Steinsteypan og vatnið

Dr. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknimála hjá Sementsverksmiðju ríkisins, skrifar um kynni sín af störfum Steinsteypunefndar á síðustu öld.

Auglýsing

Sam­an­tekt

 Tuttug­asta öldin varð öld stein­steypunnar á Íslandi. Þótt vissu­lega væri líka byggt úr timbri má segja að steypan hafi í raun leyst af torf­hýs­in, sem ekki héldu vatni og voru bæði rök og köld. Læknar töldu þau óheil­brigð og orsök sjúk­dóma. Þetta hafði sitt að segja um það að stein­steypan varð aðal­bygg­ing­ar­efnið á Íslandi alla tutt­ug­ustu öld­ina.

Stein­steypan er marg­slungið og vand­með­farið efni þótt grunn­upp­skriftin sé ein­föld: Sandi, möl og sem­enti er blandað saman við vatn og blandan látin harðna. En þótt auð­velt sé að búa hana til verður hún ekki endi­lega góð og það er ekki sama hvernig blönd­un­ar­hlut­föllin eru. Rétt hlut­föll vatns og sem­ents eru for­senda þess að steypan verði vatns­held og end­ing­ar­góð. 

Eig­in­leikar góðrar steypu eru mikil end­ing, styrkur og þétt­leiki. Góð steypa tekur ekki í sig vatn eftir að hún er full­hörðn­uð. Of hátt hlut­fall vatns í steypu veldur því hins vegar að hún verður gegn­dræp eftir hörðnun og heldur því ekki vatni, sem leiðir til myglu, frost­skemmda og fleiri vanda­mála. 

Rann­sóknir á vegum Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins (RB) og Sem­ents­verk­smiðju Rík­is­ins með aðkomu Stein­steypu­nefndar leiddu á sínum tíma til þess að alkal­í­skemmdir í íslenskri stein­steypu heyra sög­unni til. Það á nú einnig við um Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands, sem tók við kefl­inu af RB árið 2007. 

En nú er enn eitt vanda­málið komið upp og það er mygl­an. Í stað kuld­ans og rakans með öllum sínum heilsu­vanda­málum í gömlu torf­kof­unum er það hit­inn og rak­inn í nýju stein­steyptu hús­un­um, sem býður myglu­gróðri hag­stæð vaxt­ar­skil­yrði og skapar um leið ný heilsu­vanda­mál. 

Og þótt Sem­ents­verk­smiðj­unni og RB hafi tek­ist að kom­ast fyrir alkal­í­skemmdir í íslenskri stein­steypu þá lauk Stein­steypu­nefnd aldrei upp­haf­legu verk­efni sínu, sem var að koma í veg fyrir grotnun og skemmdir í íslenskri steypu og finna leið til að forð­ast leka og raka í íbúð­ar­hús­um. Nið­ur­staða rann­sókna Stein­steypu­nefndar á grunnor­sökum steypu­skemmda á Reykja­vík­ur­svæð­inu kom fram í skýrslu dr. Rík­harðs Krist­jáns­son­ar, sem út kom kringum 1990. Þar kom fram að þær væru vegna of hás hlut­falls vatns móti sem­enti við gerð steypunnar og ófull­nægj­andi eft­ir­með­höndl­unar hennar á bygg­ing­ar­stað. 

Var þessi nið­ur­staða í sam­ræmi við nið­ur­stöður erlendra rann­sókna um að hönn­uðir og bygg­ing­ar­að­ilar bæru mesta ábyrgð á skemmd­un­um. Því hlýtur nú að telj­ast nauð­syn­legt að stofna nýjan starfs­hóp, „Myglu­nefnd“, til þess að leysa þennan vanda bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, þ.e. ofnotkun vatns við nið­ur­lagn­ingu steypunn­ar. 

Það kallar á að full­trúar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, hönn­uðir og verk­takar taki virkan þátt í að leysa vand­ann ásamt hinu opin­bera. Enn vantar rann­sókn­ar­að­stöðu eftir að bæði RB og Nýsköp­un­ar­mið­stöð hafa verið lagðar nið­ur. Væri nú ef til vill ráð­legt að bygg­inga­rann­sókn­irnar fari aftur til Háskóla Íslands, þar sem þær voru í árdaga?

Fyrstu kynni af steyp­unni

Ég hafði ekki náin kynni af gerð stein­steypu fyrr en ég var kom­inn á full­orð­insár og tek­inn að starfa við Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins ( RB ) og síðar Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins ( SR ). Ég ólst upp á prests­setri norður í Fljótum Skaga­firði. Fyrstu minn­ingar mínar af steypu­gerð voru rétt fyrir heims­styrj­öld­ina síð­ari. Smá­fram­kvæmd­ir, þar sem steypa var hrærð með skóflum á tré­pall­i. 

Auglýsing
Skömmu síðar var byggt nýtt hús á prest­setr­inu. Þar var notuð nýjasta þáver­andi tækni við steypu­gerð­ina í húsið og steypan hrærð í tunnu­steypu­vél með bens­ín­mót­or. Húsið var tví­lyft og steyp­unni var ekið í hjól­bör­um. Í neðri hæð­ina og steypt milli­loft milli hæða var steyp­unni ekið eftir skáslikju með­fram hús­hlið­inni upp á steyptu plöt­una. 

Ég fékk að prófa að aka upp sliskj­una. Tók ég þá eftir því, að steypan í hjól­bör­unum var óvenju­lega þurr, eig­in­lega eins og kökkur í bör­un­um. En ég fann að akst­ur­inn upp sliskj­una var miklu ein­fald­ari með þurra steypu en fljót­andi, sem hefði runnið aftur úr bör­un­um. Ég ályktaði að þetta væri ástæð­an, þar sem þeir sem tóku við steyp­unni uppi á hæð­inni kvört­uðu oft um óþægi­lega þurra steypu við nið­ur­lögn­ina. Síðar kynnt­ist ég því, að of mikið vatn skað­aði end­ingu steypunn­ar. Ég vona að þessi þurra steypa hafi gagn­ast í prests­hús­in­u. 

Stein­steypan og Rann­sókna­stofnun Bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins 

Eftir hefð­bundna gegn­um­ferð mennta­skóla hóf ég háskóla­nám í ólíf­rænni efna­fræði í Þýska­landi. Ég tók þar svo dokt­ors­próf, sem byggð­ist á rann­sóknum á sam­böndum kís­ils ( silís­íum ) og köfn­un­ar­efn­is. Að því loknu sótt­ist ég eftir starfi á Íslandi. Það fékk ég við nýskip­aða stofnun fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn, Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins ( RB ). 

Stofn­unin var hluti af nýsköpun rann­sókna­mála atvinnu­lífs­ins, sem áður var á hendi Atvinnu­deildar Háskóla íslands ( AHÍ ). RB hóf starf­semi í jan­úar 1965 og var fram­kvæmda­stjóri hennar Har­aldur Ásgeirs­son verk­fræð­ing­ur, sem áður hafði stjórnað bygg­ing­ar­deild AHÍ . Ég var einn af nýráðnum verk­fræð­ingum stofn­un­ar­inn­ar. Har­aldur var efna­verk­fræð­ingur eins og ég, hinir voru bygg­ing­ar­verk­fræð­ing­ar. Fyrsta verk­efni mitt við stofn­un­ina var við gatna­gerð, að rann­saka við­loðun vega­olíu við stein­efni, en þarna var að hefj­ast notkun á nýju yfir­borðs­efni fyrir vegi og göt­ur, svo­nefndri olíu­möl. 

Ári síðar eða svo kom þáver­andi Vita- og -hafna­mála­stjóri í heim­sókn til að ræða steypu­gæði fyr­ir­hug­aðra hafn­ar­mann­virkja í Þor­láks­höfn. Á þessum tíma voru einnig að hefj­ast miklar virkj­ana­fram­kvæmdir á Þjórs­ár­svæð­inu. Þetta leiddi af sér umræður um þessi nýju fram­tíð­ar­verk­efni hjá RB. Fram að þessu höfðu steypu­rann­sóknir ekki verið mikið stund­aðar hér­lendis og sner­ust þá aðal­lega um steypu­hrá­efni . Það breytt­ist með til­komu Har­aldar Ásgeirs­sonar í bygg­inga­rann­sókn­irn­ar. Í stöðu sinni hjá AHÍ hafði hann aflað nokk­urs tækja­bún­aðar til mæl­inga á steypu­styrk og öðrum grunn­tækjum við steypu­rann­sókn­ir. 

Meðal verk­fræð­inga hjá hinni nýstofn­uðu Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hófst nú líf­leg umræða um íslenska stein­steypu­gerð. Þarna var ég skyndi­lega kom­inn inn í umræður á sviði sem ég hafði litla þekk­ingu á, því menntun mín var bundin við grunn­rann­sóknir á flóknum sam­böndum kís­ils og köfn­un­ar­efn­is. Þar að auki var reynsla mín af störfum utan rann­sókna­stofu tak­mörk­uð. Þar höfðu bygg­ing­ar­verk­fræð­ing­arnir sam­starfs­menn mínir meiri reynslu.

Stein­steypu­væð­ing Íslands 

Um þetta leyti var rúm hálf öld liðin frá því að þekk­ing á stein­steypu­gerð barst fyrst til Íslands. Rétt fyrir alda­mótin 1900 kom frá námi í Kaup­manna­höfn ungur lækn­ir, Guð­mundur Hann­es­son. Honum ofbauð hversu léleg húsa­kynni Íslend­inga voru. Taldi hann gömlu torf­hús­in, sem héldu hvorki veðri né vatni, hinar mestu sýkla­stíur og hóf að tala fyrir betri bygg­ing­ar­hefð. Lagði hann mikla áherslu á gæði stein­steypunn­ar, hins nýja bygg­ing­ar­efn­is, sem m.a. varði híbýli manna fyrir vatn­i. 

Fékk steypan hér strax góðar við­tökur og varð brátt aðal­bygg­ing­ar­efnið enda mikil fram­för frá torf­bygg­ingum þeirra tíma. Mikið hafði þar að segja hversu ein­falt var að búa hana til, nán­ast ein­göngu þurfti að afla til­tölu­lega hreinnar blöndu af sandi og möl og hræra saman við sem­ent og vatn. 

Gæða­þróun steypunnar hélt svo áfram þegar leið á tutt­ug­ustu öld­ina. Í upp­hafi var mest litið til styrks henn­ar, bæði þrýsti- og beygju­tog­þols henn­ar. Síðar hófust athug­anir og rann­sóknir á end­ingu steypunn­ar, þ.e. hvernig hún stóðst álag ýmissa utan­að­kom­andi áhrifa, svo sem frosts og þíðu, jarð­hrær­inga, salt­efna ýmiss konar o.s.frv. 

Hrá­efni, hrærsla og nið­ur­lagn­ing

Rann­sókn­irnar sýndu að gæði stein­steypunnar voru mjög mis­mun­andi eftir sam­setn­ingu hennar og hrærslu. Upp­haf­lega var talið að með auknum styrk myndu end­ing og aðrir jákvæðir eig­in­leikar batna. Þetta reynd­ist ekki alls kostar rétt og með vax­andi notkun stein­steypu var farið að leita að bestu sam­setn­ingu hennar og bestu aðferðum við hrærsl­una. Kom þá í ljós að með­ferð steypunnar við að koma henni fyrir á bygg­ing­ar­stað hafði ekki síður afger­andi áhrif á gæði hennar í mann­virk­inu en fram­leiðsla henn­ar. 

Þessi þekk­ing leiddi til þess, að allar rann­sóknir á stein­steypu bein­ast í dag að þessum þremur þáttum við gerð henn­ar, þ.e. hrá­efn­un­um, hrærsl­unni og með­höndlun við nið­ur­lagn­ingu henn­ar. Á rann­sókna­stofu eru rann­sóknir á hrá­efnum og hrærslu steypunnar gerðar í sam­ræmi við mann­virk­ið, sem hún skal not­ast í. Eftir hörðnun og mæl­ingar á styrk steypunnar eru end­ing­ar­líkur hennar metnar í sér­stökum veðr­un­ar­stöðv­um, þar sem steypan er útsett fyrir áhrif­um, sem gætu haft áhrif á end­ingu hennar í við­kom­andi mann­virki. 

Auglýsing
Síðasti þáttur rann­sókna á raun­veru­legum eða end­an­legum styrk og end­ingu steypunnar í við­kom­andi mann­virki er fram­kvæmd eftir nið­ur­lagn­ingu hennar á bygg­ing­ar­stað. Sú rann­sókn fer þó að jafn­aði ekki fram við nið­ur­lögn, þar sem steypan þarf daga og jafn­vel vikur til að harðna. Því hefur eft­ir­lit með gæðum steypu, sem þegar er komin á sinn stað í mann­virki og fengið að harðna vissan tíma , færst yfir í útborun steypu­kjarna úr við­kom­andi mann­virki og rann­sókn þeirra á rann­sókna­stofu í fram­hald­inu. Úr steypu­kjörnum eru tekin sýni til skoð­unar á sprungu­mynd­unum og smá­sjár­sýni til rann­sókna á hlut­falli vatns á móti sem­enti ( v/s tala ) o.fl. 

Efna­fræði sem­ents og Sem­ents­verk­smiðja Rík­is­ins

Efna­fræði sem­ents­ins var Har­aldi Ásgeirs­syni mjög hug­leik­in, en hann hafði stundað rann­sóknir á henni í námi sínu í Banda­ríkj­un­um. Þar voru ýmsir vís­inda­menn um þetta leyti að rann­saka sér­stak­lega áhrif svo­nefndra poss­óla­nefna á þétt­leika steypunn­ar. Poss­óla­nefni eru gos­efni, þekkt í sögu stein­steypunnar allt frá upp­hafi henn­ar. Hóf Har­aldur þegar rann­sóknir á poss­ólan­eig­in­leikum íslenskra gos­efna við AHÍ. Þær sýndu að þeir voru víða ríku­lega fyrir hendi hér á land­i. 

Nú bætt­ust við umræður um sem­ents­fram­leiðsl­una í Sem­ents­verk­smiðju Rík­is­ins (SR) á Akra­nesi. Þótti íslenska sem­entið illa stand­ast styrk­leika­kröfu­staðla og svo bætt­ist við að inni­hald þess af alkalí­söltum (natr­íum- og kal­íum­sölt­um) reynd­ist mjög hátt. 

Mikið magn alkalísalta í íslenska sem­ent­inu var talið mjög var­huga­vert, þar sem rann­sóknir höfðu sýnt að þau gætu við aðkomu vatns myndað hlaup í steypunni, sem aftur kall­aði fram innri þrýst­ing og sprungu­myndun í henni. Því var talin hætta á að ekki væri hægt að nota íslenska sem­entið í þær viða­miklu fram­kvæmdir við virkj­ana- og hafn­ar­mann­virki, sem þá voru á döf­inni. Aftur á móti höfðu rann­sóknir erlendis sýnt að steypu í þurru umhverfi, svo sem í íbúð­ar­bygg­ing­um, staf­aði ekki hætta af alkalí­sölt­un­um. 

 Í þjóð­fé­lag­inu spunn­ust nú áfram miklar umræður um rekstur SR, sem urðu hat­rammar og póli­tískar á þessum árum. Har­aldur hafði kynnst rann­sóknum á fyrr­nefndum skemmd­ar­á­hrifum á steypu í Banda­ríkj­un­um. Þar hafði m.a. verið reynt að verj­ast þeim með íblöndun poss­óla­nefna í steypuna. Har­aldur taldi því að mögu­lega mætti koma í veg fyrir hættu af hinni svo­nefndu alka­lí­þenslu með íblöndun poss­óla­nefna í íslenska sem­entið og hafði þar þegar til hlið­sjónar rann­sóknir frá AHÍ. Hann taldi að þarna væri um þjóð­hags­legt hags­muna­mál að ræða og lagði til að þeir aðilar sem hefðu með mann­virkja­gerð af þessum toga ( vatna­mann­virki ) að gera, legð­ust á eitt við að leysa vanda­mál­ið.

Á þetta féllst iðn­að­ar­ráð­herra, sem árið 1967 skip­aði nefnd með full­trúum frá öllum valda­stofn­unum lands­ins, sem höfðu með mann­virkja­gerð að gera. Nefndin fékk hið við­eig­andi og lýsandi nafn, Stein­steypu­nefnd.

Stein­steypu­nefnd 

Stein­steypu­nefnd var ætlað að vinna gegn grotnun í íslenskri stein­steypu og greina hversu mikil áhrif eig­in­leikar íslenska sem­ents­ins hefðu á myndun steypu­skemmda, sér­stak­lega í steyptum vatna­mann­virkj­um. Þær valda­stofn­anir sem höfðu með mann­virkja­gerð á vegum hins opin­bera að gera og skip­uðu Stein­steypu­nefnd voru: Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, Vita- og hafna­mála­stofn­un, Vega­gerð rík­is­ins, Lands­virkj­un, Borg­ar­verk­fræð­ing­ur, Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins, og svo Meist­ara­sam­band bygg­inga­manna. For­maður nefnd­ar­innar var skip­aður Har­aldur Ásgeirs­son for­stjóri RB. Gert var ráð fyrir að Stein­steypu­nefnd hefði aðsetur hjá RB og að stofn­unin væri ábyrg fyrir fram­kvæmd rann­sókn­anna. 

Nefndin hóf þegar störf og hélt fjöl­marga fundi. Með til­liti til þess sem síðar varð er áhuga­vert að skoða þá lausn á vanda­mál­inu, sem þáver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, Jóhann Haf­stein, lagði upp með. Hann sá að hér var um þjóð­hags­legt tækni­vanda­mál að ræða, sem leysa yrði í sam­ein­ingu af for­stöðu­mönnum opin­berra fram­kvæmda á breiðum grund­velli. Áhuga­vert er einnig að minn­ast þess, að á þessum tíma voru allir for­stöðu­menn þess­ara opin­beru stofn­ana verk­fræð­ingar með sér­þekk­ingu og reynslu hver á sínu sviði. Á þessu hefur síðan orðið breyt­ing í áranna rás, því mið­ur, en ljóst er að það er aft­ur­för sem illa þjónar gerð og þróun mann­virkja í land­in­u. 

Þá er einnig athygl­is­vert í þessu sam­bandi, að full­trúi Meist­ara­sam­bands bygg­inga­manna tók lít­inn þátt í starfi nefnd­ar­inn­ar. Skýr­ingin á því er vænt­an­lega sú, að vanda­málið sem nefnd­inni var ætlað að leysa, þ.e.a.s. sam­setn­ing íslenska sem­ents­ins og efna­fer­ill alka­lí­þensl­unn­ar, var fyrst og fremst talið af efna­fræði­legum toga. Aftur á móti voru full­trúar steypu­stöðv­anna í Reykja­vík brátt kall­aðir í nefnd­ina, sér­stak­lega vegna sam­setn­ing­ar, hreins­unar og þvottar hrá­efna í steypuna.

Auk­inn kraftur í rann­sóknir

Har­aldur setti á lagg­irnar sér­staka steypu­rann­sókna­deild innan RB, sem fékkst við verk­efni Stein­steypu­nefnd­ar. Þar sem íslenska sem­entið var upp­haf og endir þessa verk­efnis var mér falið umsjón með því. Leysa skyldi vanda­málið með efna­fræði­legu inn­gripi í hörðn­un­ar­feril steypunn­ar. Á þessum árum hafði alka­lí­þensla ekki verið þekkt lengi sem skemmda­vanda­mál í stein­steypu og var að auki nokkuð stað­bund­in. 

Ég hóf starfið með því að afla mér þekk­ingar og upp­lýs­inga um sem­ent almennt, en einnig sér­stak­lega um þetta nýja skemmda­af­brigði. Þessi þekk­ing­ar­leit tók all­langan tíma, enda hafði ég þá afar tak­mark­aða þekk­ingu á sem­ents- og steypu­fram­leiðslu. Mjög snemma var hafin leit að erlendri ráð­gjöf og danski verk­fræð­ing­ur­inn dr. Gunnar Idorn feng­inn til starfans. Í gegnum hann kynnt­umst við því, að steypu­sér­fræð­ingar ýmissa vest­rænna landa höfðu myndað með sér sér­stakt sam­band rann­sak­enda, til þess að ráða bót á alka­lí­þensl­unni. Var okkur boðið að tengj­ast hópn­um. 

Þegar voru fyrir hendi banda­rískir staðlar við að mæla þensl­una. Rann­sókn­irnar hér hófust með því að safna saman sýnum af væn­legum poss­óla­nefnum í nágrenni Akra­ness. Lengd­ar­mæl­ingar steypu­strend­inga sýndu í öllum til­fellum umtals­vert minni þenslu með íblöndun þess­ara efna eftir fín­möl­un. 

Blanda þurfti allt að 10% þess­ara efna í steypuna, til þess að stand­ast kröfur stað­als­ins. Þótti þetta góður árang­ur, nú var aðeins eftir að blanda efn­unum í sem­entsmöl­un­ina á Akra­nesi og reyna efnin í alvöru steypu. Mik­ill ókostur var þó, að með auk­inni íblöndun poss­ól­ana í sem­entið lækk­aði byrj­un­ar­styrkur þess, sem þýddi lengri þorn­un­ar­tíma. Það var ekki að skapi bygg­ing­ar­verk­taka, sem töldu leng­ingu á bygg­ing­ar­tíma auka bygg­ing­ar­kostn­að, sem þó var ærinn fyr­ir. 

Vel löguð steypa er vatns­þétt

Poss­ól­an­rann­sókn­irnar stað­festu einnig upp­lýs­ingar erlendra til­rauna, sem sýndu að alka­lí­þensla kom ekki fram í þurri steypu og því var steypa í íbúð­ar­bygg­ingum ekki talin vera í hættu, heldur ein­göngu steypa, sem var í stöðugri snert­ingu við vatn. Þar sem vitað var að vind­þrýst­ingur var mik­ill á Íslandi og regná­lag á útveggi húsa (sla­gregn) líka, gerðum við til öryggis auka­lega til­raun með að beina vatni úr háþrýsti­dælu á steypu­vegg, sem við síðan bor­uðum úr steypu­kjarna. Steypu­kjarn­inn sýndi að vatnið komst minna en 1 mm inn í hann. Þótti okkur þetta góð sönnun á vatns­þétt­leika íslensku steypunn­ar. 

Á alþjóð­legri ráð­stefnu, sem alþjóða- alkalí­sam­bandið hélt hér á landi árið 1975 kom þetta mál­efni til tals. Voru þar saman komnir tugir sér­fræð­inga á sviði alka­lí­rann­sókna. Þeir voru allir sam­mála um, að alka­í­þensla kæmi ekki fram í þurri steypu.

Batn­andi sem­ent og betri steypa

Nið­ur­stöður poss­ól­an­rann­sókna okkar hjá RB birt­ust árið 1971. Þá var farið að hægj­ast um mál­efni Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins, en enn var þó mikið deilt um hvort gæði íslenska sem­ents­ins væru næg. Var þess farið á leit við mig að taka við fram­kvæmda­stjórn verk­smiðj­unn­ar, sem ég féllst á, eftir að hafa rætt við gagn­rýnendur og stjórn­völd um að reyna til hins ítrasta að auka gæði sem­ents­ins. 

Ég hóf störf í byrjun árs 1972 og haf­ist var handa strax sama ár að blanda 2% af fín­möl­uðu líp­ar­íti ( poss­óla­nefni ) í sem­ent­ið. Einnig var fín­mölun sem­ents­ins auk­in, til að vega upp á móti þeirri minnkun á byrj­un­ar­styrk steypunn­ar, sem steypu­fram­leið­endur töldu að poss­ól­aní­blönd­unin ylli. 

Auglýsing
Þetta sem­ent var t.d. notað í steypu á veg­ar­kafla á Vest­ur­lands­vegi haustið 1972. Veg­a­steypan þarna er enn sýni­leg í Kolla­firði og á Esju­mel­um. Steypan þarna hefur sýnt góðan styrk og end­ingu og ekki hefur enn þurft að lag­færa hana eftir 50 ára notk­un, þannig að gagn­rýni um lítil sem­ents­gæði á þessum tíma virð­ist lítt hald­bær. Líp­ar­í­tí­blönd­unin í allt almennt sem­ent var svo hækkuð smám saman í 9% næstu árin. 

Þá voru einnig hafnar til­raunir með notkun meira magns af poss­ól­aní­blöndun í sem­ent sem ætlað var til notk­unar i nokkur fyr­ir­huguð vatna­mann­virki, t.d. Sig­öldu­virkj­un. Var þróað og fram­leitt poss­ól­an­sem­ent með 25% líp­ar­í­tí­blöndun ( Sig­öldu­sem­ent ). Til­raunir með það stóð­ust allar próf­anir og var það sam­þykkt í Sig­öldu- og Hraun­eyja­foss­virkj­anir og nokkur hafn­ar­mann­virki að auki. 

Í Stein­steypu­nefnd ríkti ánægja með árang­ur­inn. Miðað við upp­runa­lega verk­lýs­ingu hafði nefndin í raun þegar leyst verk­efnið sem henni var falið, þar sem alkal­í­skemmdir kæmu ekki fram í íbúð­ar­húsum og ekki var vitað að þannig skemmdir hefðu komið fram hér á land­i. 

Bakslag­ið: Alkal­í­skemmdir í íbúð­ar­hús­um 

Það var svo árið 1976 sem bakslagið kom, þegar fyrstu alkal­í­skemmd­irnar fund­ust í íbúð­ar­húsi í Garða­bæ. Það var árið eftir að alþjóða­ráð­stefna um alkal­í­skemmdir var haldin í Reykja­vík, en þar voru allir sér­fræð­ingar á einu máli um, að alkal­í­skemmdir kæmu ekki fram í þurri steypu og þar af leið­andi ekki í íbúð­ar­hús­næði. Því var brýnt að finna skýr­ingu á þessu frá­viki frá þessum við­teknu sann­ind­um. 

Vegna þeirrar miklu við­bót­ar­hættu sem fundur alkal­í­skemmda í íbúð­ar­hús­næði leiddi í ljós hóf Sem­ents­verk­smiðjan leit að sterkara poss­óla­nefni en líp­ar­íti. Tekið var til rann­sóknar fín­gert kís­il­ryk sem féll til við fram­leiðslu kís­il­járns í Járn­blendi­verk­smiðj­unni á Grund­ar­tanga, rétt hjá Akra­nesi. Reynd­ist þetta ryk hafa miklu sterk­ari áhrif til minnk­unar alka­lí­þenslu en líp­ar­ít­ið. 

SR, kís­il­rykið og Sér­steypan

Þegar Járn­blendi­verk­smiðjan hóf fram­leiðslu árið 1979 var Sem­ents­verk­smiðjan til­búin með allan tækja­búnað og bland­aði nú 7.5% kís­il­ryki og 2.5% líp­ar­íti í sem­ent­ið. Sem­ent með íblöndun kís­il­ryks hafði ekki verið fram­leitt á markað áður í heim­inum og fékk nú inni sem sér­sem­ent í nýjum sem­ents­staðli Evr­ópu­banda­lags­ins og reynd­ist hafa hátt gæða­stig. 

 Til­koma kís­il­ryks­ins og gæða­á­hrif þess bæði fyrir sem­entið og steypu úr því leiddi af sér umræður milli Sem­ent­verk­smiðj­unnar og Járn­blendi­verk­smiðj­unnar um mögu­leika að nýta kís­il­rykið betur en aðeins sem íblöndun í sem­ent, enda byrjað að gera margs konar til­raunir í þá veru víða um heim. Var þá stofnað rann­sókna­fyr­ir­tæki nefnt Sér­steypan sf. árið 1985, sem starf­aði í tíu ár á Akra­nesi. Var fyr­ir­tækið í jafnri eigu fyr­ir­tækj­anna tveggja. 

Í Sér­steyp­unni sf. voru rann­sökuð og þróuð bygg­ing­ar­efni sem byggð­ust á notkun sem­ents og kís­il­ryks sem bindi­efni. Helst var þró­unin bundin við viss bygg­ing­ar­efna­svið svo sem til­búnar múr- eða við­gerð­ar­blöndur ásamt bún­aði til notk­unar þeirra, nýrrar gerðar massa­steypu í vega- og virkjana­gerð, svo­nefndrar þjapp­aðrar þurr­steypu, svo og gerð ýmissa teg­unda af trefja­steypu.

Fleira en sem­ent fer í steypu

Stein­steypu­nefnd hélt starfi sínu ótrauð áfram. Almenn ánægja var með nið­ur­stöður poss­ól­an­rann­sókn­anna og að Sem­ents­verk­smiðjan skyldi hefja íblöndun poss­óla­nefn­anna þegar í stað. Þá var næsta skref að kanna steypu­efn­in, önnur en sem­ent. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafði verið vand­kvæðum bundið að fá nægi­lega hrein steypu­efni. Dælu­fyr­ir­tækið Björgun hafði þá hafið vinnslu efnis af sjáv­ar­botni, svo­nefnt Hval­fjarð­ar­efni. Það var vel hreint en hafði þann ókost að vera alka­lí­virkt, þ.e. það inni­hélt efni, sem gátu myndað þenslu­mynd­andi alka­lí­hlaup. Taldi nefndin þó í lagi að nota það, þar sem poss­ól­an­rann­sókn­irnar höfðu verið fram­kvæmdar með því án vand­ræða. 

Steypu­stöðv­unum var aftur á móti upp­álagt að þvo allt salt­vatn úr steypu­efn­unum fyrir notk­un. Komið var upp þvotta­að­stöðu hjá steypu­stöðv­unum og rann­sóknir og til­raunir settar í gang, sem mið­uðu að því að auka gæði steypunn­ar, t.d. með loft­blendi­efni gegn frost­skemmd­um, þjálni­efni til að auð­velda nið­ur­lögn steypunnar o.fl. Stein­steypu­nefnd kom svo á eft­ir­liti bæði hjá Sem­ents­verk­smiðj­unni og steypu­stöðv­unum með sýna­töku og rann­sóknum á sýn­unum hjá RB.

 Með þessum aðgerðum og kröfum um vissar rann­sókn­ar­nið­ur­stöður taldi Stein­steypu­nefnd að gæði steypu frá fram­leið­endum hennar væri tryggð. Nú var aðeins eftir að rann­saka hvernig til hefði tek­ist með steypu­gerð á liðnum árum. Það var almennt álit að steypu­skemmdir væru of algengar í hús­bygg­ing­um, sér­stak­lega á syðri helm­ingi lands­ins. Stein­steypu­nefnd setti þá í gang viða­mikla rann­sókn á ástandi húsa á Reykja­vík­ur- og Akur­eyr­ar-­svæð­inu árið 1977. 

Rann­sókn stað­festi gagn­semi poss­óla­nefna og gæði sem­ents

Hákon Ólafs­son og dr. Rík­harður Krist­jáns­son, starfs­menn Stein­steypu­nefnd­ar, fóru fyrir þess­ari rann­sókn. Voru fyrst skoðuð hús byggð á árunum 1956 – 1972, en loka­skýrsla kom svo um 1990. 

Nokkur hund­ruð hús sem byggð voru á þessu rúm­lega 30 ára tíma­bili voru dregin út af handa­hófi, skoðuð og sýni boruð úr þeim og rann­sök­uð. Í ljós komu miklar sprungu­skemmdir á steyp­unni og orsakir flestra þeirra reynd­ust frost­þensla eða alka­lí­þensla, sem hvort tveggja benti til skemmda­á­hrifa vatns. 

Auglýsing
Rannsóknin sýndi líka að fyrstu árin voru skemmdir af völdum frost- og alka­lí­þenslu álíka miklar, en í bygg­ingum sem steyptar voru 1979 og síðar voru alkal­í­skemmdir nán­ast horfn­ar. Þetta var talin sönnun þess, að poss­ól­aní­blönd­unin hefði virkað og alka­lí­vanda­málið væri úr sög­unn­i. 

 Má segja að á þessum tíma­punkti hafi starfi Stein­steypu­nefndar lok­ið, þar sem hennar hlut­verk hafði verið að finna vörn gegn alkal­í­skemmd­un­um. Við umræður um nið­ur­stöður sprungu­skýrslu Hákonar og dr. Rík­harðs vakti sá síð­ar­nefndi hins vegar sér­staka athygli á því, að þannig gæti Stein­steypu­nefnd ekki skilið við verk­efn­ið. Eftir væri að skýra þann mikla raka sem væri í steyptum húsum og því, að frost­skemmdir héldu áfram þó að alka­lí­þenslan væri horf­in. 

Böndin ber­ast að rangri með­höndlun á bygg­ing­ar­stað

Nýjar upp­lýs­ingar frá erlendum steypu­rann­sókna­stofn­unum bentu ein­dregið til þess að helsta orsök steypu­skemmda, sér­stak­lega sprungu­myndana, væri röng með­höndlun steypunnar á bygg­ing­ar­stað og því á ábyrgð hönn­uða hús­anna og bygg­ing­ar­að­ila. Þetta varð til þess að ég skrif­aði bréf í nafni Sem­ents­verk­smiðj­unnar til Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins, með beiðni um opin­bera rann­sókn á íslenskri steypu­gerð í ljósi þess­ara rann­sókn­ar­nið­ur­staðn­a. 

Fram til þess tíma voru jú orsakir steypu­skemda taldar liggja í hrá­efn­un­um; sem­ent­inu og/eða steypu­efn­un­um. Þessi umleitan mín fékk ekki braut­ar­gengi á þessum tíma, en síðar stað­festi húsa­rann­sókn Stein­steypu­nefndar að hér giltu sömu lög­mál og erlendis (sjá neð­ar).

Á þessum árum voru svo líka að koma upp­lýs­ingar og efni, sem stuðl­uðu að því að stein­steypan gæti varið sig fyrir vatni. Þetta voru ýmis vatns­frá­hrind­andi efni á grunni kís­il­sýru svo sem silan, siloxan o.fl. Voru þegar hafnar viða­miklar rann­sóknir við RB og athug­anir á notkun þess­ara efna í íslenska steypu. Með þessum rann­sóknum náð­ist umtals­verður árangur og hófu íslenskir bygg­ing­ar­að­ilar að nota efnin á bygg­ing­ar­stað og við við­hald steyptra bygg­inga.

Heldur íslensk steypa ekki vatni?

Stein­steypu­nefnd hafði nú starfað í 30 ár og full­trúar þeirra stofn­ana sem í henni sátu voru þá sam­mála dr. Rík­harði um það, að svona gæti nefndin ekki skilið við verk­efn­ið. Var sam­þykkt að lengja líf nefnd­ar­innar og beina rann­sókn­unum að orsökum óvenju mik­ils raka í útveggja­steypu, sér­stak­lega í bygg­ingum á Reykja­vík­ur­svæð­in­u. 

Þegar þarna var komið sögu höfðu bygg­ing­ar­yf­ir­völd reyndar sætt sig við, að íslensk stein­steypa héldi ekki vatni. Farið var að verja hana vatns­á­l­agi með margs­konar klæðn­ingum og grín var gert að ofur­trú tækni­manna á vatns­heldni steypunn­ar. 

Þá kom fram hug­mynd að nýrri hönnun á steyptum útvegg, þar sem ein­angrun veggj­ar­ins var utan á steypta veggnum en ekki innan hans eins og hefðin var hér­lend­is. Dr. Rík­harður Krist­jáns­son var upp­hafs­maður þessa veggja­kerf­is, sem var nefnt Íslenska múr­kerf­ið. Það reynd­ist vel og náði brátt mik­illi útbreiðslu.

Hin innri gerð íslenskrar stein­steypu

Árið 1991 var steypu­skemmda­verk­efn­inu haldið áfram undir nafn­inu „Innri gerð íslenskrar stein­steypu, ástands­skoð­un.“ Hafði stofn­un­inni þá áskotn­ast nýr rann­sókn­ar­bún­að­ur, full­komin bergs­má­sjá þar sem greina mátti innri gerð steypunn­ar, hol­rými, örsprung­ur, hlut­fall vatns, sem­ents og ann­arra efna o.fl. 

Áfram var verk­efnið fjár­magnað sam­eig­in­lega af Stein­steypu­nefnd og Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og lauk 1994. Boraðir voru kjarnar úr um 100 hús­um, sem byggð voru á árunum 1976 – 1990. Margt áhuga­vert kom fram í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar um gæði steypunnar á þessum tíma.

Það voru helst tvö atriði sem vöfð­ust fyrir mönn­um. Annað þeirra var sú almenna skoðun að raki í húsa­steypu næði ekki því magni sem til þyrfti til þess að alka­lí­hlaup þend­ist nægj­an­lega út til að sprengja sundur þokka­lega sterka steypu. Rann­sókn­irnar sýndu að til þessa þyrfti hlut­falls­raki í steyp­unni að kom­ast yfir 80%. 

Rann­sóknir á skemmdum húsum sýndu hins vegar að svo mik­ill raki náði að verða til og safn­ast upp í steypunni, og þá var spurn­ingin hvers vegna það gat gerst. Ýmsar kenn­ingar voru uppi. Veð­ur­fars­rann­sókn­irnar bentu til meiri vatns­þrýst­ings á steypuna en víð­ast var þekkt erlend­is. Reyndar kom fljótt fram að veggja­steypa skv. kröfum bygg­ing­ar­reglu­gerðar stóðst þann vatns­þrýst­ing án þess að vatn kæm­ist nokkuð inn í steypuna. 

En annað kom einnig í ljós við rann­sóknir og ástandskönnun RB. Það var, að húsa­steypan í Reykja­vík var ekki eins góð og reiknað hafði verið með. Helst var það vatns­-­sem­ents­hlut­fallið sem var of hátt, oft­ast yfir 0,6 sem jók hættu á hár­pípu­verkun og jafn­framt myndun á örsprungum ( þurrkrýrnun ). 

Hár­pípu­verkun og örsprungur valda vatnsísogi sem eykst enn frekar við áhrif slagregns, sem algengt er á Reykja­vík­ur­svæð­inu eins og fram kom í veð­ur­fars­rann­sókn­un­um. Alka­lí­hlaup fannst svo ekki í húsum byggðum 1979 og síð­ar, því varð nið­ur­staða Stein­steypu­nefndar sú, að of mikið vatn eða raki í steyp­unni væri orsök steypu­skemmd­anna. 

Málið leyst og RB lögð niður

Á tíunda ára­tug ald­ar­innar fylgd­ist ég minna með starfi Stein­steypu­nefndar og hætti þátt­töku í henni 2002. Umsvif nefnd­ar­innar urðu minni á þessum árum enda var talið nokkuð öruggt að nið­ur­stöður fyrr­greindrar rann­sóknar á alka­lí- og frost-­skemmdum væru rétt­ar. Þær nið­ur­stöður voru settar fram með afdrátt­ar­lausum hætti í bók Verk­fræð­inga­fé­lags Íslands „ Í ljósi vís­ind­anna“ árið 2005, þar sem seg­ir: 

Nær­tæk­ast er að kenna steypu­gæð­unum um flestar þessar skemmd­ir. Helst má ætla að of mikið vatn hafi verið notað við gerð steypunn­ar, sem veldur því að hún sogar í sig vatn. Skortur á aðhlynn­ingu og að mótum hefur verið slegið frá of snemma veldur einnig þurrkrýrnun og örsprung­um, sem valda vatnsísogi.“ 

Auglýsing
Rannsóknastofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins var svo sam­einuð öðrum stofn­unum iðn­að­ar­ins 2007 í nýrri stofn­un, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands ( NMÍ ). Við það tvístrað­ist hluti af starfs­liði RB. Margir reyndir starfs­menn fóru til starfa á ýmsum verk­fræði­stofum og þekk­ing og tækja­bún­aður dreifð­ist. 

Hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð fór síðar fram vönduð rann­sókn á grunn­for­sendum raka­flutn­ings í íslenskri stein­steypu. Var rann­sóknin fram­kvæmd af dr. Birni Mart­eins­syni og sýndi hlið­stæðar nið­ur­stöður og fyrri rann­sóknir RB. 

Nýtt vanda­mál leysir þau gömlu af hólmi

Af rann­sókna­röð Stein­steypu­nefndar var nú aðeins stærsta verk­efnið eft­ir, að fram­kvæma ástand­skoðun á skemmdum stein­steyptum húsum síð­ustu ára­tug­ina. Það inni­bar ástandskönnun skemmdra stein­steyptra húsa, til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir hversu stór hluti þeirra væri skemmdur og hversu illa. Einnig yrði að reyna að finna hag­kvæma lausn á því hvernig betur mætti með­höndla steypuna á bygg­ing­ar­stað og hvernig hersla hennar færi fram. 

En nú kom fram nýtt vanda­mál. Á árunum kringum alda­mótin 2000 fór að bera á ann­ars konar bygg­ing­ar­skemmdum í íbúð­ar­hús­næði en áður. Voru þessar skemmdir myglu­mynd­un, sem hafði í för með sér alvar­leg heilsu­vanda­mál. Myglu­vanda­málið kemur eins og þekkt er aðeins fram þar sem raki er fyrir hendi í bygg­ing­um. Raka­mynd­unin í stein­steyp­unni í rann­sóknum Stein­steypu­nefndar kom nú strax fram í hug­ann. Myglu­mynd­unin var reyndar ekki aðeins bundin stein­steyp­unni sjálfri, heldur einnig leka­vanda af öðrum orsök­um, t.d. hönn­un­ar­göll­um, óþéttum gluggum o.s.frv. 

Myglu­vanda­málið fór hægt af stað síð­ustu ára­tugi tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, en herti á sér með tím­an­um. Sam­kvæmt þeim aðilum sem feng­ust við þennan nýja vanda, t.d. NMÍ og ýmsum verk­fræði­stof­um, var talið að við­gerð­ar­kostn­aður vegna þessa vágests hlypi á tugum millj­arða, sem þýddi að hann væri engu minni vandi en alka­lí­vanda­málið á árum áður.

Myglu­vand­inn kallar á mark­vissar rann­sóknir og aðgerð­ir 

Um 2020 var svo farið að ræða um enn eina breyt­ingu á rann­sóknum fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn , þ.e. að leggja Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands niður og finna slíkum rann­sóknum annan sama­stað. Enn hafa engin skref verið tekin í átt til þess að hýsa allar rann­sóknir fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn á einum stað, en gagn­vart þessu myglu­vanda­máli liggur nærri sú hug­mynd að stjórn­völd skipi hlið­stæða nefnd eða vinnu­hóp og Stein­steypu­nefnd, til að leysa þau vanda­mál sem tengj­ast raka í húsum og hýbýl­u­m. 

Það þyrfti að ger­ast fljótt, því ástands­rann­sóknir á bygg­ingum taka langan tíma og eru kostn­að­ar­sam­ar. Ljóst er að sam­setn­ing slíks vinnu­hóps yrði önnur en Stein­steypu­nefndar árið 1967. 

Þar sem orsaka­böndin hafa nú borist að hönn­uðum og byggj­endum híbýl­anna er ljóst að þeirra fram­lag til ástandskann­ana á húsum og rann­sóknum þeim tengdum verður miklu stærra en áður. Og ef hér er um stór­feng­lega bygg­ing­argalla að ræða verður lausn ekki fundin á þeim án aðgerða af þeirra hálfu. Full­komin rann­sókn­ar­að­staða þarf að koma til. E.t.v. væri klókt að flytja bygg­inga­rann­sókn­irnar aftur til Háskóla Íslands. 

Hér er um stór­vægi­lega ákvarð­ana­töku stjórn­valda að ræða, sem varla er hægt að leysa öðru­vísi en með sam­eig­in­legu opin­beru átaki, svipað og Stein­steypu­nefnd var ætlað að gera á sínum tíma. Þar duga ekki fum­kenndar lausnir ein­stakra aðila, sem leysa mál sín á millum með skaða­bóta­greiðsl­u­m. 

Hér verða að koma til víð­tækar heild­ar­lausnir byggðar á tækni­legum for­send­um, þar sem ráð­ist verður að grunnor­sökum vand­ans, þ.e.a.s. vatns­þétt­leika steypunn­ar.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins.

Heim­ild­ir:

https://www.nmi.is/sta­tic/fi­les/Vef­versl­un/­Stjorn­un_og_­rekst­ur/alkali­virkn­i_­stein­steypu.pdf

https://sites.­google.com/vi­ew/is­lenskt-possol­an­sem­ent/heim

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar