Lánveiting með peningaprentun

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um peningastefnu í aðsendri grein.

Auglýsing

Í nýlegri skýrslu um pen­inga­stefnu er kafli um mynt­ráð þar sem kostir og ókostir við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag eru tíund­að­ir. Sví­arnir Fred­rik NG And­ers­son og Lars Jon­ung mæla sterk­lega fyrir mynt­ráði sem val­kost í pen­inga­stefnu lands­ins í sinni grein­ar­gerð. Höf­undar skýrsl­unnar kom­ast að annarri nið­ur­stöðu. Myntráðs­fyr­ir­komu­lag skapi óá­sætt­an­lega áhættu fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika. Ástæðan er einkum sú að lán­veit­andi til þrauta­vara er ekki til­tækur fyrir íslenskar fjár­mála­stofn­anir í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi.

Aug­ljós­lega er hægt að tryggja þrauta­vara­lán með marg­vís­legum hætti þótt það sé ekki talið meðal verk­efna hefð­bund­ins mynt­ráðs. Mynt­ráð getur haft umfram­forða af gjald­eyri sem beita má við lausa­fjár­stýr­ingu banka­kerf­is­ins og rík­is­sjóður getur aflað láns­fjár með samn­ingum um lána­línur eða dregið á t.d. kvóta hjá AGS ef nauð­syn­legt er talið að bjarga banka í vanda. Sví­arnir leggja til að stöð­ug­leika­sjóður gæti haft slíkt hlut­verk.

Sá lán­veit­andi til þrauta­vara sem höf­undar skýrsl­unnar telja svo nauð­syn­legan fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika, og mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag býður ekki upp á, hlýtur því að vera nokkuð sér­staks eðl­is. Hér um ræðir aðila sem getur prentað í orðs­ins fyllstu merk­ingu ótak­markað magn af pen­ingum til að leggja til í banka sem verður fyrir áhlaupi. En úti­lokun á þessum mögu­leika er einmitt ein af grunda­vallar hug­myndum á bak við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag sem leið til að tryggja verð­gildi pen­inga. Ein­faldasta leiðin til að veita traustan gjald­miðil (e. sound money), er að bak­tryggja pen­inga með erlendum gjald­miðli svo sem evru eða dal líkt og gert var með gull­fæt­inum á sínum tíma. Með traustum gjald­miðli er átt við pen­inga sem fólk treystir að haldi kaup­mætti sínum gegnum þykkt og þunnt.

Auglýsing

Pen­ingar eru ávísun á þjóð­ar­fram­leiðslu. Í litlu hag­kerfi er þjóð­ar­fram­leiðslan fábreytt og því þarf inn­flutn­ingur að sjá fyrir flestum þörfum neyt­enda. Öðru máli gegnir um risa­hag­kerfi eins og hið banda­ríska. Umheim­ur­inn hefur nán­ast óbilandi trú á fram­leiðslu­getu Banda­ríkj­anna og hefur tekið við, fram að þessu að minnsta kosti, öllum ávís­unum á banda­ríska hag­kerfið með glöðu geði. Stór­felld lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla banda­ríska (og evr­ópska) seðla­bank­ans hefur haft til­tölu­lega lítil verð­bólgu­á­hrif enn­þá. Lágir vextir og mikið laust fé hefur aftur á móti auð­veldað mikla hækkun hluta­bréfa og leitt til meiri skulda­söfn­unar á heims­vísu en áður hefur sést.

Ekki er hægt að heim­færa aðstæður í risa­hag­kerfum á lítil opin hag­kerfi eins og það íslenska. Bara mögu­leik­inn á mik­illi útgáfu ótryggðra seðla grefur undan verð­gildi og trausti á gjald­miðl­in­um. Traustur gjald­mið­ill getur aldrei verið lak­ari und­ir­staða fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika en veikur og og ótrú­verð­ugur gjald­mið­ill.

Að öðru leyti er lítið nýtt í umfjöllun skýrslu­höf­unda um jákvæðar og nei­kvæðar hliðar mynt­ráða og sumt orkar tví­mælis í túlkun þeirra eins og geng­ur. Ógetið er um einn stóran kost mynt­ráðs sem vert er að hafa í huga. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er verð­trygg­ing láns­fjár sjálf­krafa óþörf þar sem pen­inga­legar eignir eru óbeint geng­is­tryggð­ar. Sem dæmi um óheppi­leg áhrif verð­trygg­ingar er að síð­ustu árin hefur íbúða­verð hækkað mjög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en lítið sem ekk­ert á lands­byggð­inni. En verð­tryggð lán hafa hækkað hjá íbúum lands­byggð­ar­innar miðað við vísi­tölu, eins og hjá íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þótt eignir hafi ekki hækk­að. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi væri slíkt misvægi ekki fyrir hendi.

Ótti skýrslu­höf­unda við að fjár­mála­stöð­ug­leika sé sér­stak­lega ógnað í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er byggður á mis­skiln­ingi. Eftir stendur að upp­taka mynt­ráðs getur tryggt efna­hags­legar fram­farir með mun ein­fald­ari og ódýr­ari hætti en núver­andi pen­inga­stefna. Besta fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála feng­ist þó með fullri aðild að ESB og inn­göngu í evru­svæð­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar