Allt sem þú vildir vita um brúðkaup ársins í dag

Harry Bretaprins mun í dag ganga að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle í Windsor á Englandi. Kjarninn tók saman allt sem þú þarft að vita um daginn og fyrirkomulag á hátíðarhaldanna, sem og brúðhjónin sjálf.

Harry Breta­prins mun í dag ganga að eiga banda­rísku leikkon­una Meg­han Markle í kapellu heilags Georgs í Windsor á Englandi.

Búist er við miklum her­leg­heitum og mann­fjölda bæði við athöfn­ina og veisl­una, enda hefur breska þjóðin beðið eftir þessum degi í um fimm mán­uði frá því trú­lofun þeirra var kynnt í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Hafði prins­inn þá upp­lýst drottn­ing­una ömmu sína um fyr­ir­ætl­anir sínar auk þess sem hann mun hafa beðið for­eldra Meg­han bless­un­ar. Hjóna­efnin hafa síðan ferð­ast víða um Bret­land á mán­uð­unum sem liðið hafa og lýst yfir sér­stöku þakk­læti fyrir hversu vel breska þjóðin hefur tekið á móti þess­ari verð­andi banda­rísku tengda­dóttur sinni.



Stóri dag­ur­inn

Brúð­kaupið sjálft og brúð­kaups­dag­ur­inn allur verður sam­kvæmt ströng­ustu hefð­um, með­fram því að reynt verður að leyfa per­sónu­leikum prins­ins og Markle að skína í gegn. Varn­ar­mála­ráðu­neyti Eng­lands sem og skrif­stofa kon­ung­dæm­is­ins sjá um skipu­lagn­ingu hátíð­ar­hald­anna.

Athöfnin hefst í kapell­unni á hádegi að stað­ar­tíma, ell­efu að íslenskum, og verður fram­kvæmd af tveimur prest­um, þar á meðal erki­bisk­upnum af Canter­bury sem mun gefa hjónin sam­an. Harry sjálfur var skírður í þess­ari kapellu og ýmsar aðrar kon­ung­legar athafnir hafa farið fram þar í gegnum tíð­ina, þar á meðal hjóna­vígsla Karls föður hans og Camillu Park­er-­Bow­les árið 2005.

Meira en 250 her­menn munu taka þátt í helgi­hald­inu, þar á meðal her­menn sem gegndu her­þjón­ustu með Harry sjálfum á sínum tíma. ­Klukkan eitt, eftir athöfn­ina, munu hjónin ferð­ast um Windsor í hest­vagni þar sem þau munu gefa almenn­ingi kost á að berja þau augum og taka þannig þátt í hátíð­ar­höld­un­um.

Bæði Vilhjálmur og Katrín sem og foreldrar prinsanna, Díana og Karl, keyrðu um Windson í hestvagni eftir giftingar sínar.

Harry og Megan hafa gefið það út að þau vilji gefa almenn­ingi eins mik­inn þátt í deg­inum og mögu­legt er.

Þannig hefur 2.640 manns verið boðið að mæta inn á jörð­ina við Windsor kast­ala til að fylgj­ast með komu brúð­hjón­anna sem og form­legu gest­anna. Um er að ræða 1.200 manns víðs vegar að frá Stóra-Bret­landi. Ein­stak­ling­arnir hafa verið valdir úr breiðum hópi fólks, með mis­mun­andi bak­grunn og á mis­mun­andi aldri og sér­stak­lega ein­stak­lingar sem hafa þjónað nær­sam­fé­lagi sínu með ein­hverjum hætti. Þá hafa 200 manns verið valdir úr ýmiss konar góð­gerð­ar­starf­semi og félaga­sam­tökum sem Harry og Meg­han völdu. Í hópnum verða einnig 100 nem­endur úr tveimur skólum í nágrenni kast­al­ans, 610 manns sem starfa í og við kast­al­ann og 530 manns sem telj­ast til kon­ungs­legs starfs­fólks.

Frogmore HouseÞá hefur 600 gestum verið boðið sem form­legum veislu­gestum bæði í athöfn­ina sjálfa og til veisl­unn­ar. ­Gestir þessir munu mæta í hádeg­is­verð­ar­boð sem drottn­ingin heldur í St. George sal í Windsor kast­ala (sem er 55,5 metra langur og 9 metra breið­ur) og tekur 160 manns í sæt­i. ­Síðar um kvöldið hefur 200 manns verið boðið í einka­veislu í Frog­more House sem land­ar­eign stað­sett nokkrum kíló­metrum frá Windsor.

Boðskortin voru send út til gesta í mars og fram­leidd af fyr­ir­tæk­inu Barn­ard & Westwood. Letrið er prentað með gulli og ber meðal ann­ars merki Prins­ins af Wales.

Sjö bak­arar sjá um brúð­artert­una, en aðal­bak­ar­inn er Clarie Ptak, eig­andi Violet Bakery í Aust­ur-London. Þau hafa unnið að kök­unni alla vik­una í eld­húsum Buck­ing­ham-hall­ar­inn­ar, en sítrónur og ylli­blóm eru í aðal­hlut­verki.

Harry prins valdi, engum að óvörum, bróður sinn her­tog­ann af Cambridge Vil­hjálm, sem svara­mann sinn í brúð­kaup­inu.

Meg­han hins vegar valdi sér enga aðal­brúð­ar­mær, eða maid of hono­ur, þar sem hún vildi ekki gera upp á milli nán­ustu vin­kvenna sinna.

Fjöl­skylda brúð­hjón­anna beggja mun taka virkan þátt í hátíð­ar­höld­un­um, þar á meðal öll þrjú systk­ini Díönu prinsessu heit­inn­ar, sem og fjöl­skylda Meg­han, þó að faðir hennar verði víðs­fjarri sökum heilsu­tengdra vanda­mála að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Kens­ington­hall­ar­búa.



Það kom einnig fáum á óvart þegar til­kynnt var að börn Vil­hjálms Breta­prins og eig­in­konu hans Katrínar munu gegna hlut­verki brúð­ar­meyja- og sveina. Þau George 4 ára og Charlotte 3 ára eru meðal tíu barna, öll yngri en 10 ára sem munu ganga með Meg­han niður kirkju­gólf­ið. Hin börnin eru börn vina brúð­hjón­anna, frændur og frænk­ur. Díana prinsessa, móðir Harry, hafði sama hátt­inn á þegar hún gift­ist Karli föður Harry.



Upp­haf­lega þegar til­kynnt var um trú­lofun hennar og Harry voru fluttar af því fréttir að Meg­han vildi helst að móðir hennar leiddi hana upp að alt­ar­inu.

Það varð hins vegar fljótt ljóst að hátt­ern­is­reglur kon­ungs­fjöl­skyld­unnar gerðu ekki ráð fyrir því að mæður leiði dætur sínar upp að alt­ar­inu og því var til­kynnt að faðir Meg­han myndi sjá um það á brúð­kaups­dag­inn. Síð­asta fimmtu­dag var hins vegar send út nokkuð óljós yfir­lýs­ing þar sem til­kynnt var að Thomas Markle myndi ekki mæta í brúð­kaupið í dag. „Mér hefur alltaf þótt vænt um föður minn og vona að hann fái rými til að huga að heils­unn­i,“ var haft eftir Meg­han vegna máls­ins.

Hug­leið­ingar um hver muni sjá um að leiða Meg­han upp alt­arið hafa helst snú­ist um að móðir hennar muni, hvað sem hátt­ern­is­reglum líð­ur, taka að sér hlut­verkið og auk þess hefur Karl Breta­prins, verð­andi tengda­faðir henn­ar, einnig verið nefnd­ur. Í gær var svo til­kynnt um að Meg­han hafi beðið Karl um að sjá um þetta, sem hann mun hafa sam­þykkt með mik­illi ánægju.

Félagar Meg­han úr sjón­varps­þátta­ser­í­unni Suits hafa verið að birta myndir af sér á leið til Eng­lands und­an­farna daga og gert er ráð fyrir því að þau fjöl­menni í veislu­höldin í dag.

Hang­ing in Hyde Park. Lov­ing our time in #london

A post shared by Jacinda Barrett (@jacinda­barrett) on

Sun up Shade down #touchdown­athe­at­hrow

A post shared by Rick Hoffman (@rickehoff­man) on



Mikar vanga­veltur hafa verið uppi um fatn­að­inn sem Meg­han mun klæð­ast í dag. Tísku­tíma­ritið Gla­mour sagði frá því í vik­unni að flestir veðj­uðu á ástr­alska hönn­un­ar­dúóið Ralph&Russo, en merkið er í upp­há­haldi hjá Markle og klædd­ist hún kjól frá þeim þegar þau til­kynntu um trú­lof­un­ina.

Kjóll svil­konu henn­ar, Katrín­ar, vakti mikla athygli þegar hún gift­ist Vil­hjálmi árið 2011. Hennar kjól hann­aði breski fata­hönn­uð­ur­inn Sarah Burton, sem var list­rænn stjórn­andi tíku­húss­ins Alex­ander McQueen.



Hver er Meg­han Markle?

SuitsPrinsessan til­von­andi heitir fullu nafni Rachel Meg­han Markle og er fædd þann 4. ágúst 1981. Hún er fædd og upp­alin í Los Ang­eles í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­unum og útskrif­að­ist úr leik­list og alþjóða­fræðum árið 2003 frá Nort­hwestern háskóla.

Hún er hefur síðan þá leikið nokkur smá­hlut­verk hér og þar, meðal ann­ars í mynd­unum Rem­em­ber Me og Horri­ble Bosses, en frá árinu 2011 þar til nú lék hún í lög­fræði­drama­ser­í­unni Suits og hlaut fyrir nokkra frægð. Meg­han hefur frá því hún trú­lof­að­ist Harry lagt leik­list­ar­skó sína á hill­una - eins og kon­ung­legar hátt­ern­is­reglur gera ráð fyr­ir.

Fjöl­skylda Meg­han hefur vakið nokkra athygli. Móðir henn­ar, Doria Loyce Ragland, er félags­fræð­ingur og jóga­kenn­ari og eru þau faðir hennar Meg­han, Thomas Markle eldri, frá­skil­in. Hann býr í Mexíkó og sér um lýs­ingar á kvik­mynda­sett­um. Þau skildu þegar Meg­han var sex ára gömul en hún á tvö hálf­systk­ini föður meg­in.

Fað­ir­inn hefur átt nokkuð undir högg að sækja frá því til­kynnt var um trú­lof­un­ina, enda lík­leg­ast und­ar­legt hlut­skipti fyrir hvern sem er að verða allt í einu hluti af bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Fluttar voru af því fréttir að hann hefði leigt papp­ar­azzi ljós­mynd­ara til að taka myndir af sjálfum sér við und­ir­bún­ing brúð­kaups­ins, meðal ann­ars í bóka­búðum að lesa um Bret­land.

Hann hefur hins vegar verið veikur fyrir hjart­anu og mun fyrir stuttu hafa þurft að gang­ast undir aðgerð sem gerir honum ókleift að vera við­staddur brúð­kaup­ið.

Meg­han er frá­skil­in. Hún gift­ist leik­ar­anum og fram­leið­and­anum Trevor Eng­el­son árið 2011, eftir 7 ára sam­band, en þau skildu árið 2013.



Harry og Meg­han hófu sitt sam­and í júní árið 2016 á svoköll­uðu blindu stefnu­móti en kon­ung­dæmið til­kynnti form­lega að þau væru að rugla saman reitum í októ­ber sama ár. yfir­lýs­ingin var nokkuð harð­orð. Þar kom fram að Harry hefði skiln­ing á áhug­anum sem almenn­ingur hefði á lífi hans þrátt fyrir að honum hafi ávallt fund­ist hann óþægi­leg­ur. Hann hafi reynt að koma sér upp þykkum skráp og halda góðu sam­bandi við þá fjöl­miðla sem um hann fjalla. Hins vegar hafi verið umfjöllun um Meg­han Markle, þá kær­ustu hans, farið yfir öll vel­sæm­is­mörk. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi og áreiti af hálfu fjöl­miðla, með rasískum und­ir­tóni sem og karl­rembu. Móðir hennar hafi orðið fyrir gríð­ar­legu áreiti fjöl­miðla­manna og ljós­mynd­ara og hafi ítrekað þurft að kalla til lög­reglu, auk þess sem fyrr­ver­andi kærastar og vinir hafi allir fengið til­boð um háar greiðslur fyrir að segja um hana sög­ur. Harry lýsti í þess­ari óvenju­legu yfir­lýs­ingu yfir miklum von­brigðum með landa sína, áhyggjum af öryggi Meg­han og fjöl­skyldu hennar og bað um frið.



Í sept­em­ber 2017 sáust þau fyrst sam­an, á Invictus leik­unum í Torontó í Kana­da, hvar Meg­han bjó þar sem Suits þætt­irnir voru teknir upp í borg­inni. Í jan­úar á þessu ári, stuttu eftir að til­kynnt var um trú­lofun þeirra, lok­aði Markle öllum sam­fé­lags­miðlum sínum og þakk­aði fylgj­endum og aðdá­endum fyrir stuðn­ing­inn í gegnum árin.

Harry prins

Sjálfan prins­inn af Wales, brúð­gu­mann Harry, þarf lík­leg­ast lítið að kynna. Hann heitir fullu nafni Henry Charles Albert David og fædd­ist þann 15. sept­em­ber 1984. Hann er sjötti í erfða­röð­inni að breska hásæt­inu, sonur krón­prins­ins Charles og Díönu, eins ást­sælusta með­lims bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar á síð­ari tím­um, sem lést árið 1997 í bílslysi.

Harry gekk í skóla í Bret­landi og gegndi her­skildu sem hann sinnti meðal ann­ars í Afghanistan á árunum 2007 og 2008, þar til að ástr­alskt tíma­rit kom upp um veru hans þar. Hann sneri aftur í 29 vikur á árunum 2012 til 2013 en yfir­gaf her­inn í júní árið 2015.

Harry hef­ur, eins og hátt­ern­is­reglur kon­ungs­fjöl­skyld­unnar gera ráð fyr­ir, sinnt ýmsum góð­gerð­ar­störfum í gegnum tíð­ina, þar á meðal er hann vernd­ari Invictus leik­anna áður­nefndu og hefur verið frá árinu 2014, en þar birist hann fyrst með Meg­han Markle í fyrra.

Díana með sonum sínum Vilhjálmi og Harry.

Móðir hans Díana lagði frá upp­hafi mikla áherslu á að þeir bræð­urn­ir, Harry og Willi­am, fengju eins „venju­legt“ upp­eldi og æsku og mögu­legt var í þeim óvenju­legu aðstæðum sem breska kon­ungs­fjöl­skyldan býr við. Þeir bræð­urnir sáust ungir leika sér í Dis­ney World, fá sér ham­borg­ara á McDon­alds sem og að heim­sækja gisti­skýli fyrir heim­il­is­lausa.

Díana og Charles skyldu árið 1996 og móðir hans lést í bílslysi í París ári síð­ar.

Harry var alltaf mik­ill íþrótta­mað­ur, spil­aði póló, skíðaði og stund­aði mót­orcross. Þá er hann gall­harður stuðn­ings­maður Arsenal í ensku knatt­spyrn­unni auk þess að fylgj­ast náið með rúgbí deild­inni.

Hann var frá unga aldri álit­inn nokkuð upp­reisn­ar­gjarn og á ung­lings­árum sínum var hann tal­inn frekar villt­ur, sást reykja kanna­bis sautján ára gam­all og náð­ust myndir af honum fyrir utan næt­ur­klúbba löngu áður en hann hafði aldur til. Hann lenti einnig í miklu klandri þegar hann fór í nas­ista­bún­ing í bún­ingap­artý og þurfti í kjöl­farið að biðj­ast afsök­un­ar.

Forsíða The Sun árið 2005.

Harry hef­ur, rétt eins og bróðir hans og móðir þeirra áður, þurft að lifa lífi sínu fyrir allra augum frá því hann fædd­ist. Hann náð­ist á mynd í Las Vegas árið 2012, nak­inn inni á hót­el­her­bergi með óþekktri ungri konu og voru mynd­irnar birtar upp­haf­lega af slúð­ur­síð­unni TMZ.

Miklar sögu­sagnir hafa ávallt verið uppi um að Harry sé rang­feðr­aður og er hann sagður vera sonur bresks her­manns að nafni James Hewitt, sem átti í sam­bandi við Díönu prinsessu móður hans. Hewitt hefur ávallt haldið því fram að tíma­setn­ing­arnar geti ekki stað­ist og það sé með öllu ómögu­legt að hann sé faðir Harry. Einn af líf­vörðum Díönu hefur stað­fest það.

Harry sagði, í hjart­næmu við­tali í fyrra, að hann hafi leitað sér fag­legrar geð­rænnar aðstoðar vegna þess að hafa aldrei kom­ist almenni­lega yfir móð­ur­miss­inn.

Sagð­ist hann hafa eytt síð­ustu 20 árum í að hugsa ekki um dauða móður sinn­ar, hefði slökkt á öllum til­finn­ingum og glímt við mik­inn kvíða og reiði vegna þessa. Von­að­ist hann til þess að með því að við­ur­kenna þetta gæti hann hjálpað öðrum sem glímdu við geð­rænan vanda. Harry, ásamt bróður sínum og mág­konu, stofn­uðu góð­gerð­ar­sam­tökin Heads Together sem kynnir góða and­lega heilsu og rækt.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar