Lánveiting með peningaprentun

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um peningastefnu í aðsendri grein.

Auglýsing

Í nýlegri skýrslu um pen­inga­stefnu er kafli um mynt­ráð þar sem kostir og ókostir við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag eru tíund­að­ir. Sví­arnir Fred­rik NG And­ers­son og Lars Jon­ung mæla sterk­lega fyrir mynt­ráði sem val­kost í pen­inga­stefnu lands­ins í sinni grein­ar­gerð. Höf­undar skýrsl­unnar kom­ast að annarri nið­ur­stöðu. Myntráðs­fyr­ir­komu­lag skapi óá­sætt­an­lega áhættu fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika. Ástæðan er einkum sú að lán­veit­andi til þrauta­vara er ekki til­tækur fyrir íslenskar fjár­mála­stofn­anir í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi.

Aug­ljós­lega er hægt að tryggja þrauta­vara­lán með marg­vís­legum hætti þótt það sé ekki talið meðal verk­efna hefð­bund­ins mynt­ráðs. Mynt­ráð getur haft umfram­forða af gjald­eyri sem beita má við lausa­fjár­stýr­ingu banka­kerf­is­ins og rík­is­sjóður getur aflað láns­fjár með samn­ingum um lána­línur eða dregið á t.d. kvóta hjá AGS ef nauð­syn­legt er talið að bjarga banka í vanda. Sví­arnir leggja til að stöð­ug­leika­sjóður gæti haft slíkt hlut­verk.

Sá lán­veit­andi til þrauta­vara sem höf­undar skýrsl­unnar telja svo nauð­syn­legan fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika, og mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag býður ekki upp á, hlýtur því að vera nokkuð sér­staks eðl­is. Hér um ræðir aðila sem getur prentað í orðs­ins fyllstu merk­ingu ótak­markað magn af pen­ingum til að leggja til í banka sem verður fyrir áhlaupi. En úti­lokun á þessum mögu­leika er einmitt ein af grunda­vallar hug­myndum á bak við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag sem leið til að tryggja verð­gildi pen­inga. Ein­faldasta leiðin til að veita traustan gjald­miðil (e. sound money), er að bak­tryggja pen­inga með erlendum gjald­miðli svo sem evru eða dal líkt og gert var með gull­fæt­inum á sínum tíma. Með traustum gjald­miðli er átt við pen­inga sem fólk treystir að haldi kaup­mætti sínum gegnum þykkt og þunnt.

Auglýsing

Pen­ingar eru ávísun á þjóð­ar­fram­leiðslu. Í litlu hag­kerfi er þjóð­ar­fram­leiðslan fábreytt og því þarf inn­flutn­ingur að sjá fyrir flestum þörfum neyt­enda. Öðru máli gegnir um risa­hag­kerfi eins og hið banda­ríska. Umheim­ur­inn hefur nán­ast óbilandi trú á fram­leiðslu­getu Banda­ríkj­anna og hefur tekið við, fram að þessu að minnsta kosti, öllum ávís­unum á banda­ríska hag­kerfið með glöðu geði. Stór­felld lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla banda­ríska (og evr­ópska) seðla­bank­ans hefur haft til­tölu­lega lítil verð­bólgu­á­hrif enn­þá. Lágir vextir og mikið laust fé hefur aftur á móti auð­veldað mikla hækkun hluta­bréfa og leitt til meiri skulda­söfn­unar á heims­vísu en áður hefur sést.

Ekki er hægt að heim­færa aðstæður í risa­hag­kerfum á lítil opin hag­kerfi eins og það íslenska. Bara mögu­leik­inn á mik­illi útgáfu ótryggðra seðla grefur undan verð­gildi og trausti á gjald­miðl­in­um. Traustur gjald­mið­ill getur aldrei verið lak­ari und­ir­staða fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika en veikur og og ótrú­verð­ugur gjald­mið­ill.

Að öðru leyti er lítið nýtt í umfjöllun skýrslu­höf­unda um jákvæðar og nei­kvæðar hliðar mynt­ráða og sumt orkar tví­mælis í túlkun þeirra eins og geng­ur. Ógetið er um einn stóran kost mynt­ráðs sem vert er að hafa í huga. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er verð­trygg­ing láns­fjár sjálf­krafa óþörf þar sem pen­inga­legar eignir eru óbeint geng­is­tryggð­ar. Sem dæmi um óheppi­leg áhrif verð­trygg­ingar er að síð­ustu árin hefur íbúða­verð hækkað mjög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en lítið sem ekk­ert á lands­byggð­inni. En verð­tryggð lán hafa hækkað hjá íbúum lands­byggð­ar­innar miðað við vísi­tölu, eins og hjá íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þótt eignir hafi ekki hækk­að. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi væri slíkt misvægi ekki fyrir hendi.

Ótti skýrslu­höf­unda við að fjár­mála­stöð­ug­leika sé sér­stak­lega ógnað í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er byggður á mis­skiln­ingi. Eftir stendur að upp­taka mynt­ráðs getur tryggt efna­hags­legar fram­farir með mun ein­fald­ari og ódýr­ari hætti en núver­andi pen­inga­stefna. Besta fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála feng­ist þó með fullri aðild að ESB og inn­göngu í evru­svæð­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar