Konur komu, sáu og sigruðu

Kvennahreyfingin komst ekki inn í borgarstjórn en segist hafa tekist megin ætlunarverkið: Að færa umræðuna yfir á jafnréttismálin.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin var stofnuð í apríl síð­ast­liðnum sem við­brögð við því að hin hefð­bundnu stjórn­mála­öfl virt­ust ekki ætla að ræða  jafn­rétt­is­mál þrátt fyrir að sam­fé­lagið væri statt í miðri #metoo bylt­ingu. Búið var að stilla kosn­ing­unum upp sem bar­áttu „tveggja turna“ (ég læt fall­íska mynd­málið liggja á milli hluta) og helsta málið átti að vera borg­ar­lína (aft­ur...). Þetta fannst okkur ekki boð­legt og lítil huggun í því að allt stefndi í að konur yrðu í meiri­hluta í borg­ar­stjórn­inni ef femínísk mál­efni áttu ekki að fá pláss.

Áhrifin létu ekki á sér standa. Sum stjórn­mála­afl­anna gáfu jafn­rétt­is­mál­unum sér­lega mikla þyngd í mál­efna­pökkum sín­um, fram­boð með karl­kyns odd­vita gerðu efstu konum hátt undir höfði og  greinum um jafn­rétt­is­mál fór að rigna inn á fjöl­miðl­ana. Vissu­lega voru jafn­rétt­is­mál nú þegar á stefnu­skrá sumra flokk­anna en með til­vist okkar fengu þau meiri pláss. Fram­bjóð­endur fóru jafn­vel að skrifa greinar um mál sem ekki voru á stefnu­skrá flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar og þar með aug­ljós­lega ekki meðal atriða sem flokk­ur­inn ætl­aði að leggja áherslu á. Af þeim greinum þykir mér sér­stak­lega vænt um grein Hildar Björns­dóttur um launa­mun kynj­anna og kvenna­stéttir sem birt var 10. maí. Umræðan breytt­ist og síð­ustu tvær vik­urnar fyrir kosn­ing­arnar heyrð­ist nán­ast ekk­ert um borg­ar­línu en þeim mun meira um laun kvenna­stétta og leik­skóla­mál­in.

Nú eftir kosn­ing­arnar virð­ast tveir meiri­hlutar vera mögu­leg­ir: Ann­ars vegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn, Mið­flokkur og Flokkur Fólks­ins. Hins vegar Sam­fylk­ing, VG, Sós­í­alist­ar, Píratar og Við­reisn.   Sama hvor meiri­hlut­inn verður mynd­aður þá er Við­reisn í odda­stöðu og því með öll spil í hendi sér að fá sín stefni­mál í gegn, þ.e. að laun kvenna­stétta verði hækk­uð, börn fái leik­skóla­vist frá 12 mán­aða og að skóli og frí­stund verði sam­ein­uð, sem allt yrðu mjög kær­komnar breyt­ing­ar.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin komst ekki inn í borg­ar­stjórn en tókst megin ætl­un­ar­verk­ið: Að færa umræð­una yfir á jafn­rétt­is­mál­in. Nú er bara að vona að jafn­rétt­is­málin fái það vægi sem þau eiga skilið í meiri­hluta­við­ræð­unum og í áherslum nýrrar borg­ar­stjórnar á næsta kjör­tíma­bili. Borg­ar­stjórnin þarf að bregð­ast merkj­an­lega við #metoo bylt­ing­unni, jafn­rétt­i­svæða skóla­kerfið í gegnum Jafn­rétt­is­skól­ann, fræða starfs­fólk um kynj­aða vinnu­staða­menn­ingu og stór­hækka fram­lög til verk­efna tengdum ofbeldi, þá sér­stak­lega Bjark­ar­hlíð­ar.

Við í Kvenna­hreyf­ing­unni óskum öllum konum borg­ar­stjórnar til ham­ingju með kjörið og munum fylgj­ast spenntar með afrekum þeirra. Þá sér­stak­lega Sönnu, sem tryggði sér sæti í borg­ar­stjórn svo listi­lega síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sjá­umst í bar­átt­unni.

Höf­undur var í fram­boði fyrir Kvenna­hreyf­ing­una í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um helg­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar