Birgir Þór Harðarson

Svona eru líkur frambjóðenda á því að komast í borgarstjórn

Kjarninn og Dr. Baldur Héðinsson birta nú í fyrsta sinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna þær líkur sem hver og einn frambjóðandi í efstu sætum á listum flokkanna í Reykjavík eiga á að komast að.

Kjarninn og Dr. Baldur Héðinsson framkvæma kosningaspá í aðdraganda hverra kosninga. Það hefur verið gert frá því í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Frá sumrinu 2016 hefur spáin verið keyrð fyrir forsetakosningarnar 2016, þingkosningar 2016 og 2017 og nú komandi borgarstjórnarkosningar. Líkt og greint var frá fyrr í dag þá benda mælingar hennar til þess að meirihlutinn í borginni haldi.

Samhliða er keyrð sætaspá. Hún er framkvæmd þannig að keyrðar eru 100 þúsund sýndarkosningar miðað við fylgi flokka í kosningaspánni sem birt var 23. maí,. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borgarfulltrúum og þar sem sýndarkosningarnar eru allar með innbyggða óvissu þá getur fylgið í hverri einstakri sýndarkosningu stundum hærra og stundum lægra, þótt meðaltal kosninganna allra sé það sama og kom fram í kosningaspánni. Fyrr í dag birtum við líklegustu sætaskipan borgarfulltrúa skipt niður á flokka. Nú birtum við í fyrsta sinn í aðdraganda þessara kosninga hverjar líkur hvers og eins frambjóðanda í efstu sætum þeirra lista sem mælast líklegir til að ná inn manni í borgarstjórn eru. 

Líkur á samanlögðum fjölda borgarstjórnarfulltrúaRauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Borgarfulltrúar B C D F J K M P S V
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=20
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=19
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=18
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=17
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=16
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=15
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=14
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=13
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=12
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=11
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
2%
0%
>=10
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
12%
0%
>=9
0%
0%
2%
0%
0%
0%
0%
0%
44%
0%
>=8
0%
0%
15%
0%
0%
0%
0%
0%
82%
0%
>=7
0%
0%
53%
0%
0%
0%
0%
0%
98%
0%
>=6
0%
0%
89%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=5
0%
0%
99%
0%
0%
0%
0%
0%
100%
0%
>=4
0%
0%
100%
0%
0%
0%
0%
2%
100%
1%
>=3
0%
4%
100%
0%
0%
0%
4%
26%
100%
14%
>=2
4%
34%
100%
3%
9%
0%
34%
77%
100%
61%
>=1
49%
83%
100%
45%
57%
19%
83%
98%
100%
95%

Þeir borgarfulltrúar sem mælast inni eins og er, alls 23 talsins, eru merktir með appelsínugulum þríhyrning. Með því að skoða síðast kjörna mann hvers flokks sést til að mynda að Magnús Már Guðmundsson, áttundi maður Samfylkingarinnar, á 82 prósent líkur á því að ná kjöri, sem eru prýðilegar líkur. Örn Þórðarson, sjöundi maður Sjálfstæðisflokksins á hins vegar 52 prósent líkur á því að ná kjöri sem eru mun síðri líkur.

Af þeim sem mælast inni er Ingvar Mar Jónsson fallvaltastur en einungis 49 prósent líkur eru á því að hann nái sæti í borgarstjórn samkvæmt sætaspánni. Það munar sáralitlu á honum og Kolbrúnu Baldursdóttur (45 prósent), oddvita Fólks flokksins, og Rögnu Sigurðardóttur (44 prósent), níunda manni Samfylkingar. Þar á eftir eru næstu menn inn þeir Pawel Bartoszek, annar maður Viðreisnar, og Baldur Borgþórsson, annar maður Miðflokksins, en 34 prósent líkur eru á því að þeir nái inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar