Vinnum minna og allir vinna

Magnús Már Guðmundsson segir að stytting vinnuvikunnar sé mikilvægur þáttur í því að fjölga samverustundum fjölskyldna og auka þannig lífsánægju Slíkar breytingar gerist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta forystu til að halda þeim áfram.

Auglýsing

Þeim fjölgar stöðugt sem vilja stytta vinnu­vik­una á Íslandi og það er ekki að ástæðu­lausu. Meg­in­mark­miðið með því að stytta vinnu­vik­una er að stuðla að fjöl­skyldu­vænum vinnu­mark­aði enda er sam­vera barna með for­eldrum og fjöl­skyldum sínum gríð­ar­lega mik­il­væg. Ef vinnu­staðir geta með til­tek­inni aðgerð dregið úr álagi og veik­indum starfs­manna án þess að það bitni á afköstum er aug­ljóst að skoða verður þá aðgerð bet­ur.

Sam­þætt­ing vinnu og einka­lífs

Íslend­ingar vinna meira en fólk í nágranna­lönd­un­um. Hér á landi er hlut­fall þeirra sem vinna meira en 50 klukku­stundir á viku hvað mest allra í Evr­ópu en hlut­fallið er mun minna ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta sýna meðal ann­ars gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu, OECD. Þrátt fyrir langan vinnu­tíma afköstum við ekki meira en aðrar þjóð­ir. Lands­fram­leiðsla Íslend­inga er þannig tals­vert minni en Svía, Norð­manna, Dana og Finna.

Þessi langi vinnu­dagur gerir mörgum erfitt að sam­þætta vinnu og einka­líf. Þetta þekkja ansi margir of vel. Enda sýna tölur OECD að Ísland er í 33. sæti af 38 löndum í sam­an­burði um jafn­vægi milli vinnu- og einka­lífs. Þessu verðum við að breyta.

Auglýsing

Til­raunin í Reykja­vík

Vorið 2015 hófst til­rauna­verk­efni í Reykja­vík um stytt­ingu vinnu­vik­unnar án launa­skerð­ing­ar. Til­raunin náði þá til tveggja starfs­staða og síðan bætt­ust sex aðrir starfs­staðir við haustið 2016. Nið­ur­stöður úr þessum 1. áfanga sýna jákvæð áhrif stytt­ingar á lík­am­lega og and­lega líðan starfs­fólks, starfs­á­nægja eykst og þá dregur úr skamm­tíma­veik­ind­um. Að auki sýna mæl­ingar fram á sömu eða aukin afköst starfs­manna. Þess vegna var ákveðið að útvíkka til­rauna­verk­efnið og í febr­úar hófst 2. áfangi þess.  Starfs­stað­irnir eru núna um 100 tals­ins og verk­efnið nær til 2200 starfs­manna af um 8500 starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Betri lífs­gæði

Marg­vís­leg rök eru fyrir því að stytta vinnu­vik­una. Fyrir utan góðan árangur í 1. áfangi til­raun­verk­efns­ins í Reykja­vík er hægt að nefna fleiri atriði. Ísland er eins og áður sagði í 33. sæti í sam­an­burði þegar kemur að því að sam­ræma vinnu og einka­líf. Núver­andi módel gengur ein­fald­lega ekki upp. Styttri vinnu­vika dregur úr líkum á streitu, kulnun í starfi og enn­fremur veik­ind­um. Fyrir vikið aukast líkur á því að fólk end­ist lengur á vinnu­mark­aði. Um leið minnkar þörfin á starfsend­ur­hæf­ingu.

Styttri vinnu­vika er líka ein leið til jafn­réttis sem eykur jafn­vægi á heim­il­um. Einnig þegar kemur að ólaun­aðri vinnu, en í dag eru konur lík­legri til að vera í hluta­störfum til að hafa svig­rúm til að sinna fjöl­skyldum sín­um, börnum eða öldruðum ætt­ingj­um. Full­yrt hefur verið að styttri vinnu­vika muni draga úr þessum mun milli karla og kvenna. Að auki er ljóst að þegar við getum ekki sinnt því sem veitir okkur lífs­fyll­ingu þá kemur það á end­anum niður okkur öll­um. Styttri vinnu­vika hefur þannig mikið for­varn­ar­gildi. Fleiri atriði er hægt að nefna en í raun snýst þetta fyrst og fremst um lífs­gæði, sam­þætt­ingu fjöl­skyldu- og atvinnu­lífs og tæki­færi til að rækta vina­garð­inn. Þannig vinna allir þegar við vinnum minna.

Fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynt að lög um 40 klukku­stunda vinnu­viku voru sett árið 1971. Síðan þá hafa orðið gríð­ar­legar sam­fé­lags­breyt­ingar og það er alls ekki þannig að eitt­hvað sem var ákveðið að gera fyrir tæpum 50 árum eigi að gilda um aldur og ævi. Þetta er ekki meit­lað í stein eins og ýmsir vilja meina.

Höldum áfram

Um stórt hags­muna­mál er að ræða sem sífellt fleiri tengja við. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er mik­il­vægur þáttur í því að fjölga sam­veru­stundum fjöl­skyldna og auka þannig lífs­á­nægju fólks. Slík breyt­ing ger­ist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta póli­tíska for­ystu til að halda áfram á sömu braut.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður stýri­hóps Reykja­vík­ur­borgar um styttri vinnu­viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar