Heimssýnarstjórnin

Stjórnmálafræðingur segir að í fyllingu tímans gæti Miðflokkurinn því auðveldlega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heimssýnarstjórn, gerist þess þörf. Heimssýnarstjórn Katrínar Jakobsdóttur megi þó enn sem komið er una vel við fylgi sitt.

Auglýsing

Ef kenna ætti rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur við eitt­hvað er lík­lega best að kenna hana við hið ágæta félag Heims­sýn. Heims­sýn er félag sjálf­stæð­is­sinna í Evr­ópu­málum og hefur það hlut­verk að berj­ast gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Í Heim­sýn kemur saman fólk úr stjórn­ar­flokk­un­um, auk Mið­flokks­ins. Heims­sýn­ar­fólk kallar sig gjarnan full­veld­is­sinna, hefur efa­semdir um yfir­þjóð­legar stofn­anir og valda­fram­sal. Sjón­ar­mið Heims­sýnar eru ekki ólík þeim sem fylg­is­menn Brexit boð­uðu: óskyn­sam­legt er að ein­blína um of á Evr­ópu, heldur líta til allra átta og stunda við­skipti sem víð­ast. Slag­orð Brexit „Tak­ing back control“ höfðar einnig mjög til Heims­sýn­ar­fólks, þó félagið fari var­lega í að gagn­rýna EES sem slíkt. 

Fólk úr Heims­sýn og Mið­flokk­ur­inn hafa gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina harð­lega fyrir þriðja orku­pakk­ann. Eru það ekki rök gegn því að kenna rík­is­stjórn­ina við Heims­sýn? Ekki nauð­syn­lega. Rík­is­stjórnin hefur rétt­lætt þriðja orku­pakk­ann með sér­stökum fyr­ir­vörum og lög­fræði­á­lit­um. Gagn­rýni Heims­sýnar og Mið­flokks­ins bygg­ist (með réttu eða röngu) hins vegar á and­stöðu við erlend afskipti eða reglu­verk, þjóðin eigi að hafa stjórn á eigin auð­lindum sjálf án til­lits til Evr­ópu­reglna. Þetta er útgáfa af „Tak­ing back control“ orð­ræð­unni. Stór hluti fylg­is­manna rík­is­stjórn­ar­innar er sam­mála þessum áherslum Heims­sýnar og er andsnú­inn orku­pakk­an­um. Það þarf heldur ekki ríkt ímynd­ar­afl til að halda því fram að væru núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar í stjórn­ar­and­stöðu væru þeir á svip­aðri línu og Mið­flokk­ur­inn í gagn­rýni sinni á orku­pakk­ann. Vinstri græn voru ein­dregið á móti orku­pökkum eitt og tvö. Stuðningur flokks­ins við orku­pakka þrjú er því á skjön við fyrri stefnu og áhersl­ur.

Heims­sýn­ar­flokk­arnir eru einnig nátengdir land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi. Sam­eig­in­lega standa þeir vörð um þau kerfi, hvort sem er kvóta­kerfi eða búvöru­samn­inga, sem rík­is­valdið hefur komið á. Lækkun veiði­gjalda var þannig að frum­kvæði Vinstri grænna, en ekki að kröfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrst og fremst. Sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður eru að mestu utan gild­is­sviðs EES og því ein af meg­in­á­stæðum and­stöðu þess­ara flokka við aðild Íslands að ESB. Þetta má einnig tengja við lands­byggð­ar­á­herslu þess­ara flokka. Flokk­arnir hafa þannig lít­inn áhuga á því að leið­rétta ójafnan kosn­inga­rétt lands­manna eftir búsetu, slíkar breyt­ingar eru ekki einu sinni til umræðu í núver­andi end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni. Þetta er auð­vitað ekki til­vilj­un, heldur bygg­ist á sam­eig­in­legri sýn og áherslum flokk­anna. Flokk­arnir eru ósam­mála um stór­iðju, sér­stak­lega álver. Frekari  upp­bygg­ing álf­ram­leiðslu er ekki lík­leg að sinni, en góð sam­staða er um með­al­stór (og jafn­vel kola­brenn­andi) iðju­ver á lands­byggð­inni. Þegar hnatt­ræn hlýnun er ann­ars veg­ar, tala ráð­herrar fal­lega, en lítið er um aðgerð­ir. 

Auglýsing

Heims­sýn­ar­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir gengur vel, inn­byrðis deilur í hófi og engin katta­smölun innan flokk­anna. Myndun rík­is­stjórn­ar­innar átti sér langan aðdrag­anda og byggir á mál­efna­legri sam­stöðu fremur en að eng­inn annar val­kostur væri í stöð­unni. Óánægðir Vinstri grænir eru ýmist komnir „heim“ (t.d. Hildur Knúts­dóttir rit­höf­undur og vara­þing­mað­ur), eða una lífi sínu vel í skjóli flokks­ins (t.d. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is). Aukin umsvif NATO á Kefla­vík­ur­flug­velli er í besta falli mætt með þreytu­legu and­varpi. 

Þetta póli­tíska dúna­logn Vinstri grænna vekur auð­vitað athygli, flokks­menn virð­ast una vist sinni betur með Sjálf­stæð­is­flokknum en Sam­fylk­ing­unni á sínum tíma. Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins vill, eins og aldur og fyrr störf gera eðli­lega kröfu um, vera mið­punktur athygl­inn­ar. Það hefur tek­ist vel síð­ustu mán­uði, með þeim árangri að stöðugar fréttir eru af inn­an­flokks­deilum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þessar skeyta­send­ingar hafa þó varla mikil áhrif á stjórn­ar­sam­starf­ið. Núver­andi rík­is­stjórn er ein­fald­lega lang besti og hugs­an­lega eini raun­hæfi kostur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til áhrifa í rík­is­stjórn. Ef Mið­flokk­ur­inn finnur boð­skap sínum fjöl­breytt­ari far­vegi en orku­pakk­ann, mun það valda auknum titr­ingi innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar. Mið­flokk­ur­inn á þó meira sam­eig­in­legt með rík­is­stjórn­inni en stjórn­ar­and­stöð­unni, um það verður varla deilt. Í fyll­ingu tím­ans gæti Mið­flokk­ur­inn því auð­veld­lega orðið fjórða hjólið undir nýrri Heims­sýn­ar­stjórn. Ég er þó ekki viss um þess ger­ist þörf. Heims­sýn­ar­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur má, enn sem komið er, una vel við fylgi sitt.  

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar