MeToo og hvað svo?

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að svo virðist sem þingheimi sé ómögulegt að senda skýr skilaboð út til samfélagsins um að kynbundið ofbeldi og áreiti sé ólíðandi með öllu.

Auglýsing

Síð­ast­liðið vor sam­þykktu þing­menn ein­róma breyt­ingar á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Umrædd breyt­ing­ar­til­laga var lögð fram af for­sætis­nefnd Alþingis í kjöl­far MeToo bylt­ingar um allan heim hvar konur í ýmsum þjóð­fé­lags­hópum og starfs­stéttum greindu frá kyn­ferð­is­of­beldi og kyn­bundnu áreiti sem þær máttu þola í sínu dag­lega lífi.

Í siða­regl­unum stendur nú: Þing­menn skulu ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.

Í byrjun des­em­ber sl. fékk alþjóð vit­neskju um setu sex þing­manna á bar í nágrenni við Alþing­is­hús­ið. Það sem þar fór fram er margrætt og óþarfi að fara nánar ofan í saumana á því. Í kjöl­farið var mál þeirra sent til for­sætis­nefndar með beiðni um að siða­nefnd Alþingis yrði kölluð sam­an. Jafn­framt var óskað eftir að sá, sem hvað mest hafði sig í frammi á umræddum bar með níði og sví­virð­ingum í garð þing­kvenna, ráð­herra og óbreyttra borg­ara, yrði ekki eft­ir­leiðis í for­svari fasta­nefndar Alþing­is. Töldu þeir sem þess ósk­uðu það eðli­leg við­brögð við því sem gerst hafði, enda ljóst að ásýnd nefnd­ar­innar biði hnekki þyrftu gestir henn­ar, sem sumir hverjir urðu bein­línis sjálfir fyrir sví­virð­ing­un­um, að þola slíkt.

Auglýsing

En hvað gerð­ist svo? Sá stjórn­mála­flokkur sem hvað fjöl­menn­astur var á umræddum bar vildi ekki skipta um full­trúa inni í nefnd­inni, þrátt fyrir að í þeim flokki séu þrír ágætir þing­menn sem hvergi komu nærri ósóm­an­um. Eng­inn þeirra naut trausts flokks­for­ystu til að taka for­manns­sæti fyrir hönd mið­flokks heldur vildi flokk­ur­inn frekar færa stjórn­ar­flokk­unum for­manns­sæt­ið, en samn­ingar stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu voru á þá leið að umrætt for­manns­emb­ætti skyldi í höndum stjórn­ar­and­stöðu. Þess vegna lagði und­ir­rituð fram þá til­lögu að þing­maður stjórn­ar­and­stöðu, Hanna Katrín Frið­riks­son, Við­reisn, tæki við for­manns­sæt­inu en að eftir sem áður yrðu þeir Jón Gunn­ars­son og Ari Trausti Guð­munds­son, báðir stjórn­ar­þing­menn, í sínum vara­for­manns­stól­um.

Nú hefði maður haldið að þeir full­trúar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd sem greiða máttu atkvæði um skipan stjórnar væru sam­mála um að tryggja þyrfti ásýnd nefnd­ar­inn­ar. Þá hefði maður einnig haldið að stjórn­ar­full­trúum væri umhugað um að standa við gerða samn­inga frá upp­hafi kjör­tíma­bils að for­mennska í umræddri nefnd væri hjá stjórn­ar­and­stöðu. Loks hefði maður haldið að í það minnsta full­trúa fram­sókn­ar­flokks­ins, sem og full­trúum vinstri­hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs, sem kynnir sig sem boð­bera kven­frels­is, væri umhugað um að senda skýr skila­boð til þolenda hvers kyns ofbeldis um að Alþingi tæki afstöðu með þolend­um.

En hvað gerð­ist? Stjórn­ar­meiri­hlut­inn, að frá­tal­inni Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur öðrum full­trúa VG í nefnd­inni, valdi að greiða atkvæði með til­lögu Berg­þórs Óla­son­ar, frá­far­andi for­manns nefnd­ar­innar um að for­mennska færi til Sjálf­stæð­is­flokks. Til­lög­una studdu báðir full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, þeir Jón Gunn­ars­son, sem nú er for­maður og Vil­hjálmur Árna­son, einn full­trúi VG, Ari Trausti Guð­munds­son, full­trúi Fram­sókn­ar, Líneik Anna Sæv­ars­dóttir auk þeirra nefnd­ar­manna sem á klaust­ur­bar voru þeirra Karls Gauta Hjalta­sonar sem nú er utan flokka og Berg­þórs sjálfs, full­trúa Mið­flokks. Stjórn­ar­liðar hafa eftir þennan gjörn­ing kosið að útskýra val sitt á þann veg í fjöl­miðlum að þeir hafi neyðst til þess svo hægt væri að koma á vinnu­friði í nefnd­inni. Þetta er langt í frá rétt enda lá önnur til­laga fyr­ir, en þessir full­trúar tóku ákvörðun um að styðja Mið­flokk­inn og þeirra til­lögu og brjóta með því sam­komu­lag sem gert var milli allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka og stjórn­ar­flokka.

Eftir stendur Alþingi uppi með verk­efn­ið; MeToo og hvað svo? Svo virð­ist sem þing­heimi sé ómögu­legt að senda skýr skila­boð út til sam­fé­lags­ins um að kyn­bundið ofbeldi og áreiti sé ólíð­andi með öllu. Að klám­fengin aðdróttun að þing­kon­um, ráð­herrum, starfs­fólki þings nú eða per­sónum utan þings sé með öllu ólíð­andi og að slík hegðun kunni að hafa ein­hverjar afleið­ing­ar. Hvernig stendur á því að þing­menn gátu ekki komið sér saman um að senda skýr skila­boð, sér í lagi til varnar þeim þing­konum og þeim ráð­herra sem mest máttu þola níð­ið? Hvernig stendur á því að þing­kona Fram­sóknar stóð ekki með sínum vara­for­manni? Af hverju völdu nefnd­ar­menn að styðja frekar til­lögu Mið­flokks í stað þess að standa við áður gerðan samn­ing sem og standa gegn ofbeldi? Ég á ekki von á að fá neinar skýr­ingar á þessu, en von­brigðin eru mik­il.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar