Þeim var ég verst er ég unni mest

Ísak Einar Rúnarsson fjallar um tilraun VR til að beygja banka í miðju kaupferli á móðurfélagi leigufélags að vilja sínum með hótunum.

Auglýsing

Það hefur verið keppi­kefli margra að koma á skil­virkum og fjöl­breyttum leigu­mark­aði á Íslandi. Jafn­að­ar­menn og verka­lýðs­fé­lög hafa meðal ann­arra verið tals­menn þessa mark­miðs sem er vissu­lega gott og verð­ugt þar sem fjöl­breytni í mögu­leikum til búsetu eru öllum til hags­bóta.

Á síð­ustu árum hafa verið tekin skref í þessa átt ekki síst með til­komu tveggja stórra leigu­fé­laga á almennan leigu­mark­að. Þó má setja fyr­ir­vara við að segja félögin „stór“, þar sem sam­an­lögð hlut­deild þeirra á hús­næð­is­mark­aði er innan við 20%. Félögin hafa skapað umgjörð og tæki­færi sem voru ekki til staðar áður, ekki síst hvað varðar mögu­leika á lang­tíma­leigu og þjón­ustu sem er ekki á færi ein­yrkja og minni aðila að veita.

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfð­inu yfir við­brögðum og afstöðu verka­lýðs­for­yst­unnar og ann­arra sem aðhyll­ast öfl­ugan leigu­markað til leigu­fé­lag­anna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berj­ast í bökkum við að tryggja rekstr­ar­legan grund­völl sinn og ná niður fjár­magns­kostn­aði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxta­stigs í sam­an­burði við önnur lönd en einnig í sam­an­burði við önnur kjör hér­lend­is.

Auglýsing

Vaxta­kjör leigu­fé­lag­anna eru lak­ari en þau kjör sem bjóð­ast ein­stak­lingum á íbúða­mark­aði og svipar til þeirra kjara sem leigu­fé­lög með atvinnu­hús­næði hafa en eru ívið lak­ari þó ef eitt­hvað er. Í raun ættu vaxta­kjör íbúð­ar­leigu­fé­laga á skil­virkum mark­aði að öðru jöfnu vera betri en félaga með atvinnu­hús­næði enda eru sveiflur alla jafna minni á íbúð­ar­hús­næði og það auð­veld­ara í end­ur­sölu. Ein skýr­ing á því að íbúð­ar­leigu­fé­lögin ná ekki betri kjörum gæti falist í hátta­lagi verka­lýðs­for­yst­unn­ar.

Hafa hót­anir áhrif á leigu­verð?

Hátta­lag verka­lýðs­for­yst­unnar skapar orð­spors­á­hættu fyrir fjár­festa sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjár­festa í leigu­fé­lög­unum eða gera það á hærri vöxt­um. Ekki er ætl­ast til þess að verka­lýðs­for­ystan beri hag fjár­festa sér­stak­lega í brjósti, en ýmis­legt bendir til þess að hátta­lag hennar hafi tor­veldað fjár­mögnun öfl­ugra leigu­fé­laga sem er for­senda þess að hægt sé að bjóða hag­stæða leigu á almennum mark­aði.

Þetta sést best á nýjasta útspili VR, sem er til­raun til þess að beygja banka í miðju kaup­ferli á móð­ur­fé­lagi ann­arra þess­ara félaga, að vilja sínum með hót­un­um. Í því sam­hengi má spyrja sig, hefur þessi gjörn­ingur í för með sér að álit­legra væri að fjár­magna starf­semi leigu­fé­lag­anna sem eykur líkur á að þau nái fjár­magns­kostn­aði sínum niður og skapi þar með svig­rúm til að lækka leigu?

Skilj­an­legra væri ef gremjan beind­ist einmitt að fjár­fest­unum sjálf­um, sem ættu að sjá tæki­færi í að byggja upp öfl­ugan leigu­mark­að, sem myndi  um leið afmá fram­an­greinda áhættu sem gæti svo aftur leitt til lækk­aðrar leigu. Er nema von að maður spyrji sig hvað verka­lýðs­for­yst­unni gengur til? Því hún er beint og óbeint með orðum sínum og gjörðum að auka líkur á því að aðstæður á leigu­mark­aði versni og leigu­verð hækki.

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guð­rún Ósvíf­urs­dóttir í Lax­dælu. For­maður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Höf­undur er sér­fræð­ingur á hag­fræðisviði Við­skipta­ráðs Íslands.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar