Skemmtilegri Hafnarfjörður

Oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði spyr af hverju allir leikvellir þurfi að vera eins?

Auglýsing

Það er gaman að búa í Hafn­ar­firði. Und­an­farin ár hafa margir skemmti­legir við­burðir bæst við flór­una og skapað grund­völl fyrir frá­bærar sam­veru­stund­ir.  Margar af þessum upp­á­komum eru skipu­lagðar af Hafn­ar­fjarð­arbæ eins og t.d. vor­há­tíðin Bjartir dagar og Jóla­þorp­ið. Annað á rætur sínar að rekja til fram­taks og hug­mynda­auðgi íbú­ana sjálfra eins og Aust­ur­götu­há­tíðin á 17. Júní og og Hrekkja­vöku­gleðin sem íbúar um bæ allan standa fyrir þegar þeir skreyta hús sín og leyfa börn­unum og koma og bjóða sér  grikk eða gott. Einnig getum við verið þakk­lát fyrir frum­kvöðla­starf­semi sem hefur fært okkur ger­semar eins og tón­list­ar­há­tíð­ina Heima og frá­bært tón­leika­fram­boð í Bæj­ar­bíói.

Gerum Hafn­ar­fjörð að ennþá skemmti­legri bæ fyrir alla ald­urs­hópa. Thors­plan á að vera lif­andi allt árið um kring og  þar á t.d. að vera skelja­sandur á sumr­in,bænda­mark­aður á haustin og skauta­svell á vet­urna. Ef eitt­hvert af okkar frá­bæru íþrótta­liðum vinnur titil þá á að sjálf­sögðu að fagna því á Thors­plani, þar sem hjartað okkar slær.

Leik­velli er að finna víða en af hverju eru þeir allir eins? All­staðar eru sömu leik­tæk­in. Þetta þarf ekki að vera svona ein­hæft. Við getum boðið börn­unum okkar upp á miklu skemmti­legri og fal­legri leik­svæði sem öll fjöl­skyldan og sam­fé­lagið njóta.

Auglýsing

Svo tekin séu tvö dæmi þá er að finna stór­kost­lega leik­velli fyrir börn í Val­encia á Spáni og í Nice í Frakk­landi. Auk þess að vera leik­vellir fyrir börnin þjóna þeir einnig því hlut­verki að setja svip sinn á þessar borgir og eru í raun áfanga­staðir út af fyrir sig. Í hafn­ar­borg­inni Nice í Frakk­landi er leik­völlur með sjáv­ar­þema, þar er risa­stór kol­krabb­ar­óla, hvalsklif­ur­grind og höfr­unga­renni­braut­ir.  Í Val­encia á Spáni er leik­völlur þar sem stór Gúlli­ver liggur í valnum og geta börn klifrað, rambað og rólað á þessum stóra risa sem put­arnir í Puta­landi hafa kló­fest.

Bæði í Val­encia og í Nice eru þessi leik­svæði afar vel sótt og vin­sæl bæði af heima­mönnum og ferða­fólki. Börnin elska þessi leik­svæði enda eru þau ævin­týri lík­ust og ýta undir leik­gleð­ina og ímynd­un­ar­aflið.

Hugsið ykkur ef svona leik­svæði væri sett upp í Hafn­ar­firði. Hægt væri að halda sam­keppni og ekki væri verra ef þema leik­vall­ar­ins myndi tengj­ast sögu Hafn­ar­fjarðar á ein­hvern hátt eða hafa ein­hverja teng­ingu við höfn­ina, Han­sa­kaup­menn, vík­inga nú eða álfa. Leik­völl­ur­inn væri svo byggður upp úr vist­vænum end­ing­ar­góðum efnum og svæðið í kringum hann skipu­lagt með þarfir gang­andi og hjólandi í fyr­ir­rúmi að sjálf­sögðu.

Aðal­at­riðið er að búa til skemmti­legt til­efni og svæði fyrir fjöl­skyldur og vini þar sem hægt er að njóta sam­veru og búa til skemmti­legar minn­ing­ar. Lif­andi bær er betri bær.

Höf­undur skipar 1. sætið á lista Við­reisnar í Hafn­ar­firði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar