Þeim var ég verst er ég unni mest

Ísak Einar Rúnarsson fjallar um tilraun VR til að beygja banka í miðju kaupferli á móðurfélagi leigufélags að vilja sínum með hótunum.

Auglýsing

Það hefur verið keppikefli margra að koma á skilvirkum og fjölbreyttum leigumarkaði á Íslandi. Jafnaðarmenn og verkalýðsfélög hafa meðal annarra verið talsmenn þessa markmiðs sem er vissulega gott og verðugt þar sem fjölbreytni í möguleikum til búsetu eru öllum til hagsbóta.

Á síðustu árum hafa verið tekin skref í þessa átt ekki síst með tilkomu tveggja stórra leigufélaga á almennan leigumarkað. Þó má setja fyrirvara við að segja félögin „stór“, þar sem samanlögð hlutdeild þeirra á húsnæðismarkaði er innan við 20%. Félögin hafa skapað umgjörð og tækifæri sem voru ekki til staðar áður, ekki síst hvað varðar möguleika á langtímaleigu og þjónustu sem er ekki á færi einyrkja og minni aðila að veita.

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfðinu yfir viðbrögðum og afstöðu verkalýðsforystunnar og annarra sem aðhyllast öflugan leigumarkað til leigufélaganna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berjast í bökkum við að tryggja rekstrarlegan grundvöll sinn og ná niður fjármagnskostnaði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxtastigs í samanburði við önnur lönd en einnig í samanburði við önnur kjör hérlendis.

Auglýsing

Vaxtakjör leigufélaganna eru lakari en þau kjör sem bjóðast einstaklingum á íbúðamarkaði og svipar til þeirra kjara sem leigufélög með atvinnuhúsnæði hafa en eru ívið lakari þó ef eitthvað er. Í raun ættu vaxtakjör íbúðarleigufélaga á skilvirkum markaði að öðru jöfnu vera betri en félaga með atvinnuhúsnæði enda eru sveiflur alla jafna minni á íbúðarhúsnæði og það auðveldara í endursölu. Ein skýring á því að íbúðarleigufélögin ná ekki betri kjörum gæti falist í háttalagi verkalýðsforystunnar.

Hafa hótanir áhrif á leiguverð?

Háttalag verkalýðsforystunnar skapar orðsporsáhættu fyrir fjárfesta sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjárfesta í leigufélögunum eða gera það á hærri vöxtum. Ekki er ætlast til þess að verkalýðsforystan beri hag fjárfesta sérstaklega í brjósti, en ýmislegt bendir til þess að háttalag hennar hafi torveldað fjármögnun öflugra leigufélaga sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða hagstæða leigu á almennum markaði.

Þetta sést best á nýjasta útspili VR, sem er tilraun til þess að beygja banka í miðju kaupferli á móðurfélagi annarra þessara félaga, að vilja sínum með hótunum. Í því samhengi má spyrja sig, hefur þessi gjörningur í för með sér að álitlegra væri að fjármagna starfsemi leigufélaganna sem eykur líkur á að þau nái fjármagnskostnaði sínum niður og skapi þar með svigrúm til að lækka leigu?

Skiljanlegra væri ef gremjan beindist einmitt að fjárfestunum sjálfum, sem ættu að sjá tækifæri í að byggja upp öflugan leigumarkað, sem myndi  um leið afmá framangreinda áhættu sem gæti svo aftur leitt til lækkaðrar leigu. Er nema von að maður spyrji sig hvað verkalýðsforystunni gengur til? Því hún er beint og óbeint með orðum sínum og gjörðum að auka líkur á því að aðstæður á leigumarkaði versni og leiguverð hækki.

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu. Formaður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Höfundur er sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar