Framhaldsskólum refsað fyrir góðan árangur

Bóknámsskólar hafa ekki komið vel út úr fjárveitingum ríkisins síðastliðin misseri, að mati rektors Menntaskólans við Sund en framlag til nemenda er mjög mismunandi eftir skólum.

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Auglýsing

Nýtt reikni­líkan hefur verið tekið í notkun hjá mennta­mála­ráðu­neyt­inu þegar ákvarða skal fram­lög til fram­halds­skóla og hefur það líkan ekki reynst öllum skólum vel. Már Vil­hjálms­son, rektor Mennta­skól­ans við Sund, gagn­rýnir hvernig fjár­munum er úthlutað milli skóla og telur hann að verið sé refsa þeim skólum sem halda lengur í nem­endur og skila góðum árangri.

Him­inn og haf milli skóla

Fjár­lög til ársnem­enda eru mis­mun­andi eftir skól­um. Már segir að Mennta­skól­inn við Sund sé mjög ódýr og að fram­lagið í ár sé 1,1 milljón á nem­anda. Það sé með því allra lægsta en það hæsta nemur nær þremur millj­ónum á nem­anda.

„Þannig er him­inn og haf á milli skóla. Við erum milli 30 og 40 pró­sent undir með­al­tal­in­u,“ segir Már. Hann bendir á að hið sama eigi við um Mennta­skól­ann í Reykja­vík, Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð og fleiri skóla.

Auglýsing

Sér­staða Mennta­skól­ans við Sund er, að sögn Más, að þegar ákveðið var að stytta námið úr fjórum árum í þrjú þá var skólum skylt að skrifa nýja skóla­náms­skrá. MS fór strax í þá vinnu og segir Már að þau hafi haft Hvít­bók­ina að leið­ar­ljósi en mark­miðið var meðal ann­ars að draga úr brott­falli. „Við breyttum líka kerf­inu okk­ar, lögðum niður bekkja­kerfið og tókum upp þriggja anna kerf­i,“ segir Már.

Ráðu­neytið borgar ekki fyrir nem­endur sem hald­ast í námi

Ein afleið­ingin af þessum aðgerðum er að snar­dregið hefur úr brott­falli úr skól­an­um. Már segir að mark­miðum mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins hafi þar með verið náð. „Stað­reyndin er aftur á móti sú að góður árangur hefur komið okkur alvar­lega í koll,“ segir hann. Ráðu­neytið hafi ekki brugð­ist við með því að borga með þessum nem­endum sem hald­ast lengur í námi.

Staðan er þannig núna að fjölgað hefur í MS – fleiri nem­endur taka fleiri áfanga – og er sá árangur vel yfir vænt­ing­um, að sögn Más. Hann segir að staðan hafi verið þannig árið 2017 að skól­inn fékk ekki fjár­magn fyrir 70 til 80 nem­endur sem stund­uðu nám við skól­ann. Hann seg­irað ekki sé tekið til­lit til þess­ara þátta og gagn­rýnir ósveigj­an­leika í ákvörð­unum Alþingis varð­andi fjár­veit­ingu til fram­halds­skól­anna.

Már segir að áhersla hafi verið lögð á að styrkja iðn- og verk­nám og að það sé af hinu góða. Aftur á móti virð­ist sem svo að fjár­munir séu fluttir frá bók­námi yfir í verk­nám í stað þess að auka þá heilt yfir.

Menntaskólinn við Sund Mynd: Bára Huld Beck

Fá ekki fjár­veit­ingu fyrir for­falla­kennslu

Margir þættir spila inn í vax­andi fjár­hags­erf­ið­leika skól­ans og ber þar meðal ann­ars að nefna langvar­andi veik­indi kenn­ara. Ekki er gert ráð fyrir for­falla­kennslu kenn­ara í fjár­veit­ingu rík­is­ins en hætt var slíkum fjár­veit­ingum fyrir átta árum. Már segir að skól­inn myndi þola þessi auka áföll ef fjár­veit­ing­arnar væru ekki svona lág­ar.

Hann segir að ástandið sé algjör­lega óvið­un­andi. Skól­inn sé að ná miklum árangri með litlum til­kostn­aði. Honum finnst sem verið sé að refsa þeim fyrir að ganga vel. Á sama tíma sé mennta­mála­ráðu­neytið að borga öðrum skólum fyrir nem­endur sem ekki eru á staðn­um.

Reikni­líkan verður að vera skýrt

Hann spyr sig í fram­hald­inu hvaða reglur séu not­aðar til að skipta fjár­magni milli skóla. Hann telur að reikni­líkanið þurfi að vera skýr­ara um hvernig þessum fjár­veit­ingum er hátt­að. Hann segir að hann hafi ítrekað reynt að fá svör frá ráðu­neyt­inu varð­andi það en að lítið hafi verið um þau. Hann spyr sig enn fremur hvort fjár­magnið renni í reynd til nem­enda sem stunda nám að stað­aldri í fram­halds­skóla.

Í svari mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Mann­lífs segir að reikni­líkanið sem ákvarði fram­lög til fram­halds­skól­anna sé svo­kallað deili­lík­an. Und­an­farin 20 ár hafi verið stuðst við líkan sem byggir á nákvæmum útreikn­ingum á náms­ein­ingum nem­enda í ein­stökum áföngum hvers skóla.

„Taldar eru þær ein­ingar sem nem­endur ganga til prófs í eða sæta lokamati á hverri önn. Fjöldi þeirra er lagður saman og síðan deilt með tölu sem mælir fullt nám og útkoman verður ársnem­enda­tala skól­ans. Miðað er við 35 náms­ein­ingar á ári sem er fjórð­ungur af 140 ein­ingum eða við­mið um stúd­ents­próf á fjórum árum í gamla ­kerf­in­u,“ segir í svar­inu.

Lítið brottfall er við MS og telur rektor að menntamálaráðuneytið hafi ekki brugðist við með því að borga með þeim nemendum sem haldast í námi. Mynd: Pexels

Nýja líkanið miðar við skráða nem­endur í upp­hafi annar

Þetta líkan hefur nú runnið sitt skeið á enda þar sem nýjar ein­ingar hafa tekið við, eða 60 fram­halds­skóla-ein­ingar á ári, og miða þær við vinnu nem­enda en í gamla kerf­inu var tekið mið af fjölda kennslu­stunda á viku. Nýja líkanið miðast, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, við fjölda skráðra nem­enda í fullu námi eftir náms­brautum sem skipt er í mis­mun­andi verð­flokka eftir því meðal ann­ars hversu mik­inn tækja­búnað þarf, hve margir nem­endur eru í náms­hóp o.fl.

Helsti mun­ur­inn á þessum tveimur aðferðum er að ekki er reiknuð nákvæm­lega hver ein­ing í hverjum áfanga og miðað er við skráða nem­endur á náms­brautum í upp­hafi annar en ekki ein­ingar þeirra í lok ann­ar.

Til við­bótar bendir ráðu­neytið á að inn í þessu lík­ani séu breytur sem hafa áhrif á fram­lag á nem­anda, til að mynda fjár­magn fyrir hús­næð­is­kostnað og sér­verk­efni skóla. Það skýri hversu ólíkt fram­lag er milli fram­halds­skóla.

Segir jafn­framt í svar­inu að fjár­heim­ildir fram­halds­skóla­stigs­ins muni hækka um 4,3 pró­sent til árs­ins 2023 sam­kvæmt nýrri rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Fram­lög á hvern nema hækk­uðu um 6,5 pró­sent milli áranna 2017 til 2018 og er gert ráð fyrir 8 pró­sent hækkun á næsta ári.

Nið­ur­skurður framundan

Eina ráðið til að bregð­ast við aðstæðum er að skera nið­ur, að sögn Más. „Við munum þurfa að fækka nem­endum við skól­ann, draga úr kennslu­kostn­aði og fækka stöðu­gild­um,“ segir hann. Lík­leg­ast muni þurfa að fækka nem­endum um allt að hund­rað.

Már seg­ist vera búinn að leita allra mögu­legra lög­legra leiða, hann hafi meðal ann­ars sent ráð­herra ótal bréf og óskað eftir fundi. Ekki hafi verið brugð­ist við þeim ósk­um. Hann segir að við stjórn­ar­skiptin hafi orðið hik í ráðu­neyt­inu og hann upp­lifir sam­skiptin eins og það hafi algjör­lega verið skorið á þau. „Það er auð­veld­ara að fá fund með rík­is­end­ur­skoð­anda en með ráð­herra,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar