Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Auglýsing

Það stytt­ist í „að duga eða drepast“ – stund­ina í breskum stjórn­mál­um, sem Boris John­son hefur kallað svo, „do or die“ eins og hann segir sjálf­ur. Að sjálf­sögðu er verið að tala um 31.októ­ber, þegar breska rík­is­stjórnin ætlar að fara með allt Stóra-Bret­land; England, Wales, Skotland og Norð­ur­-Ír­land, út úr Evr­ópu­sam­band­inu. Án samn­ings ef þörf kref­ur.

Bretar hafa verið í ESB (og for­vera þess) frá árinu 1973, en landið hafði sótt um aðild 12 árum áður, en Frakkar stóðu lengi vel í vegi fyrir aðild. En að lokum fengu Bretar inn­göngu og þá breytt­ist Bret­land. Nú er ætl­unin að breyta því til baka.

Það er sam­dóma álit nær allra að aðild að Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu og síðar Evr­ópu­sam­band­inu hafi gagn­ast Bret­landi mjög vel og aukið lífs­gæði bresku þjóð­ar­inn­ar. Landið hefur í krafti aðildar breyst frá frekar stöðn­uðu og (á mörgum svið­um) á stundum illa reknu sam­fé­lagi yfir í að vera nútíma­vætt og sam­keppn­is­hæft sam­fé­lag, þar sem frjáls mark­aður og nán­ast hafta­laust aðgengi að Innri mark­aði ESB hafa skipt lyk­il­máli.

Auglýsing

Breskt sam­fé­lag er dýnamískt sam­fé­lag, þar sem flutn­ingur og frjáls för verka­fólks og vinnu­afls hefur skipt gríð­ar­legu máli. Nær allar rann­sóknir sem gerðar hafa ver­ið, benda til þess að inn­flutt vinnu­afl hafi aðeins gert bresku sam­fé­lagi gott. Til dæmis „pólski pípar­inn“ og fleiri. Inn­flytj­endur leggja meira til breska sam­fé­lags­ins en þeir fá frá því. Þeir vinna störf sem ann­ars væri erfitt að manna. Sama þar og hér á Íslandi.

London mið­stöð fjár­mála

London er ein helsta og nútíma­leg­asta mistöð fjár­mála í heim­inum og það er meðal ann­ars vegna aðildar Bret­lands að ESB. Fjár­mála­starf­semin þar er gríðar stór þáttur í efna­hags­lífi lands­ins. Í vor kom út skýrsla frá hug­veit­unni New Fin­ancial þar sem fram kom að hátt í 300 fjár­mála­fyr­ir­tæki hefðu flutt starf­semi sína frá London og að fleiri væri á leið­inni að fara. Flest sem höfðu farið fluttu sig til Dublin á Írlandi. Árið 2018 var starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja um 7% af þjóð­ar­fram­leiðslu Breta og um helm­ing­ur­inn af því varð til í London einni. Árið 2017 fluttu Bretar út „fjár­mála­af­urð­ir“ fyrir um 60 millj­arða punda, en inn fyrir 15, þ.e.a.s. plús upp á 45 millj­arða punda! Þetta segir í upp­lýs­ingum frá breska þing­inu, „House of Comm­ons.“

Senni­lega hag­stæð­asti aðild­ar­samn­ingur nokk­urs ESB ríkis

Fáar þjóðir hafa fengið jafn hag­stæðan aðild­ar­samn­ing og Bret­land; þeir sömdu um ríku­legan afslátt að aðild­ar­gjaldi ESB (allt að um 65% afslátt), þeir hafa ekki þurft að nota og taka upp evr­una (enn með sitt breska pund) og þeir fengu und­an­þágu frá Schen­gen-landamæra­samt­arfi ESB, en nota engu að síður það sem þeim hentar úr því. Bretar hafa því fulla stjórn á því hverjir mega koma til Bret­lands og hverjir ekki, en eitt af helstu slag­orðum Brex­it-­sinna vara einmitt „take back control“ – eða „tökum aftur stjórn­ina“. 

Bret­land hefur í gegnum aðild sína að ESB fengið fullan aðgang að um 40 frí­versl­un­ar­samn­ingum við öll helstu við­skipta­svæði heims, meira að segja Fær­eyj­ar, þar sem ESB er nán­ast stöðugt í samn­ingum við önnur svæði heims­ins um verslun og við­skipti. Langstærstur hluti við­skipta Bret­lands er við önnur ESB-­ríki, en um 35-40% af öllum inn­flutn­ingi til Bret­lands eru vörur frá öðrum ESB-­ríkj­um. Um 50% af útflutn­ingi Breta til 15 helstu útflutn­ings­landa fer til ESB-­ríkja og Bretar flytja mun meira af vörum bara til Þýska­lands og Frakk­lands, en til Banda­ríkj­anna, en aðeins um 19% útflutn­ings Breta fer þang­að.  

Til hvers var þá farið í þessa veg­ferð? Ástæða hennar er gam­aldag þjóð­ern­is­hyggja og „nostal­gískir“ draumar um eins­konar endu­vakn­ing­u/end­ur­lífgun á breska heims­veld­inu. Draumar um ein­hvers­konar aft­ur­hvarf til glæst­ari tíma heims­veld­is, „þar sem sólin sett­ist aldrei“ eins og gjarnan var sagt. En þeir tímar eru liðnir og koma aldrei aft­ur.

Látið undan duttl­ungum lýð­skrumara 

Í raun var verið að láta undan duttl­ungum manna á borð við Nigel Fara­ge, fyrrum for­manns UKIP-­flokks­ins, sem hefur gagn­rýnt harð­lega ESB og það sem hann hefur kallað „el­ít­ur“ (vald­kjarna/­yf­ir­stétt) ESB. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Breta frá 2010-2016 gerði það og lof­aði kosn­ingum um ESB. Drop­inn hafði holað stein­inn. Það kald­hæðna er þó hins­vegar að Farage er sjálfur (og hefur ver­ið) hluti af þess­ari yfir­stétt, en hann hefur setið á Evr­ópu­þing­inu í um 20 ár, en hverfur nú það­an. Það má því segja að hann hafi verið að berj­ast fyrir því að segja sjálfum sér upp vinn­unni. UKIP er jað­ar­flokkur í breskum stjórn­málum og svo­kall­aður lýð­hyggju­flokk­ur, en þeir flokkar sem ástunda það sem kallað er lýð­hyggja (enska;„pop­u­l­is­m“). 

Slíkir flokkar höfða til kjós­enda með ein­földum boð­skap og ein­földum lausnum á flóknum vanda­mál­um. Til dæmis að reka inn­flytj­endur á brott af því þeir séu fyrir og hleypa ekki flótta­mönnum inn af því þeir séu hættu­leg­ir. Allir vita að þetta er hins­vegar ekki rétt. Inn­flytj­endur eru hvorki fyr­ir, né hættu­legri en annað fólk. Þeir eru ein­fald­lega venju­legt fólk sem vill hafa vinnu og tekjur og búa í friði og ró með öðru fólki.

Erf­iðu landa­mærin

Eitt af erf­ið­ustu deilu­málum Brexit er skipu­lag mála á Írlandi, sem skipt­ist í lýð­veldið Írland og svo N-Ír­land, sem til­heyrir Bret­landi. Á N-Ír­landi geis­aði borg­ara­stríð frá 1969-1998, þegar samið var um frið. Grunnur deil­unnar var einmitt hvort N-Ír­land ætti að til­heyra Bret­landi eða sam­ein­ast Írlandi. Í þessum átökum lét­ust um 3000 manns að minnsta kost­i. 

Þegar Bret­land fer út úr ESB getur því skap­ast vanda­mál; „hörð landa­mæri“, en eins og staðan er núna þá flæðir allt (vör­ur, fjár­magn, vinnu­afl og þjón­usta) nán­ast frítt á milli svæð­anna, þar sem þau eru bæði í ESB. Sér­stök lausn hefur verið fundin á þessu sem kall­ast „Back­stop“ en í henni felst í raun að halda málum óbreyttum þar til önnur var­an­legri fram­tíð­ar­lausn finnst. Þetta er mála­miðl­un. Með hörðum landa­mærum“ myndu hins­vegar skap­ast veru­leg vand­ræði.

Boris John­son hefur lýst þess­ari lausn sem and-lýð­ræð­is­legri. En hvað er and-lýð­ræð­is­legt við það að passa upp á að allt fari ekki aftur í bál og brand á N-Ír­landi? Ekk­ert! Er John­son reiðu­bú­inn að fórna þeim friði á ein­hverju Brex­it-báli? Það verður hrein­lega að gera allt til þess að friður hald­ist. Og enn sem komið er er ekk­ert útlit fyrir að ESB bakki í sinni afstöðu til hinna rúm­lega 500 kíló­metra löngu landamæra ríkj­anna. Hér er verið að verja gríð­ar­lega mik­il­væga hags­muni.

Lygar og rang­túlk­anir

Brexit er afurð einnar lúa­leg­ustu stjórn­mála­her­ferðar seinni tíma. Kjós­endur voru mataðir með mis­vísandi og jafn­vel röngum upp­lýs­ing­um, bæði í hefð­bundnum fjöl­miðl­um, sem og á sam­fé­lags­miðl­um. Þar voru að verki þeir sem ég vil kalla „seiðkarla sam­fé­lags­miðl­anna“ – menn á borð við Dom­inc Cumm­ings, en hann var kosn­inga­stjóri útgöngu­sinna. 

Dæmi um þetta eru til dæmis full­yrð­ingar útgöngu­manna um að Tyrk­land sé á leið­inni inni í ESB. Reyndar sagði Boris John­son í ræðu árið 2003 að hann væri fylgj­andi bæði aðild Tyrk­lands að sam­band­inu og eins sagði hann að ef ESB væri ekki til, þá myndi slíkt fyr­ir­bæri verða fundið upp. Reyndar er mjög merki­legt að lesa þessa ræðu John­sons.

Nán­ast engar líkur eru nú á því að ESB sleppi Tyrk­landi inn fyrir dyrn­ar, sér í lagi í ljósi þeirrar mjög svo nei­kvæðu þró­unar í mann­rétt­inda og lýð­ræð­is­málum í land­inu und­an­farin miss­eri. Sem er gott, því gildi ESB sam­ræm­ast alls ekki þeim gildum sem nú eru í gangi í Tyrk­landi.

Einnig full­yrtu Brex­it-­sinnar að ESB væri sífellt að „rúlla yfir Bret­land“ í laga­setn­ingum (traðka á Bret­land­i), en hið rétta er að á Bret­land hefur hallað í mjög miklum minni­hluta þeirrar lög­gjafar sem sett hefur ver­iðí ESB síðan 1999.

Fræg­asta dæmið um mis­vísandi notkun á tölum og stað­reyndum er hins veg­ar sú full­yrð­ing útgöngu­sinna um að við útgöngu myndi Bret­land geta fengið til baka um 350 millj­ónir punda á viku frá ESB, sem ætti að nota til­ heil­brigð­is­mála. Talan 350 er hins vegar „heild­ar­tala“ þar sem afslættir og annað slíkt (sem rætt er hér að ofan) er ekki tekið með. Hin raun­veru­lega tala er því mun lægri. Þetta kall­ast að slá ryki í augu kjós­enda. Þetta var hins veg­ar eitt helsta slag­orð útgöngu­sinna, þ.e.a.s. að ESB væri að merg­sjúga Bret­land á pen­ingum sem ættu ann­ars að fara til heil­brigð­is­mála. Allt þetta var hræðslu­á­róður á hæsta stigi.

Brexit er Brex­it, eða hvað það nú er

Eins og Ther­esa May, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra (sem var fórnað á Brex­it-alt­ar­in­u), sagði; „Brexit þýðir Brex­it“! En eng­inn hefur almenni­lega skilið þennan frasa eða hvað hann felur í sér, ein­fald­lega vegna þess að eng­inn veit nákvæm­lega hvað ger­ist þegar Bretar segja skilið við ESB! Allra síst þeir sem settu málið í gang.  

Þetta er því ein alræmdasta óvissu­ferð sem menn hafa lagt í og hún virð­ist hafa fyrst og fremst hafa verið byggð á þrá eftir gömlum tímum og til­finn­ing­um, en ekki á rökum eða skyn­semi. Hvað þá á því hvað væri best fyrir breskan almenn­ing. Hér er því um að ræða aft­ur­virka breyt­ingu (enska;„r­eact­ion­ar­y“). Þeir sem stuðl­uðu að Brexit hafa ekk­ert í hönd­unum og vita ekk­ert í raun hvað þeir fá í stað­inn. Sem og breska þjóð­in. En Bretar kusu út og út munu þeir fara.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar