Mynd: Birgir Þór Harðarson

Svona eru líkur þeirra sem sækjast eftir kjöri í borgarstjórn á að komast inn

Áttundi maður Samfylkingar er í meiri hættu en sjöundi maður Sjálfstæðisflokks. Einungis brotabrot úr prósenti munar á líkum oddvita Framsóknar, sem mælist inni, á að ná kjöri og öðrum manni á lista Vinstri grænna. Það er æsispennandi kosningadagur framundan í Reykjavík.

Kjarn­inn og Dr. Baldur Héð­ins­son fram­kvæma kosn­inga­spá í aðdrag­anda hverra kosn­inga. Það hefur verið gert frá því í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum. Frá sumr­inu 2016 hefur spáin verið keyrð fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016, þing­kosn­ingar 2016 og 2017 og nú kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Líkt og greint var frá fyrr í morgun þá benda mæl­ingar hennar til þess að meiri­hlut­inn í borg­inni sé fall­inn. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist

Sam­hliða er keyrð sæta­spá. Hún er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var 26. maí,. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borg­ar­full­trúum og þar sem sýnd­ar­kosn­ing­arnar eru allar með inn­byggða óvissu þá getur fylgið í hverri ein­stakri sýnd­ar­kosn­ingu stundum hærra og stundum lægra, þótt með­al­tal kosn­ing­anna allra sé það sama og kom fram í kosn­inga­spánni. Fyrr í dag birtum við lík­leg­ustu sæta­skipan borg­ar­full­trúa skipt niður á flokka. Nú birtum við hverjar líkur hvers og eins fram­bjóð­anda í efstu sætum þeirra lista sem mæl­ast lík­legir til að ná inn manni í borg­ar­stjórn eru.

Líkur á samanlögðum fjölda borgarstjórnarfulltrúaRauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Borgarfulltrúar B C D F J K M P S V
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=20
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=19
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=18
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=17
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=16
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=15
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=14
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=13
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=12
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=11
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
0%
>=10
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
4%
0%
>=9
0%
0%
6%
0%
0%
0%
0%
0%
22%
0%
>=8
0%
0%
31%
0%
0%
0%
0%
0%
62%
0%
>=7
0%
0%
74%
0%
0%
0%
0%
0%
92%
0%
>=6
0%
0%
96%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=5
0%
0%
100%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=4
0%
0%
100%
0%
0%
0%
0%
5%
100%
0%
>=3
0%
7%
100%
0%
0%
0%
3%
37%
100%
8%
>=2
4%
45%
100%
5%
6%
0%
32%
85%
100%
48%
>=1
48%
89%
100%
52%
49%
19%
82%
99%
100%
90%

Þeir borg­ar­full­trúar sem mæl­ast inni eins og er, alls 23 tals­ins, eru merktir með app­el­sínu­gulum þrí­hyrn­ing. Með því að skoða síð­ast kjörna mann hvers flokks sést til að mynda að Magnús Már Guð­munds­son, átt­undi maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á 62 pró­sent líkur á því að ná kjöri. Örn Þórð­ar­son, sjö­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á hins vegar 74 pró­sent lík­ur. Sjö­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks er því örugg­ari inni sam­kvæmt þessu en átt­undi maður Sam­fylk­ing­ar. Þá á átt­undi maður Sjálf­stæð­is­flokks, Björn Gísla­son, 31 pró­sent líkur á því að ná inn, sem eru betri líkur en Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, níundi maður á lista Sam­fylk­ingar á á því.

Af þeim sem ekki fá sæti í borg­ar­stjórn sam­kvæmt spánni eru Elín Oddný Sig­urð­ar­dóttir (48 pró­sent), sem situr í öðru sæti á lista Vinstri grænna, lík­leg­ust. Líkur hennar á kjöri eru raunar ein­ungis brota­brot úr pró­senti minni en líkur Ingv­ars Mar Jóns­son­ar, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks, að ná inn. Sem stendur mælist Ingvar Mar þó inni.

Pawel Bar­toszek (45 pró­sent), sem situr í sama sæti á lista Við­reisn­ar, á líka tölu­verðar líkur á að ná kjöri. Hann er ekki langt frá Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, odd­vita Sós­í­alista­flokks Íslands (49 pró­sent).

Þar á eftir koma Alex­andra Briem (37 pró­sent), þriðji maður á lista Pírata, Baldur Borg­þórs­son (32 pró­sent), annar maður á lista Mið­flokks, og áður­nefndur Björn Gísla­son (31 pró­sent), sem situr í átt­unda sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar