Hvað skuldar Procar?

Það eru ansi margir að hugsa um hvað Procar græddi á því að skrúfa niður kílómetramæla á bílum sínum og selja þá sem minna ekna. Eikonomics reiknaði það einfaldlega út. Svona nokkurn veginn.

Auglýsing

Frétt Kveiks um Procar fór ekki fram hjá neinum. Í þættinum var sagt frá því að starfsmenn Procar hefðu tekið sig til og skrúfað til baka kílómetramæla í bílum sínum og selt þá svo glórulausum almenning á bílasölum landsins. Í kjölfarið braust út mikil hneykslun meðal nánast allra Íslendinga. Sem er ekki nema von þar sem notkun, mæld er í kílómetrum í teljara bílsins, er besta tól sem kaupendur hafa til að meta gæði notaðra bíla.

Kílómetramælar gefa kaupendum mikilvægar upplýsingar um gæði bílsins. Þeim mun fleiri kílómetrum sem bíl hefur verið ekið, þeim mun minna er eftir af líftíma hans, þeim mun meira viðhald þarf hann og þeim mun lummulegri er hann, að öllu óbreyttu.

Þar af leiðandi: Ef einstaklingur kaupir bíl sem keyrður er meira en teljarinn segir til um er líklegra að kaupandinn þurfi að eyða meira í viðhald á bílnum og mögulega gefur bíllinn upp öndina fyrr en annars. Það er því líklegt að kaupendur bíla Procar hafi orðið fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni.

Auglýsing

En það þarf svo sem ekki gráðu í hagfræði til þess að átta sig á því kaupendur bíla frá Procar hafi orðið fyrir tjóni. En hún hjálpar til þegar kemur að því að reyna að mæla og meta tjónið til fjár.

Þúsund bílar á bílasölum

Til að átta mig á tjóninu þurfti ég fyrst og fremst upplýsingar um notaða bíla. Ég byrjaði á því að safna upplýsingum um þúsundir notaðra bíla af síðunni Bilasolur.is. Eftir að hafa þróað aðferðafræði, hreinsað gögnin og hent út óþarfa drasli (eins og vinnugröfum og nýjum bílum) gat ég skoðað verð á um það bil eitt þúsund notuðum bílum sem prýða bílasölur landsins með verðmiða og kílómetrafjölda hangandi í glugganum (meira um aðferðafræðina má finna hér á eikonomics.eu).

Þegar þessi gögn eru skoðuð kemur það nokkuð skýrt í ljós að notkun ræður ríkjum þegar kemur að verðmiðanum. Af þessum eitt þúsund bílum má sjá að fyrir hverja 10.000 kílómetra sem bætist á mælinn kosta bílarnir um það bil 100.000 krónum minna (sjá mynd).

Verð og notkun (heildarakstur mældur í km)

Heimild: eikonomics og bilasolur.is

Ef ekkert annað en notkun skipti máli í verðlagningu bílana, þá mætti segja að fyrir hvern bíl sem Procar-menn spóluðu aftur um 10.000 km hafi kaupandinn verið snuðaður um 100.000 krónur. En heimurinn er flóknari en það, því miður. Allskonar þættir spila inn í þegar kemur að verðmæti bíla. Til dæmis skiptir aldur bílsins máli (sjá mynd að neðan). Það gerir líka eldsneyti, skipting og að sjálfsögðu tegund og framleiðandi bílsins.

Aldur bílsins skiptir máli – nýrri bílar kosta meira

Heimild: eikonomics og bilasolur.is

Það þýðir því það að eflaust er tjónið sem kaupendur Procar bíla urðu fyrir eitthvað minna en upphaflega samband verðs og kílómetrafjölda gefur til kynna. Og er því ekki á einfaldan hátt hægt að meta þau áhrif sem notkun hefur á verð. En það er ekkert sem góð aðhvarfsgreining getur ekki komist til botns í.

Hvað kostar að keyra einn kílómetra?

Eftir að hafa krassað nokkrar jöfnur á blað og skoðað gögnin fann ég ansi laglega jöfnu sem gerir manni kleift að gera upp á milli allra mikilvægustu þáttanna sem skera úr um verð á notuðum bílum.  Til að mynda segir jafnan mér það að af þessum 1.000 bílum fóru notaðir dísil bílar á um það bil 67 þúsund krónum meira en bensín bílar. Einnig segir hún mér það að Skoda Octavia kostar að öllu jöfnu 438 þúsund krónum meira en Ford Focus. Og hvert aldursár skefur að meðaltali tæplega 100 þúsund krónur af verðmæti bílana.

Einnig sagði jafnan mér það að ef kílómetramælirinn hækkar um 100% þá lækkar verðmiðinn í glugga bílsins á bílasölunni um 23%. Sem þýðir að ef þú kaupir bíl sem er keyrður 50 km á 1,5 miljón; keyrir hann aðra 50 km; og selur hann svo eftir mánuð, þá færð þú 345 þúsund krónum minna fyrir hann en þú keyptir hann á.

Hvað skuldar Procar?

Hvað Procar skuldar fer því eftir því: a) hversu marga mæla þeir skrúfuðu niður; og b) hversu mikið þeir skrúfuðu þá niður.

Procar-menn hafa gengist við því að hafa skrúfað mælana á bilinu 100 til 120 bíla niður og selt þá. Einnig halda þeir því fram að þeir hafi yfirleitt bara skrúfað þá niður um 15 – 30 þúsund kílómetra. Ef við tökum þá á orðinu og gefum okkur að bílarnir sem þeir seldu séu svipaðir algengustu bílum á bílasölum landsins almennt (meðal bíll kostar um 1,5 miljón og er keyrður um 80 þúsund km) þá má reikna það út að meðal kaupandi hafi tapað um það bil 115 þúsund krónum á þessum verknaði Procar. Í heildina má þá reikna að í minnsta lagi hafi Procar grætt 12,6 milljónir á þessu athæfi.

En það er þó ekki alls ómögulegt að Procar menn séu ekki að segja alveg satt. Allavega hafa þeir hvata til þess. Réttvísir fréttamenn hafa bent á það að tugir bíla hafi verið skrúfaður niður um allt að 105 þúsund kílómetra. Sem gerir töluna 15 – 30 þúsund aðeins ótrúlegri. Einnig er möguleiki að bílarnir séu aðeins fleiri en Procar hefur játað.

Ef það er tilfellið að Procar hafið skrúfað bíla niður um svo mikið sem 100 þúsund kílómetra þá má það vel vera að þeir hafi skrúfað hvern bíl niður um helming, að meðaltali. Nú skal tekið fram að ég er ekki að segja að það sé það sem þeir hafi gert, heldur er ég að notast við þessar tölur til að reyna að reikna út hver skaðinn gæti verið ef fréttamenn eru nær sannleikanum heldur en Procar-menn. En ef við gefum okkur það að þeir hafi skrúfað mælana niður um helming þá reiknar jafnan góða það út að meðalkaupandi hafi verið snuðaður um rúmlega 330 þúsund krónur. Sem er ekkert klink.

Allt saman þýðir þetta, ef við tökum Procar-menn á orðinu um að átt hafi verið við 110 bíla, að Procar hafi haft um það bil 37 miljónir upp úr krafsinu. Ef svo kemur í ljós eftir rannsókn lögreglu að Procar-menn hafi átt við alla 650 bílana sem þeir seldu á því tímabili sem athæfið átti sér stað, og ef þeir skrúfuð hvern bíl niður um helming, þá virðist svo vera sem þeir hafi snuðað kaupendur um vel rúmlega 200 miljónir. (Tekið skal aftur fram að ég er ekki að segja að það sé það sem þeir gerðu, heldur er talan hér aðeins notuð sem dæmi og til að sýna fram á hámarks mögulegan skaða.)

Af þeim sem keyptu skrúfaðan bíl virðist því vera að þeir hafi að borgað að meðaltali á bilinu 115 til 330 þúsund krónum meira en ef bílarnir hefðu ekki verið skrúfaðir niður. Það má því vel gera ráð fyrir því að Procar hafi grætt í það minnsta í  tæpar 13 miljónir á athæfinu – líklega er talan nær 40 miljónum; en í mesta lagi rúmlega 200 miljónir. Hver hin raunverulega tala er veltur á því hversu marga bíla þeir áttu við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics