Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn

Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.

garðabær
Auglýsing

Einn af hverjum fimm íbúum Garða­bæjar telja að ákvarð­anir við stjórn sveit­ar­fé­lags­ins séu teknar með ólýð­ræð­is­legum hætti. Tæpur helm­ingur telur að ákvarð­ana­takan sé lýð­ræð­is­leg og rúm­lega 31 pró­sent hafa ekki sterka skoðun á því. 

Ein­ungis 38,6 pró­sent íbúa geta nefnt nöfn að minnsta kosti þriggja bæj­ar­full­trúa í Garðabæ en 61,4 pró­sent geta það ekki. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Mask­ína hefur gert fyrir Garða­bæj­ar­list­ann um bæj­ar­mál í sveit­ar­fé­lag­inu. Garða­bæj­ar­list­inn er sam­vinnu­verk­efni Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Bjartrar fram­tíðar í Garðabæ sem boð­inn var fram í fyrsta sinn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn áfram mjög sterkur

List­inn fékk 28,1 pró­sent atkvæða í þeim kosn­ingum og þrjá full­trúa kjörna. List­inn, ásamt flokk­unum sem að honum standa, mælist með 30,5 pró­sent fylgi nú sam­kvæmt könnun Mask­ínu. Mögu­legt er að það fylgi sé aðeins hærra þar sem aðspurðir sem segj­ast kjósa „ann­að“ eru 2,4 pró­sent. Inni í því mengi gætu verið stuðn­ings­menn bæði Vinstri grænna og Bjartrar fram­tíð­ar. 

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn gín áfram sem áður yfir aðra flokka í Garða­bæ. Fylgi hans mælist 60,2 pró­sent, sem er 1,8 pró­sentu­stigi minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum þar sem hann fékk átta af ell­efu bæj­ar­stjórn­ar­mönnum Garða­bæjar kjörna. 

Mið­flokk­ur­inn hefur dalað í vin­sældum í Garða­bæ. Hann fékk 6,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2018 en mælist nú með 3,2 pró­sent. Það er aðeins minna en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem mælist með 3,6 pró­sent fylgi. Hvor­ugur þeirra myndi ná inn full­trúa í sveit­ar­stjórn ef kosið væri í dag.

Rúmur helm­ingur ánægður með meiri­hlut­ann og bæj­ar­stjór­ann

Í könnun Mask­ínu kemur fram að 54,3 pró­sent íbúa Garða­bæjar eru ánægðir með störf meiri­hluta Sjálf­stæð­is­manna í sveit­ar­fé­lag­inu, 30,6 eru í með­al­lagi ánægðir og 15,1 pró­sent eru óánægð­ir. 

Meiri­hluti Garð­bæ­inga er ánægður með störf Gunn­ars Ein­ars­sonar bæj­ar­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks, eða 50,1 pró­sent. Um 20 pró­sent eru óánægð með hann og 30 pró­sent hafa ekki skýra skoðun á frammi­stöðu hans. 

Þetta þýðir líka að hluti þeirra sem segj­ast kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garðabæ er ekki ánægður með meiri­hlut­ann eða bæj­ar­stjór­ann.

Flestir vilja taka lán fyrir halla­rekstri

Mask­ína spurði einnig þátt­tak­endur til hvaða aðgerða þeir myndu vilja grípa ef breyt­ing yrði í tekjum og gjöldum Garða­bæjar vegna COVID-19, þar sem tekjur myndu lækka og útgjöld aukast. Rúm­lega helm­ing­ur, alls 50,8 pró­sent, aðspurðra sagði að fyrsta val þeirra væri að stofna til lán­töku og 19,6 pró­sent sögðu að fyrsta val þeirra væri að hækka útsvar. Þá sögðu 17,7 pró­sent að þeir myndu vilja skerða þjón­ustu bæj­ar­ins, 7,3 pró­sent að hækka ætti gjald­skrár og 4,6 pró­sent að hækka ætti fast­eigna­skatta. 

Sam­kvæmt fram­lagðri fjár­hags­á­ætlun Garða­bæjar vegna árs­ins 2021 er gert ráð fyrir því það rekstr­ar­af­gangur A-hluta bæj­ar­sjóðs verði nei­kvæður um 499 millj­ónir króna á þessu ári og sam­stæðu­reikn­ings um 71 milljón króna. 

Tveir af hverjum þremur sem svar­aði spurn­ingum Mask­ínu bjuggu í sér­býli (ein­býl­is­húsi, rað­húsi eða par­húsi) en um þriðj­ungur í fjöl­býl­is­hús­i. 

Könn­unin fór fram daga 20. nóv­em­ber til 15. des­em­ber 2020 og voru svar­endur 424 tals­ins. Úrtak íbúa fékk tölvu­póst með hlekk á könn­un­ina og var send áminn­ing þrisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svar­að. Hluti úrtaks­ins fékk hlekk á könn­un­ina senda í gegnum sms.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent