Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina

Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því fram­ar­lega í for­gangs­röð bólu­setn­inga,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Ef við yrðum við öllum þessum beiðnum myndi okkar við­kvæm­asta fólk fær­ast neðar í for­gangs­röð­ina.“



Fjórir greindust með veiruna inn­an­lands í gær og voru tveir þeirra í sótt­kví. Þórólfur sagði ánægju­legt að áfram væru að grein­ast til­tölu­lega fáir inn­an­lands og að flestir þeirra væru í sótt­kví við grein­ingu. „Enn erum við þó að greina ein­stak­linga utan sótt­kvíar sem hefur komið svo­lítið á óvart og segir okkur að veiran er enn þá úti í sam­fé­lag­inu og við þurfum að hafa það í huga.“



Tak­mörk­unum var aflétta að hluta inn­an­lands fyrir rúmri viku. Þórólfur sagði enn ekki tíma­bært að taka ákvörðun um frek­ari aflétt­ingar þar sem lengri tími þyrfti að líða til að sjá árangur af síð­ustu til­slök­un­um. Núver­andi sam­komu­tak­mark­anir gilda til 17. febr­ú­ar.

Auglýsing


Í þess­ari viku fá tæp­lega 5.000 íbúar öldr­un­ar­heim­ila og fram­línu­starfs­menn sína seinni bólu­setn­ingu. Jafn­framt fá um 3.000 ein­stak­lingar í elstu ald­urs­hóp­unum sína fyrstu sprautu.

Færri skammtar tíma­bundið



Sam­kvæmt upp­færðri dreif­ing­ar­á­ætlun Pfizer munu færri skammtar ber­ast af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins næstu vik­urnar en gert var ráð fyr­ir. Það helg­ast af tíma­bund­inni minnk­aðri fram­leiðslu­getu á meðan verið að er að end­ur­bæta fram­leiðslu­lín­ur. Heild­ar­magn bólu­efnis í mars­lok verður þó óbreytt miðað við fyrri áætl­anir eða um 50 þús­und skammt­ar.



Þórólfur fór yfir for­gangs­röðun bólu­setn­inga og ítrek­aði að í for­gangi væru ann­ars vegar þeir sem eru í mestri áhættu að smit­ast af veirunni og hins vegar þeir sem eru eldri en 70 ára og lík­leg­astir til að fá alvar­legar afleið­ingar af sýk­ing­unni. Í þessum for­gangs­hópi eru sam­an­lagt um 40 þús­und manns.



Í mars­lok er áætlað að bólu­efni fyrir 30 þús­und manns verði komið til lands­ins. Því er ekki hægt að fara í aðra fram­gangs­hópa fyrr en að þeim tíma lokn­um.

Mögu­lega hraður vöxtur í afhend­ingu



„Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tíma­setn­ingu á bólu­setn­ingu ann­arra for­gangs­hópa á þess­ari stund­u,“ sagði Þórólf­ur. Tímara­mm­inn helgist af því hvenær og hversu mikið af bólu­efni kemur hingað til lands.



Fyrsti skammtur af Moderna-­bólu­efn­inu er þegar kom­inn til lands­ins. Þá er von á mark­aðs­leyfi tveggja bólu­efna til við­bót­ar, frá Astr­aZeneca og Jan­sen, á næstu dögum eða vik­um. Þá er að sögn Þór­ólfs hægt að von­ast til að bólu­setn­ingar geti gengið hraðar fyrir sig. Engar dreif­ing­ar­á­ætl­anir lyfja­fyr­ir­tækj­anna liggja enn fyrir eftir mars­mán­uð.



Þórólfur á enn í við­ræðum við Pfizer um rann­sókn­ar­verk­efni hér á landi hvað bólu­setn­ingar og hjarð­ó­næmi varð­ar. Hann greindi frá því á fund­inum að hann hefði einnig nefnt sam­bæri­legt rann­sókn­ar­verk­efni við aðra lyfja­fram­leið­end­ur. Engar ákvarð­anir hafi þó verið teknar í þessum efn­um. „Við vitum ekki hversu marga þarf að bólu­setja til að ná hjarð­ó­næmi,“ sagði Þórólf­ur. Talað sé um að bólu­setja þurfi um 60-70 pró­sent sam­fé­lags til að ná því. Hvenær það hlut­fall bólu­settra næst hér á landi er ómögu­legt að segja til um á þess­ari stundu.

Fáum ekki for­gang út á fámennið



Spurður hvers vegna það taki svo langan tíma að fá bólu­efni fyrir svo fámenna þjóð minnti Þórólfur á að fámennið séu ekki rök fyrir því að við ættum að fá hlut­falls­lega meira en aðr­ir.  Eftir því sem fleiri fyr­ir­tæki fá mark­aðs­leyfi fyrir sín bólu­efni er lík­legt að afhend­ing þeirra fari hratt vax­andi þó ekk­ert sé enn hægt að segja til um það með vissu.



Sig­ríður Dóra Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, var gestur fundar dags­ins og sagði að búið væri að gera sviðs­myndir um við­brögð við því ef miklar bólu­setn­ingar geta haf­ist á skömmum tíma. „Ef það kemur mikið bólu­efni á stuttum tíma þá munum við vera til­búin að koma því út,“ sagði hún en heilsu­gæslan ber ábyrgð á fram­kvæmd bólu­setn­inga. „Það kemur röðin á öllum – það verður eng­inn skil­inn út und­an.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent