Reykjavíkurmaraþonið – Hvað gerir góðan hlaupara að góðum safnara?

Þeir sem hlaupa lengra í Reykjavíkurmaraþoninu safna meiri pening, en þeir sem hlaupa styttra eru með betri framleiðni. Eikonomics kryfur hlaup helgarinnar.

Auglýsing

Þessa dagana eru þúsundir Íslendinga með harðsperrur í lærunum eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu. Margir eru eflaust sáttir eftir að hafa náð handahófskenndum markmiðum sínum á meðan þeir sem misstu af þeim sleikja sár sín. 

Þó svo að einhver egó séu löskuð og þúsundir vöðva þreyttir þá er margt til að gleðjast yfir. Sérstaklega gæska einstaklingsins og vilji okkar til þess að safna peningum og gefa peninga okkar í verðskulduð málefni. Í því tilefni safnaði ég saman gögnum af heimasíðu hlaupastyrks og ætla ég að deila með ykkur áhugaverðum staðreyndum. 

Þeir sem hlaupa lengra safna meiru

Fyrsta staðreyndin sem gögnin sýndu var sú að þeir sem til eru í að pína sig meira eru líklegri til að safna meiri pening. Það er að sjálfsögðu eðlileg niðurstaða enda hefði maður haldið að ef verið er að leggja peninga til góðra málefna í samhengi við fórn safnara, að fólk sem legði fram stærri fórn (í formi uppsafnaða harðsperra) fengi meira fyrir sinn snúð. 

Auglýsing
Það er þó ekki þar með sagt að þeir sem hlaupa lengra sér framleiðnari. Rök má færa fyrir hinu öfuga – þeir sem hlaupa styttri vegalengdir eru framleiðnari. Þeir safna mun stærri upphæð á hvern hlaupinn kílómetra. 

Mynd 1: Langhlauparar eru betri safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics.  Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit eru teknir með í reikninginn.

Það er ekkert merkilegt við það, að vera karlmaður 

Önnur staðreyndin sem maskínan mín þrumaði út var að karlar og konur eru jafngóðir safnarar. Það er að segja, síðast þegar ég gáði, var að meðaltali hver og einn hlaupari (sem hefur fengið í það minnsta eitt áheit) búinn að safna um 32 þúsund krónum handa góðu málefni.

Mynd 2: Konur og karlar eru jafn góðir safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics. Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit eru teknir með í reikninginn.


Að setja sér markmið gæti hjálpað

Á hlaupastyrk.is setja fæstir sér markmið. Það er skiljanlegt. En kannski, ef fólk vill hámarka framlag sitt til góðgerðarmála, þá gæti verið að markmið hjálpi til við færa fólk nær því takmarki. Allavega er stór hópur fólks sem trúir á markmið og þau greinilega hjálpa fólki að hlaupa hraðar. Þegar kemur að getu fólks til að safna fyrir góðgerðafélög þá sýna gögnin það – svart á hvítu – að fólk sem setur sér hærra markmið safnar meiri pening. Að sjálfsögðu þýðir það ekki endilega að markmið hjálpi fólki að safna meira, líklegra er jafnvel að fólk sem setji sér hærri markmið séu almennt betri safnarar. En, kannski á jaðrinum hjálpa markmiðin. Kannski.

Mynd 3: Þeir sem setja markið hátt ná ekki alltaf markmiðinu – en eru samt betri safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics.  Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit og settu sér markmið eru teknir með í reikninginn á þessu grafi.

Þegar þetta er skrifað eru hlaupara búnir að safna rúmlega 162 miljónum króna. Góðgerðafélögin sem þetta frábæra fólk er að safna fyrir eru af ýmsum toga; t.d. barnaspítalar, krabbameinssamtök, og Parkisonsamtök. Og eru þau öll vel að þessu komin. 

Þetta er síðasti af þremur pistlum sem ekki beint tengjast hagfræði, en hafa meira með aðferðir úr tölfræði að gera. Tilefnið er að sjálfsögðu Reykjavíkurmaraþonið sem haldið var fyrir stuttu. Höfundur biður lesendur sem ekki eru hlauparar velvirðingar og þakkar þeim þolinmæðina. Eikonomics snýr aftur í sýnu hefðbundna horfi í september.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics