Konur komu, sáu og sigruðu

Kvennahreyfingin komst ekki inn í borgarstjórn en segist hafa tekist megin ætlunarverkið: Að færa umræðuna yfir á jafnréttismálin.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin var stofnuð í apríl síð­ast­liðnum sem við­brögð við því að hin hefð­bundnu stjórn­mála­öfl virt­ust ekki ætla að ræða  jafn­rétt­is­mál þrátt fyrir að sam­fé­lagið væri statt í miðri #metoo bylt­ingu. Búið var að stilla kosn­ing­unum upp sem bar­áttu „tveggja turna“ (ég læt fall­íska mynd­málið liggja á milli hluta) og helsta málið átti að vera borg­ar­lína (aft­ur...). Þetta fannst okkur ekki boð­legt og lítil huggun í því að allt stefndi í að konur yrðu í meiri­hluta í borg­ar­stjórn­inni ef femínísk mál­efni áttu ekki að fá pláss.

Áhrifin létu ekki á sér standa. Sum stjórn­mála­afl­anna gáfu jafn­rétt­is­mál­unum sér­lega mikla þyngd í mál­efna­pökkum sín­um, fram­boð með karl­kyns odd­vita gerðu efstu konum hátt undir höfði og  greinum um jafn­rétt­is­mál fór að rigna inn á fjöl­miðl­ana. Vissu­lega voru jafn­rétt­is­mál nú þegar á stefnu­skrá sumra flokk­anna en með til­vist okkar fengu þau meiri pláss. Fram­bjóð­endur fóru jafn­vel að skrifa greinar um mál sem ekki voru á stefnu­skrá flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar og þar með aug­ljós­lega ekki meðal atriða sem flokk­ur­inn ætl­aði að leggja áherslu á. Af þeim greinum þykir mér sér­stak­lega vænt um grein Hildar Björns­dóttur um launa­mun kynj­anna og kvenna­stéttir sem birt var 10. maí. Umræðan breytt­ist og síð­ustu tvær vik­urnar fyrir kosn­ing­arnar heyrð­ist nán­ast ekk­ert um borg­ar­línu en þeim mun meira um laun kvenna­stétta og leik­skóla­mál­in.

Nú eftir kosn­ing­arnar virð­ast tveir meiri­hlutar vera mögu­leg­ir: Ann­ars vegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn, Mið­flokkur og Flokkur Fólks­ins. Hins vegar Sam­fylk­ing, VG, Sós­í­alist­ar, Píratar og Við­reisn.   Sama hvor meiri­hlut­inn verður mynd­aður þá er Við­reisn í odda­stöðu og því með öll spil í hendi sér að fá sín stefni­mál í gegn, þ.e. að laun kvenna­stétta verði hækk­uð, börn fái leik­skóla­vist frá 12 mán­aða og að skóli og frí­stund verði sam­ein­uð, sem allt yrðu mjög kær­komnar breyt­ing­ar.

Auglýsing

Kvenna­hreyf­ingin komst ekki inn í borg­ar­stjórn en tókst megin ætl­un­ar­verk­ið: Að færa umræð­una yfir á jafn­rétt­is­mál­in. Nú er bara að vona að jafn­rétt­is­málin fái það vægi sem þau eiga skilið í meiri­hluta­við­ræð­unum og í áherslum nýrrar borg­ar­stjórnar á næsta kjör­tíma­bili. Borg­ar­stjórnin þarf að bregð­ast merkj­an­lega við #metoo bylt­ing­unni, jafn­rétt­i­svæða skóla­kerfið í gegnum Jafn­rétt­is­skól­ann, fræða starfs­fólk um kynj­aða vinnu­staða­menn­ingu og stór­hækka fram­lög til verk­efna tengdum ofbeldi, þá sér­stak­lega Bjark­ar­hlíð­ar.

Við í Kvenna­hreyf­ing­unni óskum öllum konum borg­ar­stjórnar til ham­ingju með kjörið og munum fylgj­ast spenntar með afrekum þeirra. Þá sér­stak­lega Sönnu, sem tryggði sér sæti í borg­ar­stjórn svo listi­lega síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sjá­umst í bar­átt­unni.

Höf­undur var í fram­boði fyrir Kvenna­hreyf­ing­una í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um helg­ina.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar