Að lesa milli línanna

Hugleiðingar um orkupakka 3 og siðareglur Alþingismanna.

Auglýsing

Það er athygl­is­vert að hlusta á með­rök og mótrök sér­fræð­inga við inn­leið­ingu OP3. 

Öll rök sér­fræð­ing­anna eru vönd­uð, þakk­ar­verð og mik­il­væg inn­legg í þroskaða umræðu, ann­ars van­þroska lýð­ræð­is. En lítum aðeins til lokakafl­ans, hins eig­in­lega loka­tak­marks upp­hafs­á­setn­ings­ins.

Upp­hafs­á­setn­ingur þeirra afla sem vilja inn­leiða OP3 virð­ist vera að hagn­ast á sæstreng og afleiddum við­skipt­um, m.a. arði af upp­keyptu jarð­næði, vatns­föllum og virkj­ana­rétt­indum þó megin fjár­upp­sprettan verði þessi:

Auglýsing

Það einka­fram­tak sem verður í lyk­il­að­stöðu með eigna­rétt yfir sæstreng, verður áskrif­andi í ein­ok­un­ar­að­stöðu að útflutn­ings­hluta orku­auð­lindar þjóð­ar­inn­ar. Ísland fram­leiðir græna orku sem er eft­ir­sótt og selst gegn háu og hækk­andi verði. Arð­semi sæstrengs getur skilað eig­endum sínum slíkum arði að það yrði hörð sam­keppni milli fjár­mála­stofn­ana heims­ins að fá að lána til þessa verk­efnis á bestu kjör­um.

Fleiri hliðar og afleið­ingar þessa máls hef ég lýst í grein minni í Kjarn­an­um, Vís­dómur eða Völd.

Ósvar­aðar spurn­ingar

Hvaða atriði benda til að einka­hags­munir fárra séu í fyr­ir­rúmi hags­muna þjóð­ar?

A) Sæstrengs­á­ætl­anir eru langt á veg komn­ar. Af hverju er upp­lýs­ingum haldið frá þjóð?

B) Póli­tískt tengdir aðilar eru að kaupa upp ár, sprænur og rétt­indi til virkj­unar út um koppa­grundir hér og þar. Af hverju og hvers vegna er leynd yfir þessum aðgerð­um?

C) Bar­áttu­menn OP3 vilja inn­leiða án þess að vísa fyrst til EES nefnd­ar­innar með eðli­legum fyr­ir­vör­um. Af hverju ekki fyr­ir­vara?

D) Póli­tísk bar­áttu öfl véla inn­leið­ingu OP3 í gegn með vald­efli og tíma­pressu í stað upp­lýstrar lýð­ræð­is­legrar umræðu þar sem álit þjóðar er virt. Af hverju má ekki taka tíma til upp­lýstrar umræðu um jafn mik­il­vægt mál og orku­auð­lind þjóð­ar?

Hróp­andi mót­­sögn fel­st í því að ætla að sam­þykkja þriðja orku­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, sem geng­ur út á að tryggja sam­eig­in­­leg­an raf­­orku­­markað inn­­an Evr­­ópu, en standa síðan í vegi fyr­ir því að sæ­­streng­ur geti nokk­urn tím­ann verið lagður hingað til lands. 

Hvar er rök­hugs­un, hins blá­eyga hluta, þing­heims í þessu máli?

Mergur máls­ins

Öll með­ferð þessa máls gefur sterk­lega til kynna að bak við inn­leið­ingu séu sér­hags­muna­tengd póli­tísk áhrifaöfl. Sé svo, er þessi hrað­keyrsla OP3 í gegnum Alþingi auð­vitað brot á sið­ferði stjórn­mál­anna og lýð­ræð­is­rétti þjóð­ar. Kjörnum full­trúum er óheim­ilt að hag­nýta sér og tengdum aðilum í með­förum mála fyrir þingi. Þetta er skýrt í siða­reglum þing­manna. Ferlið allt slær við kunn­ug­legan tón og við þekkjum hlið­stæður úr for­tíð þar sem Alþingi var notað sér­hags­munum til fram­dráttar sem fóru ekki saman með þjóð­ar­hag.

Ábyrgð og skyldur þing­manna

Meg­in­inn­tak lýð­ræð­is­ins, sem við búum við sam­kvæmt stjórn­ar­skránni frá 1944, er að póli­tískir full­trúar þjóni þegn­unum enda kjörnir full­trúar þeirra. Upp­spretta valds liggur hjá þjóð, um það er eng­inn vafi. Ákveðin öfl stjórn­mál­anna virð­ast hins vegar telja sig þess umkomin að mega hygla sér­hags­munum sínum og sinna gegnum póli­tískar valda­stöður og Alþingi lands­manna. Þessi veru­leiki, að Alþingi þjóð­ar­innar hafi ítrekað verið notað í sér­hags­muna tengdum við­skipt­um, er mið­ur. Um þetta vitna mis­tök for­tíð­ar. Nú er lýð­ræðis­vit­und okkar þegn­anna hins vegar opn­ari og upp­lýst­ari og ekk­ert þol gagn­vart slíkum leik­þáttum kjör­inna full­trúa. Það er ekki ósann­gjörn krafa þegna þessa lands að algjört gegn­sæi ríki í með­förum stjórn­valda í jafn mik­il­vægu máli sem þessu.

Þegar hugað er að sið­ferði er ljóst að hug­ar­fars­breyt­ing þarf að verða innan íslenskrar stjórn­sýslu en alvar­lega spill­ingu er þar að finna sam­kvæmt ítar­legri skýrslu RNA og GRECO. Hvað veldur því að spill­ing mælist umtals­vert meiri á Íslandi en öðrum Norð­ur­löndum Evr­ópu væri for­vitni­legt að fá svör við. Sam­kvæmt skýrslu RNA og úttekt GRECO er um að ræða mikla nálægð og frænd­hygli sem ástæðu, þó megin und­ir­liggj­andi orsök sé auð­vitað fégirnd sem elur af sér óheið­ar­leika.

GRECO:

„Accor­ding to GRECO's evalu­ation report 2013, the Icelandic polit­ical system was wea­kened by potential neopotism, close per­sonal relations­hips between public offici­als and business and polit­ical patrona­ge.“

Siða­reglur alþing­is­manna voru settar af illri nauð­syn í kjöl­far banka­hruns­ins. Nið­ur­staða sem grund­vall­að­ist á marg­ít­rek­uðum hags­muna árekstrum við þjóð sam­kvæmt skýrslu RNA og GRECO.

Að gefnu til­efni, skoðum aðeins siða­reglur Alþingis sem settar voru þing­mönnum árið 2016 til aðhalds í störfum þeirra í þágu okkar þegn­ana.  

En fyrst þessi spurn­ing: 

Hvaða stjórn­mála­menn í með­förum OP3 kynnu nú að vera á hálum ís þegar skoð­aðar eru þessar siða­regl­ur?

Vek sér­stak­lega athygli á eft­ir­far­and­i: 

1.gr., 2.gr., 5.gr., liðum a,b,d,e,f., 6.gr., 8.gr.,9.gr.,10.gr.,11.gr., og 12.gr. 

Í 5. gr. hátt­ern­is­regln­anna er að finna meg­in­reglur um hátt­erni alþing­is­manna. Þar segir í a-lið 1. mgr. að alþing­is­menn skuli sem þjóð­kjörnir full­trúar rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­ar­leika. Athygl­is­vert er að heið­ar­leiki er sér­stak­lega nefndur í ákvæð­inu. Það bendir til þess að ætl­unin sé að leggja áherslu á það að alþing­is­menn séu heið­ar­leg­ir, þ.e. komi hreint fram og segi sann­leik­ann. Því mætti halda fram að siða­regl­urnar inni­haldi óbeint bann við lygum á Alþingi. Í stuttu máli eru hags­muna­tengd stjórn­mál bönnuð og taka siða­regl­urnar af allan vafa um slíkt.

Siða­reglur Alþing­is­manna 

Til­gang­ur.

1. gr.

Siða­reglur þessar taka til alþing­is­manna og starfa þeirra og fela í sér við­mið um hátt­erni þeirra sem þjóð­kjör­inna full­trúa. Til­gangur þeirra er að efla gagn­sæi í störfum alþing­is­manna og ábyrgð­ar­skyldu þeirra, svo og til­trú og traust almenn­ings á Alþing­i. 

Gild­is­svið.

2. gr.

Reglur þessar gilda um alþing­is­menn við opin­bera fram­­göngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóð­kjör­inna full­trú­a. 

Meg­in­reglur um hátt­erni.

5. gr. 

   Al­þing­is­menn skulu sem þjóð­kjörnir full­trú­ar:

    a. rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­ar­leika, 

    b. taka ákvarð­anir í almanna­þág­u, 

    c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinn­i, 

    d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætt­i, 

    e. ekki nýta opin­bera stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra, 

    f. greina frá öllum hags­munum sem máli skipta og varða opin­bert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almanna­hag að leið­ar­ljósi, 

6. gr.

Meg­in­reglur skv. 1. mgr. 5. gr. koma til sér­stakrar athug­unar þegar erindi berst um brot á siða­reglum þess­um. 

8. gr.

Þing­menn skulu við störf sín forð­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­ars vegar og fjár­hags­legra eða ann­arra per­sónu­legra hags­muna sinna eða fjöl­skyldu sinnar hins veg­ar. Tak­ist þing­manni ekki að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra af þessu tagi skal hann upp­lýsa um þá. 

9. gr.

Þing­menn skulu, þar sem við á, vekja athygli á per­sónu­legum hags­munum sínum sem máli skipta við með­ferð þing­mála. 

10. gr.

Þing­menn skulu ekki fara fram á eða taka við neinu end­ur­gjaldi, launum eða umbun sem hefur þann til­gang að hafa áhrif á athafnir þeirra sem alþing­is­manna, einkum ákvarð­anir þeirra um að styðja eða beita sér gegn þing­máli í umræðum á Alþingi eða í nefndum þess. Þing­menn skulu forð­ast hags­muna­á­rekstra í starfi sínu og ekki taka við óvið­eig­andi greiðslu eða gjöf. 

11. gr.

Þing­menn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþing­is­menn til þess að vinna að eigin hags­munum eða hags­munum ann­ars aðila þannig að ekki sam­rým­ist siða­reglum þess­um. 

12. gr.

Alþing­is­menn skulu sýna var­færni við með­ferð upp­lýs­inga, ef við á, og þeir skulu ekki nýta sér upp­lýs­ingar sem þeir fá í trún­aði við störf sín til per­sónu­legs ávinn­ings. 

Fram­an­greindar siða­reglur þing­manna eru hluti af fáum en mik­il­vægum úrbótum þings­ins á eigin störfum sem lög­leidd hafa verið eftir hrun og grund­vall­ast á alvar­legri gagn­rýni RNA á störf þing­manna og ráð­herra. GRECO vildi ganga svo langt að brot þing­manna í starfi lyti almennum hegn­ing­ar­lögum eins og gildir um aðra þegna þjóð­fé­lags­ins en það hafa þing­menn ekki sam­þykkt sem er auð­vitað í hróp­andi and­stöðu við almenn sið­ferð­is­við­mið. 

Hvað er GRECO? 

Ísland er með­limur í Greco (Group of states aga­inst Corr­uption) sam­tökum innan Evr­ópu­ráðs­ins, sem er hópur ríkja sem berst gegn spill­ingu. Stofn­unin fyr­ir­skipar til­lögur um úrbæt­ur, sem eiga að styrkja varnir gegn spill­ingu og setur tíma­mörk um inn­leið­ingu úrbóta.

Hvernig þjóð­fé­lag viljum við Íslend­ingar búa börnum okkar og afkom­end­um?

Fyrir ein­ungis 10 árum síðan hrundi sam­fé­lag okkar til grunna sem afleið­ing póli­tískt sér­hags­muna­tengdra við­skipta. Þjóð var svikin og sett var á stofn merkasta Rann­sókn­ar­nefnd í sögu okk­ar.

„Á opin­berum vett­vangi þarf sið­ferði­leg hugsun öðru fremur að lúta við­miðum um almanna­hags­muni enda ber almanna­þjónum að efla þá og vernda gegn hvers konar sér­hags­mun­um. Það er ein­kenni sið­ferði­legrar hugs­unar að hún metur gæði þeirra mark­miða sem stefnt er að. Tækni­leg hugsun aftur á móti snýst um að velja áhrifa­rík­ustu leið­irnar að völdu mark­miði óháð því hvert það er. Sið­ferði­leg hugsun hefur átt erfitt upp­dráttar meðal ann­ars vegna þess að ákveðið við­mið­un­ar­leysi hefur verið ríkj­andi um ágæti mark­miða og van­trú á rök­ræðu um þau. Slík afstaða býr í hag­inn fyrir að sér­hags­munir þrí­fist á kostnað almanna­hags­muna en það er eitt meg­in­ein­kenni á því hug­ar­fari sem ríkti hér­lendis í aðdrag­anda banka­hruns­ins," segir í rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is.

Í mál­flutn­ingi, kynn­ingu og með­ferð OP3 virð­ist sem þing­menn, í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hafi vart lesið eða tekið til sín gagn­rýni úr skýrslu RNA eða GRECO. 

Hvernig má það vera að nú standi til að fara gegn hags­munum þjóðar og almenn­ings­á­lit­inu í jafn mik­il­vægu máli sem þessu? 

Gera þing­menn sér ekki betur grein fyrir full­trúa­á­byrgð gagn­vart þjóð en svo, að þeir telji sig ekki þurfa að virða umræðu­þörf, skoð­ana­skipti, og þann umþótt­un­ar­tíma sem almenn­ingur og fræði­menn krefj­ast til að taka yfir­veg­aða ákvörðun í mik­il­vægu máli sem þessu?  

Hvað varð um lýð­ræð­is­vakn­ing­una í kjöl­far hruns­ins?

Valdið er okkar þegn­ana, þing­menn eru okkar full­trú­ar. Svo virð­ist sem stjórn­mála­stéttin lifi við slíkan hlið­rænan veru­leika almenn­ings að sjálfs­vit­und hennar sé á pari við það sem tíðk­að­ist við kon­ungs­hirðir fyrri alda?

Á vand­aðan mál­flutn­ing fræði­manna beggja vegna borðs er athygl­is­vert að hlýða og opnar umræður lærðra og leikna eru sann­ar­lega jákvæður vitn­is­burður um að lýð­ræðis­vit­und þjóðar vex fiskur um hrygg sem er vel. Öll rök þessa fólks hafa þó ekki með loka­nið­ur­stöðu að gera. Af hverju? 

Jú, rök aðila, beggja vegna borðs, byggja á þeim for­sendum að um upp­lýsta umræðu sé að ræða; að upp­lýstar for­sendur flutn­ings­að­ila með OP3 séu heið­ar­legar eða í besta falli sýni­legar gagn­vart þegnum sem og þeim flokkum í stjórn­ar­and­stöðu sem styðja inn­leið­ingu OP3 gegnum þing­ið. Svo er ekki. Heild­ar­myndin er þessi; að hluti full­trú­a-­valds­ins innan Alþing­is, þeirra sem harð­ast ganga fram, virð­ast í hags­muna­sam­bandi við upp­kaup­endur jarða og sæstrengs­öfl, sem mun lykta á þann veg að Alþingi, í skjóli meiri­hluta afls núver­andi rík­is­stjórn­ar, mun verða notað þessum sömu aðilum til hygl­ing­ar. 

Blekk­ing­ar­hluti þessa veru­leika er miður og bjagar einnig heild­ar­mynd­ina í augum heið­virðra sér­fróðra manna og lög­spek­inga beggja vegna borðs.

Það er hugs­ana­blinda þeirra granda­lausu (þegna og fræði­manna) að kom­ast að loka­nið­ur­stöðu byggða á hrein­skiptni aðal­leik­enda sem for­sendu. Í þessu leik­riti er því miður öðru nær og aðal leik­endur með margar grímur á lofti. Nauð­syn­legt er fyrir okkur öll að lesa milli lín­anna sem og í leik­mynd­ir. Fari svo að OP3 verði inn­leiddur með sam­þykki Alþing­is, sem allt útlit er fyr­ir, verður loka­nið­ur­staðan ávalt sú að sæstrengur á vegum póli­tískt tengdra einka­að­ila verður lagð­ur, sem er jú megin inn­tak þeirrar þaul­hugs­uðu við­skiptafléttu sem aðilar lögðu af stað með í upp­hafi. Þessi öfl, hags­muna sinna vegna, vilja enga alvöru fyr­ir­vara. 

Sér­fræð­inga­hluti máls­ins, með og á móti, eru og verða ein­ungis leik­þættir fyrir hlé. Eftir hlé, (þegar inn­leið­ing hefur verið sam­þykkt af Alþingi) má eiga von á seinni hluta leik­þátt­ar­ins sem snýr að hugs­an­legum mála­ferlum og upp­dikt­uðum ágrein­ings­efnum sem kveikja á öðru sér­fræð­inga­hand­riti, með og á móti. Til sög­unnar verða þá kynntir áhuga­samir aðilar um lagn­ingu sæstrengs sem yfir­völdum (lifi þessi rík­is­stjórnin svo lengi) verða þókn­an­leg­ir. Þessir (upp­dikt­uðu) aðilar verða auð­vitað þeir sömu og eru arki­tektar upp­haf­legu við­skiptaflétt­unnar sem Alþingi þjóð­ar­innar er nú leiksoppur í. Leik­tjöldin munu síðan falla í lokin og veru­leik­inn blasa við. Þjóðin hefur ítrekað áður orðið vitni að mis­beit­ingu lýð­ræð­is­ins í þágu sér­hags­muna og mátt gjalda dýrum dómum eins og stað­fest var í níu binda skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is 

Af hverju ekki fyr­ir­vara? 

Af hverju ekki að gefa þjóð tíma til frek­ari rann­sókna og umræðu?

Skil­yrði

Ef þing­heimur ætlar að keyra þennan pakka í gegn um Alþingi án frekara sam­ráðs við þjóð ætti að setja fyr­ir­vara um sæstreng og vísa síðan OP3 til EES nefnd­ar­inn­ar.

Verði það ofan á að hags­munum Íslands verði best borgið með lagn­ingu sæstrengs, ættu allir fyr­ir­varar að lúta að því að rík­is­fyr­ir­tækið Lands­virkjun myndi eiga og reka þann sæstreng. Tveir vænt­an­legur ann­markar yrðu þó á fram­an­greindum skil­yrð­um:

EES myndi hafna á sam­keppn­is­for­sendum og við­skiptaflétta póli­tískt tengdra hags­muna aðila rynni út í sand­inn.

Aðeins um sam­visk­una

Sam­viskan hefur stundum verið túlkuð sem leið­ar­vísir æðri vit­und­ar. Þeir sem trúa á Guð þekkja and­ans teng­ingu við sam­visk­una. Þeir sem trúa ekki á Guð þekkja sam­visk­una. Hvor hóp­ur­inn sem er, veit og skynjar að sam­viskan eða Guð vakir yfir okkur öll­um, hið ytra sem innra til leið­bein­ingar á vegi dyggð­ar­inn­ar. Okkur hefur lær­st, að göngum við gegn sam­visk­unni og betri vit­und, líður okkur illa en vel ef við þýð­umst hana. Um sam­visk­una og sann­leik­ann þurfum ekki að lesa okkur til í frum­speki eða fræð­um. Okkur er þessi með­vit­und borin og barn­fædd.

Að gefnu til­efni:

Hvaða stjórn­mála­menn í með­förum OP3 kynnu að vera á hálum ís þegar skoð­aðar eru fram­an­greindar siða­reglur Alþing­is?

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar