Bensínverð ekki verið hærra í tæp þrjú ár

Bensínverð hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá áramótum. Verðið hefur ekki verið hærra frá því í ágúst 2015. Ríkið tekur til sín 56,44 prósent af söluandvirði hvers lítra en hlutdeild olíufélaganna er 17,66 prósent.

bensínvakt maí 2018
Auglýsing

Viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi um miðjan maí 2018 var 214,9 krónur á lítra og hækkaði um 8,1 krónu frá fyrri mánuði. Verðið hefur ekki verið hærra í tæp þrjú ár, eða frá því að það var 215,6 krónur í ágúst 2015. Þetta kemur fram í ný birtri Bensínvakt Kjarnans sem unnin er í samvinnu við Bensínverð.is.

Bensínverð hefur hækkað umtalsvert frá áramótum, en það var 195,9 krónur á lítra um miðjan desember síðastliðinn. Það þýðir að lítraverðið hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá þeim tíma. Á sama tíma hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar, sem innkaup á bensíni fara fram í, styrkst um tæpt eitt prósent. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hins vegar hækkað um 25 prósent og í ljósi þess að slíkar hækkanir taka oft nokkurn tíma til að skila sér í smásöluverði á Íslandi má búast við því að verð á bensíni hérlendis haldi áfram að hækka í nánustu framtíð.

Stór hluti fer til ríkisins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bensíni. Þannig fór 20,52 prósent af verði hans um miðjan maí í sérstakt bensíngjald, 12,73 prósent í almennt bensíngjald og 3,8 prósent í kolefnisgjald. Þá er ótalið að 19,35 prósent söluverðs er virðisaukaskattur. Samanlagt fór því 121,29 krónur af hverjum seldum lítra til ríkisins, eða 56,44 prósent. Hæstur fór hlutur ríkisins í 60,26 prósent í júlí 2017.

Auglýsing

Bensínvakt Kjarnans reiknar einnig út líklegt innkaupsverð á bensíni út frá verði á lítra til afhendingar í New York í upphafi hvers mánaðar frá bandarísku orkustofnuninni EIA og miðgengi dollars gagnvart íslenskri krónu í yfirstandandi mánuði frá Seðlabanka Íslands.

Í þessum útreikningum kann að skeika nokkru á hverjum tímapunkti vegna lagerstöðu, skammtímasveiflna á markaði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bensíni til afhendingar í Rotterdam, en verðupplýsingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagnaveitum. Mismunur á verði í New York og Rotterdam er þó yfirleitt mjög lítill.

Líklegt innkaupsverð í síðustu birtu Bensínvakt var 55,66 krónur á lítra og hefur hækkað um 13,3 prósent frá því um miðjan desember 2017.

Hlutdeild olíufélaga hefur dregist saman

Bensínvaktin reiknar loks út hlut olíufélags í hverjum seldum lítra sem afgangsstærð þegar búið er að greina aðra kostnaðarliði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíufélaga, þ.e. álagningin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 37,95 krónur á hvern seldan bensínlítra. Það er nánast sama upphæð og var í mánuðinum áður en hún hefur lækkað umtalsvert á síðastliðnu ári. Í maí 2017 fengu olíufélögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða tíu prósent meira en þau gera í dag.

Olíufélögin taka nú að minnsta kosti 17,66 prósent af hverjum seldum olíulítra. Það hlutfall náði lægsta punkti sínum í september 2017 þegar olíufélögin fengu 11,38 prósent í sinn hlut.

Til samanburðar þá fengu þau 21,3 prósent af hverjum seldum lítra fyrir ári síðan. Hlutur olíufélaganna hefur því hlutfallslega dregist saman um fimmtung á einu ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar