Heimssýnarstjórnin

Stjórnmálafræðingur segir að í fyllingu tímans gæti Miðflokkurinn því auðveldlega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heimssýnarstjórn, gerist þess þörf. Heimssýnarstjórn Katrínar Jakobsdóttur megi þó enn sem komið er una vel við fylgi sitt.

Auglýsing

Ef kenna ætti rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur við eitt­hvað er lík­lega best að kenna hana við hið ágæta félag Heims­sýn. Heims­sýn er félag sjálf­stæð­is­sinna í Evr­ópu­málum og hefur það hlut­verk að berj­ast gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Í Heim­sýn kemur saman fólk úr stjórn­ar­flokk­un­um, auk Mið­flokks­ins. Heims­sýn­ar­fólk kallar sig gjarnan full­veld­is­sinna, hefur efa­semdir um yfir­þjóð­legar stofn­anir og valda­fram­sal. Sjón­ar­mið Heims­sýnar eru ekki ólík þeim sem fylg­is­menn Brexit boð­uðu: óskyn­sam­legt er að ein­blína um of á Evr­ópu, heldur líta til allra átta og stunda við­skipti sem víð­ast. Slag­orð Brexit „Tak­ing back control“ höfðar einnig mjög til Heims­sýn­ar­fólks, þó félagið fari var­lega í að gagn­rýna EES sem slíkt. 

Fólk úr Heims­sýn og Mið­flokk­ur­inn hafa gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina harð­lega fyrir þriðja orku­pakk­ann. Eru það ekki rök gegn því að kenna rík­is­stjórn­ina við Heims­sýn? Ekki nauð­syn­lega. Rík­is­stjórnin hefur rétt­lætt þriðja orku­pakk­ann með sér­stökum fyr­ir­vörum og lög­fræði­á­lit­um. Gagn­rýni Heims­sýnar og Mið­flokks­ins bygg­ist (með réttu eða röngu) hins vegar á and­stöðu við erlend afskipti eða reglu­verk, þjóðin eigi að hafa stjórn á eigin auð­lindum sjálf án til­lits til Evr­ópu­reglna. Þetta er útgáfa af „Tak­ing back control“ orð­ræð­unni. Stór hluti fylg­is­manna rík­is­stjórn­ar­innar er sam­mála þessum áherslum Heims­sýnar og er andsnú­inn orku­pakk­an­um. Það þarf heldur ekki ríkt ímynd­ar­afl til að halda því fram að væru núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar í stjórn­ar­and­stöðu væru þeir á svip­aðri línu og Mið­flokk­ur­inn í gagn­rýni sinni á orku­pakk­ann. Vinstri græn voru ein­dregið á móti orku­pökkum eitt og tvö. Stuðningur flokks­ins við orku­pakka þrjú er því á skjön við fyrri stefnu og áhersl­ur.

Heims­sýn­ar­flokk­arnir eru einnig nátengdir land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi. Sam­eig­in­lega standa þeir vörð um þau kerfi, hvort sem er kvóta­kerfi eða búvöru­samn­inga, sem rík­is­valdið hefur komið á. Lækkun veiði­gjalda var þannig að frum­kvæði Vinstri grænna, en ekki að kröfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrst og fremst. Sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður eru að mestu utan gild­is­sviðs EES og því ein af meg­in­á­stæðum and­stöðu þess­ara flokka við aðild Íslands að ESB. Þetta má einnig tengja við lands­byggð­ar­á­herslu þess­ara flokka. Flokk­arnir hafa þannig lít­inn áhuga á því að leið­rétta ójafnan kosn­inga­rétt lands­manna eftir búsetu, slíkar breyt­ingar eru ekki einu sinni til umræðu í núver­andi end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni. Þetta er auð­vitað ekki til­vilj­un, heldur bygg­ist á sam­eig­in­legri sýn og áherslum flokk­anna. Flokk­arnir eru ósam­mála um stór­iðju, sér­stak­lega álver. Frekari  upp­bygg­ing álf­ram­leiðslu er ekki lík­leg að sinni, en góð sam­staða er um með­al­stór (og jafn­vel kola­brenn­andi) iðju­ver á lands­byggð­inni. Þegar hnatt­ræn hlýnun er ann­ars veg­ar, tala ráð­herrar fal­lega, en lítið er um aðgerð­ir. 

Auglýsing

Heims­sýn­ar­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir gengur vel, inn­byrðis deilur í hófi og engin katta­smölun innan flokk­anna. Myndun rík­is­stjórn­ar­innar átti sér langan aðdrag­anda og byggir á mál­efna­legri sam­stöðu fremur en að eng­inn annar val­kostur væri í stöð­unni. Óánægðir Vinstri grænir eru ýmist komnir „heim“ (t.d. Hildur Knúts­dóttir rit­höf­undur og vara­þing­mað­ur), eða una lífi sínu vel í skjóli flokks­ins (t.d. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is). Aukin umsvif NATO á Kefla­vík­ur­flug­velli er í besta falli mætt með þreytu­legu and­varpi. 

Þetta póli­tíska dúna­logn Vinstri grænna vekur auð­vitað athygli, flokks­menn virð­ast una vist sinni betur með Sjálf­stæð­is­flokknum en Sam­fylk­ing­unni á sínum tíma. Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins vill, eins og aldur og fyrr störf gera eðli­lega kröfu um, vera mið­punktur athygl­inn­ar. Það hefur tek­ist vel síð­ustu mán­uði, með þeim árangri að stöðugar fréttir eru af inn­an­flokks­deilum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þessar skeyta­send­ingar hafa þó varla mikil áhrif á stjórn­ar­sam­starf­ið. Núver­andi rík­is­stjórn er ein­fald­lega lang besti og hugs­an­lega eini raun­hæfi kostur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til áhrifa í rík­is­stjórn. Ef Mið­flokk­ur­inn finnur boð­skap sínum fjöl­breytt­ari far­vegi en orku­pakk­ann, mun það valda auknum titr­ingi innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar. Mið­flokk­ur­inn á þó meira sam­eig­in­legt með rík­is­stjórn­inni en stjórn­ar­and­stöð­unni, um það verður varla deilt. Í fyll­ingu tím­ans gæti Mið­flokk­ur­inn því auð­veld­lega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heims­sýn­ar­stjórn. Ég er þó ekki viss um þess ger­ist þörf. Heims­sýn­ar­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur má, enn sem komið er, una vel við fylgi sitt.  

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar