Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?

Matthildur Björnsdótti heldur áfram að fjalla um goðsagnir.

Auglýsing

Í síð­ustu grein tal­aði ég um hina þrá­látu goð­sagnar trú um konur þar sem ég taldi upp ótal ástæður fyrir að það sé meira í konur búið, og að við/þær koma inn í hvert líf fyrir eitt­hvað og það er ekki alltaf til að poppa út sem flestum þegn­um.

Þeir sem settu allar þessar goðsagnir upp, ekki bara um konur heldur ótal margt annað eins og lífið almennt, sem og jafn brenglaðar goðsagnir um karl­kynið og hvernig það ætti að virka.

Ef þessar goðsagnir virk­uðu til forna, þá er sá tími lið­inn og sköpun og þróun mann­kyns sem og offjölgun og ofnotkun á gjöf jarðar eru farin langt fram úr jafn­vægi.

Auglýsing

Þessar goðsagnir bönn­uðu karl­mönnum að fella tár, vera nær­gætn­ir, sinna hús­verk­um, aka barna­vögnum eða kerrum, fæða börnin sín og þar fram eftir göt­un­um.

Með því komu auð­vitað alls­konar aðrar lífs­tak­mark­anir og þá skortur á að þroska sínar fín­gerð­ari til­finn­ing­ar.

Það að þeir sem voru aðal leið­bein­endur þjóða um lífið voru á því að skapa slíka tak­mörk­un­ar-ramma bæði af þörf og líka van­þekk­ingu og skorti á inn­sæi í það sem mann­verur voru skap­aðar með og fyr­ir.

Sem dæmi um trú á goð­sögn er að fyrir nokkrum ára­tugum síðan sagði ég fyrrum sam­s-­starfs­konu frá því að ég hafði farið að heim­sækja systur mína í Banda­ríkj­un­um. Þá sagði hún:

Að taka hluti of bók­staf­lega án gagn­rýnnar hugs­unar

Nei, það er ekki mögu­legt. Konur geta ekki farið einar í ferða­lag. Ég hafði samt gert það og kom lif­andi til baka eftir nokkrar flug­ferðir þar sem ég þurfti að skipta um vél í Banda­ríkj­unum til að kom­ast á áfanga­stað og svo til baka.

Þetta dæmi, athuga­semd þess­arar konu var greini­lega frá dæmi um hvernig goð­sagn­ar-­at­riðið um að konur væru of linar og veik­lyndar og ósjálf­stæðar til að geta farið einar í ferða­lag, hvað þá margra flug­ferð hafði læst sig inn í heilabú hennar um „trú“ og hún ekki haft þá heila­virkni að geta skoðað það frá sjón­ar­miði spurn­ing­ar? Spurn­ingin er af hverju? Var það af því að þá þyrfti hún ekki að hugsa um að reyna nýja hluti, eða hrædd?

Á þeim tíma átti ég eftir að fara ein í nokkrar aðrar ferðir og eina alla leið yfir hnött­inn tvisvar sinn­um, og er enn á lífi.

Það kall­ast að læsa atriðið inni sem stað­reynd, sem samt er ekki og var ekki stað­reynd heldur þá, því að þá höfðu ótal konur ferð­ast einar hingað og þangað um heim­inn og nokkrar flogið flug­vélum sjálfar þar sem þær höfðu fært sig út úr slíku við­horfi og trú eða sloppið alger­lega við heila­þvott­inn.

Blessuð konan sá ekki að kona gæti einu sinni ákveðið að fara ein í ferð, pantað sér far, ákveðið hvenær þyrfti að leggja af stað á flug­völl­inn, svo að bóka sig inn, setj­ast í flug­vél­ina og hafa hug­ann í til­hlökkun og von­andi ekki með neinar áhyggjur af að flug­vélin myndi hrapa. Svo að skipu­leggja og bóka hótel ef næsta flug yrði næsta dag og sjá um sig á ýmsan hátt.

Slíkt við­horf er sorg­legt dæmi um upp­eldi um að eiga að vera alger­lega áhrifa og ákvarð­ana­laus um líf sitt.

Ég var ansi ákvarð­ana­laus um líf mitt fyrstu tíu til tólf árin og með tak­mark­aðan ákvarð­ana mögu­leika í mörg ár eftir það, og þá alla vega að hluta til vegna dul­innar trúar ann­arra í kring um mig á þessa kven­goð­sögn. En ekki allt um með­ferð­ina á mér var að öllu leyti vegna goð­sagn­ar­inn­ar, heldur var slatti af því af ýmsum öðrum ástæð­um.

Það hent­aði mörgum bæði körlum og konum að halda slíkri trú að stúlkum til að halda þeim heima við og sjá um að þær væru heima til að elda, skúra, baka og sjá um heim­il­ið. Og ýmsir vildu vera vissir um að ættin ætti að víkka út frá þeim án þess að einu sinni ræða það við þær eða syn­ina.

Og er það við­horf enn séð af mörgum sem hluti af nátt­úru­lög­mál­inu án hugs­un­ar.

Af þessum ástæðum var sem það væri séð sem mjög óæski­legt að örva heilabú kvenna til auk­ins hug­mynda­flugs um sig og aðra mögu­leika í líf­inu. Það eru enn að koma út sögur um að feður hafi viljað stoppa menntun dætra af því að þeir sjá hana sem sóun af því að menntun geti ekki nýst í for­eldra­hlut­verk­inu.

Nátt­úran sýnir annað dæmi en það sem trú­ar­brögð hafa haldið að mann­kyni

Þó svo að stór hluti kvenna á seinni tímum sé að færa sig út úr þess­ari goð­sögn sem hefur verið klínt á okkur kven­kyn um ald­ir, er samt greini­legt að hún er enn við lýði en trú­lega meira í þriðja heims lönd­um, en birt­ist stundum í nýju formi.

Það sem goðsagnir fyrir bæði kyn gera, leyfir þeim sem það hentar að trúa á þær til að fela frum­hvöt og tæki­færi til sköp­unar á bak við þá goð­sögn. Oft af sterkri trú í þeim sem hafa það ekki sér að skjóta eig­in­leikum úr öðrum hluta heila­bús­ins fram til ríkj­andi við­horfs til að efast og spyrja. Kannski er það líka af leti, kannski frá upp­eldi, kannski frá þeim kring­um­stæðum sem eru í kring um þau í smáu sam­fé­lagi, og svo fram­veg­is.

Og kannski frá „fix­ed“ stjörnu­merki sem er um að vera óhagg­an­leg­ur.

Ef við skoðum nátt­úr­una og sköpun og allt sem mann­kyn hefur gert í næstum 2019 ár þá er það ansi mik­ið, en meiri fram­farir hafa orðið á ver­ald­ar­-­gæða-svið­inu en hvað varðar mann­lega hegð­un. And­legur og til­finn­inga­legur þroski er ansi langt á eftir ef við eigum að skoða hegð­un, miðað við alla rök­hyggj­una og hug­mynda­flug sem hefur farið í að stein­steypa og tækni­væða plánet­una.

Nú hefur viss hluti mann­kyns látið af Goð­sögn­inni og trúnni að sam­kyn­hneigð sé skekkja í sköpun og er loks­ins að við­ur­kenna hana sem slíka, og sama á við um þá sem hafa upp­lifað sig fæð­ast í röngum lík­ama. Svo eru alls­konar fljót­andi kyn­hneigðir líka komnar upp í ljósið sem hluti af sköpun og hafa alltaf verið sem er að kveðja gömlu goð­sögn­ina og trúna um það, þó að ekki séu allir komnir um borð fyrir þá opn­un. Allir þessir hlutir hafa verið til frá upp­hafi, en verið faldir um ald­ir.

Blekk­ingin í trúnni á að fal­leg and­lit sýni sams­konar inn­ræti

Áhersla á mik­il­vægi útlits er enn önnur algeng goð­sögn og er oft mjög tak­mark­andi um það hver mann­veran er hið innra. Það að telja að mann­vera sem er með góð hlut­föll í and­liti og lík­ama hafi meiri innri gæði í sér, er engan veg­inn tryggt. Það er eitt af þessum goð­sögnum frá högg­myndum frá for­tíð­inni sem og því sem er oft haldið að fólki í dag.

And­stæð trú og goð­sögn er að þeir sem drepi fólk hljóti að vera mjög ljót­ir, þegar lang­flestir þeirra sem ég hef séð hafa verið mjög lag­legir og sumir hreint og beint þræl mynd­ar­leg­ir.

Það er bara einn sem ég man eftir að sjá sem lítur út eins og við myndum ímynda okkur að það hvernig kristni mál­aði djöf­ul­inn.

Það var kona myrt í Mel­bo­urne fyrir rúmu ári síðan sem hafði verið lokkuð af mjög mynd­ar­legum manni sem margar konur myndu jafn­vel kalla kynæsandi og fór hann svo með hana út í skóg og nauðg­aði henni og drap.

Okkur er gefin nátt­úru­legt við­vör­un­ar­kerfi sem ekki allir skilja notkun á

Lík­am­lega við­vör­un­ar­kerfið sem á ensku er kölluð „gut feel­ing“ er í kring um nafl­ann og fer í hærri spennu ástand þegar hætta er á ferð­um, en er því miður ekki kennt nægi­lega né fólk hvatt til að hlusta á lík­amann og við­vör­un­ar­kerfi hans með að nota öll sex og sjö skiln­ing­ar­vitin áður en þau fari með ókunn­ugum eitt­hvað, til að vera mjög viss um að ekki sé verið að setja sjálfan sig í lífs­hættu. Blind trú á að allir þarna úti séu englar er því miður ekki alltaf satt.

Of margir hafa haft slíkt slegið úr sér af því að for­eldr­arnir skildu ekki þessa gjöf og vildu og vilja ekki að barn geti séð um sig sjálft að því marki að setja sig ekki í hættu og það trú­lega stundum kostað ein­stak­ling­inn líf­ið.

Atriði í kvik­mynd­inni Lion um dreng í Ind­landi sem býr við mjög ein­föld lífs­skil­yrði með móður sinni í litlum skúr með engri tækni eða raf­magni og auð­vitað engum síma og veit ekki einu sinni nafnið á móður sinni sem hann þekkir bara sem móður og hefur ekki heyrt neinn nota það.

Kvik­myndin Ljónið sýnir þennan litla dreng hafa þá gjöf þegar hann tapar af bróður sínum í lest­inni og verður eft­ir. Hittir svo konu sem vill vera góð við hann en með slæmri ætl­un. Þegar mað­ur­inn kemur svo sem hún er í liði með og skoðar hann skynjar dreng­ur­inn strax dökka orku og slæma ætlun og flýr hið skjótasta um leið og mað­ur­inn er far­inn.

Svo hvaða goð­sögn er að baki því að kenna börnum ekki að nota öll skiln­ing­ar­vitin og skynjun sína? Ef dreng­ur­inn í Lion mynd­inni hefði ekki verið svo stilltur inn á sjálfan sig sem í hans til­felli var af því að hann lifði við mjög frum­stæð lífs­skil­yrði hefði hann orðið kyn­lífs­þræll.

Sú saga er sönn og ég sá og heyrði við­tal við þann mann sem svo kom ætt­leiddur til Ástr­alíu og lýsti þessu atviki þar sem Anh Do var að gera mál­verk af hon­um.

Goð­sögnin um mik­il­vægi hlýðni er of oft tekin of langt. Vilji eins er ekki endi­lega alltaf gott eða rétt fyrir þann sem við­kom­andi vill að gefi inn. Þá er ég ekki að meina að það eigi ekki að fara eftir almennum lög­um, sýna mannúð og til­lits­semi, en það að verða að hlýðn­is-­vél­menni van­þroskaðra for­eldra og hug­mynda innan sumra kerfa í sam­fé­lag­inu er annað og er stundum hrein­lega skað­legt fyrir ein­stak­ling­inn.

Af hverju átti að fremja þær til­finn­inga­legu skemmdir í tauga­kerfum og heila­búum drengja frá hug­myndum ein­ræðis í heilum ann­arra karl­kyns mann­vera.

Það að sjá her­sýn­ingar þar sem ótal karl­menn hreyfa sig sem vél­mennis tind­átar fær mig alltaf til að fá verk í hjart­að, af því að það er ekki sam­kvæmt mann­legu eðli að vera það heila­þveg­ið. Mann­verur gerðu það að gildi.

Að gera for­eldra að guðum er önnur goð­sögn sem er mjög van­hugsuð

Lengi vel var við­horfið það að í augum for­eldra áttu börn að vera séð en ekki heyrð. Hvaða goð­sögn var það? Og ég heyrði presta tala um for­eldra sem Guði þegar ég var ung.

Á hvaða kenn­ingum um heila og sál og þroska barna var það byggt?

Það er ekki séð frá sam­sköp­unar vinnu á milli for­eldra og barna, og á það til að lama vissa hluti í heilum barna. Ég tel að þetta með að börn eigi að vera séð en ekki heyrð hafi verið af van­þekk­ingu lengi vel, svo áhuga­leysi for­eldra. Og því að þau sáu ekki dýr­mæti og verð­mæti í að örva heila barna sinna á góðan hátt fyrir fram­tíð­ina. Faðir minn svar­aði spurn­ingum sínum til mín til dæmis til mín yfir­leitt sjálf­ur, af því að hann var greini­lega að vilja sleppa því að hlusta á mig.

Hér kemur einn af gömlu máls­hátt­unum upp í hug minn: Það sem höfð­in­gj­arnir haf­ast að, hinir ætla að sér leyf­ist það. Og virð­ist það vera ansi afstæð hugs­un.

Svo kemur hinn: Eftir höfð­inu dansa lim­irn­ir. Svo að ef Goð­sögnin sé að leið­togar ekki bara þjóða heldur líka fjöl­skyld­u-­feður og for­eldrar séu til fyr­ir­myndar í hegðun og við­horf­um, eins og þessir tveir máls­hættir halda fram, og þá að gefa í skyn að við ættum öll að líta til þeirra sem fyrir mynd­ir, er marg­komið í ljós að sú stað­hæf­ing er ekki nærri alltaf sönn. En ein­hverjir vilja setja poka yfir höfuð og heila fjöl­skyldu­með­lima sinna og eða þjóða sinna til að fá ekki neina gagn­rýni.

Mik­il­vægi þess að börn upp­lifi að for­eldrar hafi áhuga á þeim

Áhugi fyrir að kafa inn í huga barns­ins með góðum spurn­ingum til að kynn­ast því vel sem myndu kalla huga barns­ins inn í sig til finna meira um sjálf sig hið inn­ra, og svo til að tjá það sem þar er, er það sem ég sé og heyri nokkuð af í versl­un­ar­mið­stöðvum hér þegar ég sit og drekk kaffið mitt, og for­eldrar með börn sín eru í kring um mig. Það eru sam­ræður sem ég upp­lifði ekki á mínum tímum sem barn né vitn­aði for­eldra gera neitt af neinu gagni.

Svo að sú heila­þróun fór oft í ýmsar áttir og það ekki endi­lega alltaf æski­leg­ar, og fer enn, eins og sést í að svo mörg ung­menni geta ekki lifað með sínu innra eðli, til­finn­ingum og hugs­un­um. Og verða að slá allt slíkt út með dópi. Heilabú þurfa að fá góða örvun og hvatn­ingu svo að það verði ekki of mikið tæki­færi og opnun fyrir enda­lausar nei­kvæðar hug­myndir um sjálft sig í heilum ung­menna. Svo mikið af sjálfs­morðum ung­linga segir sína sögu um það.

Alkohól­ismi var flótt­inn um ald­ir, en svo kom dópið til sög­unnar sem annað val um að þurfa ekki að vera með sjálfum sér.

Goð­sögnin um að allir væru og ættu helst að vera bara rök­hyggjan ein, og að til­finn­ingar væru óþarfi en ágætar spari fyrir ást og fjölgun á mann­kyni á meðan á kyn­mökum stend­ur, og það enn meira varð­andi karl­kyn­ið.

Svo virð­ist sem það sé enn í gangi ef við sjáum dóp­neysl­una sem beint fram­hald af því að kunna ekki að lifa með eigin heila­búi og til­finn­ing­um.

Og það lík­lega af því að það sé ekki nægur tími, nægur skiln­ing­ur, nægt inn­sæi í hinar miklu þarfir barna sem minnka ekki neitt þegar þau verða ung­ling­ar, heldur aukast og þarfir breyt­ast og fara á nýtt stig til að und­ir­búa þau fyrir það sem kall­ast að verða full­orð­inn.

Ég vel frekar að nota orðin „ lang­tíma þroska­skeið til lífsloka“ af því að í raun hef ég ekki séð eða heyrt marga ná því sem orðið full-orð­inn segir í mínum huga. Jafn­vel ekki lang háskóla­gengna ein­stak­linga, og ekki tel ég mig hafa þann stimpil á sjálfri mér.

Veru­leik­inn um hvað upp­eldi væri í raun birt­ist mér ekki fyrr en eftir að koma hingað og sé ég að allir sem ég veit um á Íslandi hafi frekar fengið barna­gæslu en svo kallað upp­-eldi.

Barna­gæsla er meira um grunn­þarfir yngri barna, en upp­eldi eins og hvernig það opn­að­ist fyrir mér hér í Ástr­alíu er um að sjá efni­við­inn í barn­inu og hæfi­leika sem og slæmu hegð­un­ina og kunna að leið­beina ein­stak­lingnum eftir því sem hann eld­ist til að ná því marki og þeim til­gangi sem líf hans eða hennar er til að vera um, svo að ein­stak­lingar blóm­stri með það sem í þá er spunn­ið.

Goð­sögnin þar hefur verið að allir sem geta búið til börn séu með öll próf upp á allt um upp­eldi, sál­fræði, skipu­lagn­ingu, að vera sér­fræð­ingur í hverju sem er. Goð­sögn sem einnig er lygi. Mikið gagn gæti verið í að hafa ein­hver stig af fræðslu og kennslu um hvernig á að vera for­eldri í gagn­fræða­skólum og mennta­skólum og nám­skeið boðin þeim sem hafa ekki aðgang að þeim eða hafa lokið skóla­göngu.

Svo hvað með nýjar goðsagnir um nýju tækn­ina?

Mögu­leik­inn á tján­ingu í heim­inum hefur hrein­lega verið sprengja á við kjarn­orku­sprengj­una. Hvaða Goðsagnir munu þeir fjöl­miðlar skapa? Hvað það geri nútíma kyn­slóðum að meiri tíma sé varið í að horfa á þessa nýju síma en að tala saman er nokkuð sem mun sýna sig á næstu tutt­ugu árum.

Hvaða hlutar heila­hvolfa nýt­ast þar eða til­finn­ingar er nokkuð sem ég veit ekki, því að ég er með gam­al­dags flökku­síma með tökk­um, en ekki snert­i-skjá. Og ég var orðin meira en fer­tug áður en ég hélt á mínum fyrsta flökku­síma árið 1999. Þegar ung­börn í dag eru snill­ingar á slík tæki.

Annar afi minn myndi hrein­lega elska að hafa þessi nýju tæki í hönd­unum ef hann væri á lífi í dag, af því að hann kom frá fram­tíð­inni og elskaði allar nýj­ung­ar, þegar hinn afinn var frá for­tíð­inni, og vildi ekki einu sinni hafa sjón­varp þegar það kom.

Mun þessi tækni tak­marka sumt um leið og það víkkar út annað um hvað fólk viti?

Ég heyri alls­konar við­var­anir í sjón­varpi og útvarpi um ofnotkun á þessum tækjum og leið­bein­ingum um tíma sem sé í lagi að þau séu not­uð, en ég er ekki dóm­bær á það né sér­fræð­ingur í því. Mér blöskrar þó að að sjá að hvar sem ég er, sé ég fólk á öllum aldri frá smá­börnum til gam­al­menna gláp­andi á þessi litlu tæki.

Ef þetta með næma snert­ingu á skjánum sem ég kann ekki að gera, því að ég týni þeim alltaf þegar mér er sýnd mynd á þeim. Og ég velti því fyrir mér hvort og hvað það geri hugs­an­lega í tauga­kerfum og heilum fólks?

Fræð­ingar telja að þessi tæki séu tak­mark­andi fyrir félags­legan þroska barna ef þau eru notuð í of marga tíma á dag.

Goðsagnir eru tak­mark­andi af því að þær eiga það til að læsa fólk inni í því sem var og er þegar í þeim í stað þess að bjóða nýjum og betri hug­myndum inn. Þegar það eru auð­vitað alltaf viss góð eilíf gildi sem við þurfum að halda í eins og mann­úð­ina.

Mál­efni þeirra með fjöl­breytni í kyn­hneigð er nýtt við­fangs­efni í heim­inum eftir að því hafði verið haldið að mann­kyni að það væru bara tvær teg­undir af til­finn­ingum og kyn­hneigð af því að fólk trúði því sem fákunn­andi menn höfðu skrifað í bók fyrir mörgum öldum síðan sem leið­sögu­bók um lífið og köll­uð­u Biblíu áður en vís­indi og meiri með­vit­und varð í mann­kyni sem er þekk­ingin í dag. Og of margir hafa tekið inni­hald þeirra síðna sem heilagan ógagn­rýn­an­legan sann­leika um það sem hefur samt aldrei verið sann­leik­ur. Því að nátt­úran og sköpun er mun marg­vís­legri en það sem þeir sem skrif­uðu bók­ina sáu eða skildu um plánet­una og mann­ver­ur, og sumir með­taka sem sann­leik enn þann dag í dag.

Það hefur kostað það að þeir sem hafa haft aðra upp­lifun um sig orðið að vera í felum og líða illa á allan hátt sem þau væru í eins­konar hel­víti vegna höfn­un­ar.

Það var gott að sjá skrif Drífu Snæ­dal um það. Það var enn eitt dæmi um slæma og ógagn­lega goð­sögn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar