Vinnum minna og allir vinna

Magnús Már Guðmundsson segir að stytting vinnuvikunnar sé mikilvægur þáttur í því að fjölga samverustundum fjölskyldna og auka þannig lífsánægju Slíkar breytingar gerist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta forystu til að halda þeim áfram.

Auglýsing

Þeim fjölgar stöðugt sem vilja stytta vinnu­vik­una á Íslandi og það er ekki að ástæðu­lausu. Meg­in­mark­miðið með því að stytta vinnu­vik­una er að stuðla að fjöl­skyldu­vænum vinnu­mark­aði enda er sam­vera barna með for­eldrum og fjöl­skyldum sínum gríð­ar­lega mik­il­væg. Ef vinnu­staðir geta með til­tek­inni aðgerð dregið úr álagi og veik­indum starfs­manna án þess að það bitni á afköstum er aug­ljóst að skoða verður þá aðgerð bet­ur.

Sam­þætt­ing vinnu og einka­lífs

Íslend­ingar vinna meira en fólk í nágranna­lönd­un­um. Hér á landi er hlut­fall þeirra sem vinna meira en 50 klukku­stundir á viku hvað mest allra í Evr­ópu en hlut­fallið er mun minna ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta sýna meðal ann­ars gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu, OECD. Þrátt fyrir langan vinnu­tíma afköstum við ekki meira en aðrar þjóð­ir. Lands­fram­leiðsla Íslend­inga er þannig tals­vert minni en Svía, Norð­manna, Dana og Finna.

Þessi langi vinnu­dagur gerir mörgum erfitt að sam­þætta vinnu og einka­líf. Þetta þekkja ansi margir of vel. Enda sýna tölur OECD að Ísland er í 33. sæti af 38 löndum í sam­an­burði um jafn­vægi milli vinnu- og einka­lífs. Þessu verðum við að breyta.

Auglýsing

Til­raunin í Reykja­vík

Vorið 2015 hófst til­rauna­verk­efni í Reykja­vík um stytt­ingu vinnu­vik­unnar án launa­skerð­ing­ar. Til­raunin náði þá til tveggja starfs­staða og síðan bætt­ust sex aðrir starfs­staðir við haustið 2016. Nið­ur­stöður úr þessum 1. áfanga sýna jákvæð áhrif stytt­ingar á lík­am­lega og and­lega líðan starfs­fólks, starfs­á­nægja eykst og þá dregur úr skamm­tíma­veik­ind­um. Að auki sýna mæl­ingar fram á sömu eða aukin afköst starfs­manna. Þess vegna var ákveðið að útvíkka til­rauna­verk­efnið og í febr­úar hófst 2. áfangi þess.  Starfs­stað­irnir eru núna um 100 tals­ins og verk­efnið nær til 2200 starfs­manna af um 8500 starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Betri lífs­gæði

Marg­vís­leg rök eru fyrir því að stytta vinnu­vik­una. Fyrir utan góðan árangur í 1. áfangi til­raun­verk­efns­ins í Reykja­vík er hægt að nefna fleiri atriði. Ísland er eins og áður sagði í 33. sæti í sam­an­burði þegar kemur að því að sam­ræma vinnu og einka­líf. Núver­andi módel gengur ein­fald­lega ekki upp. Styttri vinnu­vika dregur úr líkum á streitu, kulnun í starfi og enn­fremur veik­ind­um. Fyrir vikið aukast líkur á því að fólk end­ist lengur á vinnu­mark­aði. Um leið minnkar þörfin á starfsend­ur­hæf­ingu.

Styttri vinnu­vika er líka ein leið til jafn­réttis sem eykur jafn­vægi á heim­il­um. Einnig þegar kemur að ólaun­aðri vinnu, en í dag eru konur lík­legri til að vera í hluta­störfum til að hafa svig­rúm til að sinna fjöl­skyldum sín­um, börnum eða öldruðum ætt­ingj­um. Full­yrt hefur verið að styttri vinnu­vika muni draga úr þessum mun milli karla og kvenna. Að auki er ljóst að þegar við getum ekki sinnt því sem veitir okkur lífs­fyll­ingu þá kemur það á end­anum niður okkur öll­um. Styttri vinnu­vika hefur þannig mikið for­varn­ar­gildi. Fleiri atriði er hægt að nefna en í raun snýst þetta fyrst og fremst um lífs­gæði, sam­þætt­ingu fjöl­skyldu- og atvinnu­lífs og tæki­færi til að rækta vina­garð­inn. Þannig vinna allir þegar við vinnum minna.

Fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynt að lög um 40 klukku­stunda vinnu­viku voru sett árið 1971. Síðan þá hafa orðið gríð­ar­legar sam­fé­lags­breyt­ingar og það er alls ekki þannig að eitt­hvað sem var ákveðið að gera fyrir tæpum 50 árum eigi að gilda um aldur og ævi. Þetta er ekki meit­lað í stein eins og ýmsir vilja meina.

Höldum áfram

Um stórt hags­muna­mál er að ræða sem sífellt fleiri tengja við. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er mik­il­vægur þáttur í því að fjölga sam­veru­stundum fjöl­skyldna og auka þannig lífs­á­nægju fólks. Slík breyt­ing ger­ist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta póli­tíska for­ystu til að halda áfram á sömu braut.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður stýri­hóps Reykja­vík­ur­borgar um styttri vinnu­viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar