Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra skrifar á ný svargrein við grein Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Auglýsing

Í helg­ar­blaði Morg­un­blaðs­ins  24. ágúst skrif­aði Styrmir Gunn­ars­son enn um þriðja orku­pakk­ann án þess að fjalla um það sem í pakk­anum er, rétt eins og réttri viku fyrr. Nú snýst greinin um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar og Orku­veit­unn­ar, sem er alls ekki hluti orku­pakk­ans. Ég svar­aði grein hans frá 17. ágúst í Kjarn­anum og lét þess getið að ég myndi láta þetta eina svar nægja.

Svo vel vill til að ég þarf alls ekki að svara þess­ari nýju grein Styrm­is. Það var gert í for­ystu­grein Morg­un­blaðs­ins 3. nóv­em­ber árið 2006 undir heit­inu: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði

Ég læt þau svör nægja. Sú grein endar svona: „[Það er] óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu.“

Auglýsing

Hver skyldi hafa verið rit­stjóri blaðs­ins þá? Eng­inn annar en Styrmir Gunn­ars­son.

Mynd:Skjáskot/MorgunblaðiðStyrmir 24.8.2019: Vilja þau mark­aðsvæða orku­geirann?

Styrmir 3.11.2006: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði

Styrmir 24.8.2019: Mark­aðsvæð­ing orku­geirans er svo stórt mál að það væri eðli­legt ef ein­hverjir stjórn­mála­flokkar vildu stefna að því af fúsum og frjálsum vilja að leggja slíka ákvörðun undir dóm þjóð­ar­inn­ar.

Styrmir 3.11.2006: Reykja­vík­ur­borg og Akur­eyr­ar­bær hafa nú selt rík­inu hlut sinn í Lands­virkj­un. Þessi ráð­stöfun er skyn­sam­leg út frá hags­munum allra, sem í hlut eiga. Nú er komin á sam­keppni á raf­orku­mark­aði og hún stendur m.a. á milli fyr­ir­tækja, sem ríkið og við­kom­andi sveit­ar­fé­lög eiga í. 

Styrmir 24.8.2019: En kannski er það furðu­leg­ast í þessu máli að bæði Sam­fylk­ing og VG vilji taka þátt í mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hvernig má það vera? Þessir flokkar eru afsprengi Alþýðu­flokks og Alþýðu­banda­lags/​­Sam­ein­ing­ar­flokks alþýðu- Sós­í­alista­flokks/​Komm­ún­ista­flokks Íslands. Hvenær var sú grund­vall­ar­breyt­ing sam­þykkt í æðstu stofn­unum þess­ara tveggja flokka, að þeir hefðu nú kom­izt að þeirri nið­ur­stöðu að bezt færi á því að einka­væða orku­geir­ann á Ísland­i?(!)

Styrmir 3.11.2006: Hins vegar er engin ástæða til að úti­loka að orku­fyr­ir­tækin fær­ist í hendur einka­að­ila. Ef hér þró­ast raun­veru­legur sam­keppn­is­mark­aður með fram­leiðslu og sölu á raf­orku, af hverju ætti hann að vera öðrum lög­málum und­ir­orp­inn en aðrir sam­keppn­is­mark­að­ir? 

Styrmir 24.8.2019: Einka­væð­ing grunn­þjón­ustu, hverju nafni sem nefn­ist, hlýtur alltaf að vera álita­mál og hefur ekki gef­izt vel.

Styrmir 3.11.2006: Sömu­leiðis hefur verið bent á að það sé ekki góð staða, m.a. út frá sjón­ar­miðum nátt­úru­vernd­ar, að ríkið sé bæði eig­andi umsvifa­mesta orku­fyr­ir­tæk­is­ins og sé eft­ir­lits- og úrskurð­ar­að­ili í mál­efnum orku­geirans. 

Styrmir 24.8.2019: Í þeirri sam­þykkt felst um leið ákvörðun um mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hún mun hafa afleið­ing­ar. Einka­rekin ein­okun er ekki betri en rík­is­ein­ok­un.

Styrmir 3.11.2006: Opin­bert eign­ar­hald er þar með ekki lengur for­senda þess að almenn­ingur fái eðli­legan arð af eignum sín­um. Fyrsta skrefið í átt til einka­væð­ingar á raf­orku­mark­aðnum hlýtur að vera hluta­fé­laga­væð­ing orku­fyr­ir­tækj­anna. Það hafa t.d. Hita­veita Suð­ur­nesja, Norð­ur­orka og RARIK stig­ið. Hluta­fé­lags­formið er almennt talið henta betur fyr­ir­tækjum í sam­keppn­is­rekstri. 

Styrmir 24.8.2019: Í alla þá ára­tugi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stjórn­aði Reykja­vík­ur­borg varð þess aldrei vart að sá flokkur teldi það eft­ir­sókn­ar­vert að einka­væða Hita­veitu Reykja­vík­ur. Stöku raddir hafa komið upp innan flokks­ins um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar en þær hafa þagnað enda engar und­ir­tektir feng­ið.

Styrmir 3.11.2006: Þótt það sé ekki tíma­bært að einka­væða Lands­virkjun er líka óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar