kom­ast að. Sömu­leiðis eru fjöl­skyldur stöðugt að flytj­ast milli hverfa og því fylgja vænt­an­lega oft óskir um að börn flytj­ist milli skóla sem ekki er endi­lega hægt að verða við strax. Ef hins vegar biðlistar eru orðnir stærri en sem nemur einum árgangi er ljóst að pláss vant­ar.

Auglýsing

Gögn Hag­stofu um fjölda barna á leik­skólum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og íbúa­fjölda­tölur benda til þess að langstærstur hluti barna sem eru 2ja ára og eldri séu í leik­skólum og það gildir um öll sveit­ar­fé­lög­in. Hlut­fall leik­skóla­barna sem eru 1 árs er hins vegar mis­mun­andi eftir sveit­ar­fé­lögum og fer þar vænt­an­lega bæði eftir fram­boði leik­skóla­plássa og óska for­eldra um vistun fyrir börn sín. Lausn á því að koma til móts við eft­ir­spurn eftir vistun svo ungra barna er ótengd nýbygg­ingum í borg­inni. Ég hef ekki getað skoðað með full­nægj­andi hætti hvernig saman fara íbúa­þró­un, fjöldi barna á leik­skóla­aldri og fram­boð leik­skóla­plássa í ein­stökum hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en fyllsta ástæða er til þess. Það hlýtur að vera mikið hags­muna­mál íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að sveit­ar­stjórnir séu vak­andi yfir íbúa­þró­un­inni og byggi ákvarð­anir á fag­legri ráð­gjöf enda er kostn­aður sveit­ar­fé­lag­anna af leikskóla­stig­inu um það bil fimmt­ungur af skatt­tekjum þeirra.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar