Þeim var ég verst er ég unni mest

Ísak Einar Rúnarsson fjallar um tilraun VR til að beygja banka í miðju kaupferli á móðurfélagi leigufélags að vilja sínum með hótunum.

Auglýsing

Það hefur verið keppi­kefli margra að koma á skil­virkum og fjöl­breyttum leigu­mark­aði á Íslandi. Jafn­að­ar­menn og verka­lýðs­fé­lög hafa meðal ann­arra verið tals­menn þessa mark­miðs sem er vissu­lega gott og verð­ugt þar sem fjöl­breytni í mögu­leikum til búsetu eru öllum til hags­bóta.

Á síð­ustu árum hafa verið tekin skref í þessa átt ekki síst með til­komu tveggja stórra leigu­fé­laga á almennan leigu­mark­að. Þó má setja fyr­ir­vara við að segja félögin „stór“, þar sem sam­an­lögð hlut­deild þeirra á hús­næð­is­mark­aði er innan við 20%. Félögin hafa skapað umgjörð og tæki­færi sem voru ekki til staðar áður, ekki síst hvað varðar mögu­leika á lang­tíma­leigu og þjón­ustu sem er ekki á færi ein­yrkja og minni aðila að veita.

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfð­inu yfir við­brögðum og afstöðu verka­lýðs­for­yst­unnar og ann­arra sem aðhyll­ast öfl­ugan leigu­markað til leigu­fé­lag­anna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berj­ast í bökkum við að tryggja rekstr­ar­legan grund­völl sinn og ná niður fjár­magns­kostn­aði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxta­stigs í sam­an­burði við önnur lönd en einnig í sam­an­burði við önnur kjör hér­lend­is.

Auglýsing

Vaxta­kjör leigu­fé­lag­anna eru lak­ari en þau kjör sem bjóð­ast ein­stak­lingum á íbúða­mark­aði og svipar til þeirra kjara sem leigu­fé­lög með atvinnu­hús­næði hafa en eru ívið lak­ari þó ef eitt­hvað er. Í raun ættu vaxta­kjör íbúð­ar­leigu­fé­laga á skil­virkum mark­aði að öðru jöfnu vera betri en félaga með atvinnu­hús­næði enda eru sveiflur alla jafna minni á íbúð­ar­hús­næði og það auð­veld­ara í end­ur­sölu. Ein skýr­ing á því að íbúð­ar­leigu­fé­lögin ná ekki betri kjörum gæti falist í hátta­lagi verka­lýðs­for­yst­unn­ar.

Hafa hót­anir áhrif á leigu­verð?

Hátta­lag verka­lýðs­for­yst­unnar skapar orð­spors­á­hættu fyrir fjár­festa sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjár­festa í leigu­fé­lög­unum eða gera það á hærri vöxt­um. Ekki er ætl­ast til þess að verka­lýðs­for­ystan beri hag fjár­festa sér­stak­lega í brjósti, en ýmis­legt bendir til þess að hátta­lag hennar hafi tor­veldað fjár­mögnun öfl­ugra leigu­fé­laga sem er for­senda þess að hægt sé að bjóða hag­stæða leigu á almennum mark­aði.

Þetta sést best á nýjasta útspili VR, sem er til­raun til þess að beygja banka í miðju kaup­ferli á móð­ur­fé­lagi ann­arra þess­ara félaga, að vilja sínum með hót­un­um. Í því sam­hengi má spyrja sig, hefur þessi gjörn­ingur í för með sér að álit­legra væri að fjár­magna starf­semi leigu­fé­lag­anna sem eykur líkur á að þau nái fjár­magns­kostn­aði sínum niður og skapi þar með svig­rúm til að lækka leigu?

Skilj­an­legra væri ef gremjan beind­ist einmitt að fjár­fest­unum sjálf­um, sem ættu að sjá tæki­færi í að byggja upp öfl­ugan leigu­mark­að, sem myndi  um leið afmá fram­an­greinda áhættu sem gæti svo aftur leitt til lækk­aðrar leigu. Er nema von að maður spyrji sig hvað verka­lýðs­for­yst­unni gengur til? Því hún er beint og óbeint með orðum sínum og gjörðum að auka líkur á því að aðstæður á leigu­mark­aði versni og leigu­verð hækki.

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guð­rún Ósvíf­urs­dóttir í Lax­dælu. For­maður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Höf­undur er sér­fræð­ingur á hag­fræðisviði Við­skipta­ráðs Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar