Heimssýnarstjórnin

Stjórnmálafræðingur segir að í fyllingu tímans gæti Miðflokkurinn því auðveldlega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heimssýnarstjórn, gerist þess þörf. Heimssýnarstjórn Katrínar Jakobsdóttur megi þó enn sem komið er una vel við fylgi sitt.

Auglýsing

Ef kenna ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við eitthvað er líklega best að kenna hana við hið ágæta félag Heimssýn. Heimssýn er félag sjálfstæðissinna í Evrópumálum og hefur það hlutverk að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í Heimsýn kemur saman fólk úr stjórnarflokkunum, auk Miðflokksins. Heimssýnarfólk kallar sig gjarnan fullveldissinna, hefur efasemdir um yfirþjóðlegar stofnanir og valdaframsal. Sjónarmið Heimssýnar eru ekki ólík þeim sem fylgismenn Brexit boðuðu: óskynsamlegt er að einblína um of á Evrópu, heldur líta til allra átta og stunda viðskipti sem víðast. Slagorð Brexit „Taking back control“ höfðar einnig mjög til Heimssýnarfólks, þó félagið fari varlega í að gagnrýna EES sem slíkt. 

Fólk úr Heimssýn og Miðflokkurinn hafa gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir þriðja orkupakkann. Eru það ekki rök gegn því að kenna ríkisstjórnina við Heimssýn? Ekki nauðsynlega. Ríkisstjórnin hefur réttlætt þriðja orkupakkann með sérstökum fyrirvörum og lögfræðiálitum. Gagnrýni Heimssýnar og Miðflokksins byggist (með réttu eða röngu) hins vegar á andstöðu við erlend afskipti eða regluverk, þjóðin eigi að hafa stjórn á eigin auðlindum sjálf án tillits til Evrópureglna. Þetta er útgáfa af „Taking back control“ orðræðunni. Stór hluti fylgismanna ríkisstjórnarinnar er sammála þessum áherslum Heimssýnar og er andsnúinn orkupakkanum. Það þarf heldur ekki ríkt ímyndarafl til að halda því fram að væru núverandi ríkisstjórnarflokkar í stjórnarandstöðu væru þeir á svipaðri línu og Miðflokkurinn í gagnrýni sinni á orkupakkann. Vinstri græn voru eindregið á móti orkupökkum eitt og tvö. Stuðningur flokksins við orkupakka þrjú er því á skjön við fyrri stefnu og áherslur.

Heimssýnarflokkarnir eru einnig nátengdir landbúnaði og sjávarútvegi. Sameiginlega standa þeir vörð um þau kerfi, hvort sem er kvótakerfi eða búvörusamninga, sem ríkisvaldið hefur komið á. Lækkun veiðigjalda var þannig að frumkvæði Vinstri grænna, en ekki að kröfu Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst. Sjávarútvegur og landbúnaður eru að mestu utan gildissviðs EES og því ein af meginástæðum andstöðu þessara flokka við aðild Íslands að ESB. Þetta má einnig tengja við landsbyggðaráherslu þessara flokka. Flokkarnir hafa þannig lítinn áhuga á því að leiðrétta ójafnan kosningarétt landsmanna eftir búsetu, slíkar breytingar eru ekki einu sinni til umræðu í núverandi endurskoðun á stjórnarskránni. Þetta er auðvitað ekki tilviljun, heldur byggist á sameiginlegri sýn og áherslum flokkanna. Flokkarnir eru ósammála um stóriðju, sérstaklega álver. Frekari  uppbygging álframleiðslu er ekki líkleg að sinni, en góð samstaða er um meðalstór (og jafnvel kolabrennandi) iðjuver á landsbyggðinni. Þegar hnattræn hlýnun er annars vegar, tala ráðherrar fallega, en lítið er um aðgerðir. 

Auglýsing

Heimssýnarstjórn Katrínar Jakobsdóttir gengur vel, innbyrðis deilur í hófi og engin kattasmölun innan flokkanna. Myndun ríkisstjórnarinnar átti sér langan aðdraganda og byggir á málefnalegri samstöðu fremur en að enginn annar valkostur væri í stöðunni. Óánægðir Vinstri grænir eru ýmist komnir „heim“ (t.d. Hildur Knútsdóttir rithöfundur og varaþingmaður), eða una lífi sínu vel í skjóli flokksins (t.d. Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis). Aukin umsvif NATO á Keflavíkurflugvelli er í besta falli mætt með þreytulegu andvarpi. 

Þetta pólitíska dúnalogn Vinstri grænna vekur auðvitað athygli, flokksmenn virðast una vist sinni betur með Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingunni á sínum tíma. Ritstjóri Morgunblaðsins vill, eins og aldur og fyrr störf gera eðlilega kröfu um, vera miðpunktur athyglinnar. Það hefur tekist vel síðustu mánuði, með þeim árangri að stöðugar fréttir eru af innanflokksdeilum í Sjálfstæðisflokknum. Þessar skeytasendingar hafa þó varla mikil áhrif á stjórnarsamstarfið. Núverandi ríkisstjórn er einfaldlega lang besti og hugsanlega eini raunhæfi kostur Sjálfstæðisflokksins til áhrifa í ríkisstjórn. Ef Miðflokkurinn finnur boðskap sínum fjölbreyttari farvegi en orkupakkann, mun það valda auknum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Miðflokkurinn á þó meira sameiginlegt með ríkisstjórninni en stjórnarandstöðunni, um það verður varla deilt. Í fyllingu tímans gæti Miðflokkurinn því auðveldlega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heimssýnarstjórn. Ég er þó ekki viss um þess gerist þörf. Heimssýnarstjórn Katrínar Jakobsdóttur má, enn sem komið er, una vel við fylgi sitt.  

Höfundur er stjórnmálafræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar