Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra skrifar á ný svargrein við grein Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Auglýsing

Í helg­ar­blaði Morg­un­blaðs­ins  24. ágúst skrif­aði Styrmir Gunn­ars­son enn um þriðja orku­pakk­ann án þess að fjalla um það sem í pakk­anum er, rétt eins og réttri viku fyrr. Nú snýst greinin um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar og Orku­veit­unn­ar, sem er alls ekki hluti orku­pakk­ans. Ég svar­aði grein hans frá 17. ágúst í Kjarn­anum og lét þess getið að ég myndi láta þetta eina svar nægja.

Svo vel vill til að ég þarf alls ekki að svara þess­ari nýju grein Styrm­is. Það var gert í for­ystu­grein Morg­un­blaðs­ins 3. nóv­em­ber árið 2006 undir heit­inu: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði

Ég læt þau svör nægja. Sú grein endar svona: „[Það er] óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu.“

Auglýsing

Hver skyldi hafa verið rit­stjóri blaðs­ins þá? Eng­inn annar en Styrmir Gunn­ars­son.

Mynd:Skjáskot/MorgunblaðiðStyrmir 24.8.2019: Vilja þau mark­aðsvæða orku­geirann?

Styrmir 3.11.2006: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði

Styrmir 24.8.2019: Mark­aðsvæð­ing orku­geirans er svo stórt mál að það væri eðli­legt ef ein­hverjir stjórn­mála­flokkar vildu stefna að því af fúsum og frjálsum vilja að leggja slíka ákvörðun undir dóm þjóð­ar­inn­ar.

Styrmir 3.11.2006: Reykja­vík­ur­borg og Akur­eyr­ar­bær hafa nú selt rík­inu hlut sinn í Lands­virkj­un. Þessi ráð­stöfun er skyn­sam­leg út frá hags­munum allra, sem í hlut eiga. Nú er komin á sam­keppni á raf­orku­mark­aði og hún stendur m.a. á milli fyr­ir­tækja, sem ríkið og við­kom­andi sveit­ar­fé­lög eiga í. 

Styrmir 24.8.2019: En kannski er það furðu­leg­ast í þessu máli að bæði Sam­fylk­ing og VG vilji taka þátt í mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hvernig má það vera? Þessir flokkar eru afsprengi Alþýðu­flokks og Alþýðu­banda­lags/​­Sam­ein­ing­ar­flokks alþýðu- Sós­í­alista­flokks/​Komm­ún­ista­flokks Íslands. Hvenær var sú grund­vall­ar­breyt­ing sam­þykkt í æðstu stofn­unum þess­ara tveggja flokka, að þeir hefðu nú kom­izt að þeirri nið­ur­stöðu að bezt færi á því að einka­væða orku­geir­ann á Ísland­i?(!)

Styrmir 3.11.2006: Hins vegar er engin ástæða til að úti­loka að orku­fyr­ir­tækin fær­ist í hendur einka­að­ila. Ef hér þró­ast raun­veru­legur sam­keppn­is­mark­aður með fram­leiðslu og sölu á raf­orku, af hverju ætti hann að vera öðrum lög­málum und­ir­orp­inn en aðrir sam­keppn­is­mark­að­ir? 

Styrmir 24.8.2019: Einka­væð­ing grunn­þjón­ustu, hverju nafni sem nefn­ist, hlýtur alltaf að vera álita­mál og hefur ekki gef­izt vel.

Styrmir 3.11.2006: Sömu­leiðis hefur verið bent á að það sé ekki góð staða, m.a. út frá sjón­ar­miðum nátt­úru­vernd­ar, að ríkið sé bæði eig­andi umsvifa­mesta orku­fyr­ir­tæk­is­ins og sé eft­ir­lits- og úrskurð­ar­að­ili í mál­efnum orku­geirans. 

Styrmir 24.8.2019: Í þeirri sam­þykkt felst um leið ákvörðun um mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hún mun hafa afleið­ing­ar. Einka­rekin ein­okun er ekki betri en rík­is­ein­ok­un.

Styrmir 3.11.2006: Opin­bert eign­ar­hald er þar með ekki lengur for­senda þess að almenn­ingur fái eðli­legan arð af eignum sín­um. Fyrsta skrefið í átt til einka­væð­ingar á raf­orku­mark­aðnum hlýtur að vera hluta­fé­laga­væð­ing orku­fyr­ir­tækj­anna. Það hafa t.d. Hita­veita Suð­ur­nesja, Norð­ur­orka og RARIK stig­ið. Hluta­fé­lags­formið er almennt talið henta betur fyr­ir­tækjum í sam­keppn­is­rekstri. 

Styrmir 24.8.2019: Í alla þá ára­tugi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stjórn­aði Reykja­vík­ur­borg varð þess aldrei vart að sá flokkur teldi það eft­ir­sókn­ar­vert að einka­væða Hita­veitu Reykja­vík­ur. Stöku raddir hafa komið upp innan flokks­ins um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar en þær hafa þagnað enda engar und­ir­tektir feng­ið.

Styrmir 3.11.2006: Þótt það sé ekki tíma­bært að einka­væða Lands­virkjun er líka óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar