Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina

Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því fram­ar­lega í for­gangs­röð bólu­setn­inga,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Ef við yrðum við öllum þessum beiðnum myndi okkar við­kvæm­asta fólk fær­ast neðar í for­gangs­röð­ina.“Fjórir greindust með veiruna inn­an­lands í gær og voru tveir þeirra í sótt­kví. Þórólfur sagði ánægju­legt að áfram væru að grein­ast til­tölu­lega fáir inn­an­lands og að flestir þeirra væru í sótt­kví við grein­ingu. „Enn erum við þó að greina ein­stak­linga utan sótt­kvíar sem hefur komið svo­lítið á óvart og segir okkur að veiran er enn þá úti í sam­fé­lag­inu og við þurfum að hafa það í huga.“Tak­mörk­unum var aflétta að hluta inn­an­lands fyrir rúmri viku. Þórólfur sagði enn ekki tíma­bært að taka ákvörðun um frek­ari aflétt­ingar þar sem lengri tími þyrfti að líða til að sjá árangur af síð­ustu til­slök­un­um. Núver­andi sam­komu­tak­mark­anir gilda til 17. febr­ú­ar.

Auglýsing


Í þess­ari viku fá tæp­lega 5.000 íbúar öldr­un­ar­heim­ila og fram­línu­starfs­menn sína seinni bólu­setn­ingu. Jafn­framt fá um 3.000 ein­stak­lingar í elstu ald­urs­hóp­unum sína fyrstu sprautu.

Færri skammtar tíma­bundiðSam­kvæmt upp­færðri dreif­ing­ar­á­ætlun Pfizer munu færri skammtar ber­ast af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins næstu vik­urnar en gert var ráð fyr­ir. Það helg­ast af tíma­bund­inni minnk­aðri fram­leiðslu­getu á meðan verið að er að end­ur­bæta fram­leiðslu­lín­ur. Heild­ar­magn bólu­efnis í mars­lok verður þó óbreytt miðað við fyrri áætl­anir eða um 50 þús­und skammt­ar.Þórólfur fór yfir for­gangs­röðun bólu­setn­inga og ítrek­aði að í for­gangi væru ann­ars vegar þeir sem eru í mestri áhættu að smit­ast af veirunni og hins vegar þeir sem eru eldri en 70 ára og lík­leg­astir til að fá alvar­legar afleið­ingar af sýk­ing­unni. Í þessum for­gangs­hópi eru sam­an­lagt um 40 þús­und manns.Í mars­lok er áætlað að bólu­efni fyrir 30 þús­und manns verði komið til lands­ins. Því er ekki hægt að fara í aðra fram­gangs­hópa fyrr en að þeim tíma lokn­um.

Mögu­lega hraður vöxtur í afhend­ingu„Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tíma­setn­ingu á bólu­setn­ingu ann­arra for­gangs­hópa á þess­ari stund­u,“ sagði Þórólf­ur. Tímara­mm­inn helgist af því hvenær og hversu mikið af bólu­efni kemur hingað til lands.Fyrsti skammtur af Moderna-­bólu­efn­inu er þegar kom­inn til lands­ins. Þá er von á mark­aðs­leyfi tveggja bólu­efna til við­bót­ar, frá Astr­aZeneca og Jan­sen, á næstu dögum eða vik­um. Þá er að sögn Þór­ólfs hægt að von­ast til að bólu­setn­ingar geti gengið hraðar fyrir sig. Engar dreif­ing­ar­á­ætl­anir lyfja­fyr­ir­tækj­anna liggja enn fyrir eftir mars­mán­uð.Þórólfur á enn í við­ræðum við Pfizer um rann­sókn­ar­verk­efni hér á landi hvað bólu­setn­ingar og hjarð­ó­næmi varð­ar. Hann greindi frá því á fund­inum að hann hefði einnig nefnt sam­bæri­legt rann­sókn­ar­verk­efni við aðra lyfja­fram­leið­end­ur. Engar ákvarð­anir hafi þó verið teknar í þessum efn­um. „Við vitum ekki hversu marga þarf að bólu­setja til að ná hjarð­ó­næmi,“ sagði Þórólf­ur. Talað sé um að bólu­setja þurfi um 60-70 pró­sent sam­fé­lags til að ná því. Hvenær það hlut­fall bólu­settra næst hér á landi er ómögu­legt að segja til um á þess­ari stundu.

Fáum ekki for­gang út á fámenniðSpurður hvers vegna það taki svo langan tíma að fá bólu­efni fyrir svo fámenna þjóð minnti Þórólfur á að fámennið séu ekki rök fyrir því að við ættum að fá hlut­falls­lega meira en aðr­ir.  Eftir því sem fleiri fyr­ir­tæki fá mark­aðs­leyfi fyrir sín bólu­efni er lík­legt að afhend­ing þeirra fari hratt vax­andi þó ekk­ert sé enn hægt að segja til um það með vissu.Sig­ríður Dóra Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, var gestur fundar dags­ins og sagði að búið væri að gera sviðs­myndir um við­brögð við því ef miklar bólu­setn­ingar geta haf­ist á skömmum tíma. „Ef það kemur mikið bólu­efni á stuttum tíma þá munum við vera til­búin að koma því út,“ sagði hún en heilsu­gæslan ber ábyrgð á fram­kvæmd bólu­setn­inga. „Það kemur röðin á öllum – það verður eng­inn skil­inn út und­an.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent