Við viljum valdefla þig

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir frambjóðandi Pírata í Reykjavík skrifar um valdeflingu borgarbúa í aðsendri grein.

Auglýsing

Í ár fara fram borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar þar sem kjós­endum býðst að velja milli full­trúa sem síðan eiga að ráða borg­inni í fjögur ár. Úrvalið er óvenju mikið í þetta sinn, heil sextán fram­boð, svo allir ættu að geta fundið sér full­trúa við sitt hæfi sem þeir síðan afsala sínu umboði til. Sumir sjá eftir sínu atkvæði og finnst þau ekki hafa nein áhrif á það sem fer fram í borg­inni að kosn­ingum lokn­um. Það er miður því það er hægt að taka ákvarð­anir saman á mun lýð­ræð­is­legri máta.

Í Reykja­vík höfum við stigið nokkur fram­fara­spor í átt að lýð­ræð­is­legri ákvarð­ana­töku. Á vefnum Betri Reykja­vík fara reglu­lega fram kosn­ingar þar sem íbúar úthluta fjár­magni og for­gangs­raða fram­kvæmd­um. Hug­mynd­irnar þar inni koma frá íbú­um. Píratar hafa að auki haft frum­kvæði að opnun bók­halds Reykja­víkur þannig að allir íbúar geta kynnt sér nákvæm­lega í hvað sam­eig­in­legir sjóðir okkar fara.

Að koma með hug­myndir og kjósa á milli þeirra beint án aðkomu kjör­inna full­trúa er spenn­andi og gam­an, en þetta er þó ekki nema brota­brot af því valdi sem ætti að vera hjá íbúum borg­ar­inn­ar. Vegna ólýð­ræð­is­legra tak­markanna hafa góðar hug­myndir því miður ekki alltaf náð fram að ganga.

Auglýsing

Við ætlum að útvíkka verk­efnið „Hverfið mitt“ þannig að íbúar geti haft bein áhrif á fleira en fram­kvæmdir og við­hald í sínu hverfi. Einnig ætlum við að taka til hliðar fast fjár­magn fyrir opnar hug­myndir íbúa sem falla ekki undir verk­efnið „Hverfið mitt“, heldur eru hluti af öðru verk­efni sem heitir „Þín rödd í ráðum borg­ar­inn­ar“. Síð­ustu fjögur ár hefur ekki verið sett fjár­magn í þessi verk­efni og því hefur nán­ast ekki ein ein­asta til­laga frá íbúum sem hefur komið þar inn verið verið sam­þykkt eða fram­kvæmd. Þessu ætlum við að breyta með að setja sam­an­lagt 1500 millj­ónir í þessi verk­efni.

Við ætlum að auka gagn­sæi í verk­efnum borg­ar­innar sem snúa að þátt­töku­lýð­ræði og stefna að því að þau verði tekin saman í einni ein­faldri þátt­töku­gátt á vef borg­ar­inn­ar. Við ætlum að auka mögu­leika íbúa á eft­ir­fylgni með inn­sendum hug­myndum og auð­velda yfir­sýn yfir stöðu þeirra í kerfum borg­ar­inn­ar. Það er einnig mik­il­vægt að íbúar fái aðstoð við að koma hug­myndum sínum inn á vef­inn og það verði meðal ann­ars gert í gegnum opna íbúa­fundi.

Verkefni úr „Mitt hverfi“ - Kjalarnesi Mynd: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Með upp­lýs­ing­ar­tækn­inni ætlum við að þróa verk­færi sem gera íbúum kleift að koma að gerð fjár­hags­á­ætl­unar á ein­faldan hátt. Því mik­il­væga vinnu eins og gerð fjár­hags­á­ætl­unar er hægt að bæta með því að fá fleiri að borð­inu og taka þannig ákvarð­anir saman á mun lýð­ræð­is­legri hátt.

Píratar leggja mikla á herslu á að búa til mögu­leik­ann á því að boða til ráð­gef­andi atkvæða­greiðslna á net­inu meðal íbúa borg­ar­inn­ar. Þessar atkvæða­greiðslur væru um veiga­mikil hags­muna­mál sem skiptar skoð­anir eru um. Einnig ætlum við að gefa íbúum skýr úrræði og leið­sögn frá borg­inni um það hvernig þeir geta sjálfir kallað eftir íbúa­kosn­ingum um ein­stök mál skv. Núver­andi sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Við viljum að nið­ur­stöður slíkrar kosn­inga verði bind­andi fyrir borg­ar­stjórn en ekki ráð­gef­andi.

Við viljum vald­efla þig og styrkja beint lýð­ræði í borg­inni svo íbúar geti veitt kjörnum full­trúum aðhald og þannig aukið traust borg­ar­búa á stjórn­málum og stofn­unum borg­ar­inn­ar. Píratar treysta íbúum til þess að koma að ákvarð­ana­töku í borg­inni og það traust end­ur­spegl­ast í þessum áhersl­um. Settu x við þína eigin vald­efl­ingu, x við P.

Höf­undur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykja­vík.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar