Hvað skuldar Procar?

Það eru ansi margir að hugsa um hvað Procar græddi á því að skrúfa niður kílómetramæla á bílum sínum og selja þá sem minna ekna. Eikonomics reiknaði það einfaldlega út. Svona nokkurn veginn.

Auglýsing

Frétt Kveiks um Procar fór ekki fram hjá neinum. Í þætt­inum var sagt frá því að starfs­menn Procar hefðu tekið sig til og skrúfað til baka kíló­metra­mæla í bílum sínum og selt þá svo glóru­lausum almenn­ing á bíla­sölum lands­ins. Í kjöl­farið braust út mikil hneykslun meðal nán­ast allra Íslend­inga. Sem er ekki nema von þar sem notk­un, mæld er í kíló­metrum í telj­ara bíls­ins, er besta tól sem kaup­endur hafa til að meta gæði not­aðra bíla.

Kíló­metra­mælar gefa kaup­endum mik­il­vægar upp­lýs­ingar um gæði bíls­ins. Þeim mun fleiri kíló­metrum sem bíl hefur verið ekið, þeim mun minna er eftir af líf­tíma hans, þeim mun meira við­hald þarf hann og þeim mun lummu­legri er hann, að öllu óbreyttu.

Þar af leið­andi: Ef ein­stak­lingur kaupir bíl sem keyrður er meira en telj­ar­inn segir til um er lík­legra að kaup­and­inn þurfi að eyða meira í við­hald á bílnum og mögu­lega gefur bíll­inn upp önd­ina fyrr en ann­ars. Það er því lík­legt að kaup­endur bíla Procar hafi orðið fyrir ein­hverju fjár­hags­legu tjóni.

Auglýsing

En það þarf svo sem ekki gráðu í hag­fræði til þess að átta sig á því kaup­endur bíla frá Procar hafi orðið fyrir tjóni. En hún hjálpar til þegar kemur að því að reyna að mæla og meta tjónið til fjár.

Þús­und bílar á bíla­sölum

Til að átta mig á tjón­inu þurfti ég fyrst og fremst upp­lýs­ingar um not­aða bíla. Ég byrj­aði á því að safna upp­lýs­ingum um þús­undir not­aðra bíla af síð­unni Bila­sol­ur.is. Eftir að hafa þróað aðferða­fræði, hreinsað gögnin og hent út óþarfa drasli (eins og vinnu­gröfum og nýjum bíl­um) gat ég skoðað verð á um það bil eitt þús­und not­uðum bílum sem prýða bíla­sölur lands­ins með verð­miða og kíló­metra­fjölda hang­andi í glugg­anum (meira um aðferða­fræð­ina má finna hér á eikonomics.eu).

Þegar þessi gögn eru skoðuð kemur það nokkuð skýrt í ljós að notkun ræður ríkjum þegar kemur að verð­mið­an­um. Af þessum eitt þús­und bílum má sjá að fyrir hverja 10.000 kíló­metra sem bæt­ist á mæl­inn kosta bíl­arnir um það bil 100.000 krónum minna (sjá mynd).

Verð og notkun (heild­arakstur mældur í km)

Heimild: eikonomics og bilasolur.is

Ef ekk­ert annað en notkun skipti máli í verð­lagn­ingu bíl­ana, þá mætti segja að fyrir hvern bíl sem Procar-­menn spól­uðu aftur um 10.000 km hafi kaup­and­inn verið snuð­aður um 100.000 krón­ur. En heim­ur­inn er flókn­ari en það, því mið­ur. Alls­konar þættir spila inn í þegar kemur að verð­mæti bíla. Til dæmis skiptir aldur bíls­ins máli (sjá mynd að neð­an). Það gerir líka elds­neyti, skipt­ing og að sjálf­sögðu teg­und og fram­leið­andi bíls­ins.

Aldur bíls­ins skiptir máli – nýrri bílar kosta meira

Heimild: eikonomics og bilasolur.is

Það þýðir því það að eflaust er tjónið sem kaup­endur Procar bíla urðu fyrir eitt­hvað minna en upp­haf­lega sam­band verðs og kíló­metra­fjölda gefur til kynna. Og er því ekki á ein­faldan hátt hægt að meta þau áhrif sem notkun hefur á verð. En það er ekk­ert sem góð aðhvarfs­grein­ing getur ekki kom­ist til botns í.

Hvað kostar að keyra einn kíló­metra?

Eftir að hafa krassað nokkrar jöfnur á blað og skoðað gögnin fann ég ansi lag­lega jöfnu sem gerir manni kleift að gera upp á milli allra mik­il­væg­ustu þátt­anna sem skera úr um verð á not­uðum bíl­um.  Til að mynda segir jafnan mér það að af þessum 1.000 bílum fóru not­aðir dísil bílar á um það bil 67 þús­und krónum meira en bensín bíl­ar. Einnig segir hún mér það að Skoda Oct­a­via kostar að öllu jöfnu 438 þús­und krónum meira en Ford Focus. Og hvert ald­ursár skefur að með­al­tali tæp­lega 100 þús­und krónur af verð­mæti bíl­ana.

Einnig sagði jafnan mér það að ef kíló­metra­mælir­inn hækkar um 100% þá lækkar verð­mið­inn í glugga bíls­ins á bíla­söl­unni um 23%. Sem þýðir að ef þú kaupir bíl sem er keyrður 50 km á 1,5 milj­ón; keyrir hann aðra 50 km; og selur hann svo eftir mán­uð, þá færð þú 345 þús­und krónum minna fyrir hann en þú keyptir hann á.

Hvað skuldar Procar?

Hvað Procar skuldar fer því eftir því: a) hversu marga mæla þeir skrúf­uðu nið­ur; og b) hversu mikið þeir skrúf­uðu þá nið­ur.

Procar-­menn hafa geng­ist við því að hafa skrúfað mæl­ana á bil­inu 100 til 120 bíla niður og selt þá. Einnig halda þeir því fram að þeir hafi yfir­leitt bara skrúfað þá niður um 15 – 30 þús­und kíló­metra. Ef við tökum þá á orð­inu og gefum okkur að bíl­arnir sem þeir seldu séu svip­aðir algeng­ustu bílum á bíla­sölum lands­ins almennt (meðal bíll kostar um 1,5 miljón og er keyrður um 80 þús­und km) þá má reikna það út að meðal kaup­andi hafi tapað um það bil 115 þús­und krónum á þessum verkn­aði Proc­ar. Í heild­ina má þá reikna að í minnsta lagi hafi Procar grætt 12,6 millj­ónir á þessu athæfi.

En það er þó ekki alls ómögu­legt að Procar menn séu ekki að segja alveg satt. Alla­vega hafa þeir hvata til þess. Rétt­vísir frétta­menn hafa bent á það að tugir bíla hafi verið skrúf­aður niður um allt að 105 þús­und kíló­metra. Sem gerir töl­una 15 – 30 þús­und aðeins ótrú­legri. Einnig er mögu­leiki að bíl­arnir séu aðeins fleiri en Procar hefur ját­að.

Ef það er til­fellið að Procar hafið skrúfað bíla niður um svo mikið sem 100 þús­und kíló­metra þá má það vel vera að þeir hafi skrúfað hvern bíl niður um helm­ing, að með­al­tali. Nú skal tekið fram að ég er ekki að segja að það sé það sem þeir hafi gert, heldur er ég að not­ast við þessar tölur til að reyna að reikna út hver skað­inn gæti verið ef frétta­menn eru nær sann­leik­anum heldur en Procar-­menn. En ef við gefum okkur það að þeir hafi skrúfað mæl­ana niður um helm­ing þá reiknar jafnan góða það út að með­al­kaup­andi hafi verið snuð­aður um rúm­lega 330 þús­und krón­ur. Sem er ekk­ert klink.

Allt saman þýðir þetta, ef við tökum Procar-­menn á orð­inu um að átt hafi verið við 110 bíla, að Procar hafi haft um það bil 37 milj­ónir upp úr krafs­inu. Ef svo kemur í ljós eftir rann­sókn lög­reglu að Procar-­menn hafi átt við alla 650 bíl­ana sem þeir seldu á því tíma­bili sem athæfið átti sér stað, og ef þeir skrúfuð hvern bíl niður um helm­ing, þá virð­ist svo vera sem þeir hafi snuðað kaup­endur um vel rúm­lega 200 milj­ón­ir. (Tekið skal aftur fram að ég er ekki að segja að það sé það sem þeir gerðu, heldur er talan hér aðeins notuð sem dæmi og til að sýna fram á hámarks mögu­legan skaða.)

Af þeim sem keyptu skrúf­aðan bíl virð­ist því vera að þeir hafi að borgað að með­al­tali á bil­inu 115 til 330 þús­und krónum meira en ef bíl­arnir hefðu ekki verið skrúf­aðir nið­ur. Það má því vel gera ráð fyrir því að Procar hafi grætt í það minnsta í  tæpar 13 milj­ónir á athæf­inu – lík­lega er talan nær 40 milj­ón­um; en í mesta lagi rúm­lega 200 milj­ón­ir. Hver hin raun­veru­lega tala er veltur á því hversu marga bíla þeir áttu við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics