Reykjavíkurmaraþonið – Hvað gerir góðan hlaupara að góðum safnara?

Þeir sem hlaupa lengra í Reykjavíkurmaraþoninu safna meiri pening, en þeir sem hlaupa styttra eru með betri framleiðni. Eikonomics kryfur hlaup helgarinnar.

Auglýsing

Þessa dagana eru þúsundir Íslendinga með harðsperrur í lærunum eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu. Margir eru eflaust sáttir eftir að hafa náð handahófskenndum markmiðum sínum á meðan þeir sem misstu af þeim sleikja sár sín. 

Þó svo að einhver egó séu löskuð og þúsundir vöðva þreyttir þá er margt til að gleðjast yfir. Sérstaklega gæska einstaklingsins og vilji okkar til þess að safna peningum og gefa peninga okkar í verðskulduð málefni. Í því tilefni safnaði ég saman gögnum af heimasíðu hlaupastyrks og ætla ég að deila með ykkur áhugaverðum staðreyndum. 

Þeir sem hlaupa lengra safna meiru

Fyrsta staðreyndin sem gögnin sýndu var sú að þeir sem til eru í að pína sig meira eru líklegri til að safna meiri pening. Það er að sjálfsögðu eðlileg niðurstaða enda hefði maður haldið að ef verið er að leggja peninga til góðra málefna í samhengi við fórn safnara, að fólk sem legði fram stærri fórn (í formi uppsafnaða harðsperra) fengi meira fyrir sinn snúð. 

Auglýsing
Það er þó ekki þar með sagt að þeir sem hlaupa lengra sér framleiðnari. Rök má færa fyrir hinu öfuga – þeir sem hlaupa styttri vegalengdir eru framleiðnari. Þeir safna mun stærri upphæð á hvern hlaupinn kílómetra. 

Mynd 1: Langhlauparar eru betri safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics.  Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit eru teknir með í reikninginn.

Það er ekkert merkilegt við það, að vera karlmaður 

Önnur staðreyndin sem maskínan mín þrumaði út var að karlar og konur eru jafngóðir safnarar. Það er að segja, síðast þegar ég gáði, var að meðaltali hver og einn hlaupari (sem hefur fengið í það minnsta eitt áheit) búinn að safna um 32 þúsund krónum handa góðu málefni.

Mynd 2: Konur og karlar eru jafn góðir safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics. Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit eru teknir með í reikninginn.


Að setja sér markmið gæti hjálpað

Á hlaupastyrk.is setja fæstir sér markmið. Það er skiljanlegt. En kannski, ef fólk vill hámarka framlag sitt til góðgerðarmála, þá gæti verið að markmið hjálpi til við færa fólk nær því takmarki. Allavega er stór hópur fólks sem trúir á markmið og þau greinilega hjálpa fólki að hlaupa hraðar. Þegar kemur að getu fólks til að safna fyrir góðgerðafélög þá sýna gögnin það – svart á hvítu – að fólk sem setur sér hærra markmið safnar meiri pening. Að sjálfsögðu þýðir það ekki endilega að markmið hjálpi fólki að safna meira, líklegra er jafnvel að fólk sem setji sér hærri markmið séu almennt betri safnarar. En, kannski á jaðrinum hjálpa markmiðin. Kannski.

Mynd 3: Þeir sem setja markið hátt ná ekki alltaf markmiðinu – en eru samt betri safnararHeimild: hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics.  Athugið: Aðeins einstakir safnarar (ekki hópar) sem hafa fengið í það minnsta eitt áheit og settu sér markmið eru teknir með í reikninginn á þessu grafi.

Þegar þetta er skrifað eru hlaupara búnir að safna rúmlega 162 miljónum króna. Góðgerðafélögin sem þetta frábæra fólk er að safna fyrir eru af ýmsum toga; t.d. barnaspítalar, krabbameinssamtök, og Parkisonsamtök. Og eru þau öll vel að þessu komin. 

Þetta er síðasti af þremur pistlum sem ekki beint tengjast hagfræði, en hafa meira með aðferðir úr tölfræði að gera. Tilefnið er að sjálfsögðu Reykjavíkurmaraþonið sem haldið var fyrir stuttu. Höfundur biður lesendur sem ekki eru hlauparar velvirðingar og þakkar þeim þolinmæðina. Eikonomics snýr aftur í sýnu hefðbundna horfi í september.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics