Konur komu, sáu og sigruðu

Kvennahreyfingin komst ekki inn í borgarstjórn en segist hafa tekist megin ætlunarverkið: Að færa umræðuna yfir á jafnréttismálin.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin var stofnuð í apríl síð­ast­liðnum sem við­brögð við því að hin hefð­bundnu stjórn­mála­öfl virt­ust ekki ætla að ræða  jafn­rétt­is­mál þrátt fyrir að sam­fé­lagið væri statt í miðri #metoo bylt­ingu. Búið var að stilla kosn­ing­unum upp sem bar­áttu „tveggja turna“ (ég læt fall­íska mynd­málið liggja á milli hluta) og helsta málið átti að vera borg­ar­lína (aft­ur...). Þetta fannst okkur ekki boð­legt og lítil huggun í því að allt stefndi í að konur yrðu í meiri­hluta í borg­ar­stjórn­inni ef femínísk mál­efni áttu ekki að fá pláss.

Áhrifin létu ekki á sér standa. Sum stjórn­mála­afl­anna gáfu jafn­rétt­is­mál­unum sér­lega mikla þyngd í mál­efna­pökkum sín­um, fram­boð með karl­kyns odd­vita gerðu efstu konum hátt undir höfði og  greinum um jafn­rétt­is­mál fór að rigna inn á fjöl­miðl­ana. Vissu­lega voru jafn­rétt­is­mál nú þegar á stefnu­skrá sumra flokk­anna en með til­vist okkar fengu þau meiri pláss. Fram­bjóð­endur fóru jafn­vel að skrifa greinar um mál sem ekki voru á stefnu­skrá flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar og þar með aug­ljós­lega ekki meðal atriða sem flokk­ur­inn ætl­aði að leggja áherslu á. Af þeim greinum þykir mér sér­stak­lega vænt um grein Hildar Björns­dóttur um launa­mun kynj­anna og kvenna­stéttir sem birt var 10. maí. Umræðan breytt­ist og síð­ustu tvær vik­urnar fyrir kosn­ing­arnar heyrð­ist nán­ast ekk­ert um borg­ar­línu en þeim mun meira um laun kvenna­stétta og leik­skóla­mál­in.

Nú eftir kosn­ing­arnar virð­ast tveir meiri­hlutar vera mögu­leg­ir: Ann­ars vegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn, Mið­flokkur og Flokkur Fólks­ins. Hins vegar Sam­fylk­ing, VG, Sós­í­alist­ar, Píratar og Við­reisn.   Sama hvor meiri­hlut­inn verður mynd­aður þá er Við­reisn í odda­stöðu og því með öll spil í hendi sér að fá sín stefni­mál í gegn, þ.e. að laun kvenna­stétta verði hækk­uð, börn fái leik­skóla­vist frá 12 mán­aða og að skóli og frí­stund verði sam­ein­uð, sem allt yrðu mjög kær­komnar breyt­ing­ar.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin komst ekki inn í borg­ar­stjórn en tókst megin ætl­un­ar­verk­ið: Að færa umræð­una yfir á jafn­rétt­is­mál­in. Nú er bara að vona að jafn­rétt­is­málin fái það vægi sem þau eiga skilið í meiri­hluta­við­ræð­unum og í áherslum nýrrar borg­ar­stjórnar á næsta kjör­tíma­bili. Borg­ar­stjórnin þarf að bregð­ast merkj­an­lega við #metoo bylt­ing­unni, jafn­rétt­i­svæða skóla­kerfið í gegnum Jafn­rétt­is­skól­ann, fræða starfs­fólk um kynj­aða vinnu­staða­menn­ingu og stór­hækka fram­lög til verk­efna tengdum ofbeldi, þá sér­stak­lega Bjark­ar­hlíð­ar.

Við í Kvenna­hreyf­ing­unni óskum öllum konum borg­ar­stjórnar til ham­ingju með kjörið og munum fylgj­ast spenntar með afrekum þeirra. Þá sér­stak­lega Sönnu, sem tryggði sér sæti í borg­ar­stjórn svo listi­lega síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sjá­umst í bar­átt­unni.

Höf­undur var í fram­boði fyrir Kvenna­hreyf­ing­una í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um helg­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar