Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Auglýsing

Það stytt­ist í „að duga eða drepast“ – stund­ina í breskum stjórn­mál­um, sem Boris John­son hefur kallað svo, „do or die“ eins og hann segir sjálf­ur. Að sjálf­sögðu er verið að tala um 31.októ­ber, þegar breska rík­is­stjórnin ætlar að fara með allt Stóra-Bret­land; England, Wales, Skotland og Norð­ur­-Ír­land, út úr Evr­ópu­sam­band­inu. Án samn­ings ef þörf kref­ur.

Bretar hafa verið í ESB (og for­vera þess) frá árinu 1973, en landið hafði sótt um aðild 12 árum áður, en Frakkar stóðu lengi vel í vegi fyrir aðild. En að lokum fengu Bretar inn­göngu og þá breytt­ist Bret­land. Nú er ætl­unin að breyta því til baka.

Það er sam­dóma álit nær allra að aðild að Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu og síðar Evr­ópu­sam­band­inu hafi gagn­ast Bret­landi mjög vel og aukið lífs­gæði bresku þjóð­ar­inn­ar. Landið hefur í krafti aðildar breyst frá frekar stöðn­uðu og (á mörgum svið­um) á stundum illa reknu sam­fé­lagi yfir í að vera nútíma­vætt og sam­keppn­is­hæft sam­fé­lag, þar sem frjáls mark­aður og nán­ast hafta­laust aðgengi að Innri mark­aði ESB hafa skipt lyk­il­máli.

Auglýsing

Breskt sam­fé­lag er dýnamískt sam­fé­lag, þar sem flutn­ingur og frjáls för verka­fólks og vinnu­afls hefur skipt gríð­ar­legu máli. Nær allar rann­sóknir sem gerðar hafa ver­ið, benda til þess að inn­flutt vinnu­afl hafi aðeins gert bresku sam­fé­lagi gott. Til dæmis „pólski pípar­inn“ og fleiri. Inn­flytj­endur leggja meira til breska sam­fé­lags­ins en þeir fá frá því. Þeir vinna störf sem ann­ars væri erfitt að manna. Sama þar og hér á Íslandi.

London mið­stöð fjár­mála

London er ein helsta og nútíma­leg­asta mistöð fjár­mála í heim­inum og það er meðal ann­ars vegna aðildar Bret­lands að ESB. Fjár­mála­starf­semin þar er gríðar stór þáttur í efna­hags­lífi lands­ins. Í vor kom út skýrsla frá hug­veit­unni New Fin­ancial þar sem fram kom að hátt í 300 fjár­mála­fyr­ir­tæki hefðu flutt starf­semi sína frá London og að fleiri væri á leið­inni að fara. Flest sem höfðu farið fluttu sig til Dublin á Írlandi. Árið 2018 var starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja um 7% af þjóð­ar­fram­leiðslu Breta og um helm­ing­ur­inn af því varð til í London einni. Árið 2017 fluttu Bretar út „fjár­mála­af­urð­ir“ fyrir um 60 millj­arða punda, en inn fyrir 15, þ.e.a.s. plús upp á 45 millj­arða punda! Þetta segir í upp­lýs­ingum frá breska þing­inu, „House of Comm­ons.“

Senni­lega hag­stæð­asti aðild­ar­samn­ingur nokk­urs ESB ríkis

Fáar þjóðir hafa fengið jafn hag­stæðan aðild­ar­samn­ing og Bret­land; þeir sömdu um ríku­legan afslátt að aðild­ar­gjaldi ESB (allt að um 65% afslátt), þeir hafa ekki þurft að nota og taka upp evr­una (enn með sitt breska pund) og þeir fengu und­an­þágu frá Schen­gen-landamæra­samt­arfi ESB, en nota engu að síður það sem þeim hentar úr því. Bretar hafa því fulla stjórn á því hverjir mega koma til Bret­lands og hverjir ekki, en eitt af helstu slag­orðum Brex­it-­sinna vara einmitt „take back control“ – eða „tökum aftur stjórn­ina“. 

Bret­land hefur í gegnum aðild sína að ESB fengið fullan aðgang að um 40 frí­versl­un­ar­samn­ingum við öll helstu við­skipta­svæði heims, meira að segja Fær­eyj­ar, þar sem ESB er nán­ast stöðugt í samn­ingum við önnur svæði heims­ins um verslun og við­skipti. Langstærstur hluti við­skipta Bret­lands er við önnur ESB-­ríki, en um 35-40% af öllum inn­flutn­ingi til Bret­lands eru vörur frá öðrum ESB-­ríkj­um. Um 50% af útflutn­ingi Breta til 15 helstu útflutn­ings­landa fer til ESB-­ríkja og Bretar flytja mun meira af vörum bara til Þýska­lands og Frakk­lands, en til Banda­ríkj­anna, en aðeins um 19% útflutn­ings Breta fer þang­að.  

Til hvers var þá farið í þessa veg­ferð? Ástæða hennar er gam­aldag þjóð­ern­is­hyggja og „nostal­gískir“ draumar um eins­konar endu­vakn­ing­u/end­ur­lífgun á breska heims­veld­inu. Draumar um ein­hvers­konar aft­ur­hvarf til glæst­ari tíma heims­veld­is, „þar sem sólin sett­ist aldrei“ eins og gjarnan var sagt. En þeir tímar eru liðnir og koma aldrei aft­ur.

Látið undan duttl­ungum lýð­skrumara 

Í raun var verið að láta undan duttl­ungum manna á borð við Nigel Fara­ge, fyrrum for­manns UKIP-­flokks­ins, sem hefur gagn­rýnt harð­lega ESB og það sem hann hefur kallað „el­ít­ur“ (vald­kjarna/­yf­ir­stétt) ESB. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Breta frá 2010-2016 gerði það og lof­aði kosn­ingum um ESB. Drop­inn hafði holað stein­inn. Það kald­hæðna er þó hins­vegar að Farage er sjálfur (og hefur ver­ið) hluti af þess­ari yfir­stétt, en hann hefur setið á Evr­ópu­þing­inu í um 20 ár, en hverfur nú það­an. Það má því segja að hann hafi verið að berj­ast fyrir því að segja sjálfum sér upp vinn­unni. UKIP er jað­ar­flokkur í breskum stjórn­málum og svo­kall­aður lýð­hyggju­flokk­ur, en þeir flokkar sem ástunda það sem kallað er lýð­hyggja (enska;„pop­u­l­is­m“). 

Slíkir flokkar höfða til kjós­enda með ein­földum boð­skap og ein­földum lausnum á flóknum vanda­mál­um. Til dæmis að reka inn­flytj­endur á brott af því þeir séu fyrir og hleypa ekki flótta­mönnum inn af því þeir séu hættu­leg­ir. Allir vita að þetta er hins­vegar ekki rétt. Inn­flytj­endur eru hvorki fyr­ir, né hættu­legri en annað fólk. Þeir eru ein­fald­lega venju­legt fólk sem vill hafa vinnu og tekjur og búa í friði og ró með öðru fólki.

Erf­iðu landa­mærin

Eitt af erf­ið­ustu deilu­málum Brexit er skipu­lag mála á Írlandi, sem skipt­ist í lýð­veldið Írland og svo N-Ír­land, sem til­heyrir Bret­landi. Á N-Ír­landi geis­aði borg­ara­stríð frá 1969-1998, þegar samið var um frið. Grunnur deil­unnar var einmitt hvort N-Ír­land ætti að til­heyra Bret­landi eða sam­ein­ast Írlandi. Í þessum átökum lét­ust um 3000 manns að minnsta kost­i. 

Þegar Bret­land fer út úr ESB getur því skap­ast vanda­mál; „hörð landa­mæri“, en eins og staðan er núna þá flæðir allt (vör­ur, fjár­magn, vinnu­afl og þjón­usta) nán­ast frítt á milli svæð­anna, þar sem þau eru bæði í ESB. Sér­stök lausn hefur verið fundin á þessu sem kall­ast „Back­stop“ en í henni felst í raun að halda málum óbreyttum þar til önnur var­an­legri fram­tíð­ar­lausn finnst. Þetta er mála­miðl­un. Með hörðum landa­mærum“ myndu hins­vegar skap­ast veru­leg vand­ræði.

Boris John­son hefur lýst þess­ari lausn sem and-lýð­ræð­is­legri. En hvað er and-lýð­ræð­is­legt við það að passa upp á að allt fari ekki aftur í bál og brand á N-Ír­landi? Ekk­ert! Er John­son reiðu­bú­inn að fórna þeim friði á ein­hverju Brex­it-báli? Það verður hrein­lega að gera allt til þess að friður hald­ist. Og enn sem komið er er ekk­ert útlit fyrir að ESB bakki í sinni afstöðu til hinna rúm­lega 500 kíló­metra löngu landamæra ríkj­anna. Hér er verið að verja gríð­ar­lega mik­il­væga hags­muni.

Lygar og rang­túlk­anir

Brexit er afurð einnar lúa­leg­ustu stjórn­mála­her­ferðar seinni tíma. Kjós­endur voru mataðir með mis­vísandi og jafn­vel röngum upp­lýs­ing­um, bæði í hefð­bundnum fjöl­miðl­um, sem og á sam­fé­lags­miðl­um. Þar voru að verki þeir sem ég vil kalla „seiðkarla sam­fé­lags­miðl­anna“ – menn á borð við Dom­inc Cumm­ings, en hann var kosn­inga­stjóri útgöngu­sinna. 

Dæmi um þetta eru til dæmis full­yrð­ingar útgöngu­manna um að Tyrk­land sé á leið­inni inni í ESB. Reyndar sagði Boris John­son í ræðu árið 2003 að hann væri fylgj­andi bæði aðild Tyrk­lands að sam­band­inu og eins sagði hann að ef ESB væri ekki til, þá myndi slíkt fyr­ir­bæri verða fundið upp. Reyndar er mjög merki­legt að lesa þessa ræðu John­sons.

Nán­ast engar líkur eru nú á því að ESB sleppi Tyrk­landi inn fyrir dyrn­ar, sér í lagi í ljósi þeirrar mjög svo nei­kvæðu þró­unar í mann­rétt­inda og lýð­ræð­is­málum í land­inu und­an­farin miss­eri. Sem er gott, því gildi ESB sam­ræm­ast alls ekki þeim gildum sem nú eru í gangi í Tyrk­landi.

Einnig full­yrtu Brex­it-­sinnar að ESB væri sífellt að „rúlla yfir Bret­land“ í laga­setn­ingum (traðka á Bret­land­i), en hið rétta er að á Bret­land hefur hallað í mjög miklum minni­hluta þeirrar lög­gjafar sem sett hefur ver­iðí ESB síðan 1999.

Fræg­asta dæmið um mis­vísandi notkun á tölum og stað­reyndum er hins veg­ar sú full­yrð­ing útgöngu­sinna um að við útgöngu myndi Bret­land geta fengið til baka um 350 millj­ónir punda á viku frá ESB, sem ætti að nota til­ heil­brigð­is­mála. Talan 350 er hins vegar „heild­ar­tala“ þar sem afslættir og annað slíkt (sem rætt er hér að ofan) er ekki tekið með. Hin raun­veru­lega tala er því mun lægri. Þetta kall­ast að slá ryki í augu kjós­enda. Þetta var hins veg­ar eitt helsta slag­orð útgöngu­sinna, þ.e.a.s. að ESB væri að merg­sjúga Bret­land á pen­ingum sem ættu ann­ars að fara til heil­brigð­is­mála. Allt þetta var hræðslu­á­róður á hæsta stigi.

Brexit er Brex­it, eða hvað það nú er

Eins og Ther­esa May, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra (sem var fórnað á Brex­it-alt­ar­in­u), sagði; „Brexit þýðir Brex­it“! En eng­inn hefur almenni­lega skilið þennan frasa eða hvað hann felur í sér, ein­fald­lega vegna þess að eng­inn veit nákvæm­lega hvað ger­ist þegar Bretar segja skilið við ESB! Allra síst þeir sem settu málið í gang.  

Þetta er því ein alræmdasta óvissu­ferð sem menn hafa lagt í og hún virð­ist hafa fyrst og fremst hafa verið byggð á þrá eftir gömlum tímum og til­finn­ing­um, en ekki á rökum eða skyn­semi. Hvað þá á því hvað væri best fyrir breskan almenn­ing. Hér er því um að ræða aft­ur­virka breyt­ingu (enska;„r­eact­ion­ar­y“). Þeir sem stuðl­uðu að Brexit hafa ekk­ert í hönd­unum og vita ekk­ert í raun hvað þeir fá í stað­inn. Sem og breska þjóð­in. En Bretar kusu út og út munu þeir fara.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar