Bjarni: Hefði verið mjög djarft að binda okkur ekki við Evrópusambandið

Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þegar Ísland var að semja um samflot við ESB í bóluefnakaupum hafi ekkert verið fast í hendi hvað bóluefni varðaði. Það hefði verið „mjög djörf ákvörðun“ að reyna að feta veginn ein.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Það hefði verið „mjög djörf ákvörð­un“ að vera ekki í sam­floti við Evr­ópu­sam­bandið við kaup á bólu­efn­um, sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í svari við fyr­ir­spurn Berg­þórs Óla­sonar þing­manns Mið­flokks­ins á Alþingi í morg­un­.

Berg­þór spurði Bjarna sér­stak­lega út í orð Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis sem vitnað var til í fréttum Stöðvar 2 í vik­unni, um að með því að semja um að taka þátt í sam­starfi Evr­ópu­sam­bands­ins hefði Ísland skuld­bundið sig til þess að kaupa ekki bólu­efni utan þess sam­starfs.

Í svari við því sér­stak­lega sagði Bjarni að hans skiln­ingur væri að Íslend­ingar væru ein­ungis skuld­bundnir til þess að reyna ekki að kaupa meira bólu­efni af þeim sex fram­leið­endum sem Evr­ópu­sam­bandið hefði samið við. 

Auglýsing

Hann sagði að þessi skil­yrði sam­komu­lags­ins við ESB hefðu verið rædd í rík­is­stjórn, en hann mundi ekki til þess að þau hefði legið skýr fyrir í fyrstu.

Bjarni sagði einnig upp­lýs­ingar hafa borist sér bæði beint og óbeint um þreif­ingar um að koma Íslend­ingum í sam­band við aðra aðila, en fór ekki djúpt í þá sálma í svari sínu.

Mikil óvissa er samn­ingar voru gerðir

Varð­andi þátt­töku Íslands í bólu­efna­sam­starfi Evr­ópu­sam­bands­ins almennt sagði Bjarni að það þyrfti að hafa í huga að snemma á síð­asta ári og fram á mitt ár, þegar verið var að und­ir­búa það sam­starf, hafi verið mikil óvissa um þróun bólu­efna.

Nauð­syn­legt væri að setja sig í þau spor sem staðið var í á þeim tíma. Óvissa hefði þá verið uppi um hvaða fram­leið­andi yrði fyrstur að koma bólu­efni á markað og einnig hefði verið óvíst hvort hægt yrði að horfa til þess að bólu­efni yrði „stóra lausn­in“ fyrir okk­ur. 

Ekki hefði verið gott ef Ísland hefði, í stað þess að taka þátt í sam­starf­inu, ef til vill ein­ungis náð samn­ingum við einn fram­leið­anda, sem hefði síðan ekki verið á meðal þeirra sem fyrstur var að koma bólu­efni á mark­að.

Gríð­ar­leg óvissa hvenær bólu­efni yrði til, hverjum tæk­ist að fram­leiða það, hvort við gætum horft til þess að það yrði stóra lausnin fyrir okk­ur.

Allt of snemmt að tala um ein­hver mis­tök

Bjarni nefndi líka í svari sínu að ekki væri úti­lokað að hug­myndir sem viðr­aðar hefðu verið á fundum með full­trúum Pfizer um rann­sókn á virkni bólu­efn­is­ins á Íslandi yrðu að veru­leika.

„Ég held að það sé allt of snemmt að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það hafi verið mis­tök að fara í sam­flot með Evr­ópu­sam­band­inu, jafn­vel þó að ég ætli ekki hér að fara að fella ein­hverja gæða­ein­kunn á nákvæm­lega frammi­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins sam­kvæmt þeim skuld­bind­ingum sem sam­bandið tók á sig gagn­vart okkur í þessu máli,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent