Vinnum minna og allir vinna

Magnús Már Guðmundsson segir að stytting vinnuvikunnar sé mikilvægur þáttur í því að fjölga samverustundum fjölskyldna og auka þannig lífsánægju Slíkar breytingar gerist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta forystu til að halda þeim áfram.

Auglýsing

Þeim fjölgar stöðugt sem vilja stytta vinnu­vik­una á Íslandi og það er ekki að ástæðu­lausu. Meg­in­mark­miðið með því að stytta vinnu­vik­una er að stuðla að fjöl­skyldu­vænum vinnu­mark­aði enda er sam­vera barna með for­eldrum og fjöl­skyldum sínum gríð­ar­lega mik­il­væg. Ef vinnu­staðir geta með til­tek­inni aðgerð dregið úr álagi og veik­indum starfs­manna án þess að það bitni á afköstum er aug­ljóst að skoða verður þá aðgerð bet­ur.

Sam­þætt­ing vinnu og einka­lífs

Íslend­ingar vinna meira en fólk í nágranna­lönd­un­um. Hér á landi er hlut­fall þeirra sem vinna meira en 50 klukku­stundir á viku hvað mest allra í Evr­ópu en hlut­fallið er mun minna ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta sýna meðal ann­ars gögn frá Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu, OECD. Þrátt fyrir langan vinnu­tíma afköstum við ekki meira en aðrar þjóð­ir. Lands­fram­leiðsla Íslend­inga er þannig tals­vert minni en Svía, Norð­manna, Dana og Finna.

Þessi langi vinnu­dagur gerir mörgum erfitt að sam­þætta vinnu og einka­líf. Þetta þekkja ansi margir of vel. Enda sýna tölur OECD að Ísland er í 33. sæti af 38 löndum í sam­an­burði um jafn­vægi milli vinnu- og einka­lífs. Þessu verðum við að breyta.

Auglýsing

Til­raunin í Reykja­vík

Vorið 2015 hófst til­rauna­verk­efni í Reykja­vík um stytt­ingu vinnu­vik­unnar án launa­skerð­ing­ar. Til­raunin náði þá til tveggja starfs­staða og síðan bætt­ust sex aðrir starfs­staðir við haustið 2016. Nið­ur­stöður úr þessum 1. áfanga sýna jákvæð áhrif stytt­ingar á lík­am­lega og and­lega líðan starfs­fólks, starfs­á­nægja eykst og þá dregur úr skamm­tíma­veik­ind­um. Að auki sýna mæl­ingar fram á sömu eða aukin afköst starfs­manna. Þess vegna var ákveðið að útvíkka til­rauna­verk­efnið og í febr­úar hófst 2. áfangi þess.  Starfs­stað­irnir eru núna um 100 tals­ins og verk­efnið nær til 2200 starfs­manna af um 8500 starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Betri lífs­gæði

Marg­vís­leg rök eru fyrir því að stytta vinnu­vik­una. Fyrir utan góðan árangur í 1. áfangi til­raun­verk­efns­ins í Reykja­vík er hægt að nefna fleiri atriði. Ísland er eins og áður sagði í 33. sæti í sam­an­burði þegar kemur að því að sam­ræma vinnu og einka­líf. Núver­andi módel gengur ein­fald­lega ekki upp. Styttri vinnu­vika dregur úr líkum á streitu, kulnun í starfi og enn­fremur veik­ind­um. Fyrir vikið aukast líkur á því að fólk end­ist lengur á vinnu­mark­aði. Um leið minnkar þörfin á starfsend­ur­hæf­ingu.

Styttri vinnu­vika er líka ein leið til jafn­réttis sem eykur jafn­vægi á heim­il­um. Einnig þegar kemur að ólaun­aðri vinnu, en í dag eru konur lík­legri til að vera í hluta­störfum til að hafa svig­rúm til að sinna fjöl­skyldum sín­um, börnum eða öldruðum ætt­ingj­um. Full­yrt hefur verið að styttri vinnu­vika muni draga úr þessum mun milli karla og kvenna. Að auki er ljóst að þegar við getum ekki sinnt því sem veitir okkur lífs­fyll­ingu þá kemur það á end­anum niður okkur öll­um. Styttri vinnu­vika hefur þannig mikið for­varn­ar­gildi. Fleiri atriði er hægt að nefna en í raun snýst þetta fyrst og fremst um lífs­gæði, sam­þætt­ingu fjöl­skyldu- og atvinnu­lífs og tæki­færi til að rækta vina­garð­inn. Þannig vinna allir þegar við vinnum minna.

Fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynt að lög um 40 klukku­stunda vinnu­viku voru sett árið 1971. Síðan þá hafa orðið gríð­ar­legar sam­fé­lags­breyt­ingar og það er alls ekki þannig að eitt­hvað sem var ákveðið að gera fyrir tæpum 50 árum eigi að gilda um aldur og ævi. Þetta er ekki meit­lað í stein eins og ýmsir vilja meina.

Höldum áfram

Um stórt hags­muna­mál er að ræða sem sífellt fleiri tengja við. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er mik­il­vægur þáttur í því að fjölga sam­veru­stundum fjöl­skyldna og auka þannig lífs­á­nægju fólks. Slík breyt­ing ger­ist hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta póli­tíska for­ystu til að halda áfram á sömu braut.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður stýri­hóps Reykja­vík­ur­borgar um styttri vinnu­viku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar