Sagan hefur verið endurskoðuð og dómur kveðinn upp í máli Varðmanna Einkabílsins gegn Hjólavinum vegna þrengingar Grensásvegar

Eiríkur Ragnarsson fjallar um þrengingu Grensásvegsins og kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafði líklegast engin áhrif á umferðarhraða.

Auglýsing

Það var mikið fjaðrafok þegar Grens­ás­veg­ur, sunnan Miklu­braut­ar, var þrengd­ur. Í augum varð­manna einka­bíls­ins var þessi aðgerð enn annað heróp hjóla­vina í áfram­hald­andi ofbeldi þeirra gagn­vart einka­bíln­um.

Varð­menn einka­bíls­ins dúndr­uðu á Dag og spurðu hann: Hvers vegna að eyða 170 milj­ónum í þetta rugl? Og af hverju ekki að halda báðum akreinum og byggja líka hjóla­stíg? En mörgum þótti þó verra en bruðlið að það gæti hægst á umferð á þess­ari götu. Sumir töl­uðu meira að segja um það að manns­líf væru í hætta vegna þess að nú gætu sjúkra­bílar ekki lengur brunað Grens­ás­veg upp á Land­spít­ala.

Hjóla­vinir og vanda­menn voru ekki eins háværir í þess­ari umræðu, þeir voru vissir um það að þetta hefði svo gott sem engin áhrif á umferð, og treystu því að borgin héldi sínu striki og bæta aðgengi hjóla­fólks í bæn­um.

Auglýsing

Í dag hefur vígið fært sig um set: Varð­menn einka­bíls­ins reyna nú að koma í veg fyrir að efna­m­inna fólk Stór-Reykja­víkur svæð­is­ins (sem ekki hefur efni á einka­bíl­um) fái ekki bættar almenn­ings­sam­göngur í formi Borg­ar­línu.

En umræðan um Grens­ás­veg er þó ekki dauð. Hún poppar reglu­lega upp þegar ég er í Reykja­vík og rifr­ildið hefur ekki breyst: Sumir segja að umferðin sé nú hæg­ari á meðan aðrir vilja meina að svo sé ekki.

En nú er komið nóg. Í þágu þjóð­ar­sáttar ákvað ég að svara þess­ari spurn­ingu á eins vís­inda­legan máta og ég mögu­lega gat. Og von­andi, eftir að allir lands­menn með skoðun á þessu máli hafa lesi þessa grein, getum við öll lagt Grens­ás­veg á hill­una og farið að ríf­ast um eitt­hvað ann­að.

Ég byrj­aði á því að safna saman gögn­um. Ég bjó til for­rit sem sendi Google Maps fyr­ir­spurn á 10 mín­útna fresti frá Mánu­deg­inum 11. júní til Föstu­dags­ins 15. júní. Í hvert skipti spurði for­ritið mitt Goog­le: Ef ég legg af stað núna hversu langan tíma tekur það mig að keyra 700 metra spotta á Grens­ás­veg­i. 

Með því að njósna um far­síma­eig­endur getur Google spáð nokkuð nákvæm­lega fyrir um það hversu lengi það tek­ur, á hverjum tíma­punkti, að keyra slíkan spotta. Þessi eig­in­leiki gerir Google Maps upp­lagt í að meta hvort hægst hafi á umferð eða ekki.

Þar sem þreng­ing­unni var lokið þegar ég byrj­aði þessa rann­sókn var að sjálf­sögðu ómögu­legt fyrir mig að segja til um það hvort það hafi raun­veru­lega hægst á umferð í kjöl­far breyt­ing­anna. Eða var það? 500 metrum vestur af Grens­ás­vegi liggur Háa­leit­is­braut – nán­ast nákvæm­lega eins gata og Grens­ás­veg­ur, nema hún var og er að mestu leyti tví­breið.

Göturnar sem Eiríkur bar saman.

Ef við gefum okkur það að umferðin á Háa­leit­is­braut hafi verið álíka hröð og umferðin á Grens­ás­vegi fyrir þreng­ingu, þá getum við borið þessar tvær götur sam­an. Og ef umferðin á Grens­ás­vegi er mikið hæg­ari en á Háa­leit­is­braut þá er ekki ólík­legt að þessi þreng­ing hafi haft þau áhrif að hægja á umferð um Grens­ás­veg. 

Því sagði ég for­rit­inu mínu líka að sækja sömu upp­lýs­ingar á 700 metra kafla á Háa­leit­is­braut­inn­i. ­Göt­urnar sem ég bar sam­an.

Þegar ég skoð­aði gögnin komu nið­ur­stöð­urnar svo sem ekk­ert sér­stak­lega á óvart. Að með­al­tali tekur um 94 sek­úndur að keyra Grens­ás­vegi frá a til b. Á mesta háanna tíma, milli fimm og sjö á dag­inn, tekur sama leið um 102 sek­únd­ur. 

Háa­leit­is­braut­ina getur maður á hinn bóg­inn brunað niður á um það bil 89 sek­únd­um. Á háanna­stund­um, milli fimm og sjö, tekur sama ferð mann 99 sek­únd­ur. Sem sagt, án þreng­ingar hefðu Reyk­vík­ing­ar, mögu­lega, getað brunað niður Grens­ás­veg fimm sek­úndum hrað­ar, að með­al­tali, og þremur sek­úndum hraðar á mesta háanna­tíma dags­ins. 

Það tekur aldrei meira en tvær mínútur að keyra frá Bústaðavegi til  Miklubrautar, ef maður tekur Grensásveg. Heimild: Google Maps og Eikonomics.

Sem sagt, við fyrstu skoðun (og af gefnum for­send­um), virð­ist svo vera að sá tími sem tekur að bruna upp Grens­ás­veg hafi lengst um allt að 5 sek­úndur við þessa breyt­ingu. Og kemur það svo sem ekk­ert á óvart – tvær akreinar eru fleiri en ein. 

Til öryggis þegar ég hannað rann­sókn­ina tók ég líka tím­ann sem það tekur að keyra í hina átt­ina (frá Miklu­braut í átt að Bústaða­veg­i). Helsti kost­ur­inn við það er að þegar kemur að gögnum er meira betra. Einnig þar sem þreng­ingin átti sér stað í báðar áttir ættu áhrifin að sjást í báðar átt­ir. 

Á þeirri leið er mun­ur­inn aftur á móti minni. Að keyra Grens­ás­veg í þá átt tekur 103 sek­úndur á meðan það tekur 104 sek­úndur að keyra Háa­leit­is­braut­ina. Sem aug­ljós­lega er ekki mark­tækur mun­ur.  

Sama hvort maður tekur Grensásveg eða Háaleitisbraut, þá tekur það jafn langan tíma að komast frá Miklubraut til Bústaðavegs. Heimild: Google Maps og Eikonomics.

En það þýðir ekki endi­lega að umferðin á ein­breiðum Grens­ás­veg sé hæg­ari en á tví­breiðri háa­leit­is­braut­inni. Það er nefni­lega eitt, frekar mik­il­vægt atriði, sem taka þarf inn í: Umferð­ar­ljós.

Bæði Grens­ás­vegur og Háa­leit­is­braut hafa ein umferð­ar­ljós. Þar sem ekki öll umferð­ar­ljós loga græn jafn lengi þá var mögu­leiki að þessi litli munur á milli gatn­anna tveggja hefði lítið með þreng­ing­una að gera og meira með still­ingar á ljós­um. Ég hefði farið sjálfur til að mæla lengd ljósa, en þar sem ég er búsettur í Þýska­landi þá brá ég á það ráð að hringja í háaldr­aða móður mína, biðja hana um að hoppa upp á rauða hjólið sitt, út í sudd­ann, og mæla lengd ljósanna.

Laf­móð móðir mín hringdi í mig, það var erfitt að heyra í henni þar sem vind­ur­inn blés í míkró­fón­inn. Hún las upp fyrir mig töl­urn­ar. Ég sat í bjór­garði í góða veðr­inu og skrif­aði niður töl­urnar á bjór­mott­una. Og viti menn: Græna ljósið logar lengur á Háa­leit­is­braut heldur en á Grens­ás­vegi. Útreikn­ingar mín­ir, eftir að hafa tekið bið inn í þá, gaf mér allt aðra mynd. Þrátt fyrir þreng­ing­una, þegar öku­menn eru ekki á rauðu ljósi, keyra þeir allt að fimm kíló­metrum hraðar á klukku­stund á Grens­ás­vegi, í sam­an­burði við Háa­leit­is­braut.

Það virð­ist því vera að þessi þreng­ing hafi í versta falli haft engin áhrif á umferð­ar­flæði á Grens­ás­vegi. Það skal þó tekið fram að það má vel vera þreng­ingin hafi haft þau áhrif að ein­hverjir öku­menn – sem ekki þoldu ekki að hanga nokkrar við­bótar sek­úndur í bíl – hafi valið að fara aðrar leið­ir, til dæmis niður Háa­leit­is­braut. Þá hefði það þau áhrif að ekki hefði hægst eins mikið á umferð á Grens­ás­vegi og umferð á Háa­leit­is­brautin hefði hægst aðeins.

En þar sem það tekur tíma að taka af stað, fyrir og eftir ljós og þegar maður kemur inn á þessa vegi, og með­al­hraði öku­tækja (á ferð) er í kringum 34km á klukku­stund á þessum leiðum þá virð­ist vera sem svo að svo gott sem alltaf, þegar öku­menn hafa náð upp ferð, að þeir keyri mjög nálægt hámarks­hraða Grens­ás­vegar (sem er 50k­m/klst.).

Því kveð ég dóm minn: Þreng­ing Grens­ás­vegar hafði eflaust engin áhrif á umferð­ar­hraða, sjúkra­bílar og öku­menn, bruna þarna í gegn eins hratt og áður. En núna getur hjól­reiða­fólk á öllum aldri notið þess að þjóta upp göt­una á splunku­nýjum hjóla­vegi án þess að eiga á því hættu að vera straujað niður af einka­bíl á 50 kíló­metra hraða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics