Reykjavík ynni samkeppnina – ef um væri að ræða keppni

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar segir að Reykvíkingar geti verið stoltir af því að vera með bestu félagsþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu, þó vissulega þurfi að gefa enn betur í.

Auglýsing

Í þessari kosningabaráttu hefur hugtakið samkeppnishæfni skotið oftar en einu sinni upp kollinum í samhenginu að Reykjavík eigi að vera samkeppnishæf, stundum við önnur sveitarfélög, stundum við aðrar borgir heimsins. Þetta er orðtak úr viðskiptalífinu og skapar því þannig hugrenningatengsl, ekki síst frá góðærinu mikla þegar ofurlaun voru einatt réttlæt með því að laun þyrftu að vera samkeppnishæf því það væri svo mikil eftirspurn eftir bankastjórunum okkar og öðrum viðskiptamógúlum. 

Þessa áherslu á samkeppnishæfni borgarinnar má sjá t.d. í lækkun fasteignaskatts, en þar eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu búin að vera í keppni um það hver gæti lækkað mest. Þannig lækkaði Reykjavík fasteignaskattshlutfallið úr 0,2 % í 0,18% af fasteignamati nú um áramót og Seltjarnarnes úr 0,235% í 0,175%. Fasteignaskatturinn og útsvarið eru helstu tekjulindir sveitarfélaganna en í lögum um tekjuöflun sveitarfélaganna er kveðið á um það á hvaða bili þessar álögur mega vera. Reykjavíkurborg hefur um áraskeið verið með hámarksútsvar en tiltölulega lágan fasteignaskatt á landsvísu og líka sé miðað við nágrannasveitarfélögin. 

Auglýsing

Við Í Kvennahreyfingunni erum hlynntar því að þjónusta sveitarfélagsins sé greidd af heildinni fremur en af þjónustuþegum, og að þjónustugjöld séu þar að auki tekjutengd hvar sem því er við komið svo að breiðu bökin taki stærri hluta. Þar sem fasteignaskattur er tengdur fasteignamati, auk þess sem leyfilegt er að veita tekjulágum lífeyrisþegum afslátt (eins og er nú þegar gert í Reykjavík), er þessi tegund skattheimtu fremur sanngjörn að fyrirkomulagi.

Hvað er fasteignaskattur?

Fasteignaskattur er skattur sem allir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu greiða og er eins og fyrr segir núna 0,18% af fasteignamati. Hafi fasteignamat eignar í Reykjavík verið 40 milljónir í fyrra greiddi eigandinn þar með 80.000 í fasteignaskatt það árið en að því gefnu að fasteignamatið haldist eins, greiðir sami eigandi 72.000 nú. 

Fyrir venjulegt heimili breytir lækkun eða hækkun fasteignaskattsins um 10% því afar litlu, auk þess sem taka verður tillit til að þjónustugjöld hafa hækkað á móti, t.d. skólamáltiðirnar og strætófargjaldið. Þegar litið er til heildarinnar, innkomu sveitarfélagsins í gegnum fasteignaskatt, þýðir 10% lækkun hins vegar tekjufall um hundruð milljóna en fyrir þær mætti t.d. hækka laun leikskólastarfsfólks. 

Fólk vill búa í Reykjavík

Reykjavíkurborg þarf ekki að keppa við önnur sveitarfélög um íbúa. Fólk vill búa í Reykjavík og við Reykvíkingar getum verið stolt af því að vera með bestu félagsþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu, þó vissulega þurfi að gefa enn betur í. Við vinnum samkeppnina alltaf.

Þess vegna þurfum við ekki að taka þátt í popúlískri keppni við hin um lægri skatta ef þátttaka í þeirri keppni leiðir svo til þess að þurfa enn á ný að útskýra fyrir foreldrum hvers vegna ekki er hægt að veita börnum þeirra dagvistun. Við í Kvennahreyfingunni viljum frekar forgangsraða því að veita íbúunum þá bestu þjónustu sem völ er á, og verði það best gert með því að hækka fasteignaskatt meðalheimilis um tíu prósent þá er það að okkar mati ásættanlegt.

Höfundur situr í sjöunda sæti Kvennahreyfingarinnar í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Uppfærsla á hugbúnaði eða nýtt stýrikerfi?
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar