Við viljum valdefla þig

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir frambjóðandi Pírata í Reykjavík skrifar um valdeflingu borgarbúa í aðsendri grein.

Auglýsing

Í ár fara fram borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar þar sem kjós­endum býðst að velja milli full­trúa sem síðan eiga að ráða borg­inni í fjögur ár. Úrvalið er óvenju mikið í þetta sinn, heil sextán fram­boð, svo allir ættu að geta fundið sér full­trúa við sitt hæfi sem þeir síðan afsala sínu umboði til. Sumir sjá eftir sínu atkvæði og finnst þau ekki hafa nein áhrif á það sem fer fram í borg­inni að kosn­ingum lokn­um. Það er miður því það er hægt að taka ákvarð­anir saman á mun lýð­ræð­is­legri máta.

Í Reykja­vík höfum við stigið nokkur fram­fara­spor í átt að lýð­ræð­is­legri ákvarð­ana­töku. Á vefnum Betri Reykja­vík fara reglu­lega fram kosn­ingar þar sem íbúar úthluta fjár­magni og for­gangs­raða fram­kvæmd­um. Hug­mynd­irnar þar inni koma frá íbú­um. Píratar hafa að auki haft frum­kvæði að opnun bók­halds Reykja­víkur þannig að allir íbúar geta kynnt sér nákvæm­lega í hvað sam­eig­in­legir sjóðir okkar fara.

Að koma með hug­myndir og kjósa á milli þeirra beint án aðkomu kjör­inna full­trúa er spenn­andi og gam­an, en þetta er þó ekki nema brota­brot af því valdi sem ætti að vera hjá íbúum borg­ar­inn­ar. Vegna ólýð­ræð­is­legra tak­markanna hafa góðar hug­myndir því miður ekki alltaf náð fram að ganga.

Auglýsing

Við ætlum að útvíkka verk­efnið „Hverfið mitt“ þannig að íbúar geti haft bein áhrif á fleira en fram­kvæmdir og við­hald í sínu hverfi. Einnig ætlum við að taka til hliðar fast fjár­magn fyrir opnar hug­myndir íbúa sem falla ekki undir verk­efnið „Hverfið mitt“, heldur eru hluti af öðru verk­efni sem heitir „Þín rödd í ráðum borg­ar­inn­ar“. Síð­ustu fjögur ár hefur ekki verið sett fjár­magn í þessi verk­efni og því hefur nán­ast ekki ein ein­asta til­laga frá íbúum sem hefur komið þar inn verið verið sam­þykkt eða fram­kvæmd. Þessu ætlum við að breyta með að setja sam­an­lagt 1500 millj­ónir í þessi verk­efni.

Við ætlum að auka gagn­sæi í verk­efnum borg­ar­innar sem snúa að þátt­töku­lýð­ræði og stefna að því að þau verði tekin saman í einni ein­faldri þátt­töku­gátt á vef borg­ar­inn­ar. Við ætlum að auka mögu­leika íbúa á eft­ir­fylgni með inn­sendum hug­myndum og auð­velda yfir­sýn yfir stöðu þeirra í kerfum borg­ar­inn­ar. Það er einnig mik­il­vægt að íbúar fái aðstoð við að koma hug­myndum sínum inn á vef­inn og það verði meðal ann­ars gert í gegnum opna íbúa­fundi.

Verkefni úr „Mitt hverfi“ - Kjalarnesi Mynd: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Með upp­lýs­ing­ar­tækn­inni ætlum við að þróa verk­færi sem gera íbúum kleift að koma að gerð fjár­hags­á­ætl­unar á ein­faldan hátt. Því mik­il­væga vinnu eins og gerð fjár­hags­á­ætl­unar er hægt að bæta með því að fá fleiri að borð­inu og taka þannig ákvarð­anir saman á mun lýð­ræð­is­legri hátt.

Píratar leggja mikla á herslu á að búa til mögu­leik­ann á því að boða til ráð­gef­andi atkvæða­greiðslna á net­inu meðal íbúa borg­ar­inn­ar. Þessar atkvæða­greiðslur væru um veiga­mikil hags­muna­mál sem skiptar skoð­anir eru um. Einnig ætlum við að gefa íbúum skýr úrræði og leið­sögn frá borg­inni um það hvernig þeir geta sjálfir kallað eftir íbúa­kosn­ingum um ein­stök mál skv. Núver­andi sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Við viljum að nið­ur­stöður slíkrar kosn­inga verði bind­andi fyrir borg­ar­stjórn en ekki ráð­gef­andi.

Við viljum vald­efla þig og styrkja beint lýð­ræði í borg­inni svo íbúar geti veitt kjörnum full­trúum aðhald og þannig aukið traust borg­ar­búa á stjórn­málum og stofn­unum borg­ar­inn­ar. Píratar treysta íbúum til þess að koma að ákvarð­ana­töku í borg­inni og það traust end­ur­spegl­ast í þessum áhersl­um. Settu x við þína eigin vald­efl­ingu, x við P.

Höf­undur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar