Hverjum þykir sinn fugl fagur

Eiríkur Ragnarsson og Ólafur Margeirsson fjalla um kjarabaráttuna og benda á að í dag séu tvö lobbý við lýði. Eitt vill að stærri hlut kökunnar fari til vinnandi fólks, hitt vill sjá stærri hlut fara til eigenda fyrirtækja.

Ólafur Margeirsson og Eiríkur Ragnarsson
Ólafur Margeirsson og Eiríkur Ragnarsson
Auglýsing

Mikil stemming myndaðist í aðdraganda kjarasamningaviðræðnanna. Sólveig hjá Eflingu tók á sig 300 þúsund króna launalækkun og þakkaði Frjálslyndum Framhaldsskólanemum fyrir hagfræðibók sem þeir sendu henni að gjöf með því að finna henni gott heimili í ruslinu. Ragnar í VR pantaði sér gult vesti og í rökræðum við hagfræðing Viðskiptráðs, efaðist hann um áræði hagtalna OECD og ESB.

Viðskiptráð og Samtök Atvinnulífsins (SA) hafa ekkert gefið eftir heldur. Þau hamra á því að samkvæmt alþjóðlegum gögnum sé ójöfnuður á Íslandi lítill samanborið við önnur lönd og segja svigrúm til launahækkana „nánast ekki neitt“. Þau grípa hvert tækifærið á eftir öðru til að reyna að draga úr trúverðugleika stéttarfélagana og „kalla eftir skynsemi“ þegar launa- og vinnustundakröfur eru ræddar.

Fyrir hinn almenna borgara er þessi umræðan óneitanlega ruglingsleg. Tökum dæmi. Stefán Ólafsson, fyrir hönd Eflingar, ritar grein eftir grein með heilmiklum greiningum sem sýna hinn óumdeilanlega ójöfnuð sem hér á landi ríkir þegar allt er tekið til greina, s.s. yfirvinnustundir og fjármagnstekjur. Þessar greinar eru oft vandaðar. Þær fara oft vel með staðreyndir en geta farið frjálslega með einstakar forsendur.

Auglýsing

Í kjölfarið mæta svo hagsmunaverðir fyrirtækjanna með Excel gröf úr Power Point glærum  og reyna að kveða Stefán gamla í kútinn. Í gegnum, ekki síður vandaða greiningu og flókna röksemdarfærslu, reyna þau svo að sanna fyrir landanum að forkólfar verkalýðsfélaganna séu að biðja um eitthvað sem sé, nánast, stærðfræðilega ómögulegt.

Leiðtogar og talsmenn stéttarfélagana mála dimma mynd af samfélaginu sem við búum í. Þeir safna saman dæmum og sönnunargögnum sínu máli til stuðnings. Svo nota þau þessi gögn til að færa rök fyrir kröfum sínum, hvers megininntak er, eins og Viðskiptaráð benti á: „... skiljanleg krafa [um] að laun og tekjur séu mannsæmandi og dugi til framfærslu.“

Hagsmunasamtök fyrirtækja gera svo nákvæmlega sama hlutinn. Starfsmenn þeirra sitja um gögn hagstofunnar og OECD, ásamt því að búa til allskonar sviðmyndir um efnahagslegar hamfarir ef launahækkanir verða of miklar. Þá er ágætt að muna eftir því að það skiptir engu máli hvenær þau eru spurð, hagsmunasamtök fyrirtækja hafa aldrei sagt að það sé gott rými til launahækkana.

Hámörkun velferð félagsmanna

Það væri okkur hollt öllum stundum að muna hver tilgangur hagsmunafélaga er.

Í annari grein stjórnarskrár Eflingar og VR kemur fram að tilgangur félagana sé að „efla og styðja hag“ félaga sinna. Félagar þeirra eru, eins og allir vita, launafólk. Þessi félög geta uppfyllt tilgang sinn á ýmsan máta. Ein leið er að sjálfsögðu að reyna að hámarka heildartekjur (laun) félaga sinna. Því reyna stéttarfélögin allt sem þau geta til þess að sannfæra landann um það að launafólk hafi það frekar skítt, allavega í samanburði við eigendur fyrirtækjanna sem þau vinna fyrir. Og alltaf koma varnaglar þegar réttilega er bent á að laun þeirra félagsmanna hafi hækkað verulega að raungildi síðastliðin ár.

SA og Viðskiptaráð eru helstu hagsmunasamtök fyrirtækja. Í stjórnarskrá SA kemur fram að tilgangur þeirra sé að „stuðla að samkeppnishæfum og arðbærum atvinnurekstri“. Samkvæmt stjórnarskrá Viðskiptaráðs er tilgangur þess aðeins flóknari, en þegar öllu er á botninn hvolft er tilgangur Viðskiptráðs sá sami og tilgangur SA: að hámarka velferð félaga sinna.

Félagsmenn Viðskiptaráðs og SA eru fyrirtæki. Og nánast öll fyrirtæki hafa fyrst og fremst eitt og aðeins eitt markmið: Að græða pening.

Ef fyrirtæki vilja græða meiri pening geta þau t.d. hækkað verðið á sinni framleiðslu eða lækkað kostnað við framleiðsluna. Þó svo að SA hafi hingað til ekki beitt sér beint fyrir verðhækkunum (enda hafa þau engin tól þar til), þá hafa eru þau óbeint unnið að því markmiði með tillögum sínum að breytingum á samkeppnislögum sem fyrst og fremst snúast út á það að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu (sem gegnir lykilhlutverki í að halda fyrirtækjum á mottunni þegar kemur að óhóflegum verðhækkunum, í gegnum samráð eða of mikla samþjöppun).

Kostnaður fyrirtækja er að stóru hluta launakostnaður. Og ef þessi samtök vilja uppfylla tilgang sinn hlýtur það að vera markmið þeirra að lágmarka laun – allavega lágmarka launahækkanir. Og til þess að sannfæra almenning um ókosti hærri launa senda þau út allskonar áróður. Rétt eins og stéttarfélögin.

Hagsmunir félaga verkalýðsfélaga annars vegar og hagsmunir félaga hagsmunasamtaka atvinnulífsins hins vegar eru beint á ská. Hagsmunasamtök vinnandi fólks og fyrirtækjaeiganda koma alltaf til með að rífast, líkt og Marx blessaður talaði um: „Saga samfélagsins hingað til er saga baráttu mismunandi stétta.“ Það er líka ágætt að muna að Adam Smith varaði við hagsmunafélögum og þeirra samkrulli við stjórnmálamenn.

Vissulega væri það ánægjulegt ef báðar hliðar aðlöguðu tón sinn, væru ekki með svona mikla stæla í garð hvors annars og hættu að sérvelja gögn til handa sínum málsstað. Þá væri það jákvætt ef báðar hliðar samþykktu gilda punkta hinnar hliðarinnar hvenær sem þeir eru settir fram.

En kerfið okkar er ekki sett þannig upp. Í dag erum við með tvö lobbý, eitt vill stærri hlut kökunnar fara til vinnandi fólks, hitt vill sjá stærri hlut fara til eigenda fyrirtækja. Því er gott að við sem lesum þessar fréttir minnum okkur sjálf á það að hvor hliðin kemur bara til með að deila upplýsingum og gögnum sem styðja hagsmuni sinna félaga. Ef þú skoðar bara sönnunargögn frá annarri hliðinni þá færð þú aldrei heildarmynd. 425 þúsund í lágmarkslaun er vissulega bjartsýnt, en svigrúm til launahækkana er vafalaust meira en mat fyrirtækjanna sjálfra (1,9%).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit