Bensínverð ekki verið hærra í tæp þrjú ár

Bensínverð hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá áramótum. Verðið hefur ekki verið hærra frá því í ágúst 2015. Ríkið tekur til sín 56,44 prósent af söluandvirði hvers lítra en hlutdeild olíufélaganna er 17,66 prósent.

bensínvakt maí 2018
Auglýsing

Viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi um miðjan maí 2018 var 214,9 krónur á lítra og hækkaði um 8,1 krónu frá fyrri mánuði. Verðið hefur ekki verið hærra í tæp þrjú ár, eða frá því að það var 215,6 krónur í ágúst 2015. Þetta kemur fram í ný birtri Bensínvakt Kjarnans sem unnin er í samvinnu við Bensínverð.is.

Bensínverð hefur hækkað umtalsvert frá áramótum, en það var 195,9 krónur á lítra um miðjan desember síðastliðinn. Það þýðir að lítraverðið hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá þeim tíma. Á sama tíma hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar, sem innkaup á bensíni fara fram í, styrkst um tæpt eitt prósent. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hins vegar hækkað um 25 prósent og í ljósi þess að slíkar hækkanir taka oft nokkurn tíma til að skila sér í smásöluverði á Íslandi má búast við því að verð á bensíni hérlendis haldi áfram að hækka í nánustu framtíð.

Stór hluti fer til ríkisins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bensíni. Þannig fór 20,52 prósent af verði hans um miðjan maí í sérstakt bensíngjald, 12,73 prósent í almennt bensíngjald og 3,8 prósent í kolefnisgjald. Þá er ótalið að 19,35 prósent söluverðs er virðisaukaskattur. Samanlagt fór því 121,29 krónur af hverjum seldum lítra til ríkisins, eða 56,44 prósent. Hæstur fór hlutur ríkisins í 60,26 prósent í júlí 2017.

Auglýsing

Bensínvakt Kjarnans reiknar einnig út líklegt innkaupsverð á bensíni út frá verði á lítra til afhendingar í New York í upphafi hvers mánaðar frá bandarísku orkustofnuninni EIA og miðgengi dollars gagnvart íslenskri krónu í yfirstandandi mánuði frá Seðlabanka Íslands.

Í þessum útreikningum kann að skeika nokkru á hverjum tímapunkti vegna lagerstöðu, skammtímasveiflna á markaði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bensíni til afhendingar í Rotterdam, en verðupplýsingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagnaveitum. Mismunur á verði í New York og Rotterdam er þó yfirleitt mjög lítill.

Líklegt innkaupsverð í síðustu birtu Bensínvakt var 55,66 krónur á lítra og hefur hækkað um 13,3 prósent frá því um miðjan desember 2017.

Hlutdeild olíufélaga hefur dregist saman

Bensínvaktin reiknar loks út hlut olíufélags í hverjum seldum lítra sem afgangsstærð þegar búið er að greina aðra kostnaðarliði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíufélaga, þ.e. álagningin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 37,95 krónur á hvern seldan bensínlítra. Það er nánast sama upphæð og var í mánuðinum áður en hún hefur lækkað umtalsvert á síðastliðnu ári. Í maí 2017 fengu olíufélögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða tíu prósent meira en þau gera í dag.

Olíufélögin taka nú að minnsta kosti 17,66 prósent af hverjum seldum olíulítra. Það hlutfall náði lægsta punkti sínum í september 2017 þegar olíufélögin fengu 11,38 prósent í sinn hlut.

Til samanburðar þá fengu þau 21,3 prósent af hverjum seldum lítra fyrir ári síðan. Hlutur olíufélaganna hefur því hlutfallslega dregist saman um fimmtung á einu ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar