Þeim var ég verst er ég unni mest

Ísak Einar Rúnarsson fjallar um tilraun VR til að beygja banka í miðju kaupferli á móðurfélagi leigufélags að vilja sínum með hótunum.

Auglýsing

Það hefur verið keppi­kefli margra að koma á skil­virkum og fjöl­breyttum leigu­mark­aði á Íslandi. Jafn­að­ar­menn og verka­lýðs­fé­lög hafa meðal ann­arra verið tals­menn þessa mark­miðs sem er vissu­lega gott og verð­ugt þar sem fjöl­breytni í mögu­leikum til búsetu eru öllum til hags­bóta.

Á síð­ustu árum hafa verið tekin skref í þessa átt ekki síst með til­komu tveggja stórra leigu­fé­laga á almennan leigu­mark­að. Þó má setja fyr­ir­vara við að segja félögin „stór“, þar sem sam­an­lögð hlut­deild þeirra á hús­næð­is­mark­aði er innan við 20%. Félögin hafa skapað umgjörð og tæki­færi sem voru ekki til staðar áður, ekki síst hvað varðar mögu­leika á lang­tíma­leigu og þjón­ustu sem er ekki á færi ein­yrkja og minni aðila að veita.

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfð­inu yfir við­brögðum og afstöðu verka­lýðs­for­yst­unnar og ann­arra sem aðhyll­ast öfl­ugan leigu­markað til leigu­fé­lag­anna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berj­ast í bökkum við að tryggja rekstr­ar­legan grund­völl sinn og ná niður fjár­magns­kostn­aði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxta­stigs í sam­an­burði við önnur lönd en einnig í sam­an­burði við önnur kjör hér­lend­is.

Auglýsing

Vaxta­kjör leigu­fé­lag­anna eru lak­ari en þau kjör sem bjóð­ast ein­stak­lingum á íbúða­mark­aði og svipar til þeirra kjara sem leigu­fé­lög með atvinnu­hús­næði hafa en eru ívið lak­ari þó ef eitt­hvað er. Í raun ættu vaxta­kjör íbúð­ar­leigu­fé­laga á skil­virkum mark­aði að öðru jöfnu vera betri en félaga með atvinnu­hús­næði enda eru sveiflur alla jafna minni á íbúð­ar­hús­næði og það auð­veld­ara í end­ur­sölu. Ein skýr­ing á því að íbúð­ar­leigu­fé­lögin ná ekki betri kjörum gæti falist í hátta­lagi verka­lýðs­for­yst­unn­ar.

Hafa hót­anir áhrif á leigu­verð?

Hátta­lag verka­lýðs­for­yst­unnar skapar orð­spors­á­hættu fyrir fjár­festa sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjár­festa í leigu­fé­lög­unum eða gera það á hærri vöxt­um. Ekki er ætl­ast til þess að verka­lýðs­for­ystan beri hag fjár­festa sér­stak­lega í brjósti, en ýmis­legt bendir til þess að hátta­lag hennar hafi tor­veldað fjár­mögnun öfl­ugra leigu­fé­laga sem er for­senda þess að hægt sé að bjóða hag­stæða leigu á almennum mark­aði.

Þetta sést best á nýjasta útspili VR, sem er til­raun til þess að beygja banka í miðju kaup­ferli á móð­ur­fé­lagi ann­arra þess­ara félaga, að vilja sínum með hót­un­um. Í því sam­hengi má spyrja sig, hefur þessi gjörn­ingur í för með sér að álit­legra væri að fjár­magna starf­semi leigu­fé­lag­anna sem eykur líkur á að þau nái fjár­magns­kostn­aði sínum niður og skapi þar með svig­rúm til að lækka leigu?

Skilj­an­legra væri ef gremjan beind­ist einmitt að fjár­fest­unum sjálf­um, sem ættu að sjá tæki­færi í að byggja upp öfl­ugan leigu­mark­að, sem myndi  um leið afmá fram­an­greinda áhættu sem gæti svo aftur leitt til lækk­aðrar leigu. Er nema von að maður spyrji sig hvað verka­lýðs­for­yst­unni gengur til? Því hún er beint og óbeint með orðum sínum og gjörðum að auka líkur á því að aðstæður á leigu­mark­aði versni og leigu­verð hækki.

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guð­rún Ósvíf­urs­dóttir í Lax­dælu. For­maður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Höf­undur er sér­fræð­ingur á hag­fræðisviði Við­skipta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar