Hin þráláta goðsögn um konur

Matthildur Björnsdóttir fjallar um það sem hún kallar goðsögn um konur.

Auglýsing

Það er enn alveg ótrú­leg goð­sagn­ar­trú í gangi með hvað sé eða eigi að vera „kven-eðli“. Og það þrátt fyrir alla­vega tvö mikil bar­áttu­tíma­bil þeirra/okkar kvenna fyrir rétt­indum okk­ar. „The Suffregetts“ köll­uð­ust þær konur sáu sig knúnar til að rísa gegn hug­myndum um konur fyrir rúmum hund­rað árum, og snérist bar­átta þeirra um að berj­ast gegn því að þær væru séðar sem fast­eign manns­ins. Og svo líka að hafa rétt til að kjósa og hafa áhrif á sam­fé­lag sitt, að jöfnu á við það sem karl­menn höfðu haft.

Svo var það bar­áttan víða um heim á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar sem tók ný skref með nýjum mál­efnum sem þurftu að fá leið­rétt­ingu, eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og að karl­menn væru með í að sinna börnum og heim­ili.

Auð­vitað hafa bar­áttu­mál­efnin verið miðuð við það sem efst var í huga kvenna á þeim tím­um, og verða í fram­tíð­inni við hvað kemur í ljós að þörf sé fyrir að ná fram. Auð­vitað var langt því frá að hugsun um öll mál­efnin sem konur glíma við væru á dag­skrá þá.

Auglýsing

Mikið af þeim bar­áttu­mál­efnum voru meira tengd rök­hyggju­sviði og þau fyrstu voru að konur vildu ekki vera séðar sem fast­eign karl­manna. Það er samt enn gefið í skyn sem veru­leiki í mál­fari um að gift­ast eins og í hinu íslenska orði brúð-­kaup. Hug­mynd­irnar sem voru dýpst í rótum goð­sagnar um kven­kyn voru þó ekki snertar í þessum bar­áttu­törn­um.

Þau þurftu og þurfa að rísa eftir því sem mann­kyn vaknar betur til til­finn­inga og alls­konar þarfa í líf­inu. Það síð­asta er #MeToo-hreyf­ingin sem er að taka mál­efnin dýpra inn í til­finn­ing­arn­ar.

Það hafa ekki allar konur hina miklu móð­ur­þrá

En goð­sögnin sem er að gera æ fleiri konum lífið erfitt núna sem og um ald­ir, er sú að svo margir hafa það álit að það sem ég ætla að leyfa mér að kalla „móð­ur­-kubb­inn“ (ný­yrði mitt) sé með­fæddur í öllum kon­um, og fari í gang á fullu um leið og blæð­ingar hefj­ast.

Það hefur þó aldrei verið satt, né einu sinni sann­an­legt vís­inda­lega né á annan hátt. Og hef ég lært það af að vitna báðar ömmur mínar sem greini­lega höfðu margar aðrar þrár en þá einu að fjölga mann­kyn­inu. Þær sköff­uðu þjóð­inni þó fimm börn hver.

Þær voru báðar fæddar um 1890 eða á sama tíma og „The Suffregetts“ fóru af stað í öðrum löndum en ég er ekki viss um að þær hafi vitað um þá hreyf­ingu þegar það voru engir fjöl­miðlar og þessar tvær konur sluppu með að fjölga um fimm frekar en tutt­ugu sem var víst ansi algengt þá að kona fæddi í heim­inn, hvort sem börnin lifðu eða ekki. Og sú tala gæti hafa komið til til að fá mann­inn til að taka meira til­lit til þeirra, til að skapa ekki erf­ið­leika.

Ég hef kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í gegnum að skoða margt um hvernig þessi afkvæmi-ætt­ingjar komu út, að hvorug þeirra var með þetta svaka háa móð­ur­eðli sem reiknað var með, og er reiknað með enn þann dag í dag að allar konur hafi fæðst með. Og börnin þeirra fædd­ust ekki með það háa til­finn­inga­lega sjálf­virði sem samt var að ger­ast í ein­staka kvenein­stak­lingum úti í heimi, af því að for­eldrar voru víð­sýnni. Ég hef séð við­töl við konur sem höfðu það og það frá víð­sýni for­eldra sem sáu mann­veru með mögu­leika, en ekki bústofn í þeim. Þeir leiftr­uðu frá þessu gefna til­finn­inga­lega sjálf­virði sem þær fengu frá unga aldri.

Ein vin­kona mín sem ólst upp í sveit á Íslandi, rétt eftir miðja síð­ustu öld, telur að þá hafi konur oft tekið þá stefnu hið innra að vera til­finn­inga­lega ansi fjar­lægar frá ástand­inu með að fæða börnin í heim­inn. Hvorki andúð né til­hlökk­un, enda hefði verið erfitt að sýna andúð þegar þær sáu sig ekki geta ráðið neinu um sitt líf og síst af öllu um barn­eigna­fjölda. Svo það var meira fyrir þeim, eins og að vita að sólin komi upp næsta dag. Bæði af því að börnin myndu kannski ekki lifa lengi, og í leynd í sum­um, af því að byrðin var svo mikil og erfitt að vera stöðugt barns­haf­andi.

Það var engin hugsun þá í gangi um að það væru til fleiri leiðir fyrir konur til að upp­lifa virði sitt sem kven-­mann­verur með aðra eig­in­leika í heil­anum en að fæða börn í heim­inn. Alla­vega heyrði ég aldrei neitt í þá átt­ina að það væri jákvæður mögu­leiki og voru konur oft séðar þannig að eitt­hvað mikið væri að þeim ef þær hefðu ekki fætt börn í heim­inn.

Ég sé það að sjá konur bara sem eins­konar bústofn til undan­eldis um leið sem van­virð­ingu ekki bara fyrir þeim heldur líka börnum sem þær fæða í heim­inn af því að þeim er ekki gefin sú opnun og það tæki­færi og tími til að upp­götva innan frá hvað líf þeirra eigi að snú­ast um, hver köllun þeirra sé ef þær koma með sterka köllun inn í það líf. Og öll börn eiga rétt á að koma til þeirra sem þrá að verða for­eldr­ar.

Það er áber­andi að sjá van­þrosk­ann í slíkri ofstjórn á ungum konum í sam­an­burði við þær konur sem fengu þá hvatn­ingu frá for­eldrum um að stýra sínu eigin lífi. Það virkjar mann­ver­una til að lifa frá sínum eigin kjarna og sjálfsinn­sæi sem þá leiðir til að þær sýndu frum­kvæði í öðrum greinum lífs­ins, og kemur frá því djúpa sjálf­virði.

Ég er stöðugt að læra um sjálf­virði á til­finn­inga­sviðum frá konum sem brutu blað með ann­ars­konar störfum af því að for­eldrar þeirra sáu þær ekki bara sem eins­konar bústofn til undan­eld­is. Heldur létu þær vita að þær ættu að finna sína leið um hvað líf þeirra ætti að vera en flestar urðu for­eldrar þegar það var rétt fyrir þær. For­eldr­arnir settu þar með þá kveikju í þeirra innra sjálf sem veitti þeim byr sem konur missa af þegar þeim er bara ætlað að fæða af sér börn.

Sjálf­virði var ekki til í því umhverfi sem ég kom úr á Íslandi. Ég heyrði presta aldrei heldur ræða neitt í þá átt og ef eitt­hvað töl­uðu þeir frekar um að konur væru lægri í stig­anum sem mann­verur og erum við enn að sjá slík við­horf.

Hinn harði veru­leiki

Auð­vitað vitum við að mjög margar konur voru fórn­ar­lömb kyn­hvata vegna sam­banda þeirra við karl­kyn. Svo að í þeim til­fellum voru þær svo veik­lyndar frá upp­eldi og und­ir­gefn­ar, að þær gátu ekki séð um að sínum eigin þörfum væri mætt með til­lits­semi til lík­ama þeirra, og krafna til hans. Og það af því að karl­inn réði öllu. Þær fæddu því oft mörg börn án þess að upp­lifa sig hafa val, þrá eða áhuga fyrir því að sjá um stóran fjölda barna, sem oft þýddi auð­vitað mikla fátækt og basl. Af því að það var erfitt að kreista meiri fjár­hags­lega afkomu frá búskapnum og frá lík­ömum þeirra.

Hvert barn sem bætt­ist í hóp­inn kost­aði að það þurfti að hafa meiri fæðu, meiri föt, fleiri rúm, eða í torf­hýsum minna pláss í rúm­inu sem oft var deilt með tveim eða þrem öðrum lík­öm­um.

Af hverju er þessi þrá­hyggja varð­andi þessa goð­sögn enn í gangi?

Áður en getn­að­ar­varnir komu til, var ekki einu sinni til hugsun eða neinn veru­leiki um að huga að því hvort að konan hefði náð að vita hvort hún hefði fundið þá þrá hið innra fyrir það að verða for­eldri eða ekki. Af því að það var ekki í orða­forð­anum né almennt í veru­leik­an­um. Alla­vega man ég ekki eftir að hafa heyrt tjá­skipti um slíkt. Og öllum var ætlað að hafa maka, ann­ars var fólk séð sem eitt­hvað væri beyglað við það.

Samt hef ég heyrt um nokkrar óvenju­legar und­an­tekn­ingar frá því von­leysi sem of margar konur bjuggu við, í sögum um ein­stakar konur í gegnum ald­irnar sem hafa vitað það fyrir sig hvað líf þeirra ætti að vera um og ekki fengið það yfir sig frá for­eldrum sínum að þær yrðu að gift­ast og skaffa þegna. Og nýleg bók um 100 konur sem hafa breytt heim­inum með því sem þær gerðu sem var ekki að fæða börn heldur fræði af öllu tagi. Sú bók segir ekki orð um hvort þessar konur fæddu börn af sér í því ferli.

Samt er þess­ari bábylju um þá trú að allar konur fæð­ist með þennan „móð­ur­-kubb“ enn haldið við í hugum margra enn þann dag í dag árið 2019, og oft líka í konum sem hafa greini­lega haft þann kubb í sér, og eiga því greini­lega erfitt með að með­taka að það séu ekki allar konur þannig. Nú eru svo greinar í blöðum sem ungt fólk skrifar og er að kvarta undan frekju í for­eldrum um að heimta að þau fái barna­börn, en unga fólkið er ekki á því að fjölga. Og ef það kemur á dag­skrá hjá þeim, þá ekki strax, heldur þegar þau eru til­bú­in.

Sem betur fer eru konur loks­ins að tjá sig um sinn sann­leika sem upp­lifa ekki að hafa þennan „móð­ur­-kubb“. Það er mikið skref fyrir þær að sýna þann kjark að þó að þær séu ungar og hafi blæð­ing­ar, að þá hafi engin kviknun orðið í þeim um að það sé „móð­ur­-kubbur“ í þeim og eru þær sáttar við það. Og það er þeirra ferð í þessu lífi.

Móð­ur­ást er oft afstæð

Goð­sögnin um hina miklu móð­ur­ást er önnur teg­und af goð­sögn, sem er bara það, af því að það eru því miður ansi margar konur sem hafa fætt börn af sér, en í raun viljað annað líf fyrir sig. Þau hafa komið inn í líf þeirra frá ýmsum ó-út­hugs­uðum kring­um­stæð­um.

Hugsa sér þessar stelpur í Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum sem eiga for­eldra sem sjá þær eins og þær séu bústofn. Þau vilja flýta sér að koma dætrum undir karl­mann um leið og blæð­ingar byrja og telja að þær séu full­færar um að lifa kyn­lífi og að ganga með barn í lík­ama sem enn er á stigi barns. Þessir for­eldrar eru víða um heim, af því að mörg þeirra hafa flutt til lýð­veld­is­landa, þó að þau hafi ekki tekið mein­ingu þess inn í sig hvað lýð­ræði og visst frelsi þýði, til að lifa sam­kvæmt því. Áströlsk kona sem er kven­sjúk­dæma­læknir varði starfsævi sinni í Afr­íku við að sauma saman líf­færi í barn­ungum stúlkum sem höfðu verið seldar í hendur manna sem gerði þær barns­haf­andi þegar lík­am­inn átti langt í land áður en hann yrði til­bú­inn að hýsa fóstur svo að veggir á milli líf­færa rifn­uðu.

Svo er það þessi sér­kenni­lega hjá­trú sem ég las um í bók­inni „Doing Harm“ eftir Maya Dusen­bery sem var á þá leið, að fólk trúði að ef stelpum væri ekki komið undir karla um leið og blæð­ingar byrj­uðu, þá yrðu þær eins­konar „wand­er­ing wombs“ – til vand­ræða. Gang­andi móð­ur­líf að bjóða vand­ræði. Hugsa sér fákunn­átt­una í að skilja það kerfi þannig.

Ég var um tví­tugt þegar þess­ari goð­sögn var þvingað upp á mig og þá voru engin orð né veru­leiki til heldur á Íslandi um að kona þyrfti að fá sinn tíma og frið til að finna og upp­lifa djúpt innan frá hvað það væri sem líf hennar ætti að snú­ast um.

Þá meina ég ekki álit sam­fé­lags­ins heldur það sem kæmi til hennar innan frá, og frá sál hennar og inn­sæi.

Ég tala oft við konu sem hefur unnið í sjúkra­húsum á Íslandi, í fæð­ing­ar­deildum og víðar og hún hefur auð­vitað vitnað ótal dæmi um and­stæðu þess að þessi goð­sögn eigi við rök að styðj­ast í öllum kon­um.

Hún nefndi dæmi um unga konu sem hafði fætt barn sem hana lang­aði ekk­ert að eiga. Þessi sjúkra­liði sem vissi vel hvað kon­unni leið sem hafði fætt það barn var slegin við að heyra félags­ráð­gjafa sem vann í stofn­un­inni halda því fram að öll börn fædd­ust jöfn inn í þennan heim, því að hún vissi að það væri því miður ekki til­fellið. Það er því miður lygi, og of oft ósk­hyggja og blindni. En auð­vitað væri það guð­dóm­legt ef satt væri.

Ef allar sögur um fæð­ingar óvel­kom­inna barna myndu vera skráðar og lífi þeirra lýst þá myndi það sýna rugl þess­arar gömlu Goð­sagnar og stundum ósk­hyggju karla sem eru svo á um að sanna afrek og styrk sæða sinna, en vilja svo ekki nærri alltaf hafa neitt með afleið­ing­arnar að gera.

Ég sé æ betur að mikið af þessum orðum sem kall­ast „Pro-Li­fe“ fyrir lífið er ansi oft mun meira um dýrkun á sæð­inu sem slíku. Og því miður snýst sú dýrkun ekki nærri alltaf um að þeir sem noti þau slag­orð láti sér annt um blessuð börnin þegar þau hafa komið í heim­inn út úr skjól­inu í móð­ur­lífi.

Það er nefni­lega þá fyrst sem virki­lega reynir á þetta um að vera „Fyrir Líf­ið“ og ég hef ekki heyrt sögur um að Páf­inn til dæmis hafi sent fátækum stór­fjöl­skyldum pen­ing til að styðja líf barna þeirra fyrir utan móð­ur­líf. Vatikanið væri aðeins hóg­vær­ara í útliti ef þeir hefðu verið sam­kvæmir þessum orðum í verki. Ég upp­lifi skila­boð Vatikans­ins mikið til sem sæðis „wors­hipp­ers“ dýrk­end­ur, frekar en alls lífs.

Sú stofnun sá líka um að drepa þá sem hugs­uðu ekki eins og þeir í far­aldri sem gekk á í um fjögur hund­ruð ár og er kölluð „The Inqusition“ þar sem fólk var drepið eða annað slæmt gert því og bækur brennd­ar. Það var engin lífs­virð­ing í því.

Þráin ann­að­hvort rís eða er ekki fyrir hendi

Það var ekki fyrr en ég kom til Ástr­alíu sem ég heyrði konur virki­lega tjá sig um þá þrá um það að verða mæð­ur, og það voru stundum konur sem áttu erfitt með getn­að.

Upp­lifun mín um konur á Íslandi var oft meira að þetta væri það sem gerð­ist og margar ánægðar með það, þegar aðrar þorðu ekki að tjá sig um afstöðu sína.

Það hafa verið sorg­lega margar sögur um dæmi þess að hvorki móðir né faðir elsk­uðu börnin sem þau komu í heim­inn, og sorg­lega mörg morð verið framin sem afsanna lygar presta um „Ást Guðs sem á að vera yfir­fært á og í alla for­eldra“ og er því miður ansi oft bara óraunsæ ósk­hyggja. „Kaka á himn­um“ (ný hugsun í mér um þau orð páfa og ann­arra trú­ar­leið­toga sem þusa um slíkt) orð sem fær­ist ekki nærri alltaf inn í hugi og hjörtu né lík­am­legt líf mann­kyns sem upp­lif­aður veru­leiki.

Það hvernig þessum goð­sögnum var haldið að, ekki bara hinni Íslensku þjóð á þeim árum sem messur demp­d­ust í heilabú mitt sem barns og ung­lings, heldur mörgum er með ólík­indum og stífl­aði kjark og frum­kvæði til ann­arra hug­mynda um líf­ið.

Það er sorg­leg og van­þroskuð ósk­hyggja vegna þess að það er ekki leiðin til að hjálpa fólki í dæmum um kyn­líf og afleið­ingar né góðra ákvarð­ana ein­stak­linga fyrir að fá þráð börn inn í líf sitt.

Né sýnir það við­horf neitt inn­sæi um að mann­kyn hafi ótal aðra mögu­leika til að nota líf sitt fyr­ir. Trú­ar­leið­togar hvort sem það er páf­inn eða aðrir töl­uðu ekki svo að ég muni um mik­il­vægi þess að feður sinntu börnum sem þeir ættu hlut í að kæmu í heim­inn.

Millj­ónir barna fæð­ast enn þann dag í dag án þess að þau upp­lifi það jafn­vægi að hafa ást og umhyggju beggja for­eldra, og þá er ég ekki að meina að þau verði öll að vera í hjóna­bandi, heldur að barnið upp­lifi ást og umhyggju og áhuga beggja for­eldra fyrir sér.

Auð­vitað er það unaðs­legt að vitna þá for­eldra sem hafa verið alger­lega til­búin í allt sem for­eldra­hlut­verkið krefst. Af því að það getur orðið hvað sem er, ljúft í gegn um ævina og til­tölu­lega auð­velt, eða með miklar áskor­anir af ýmsu tagi.

Mann­verur eru einu spen­dýrin sem hafa önnur plön fyrir líf sitt en fjölg­un­ina eina

Eins og ég nefndi í fyrri grein um „Hina ósýni­legu erf­ið­leika“ eru mann­verur einu ver­urnar með brjóst og getn­að­ar­færi sem eru ekki endi­lega í núver­andi lífi og lík­ama til að fjölga mann­kyn­inu, heldur til að takast á við ýmis önnur verk­efni.

Ástr­alía hafði tvær konur á alþingi þjóð­ar­innar sem hafa ekki fætt af sér börn og er rétt fyrir þær báðar að hafa það líf. Sú sem var for­sæt­is­ráð­herra um tíma vissi ung að það væri ekki fyrir hana að fjölga mann­kyn­inu. Nú ferð­ast hún víða til að leggja fræðslu­málum lið í heim­inum með áherslu á að stelpur fái menntun í löndum þar sem það hefur ekki endi­lega verið til­fellið, en hin er enn að vinna í stjórn­mála­geir­an­um, þó að hún sé ekki á þingi í bili.

Julia Gilli­ard sem var for­sæt­is­ráð­herra fékk hræði­lega ósmekk­lega athuga­semd frá þing­manni í and­stæða flokknum sem kall­aði hana „gagns­lausa óbyrju“ af því að það hafði ekki komið barn út úr henni. Hann sá konur greini­lega fyrst og fremst sem fram­leiðslu vélar fyrir sæði karla, en hugs­aði ekki neitt út í allt dæmið um það. Ég veit ekki hvort að sá maður sé fað­ir.

Það er kom­inn tími til að hafa atgang að körlum fyrir þeirra hlut í van­ræktum föð­ur­hlut­verkum

Ég tel að það sé tíma­bært að við mann­kyn spyrjum þessa þröng­sýnu karla sömu spurn­inga um barn­eignir þeirra, og gagn­rýnum þá á sama hátt fyrir að vera ekki feður og við konur höfum verið gagn­rýnd­ar, og vera mjög gagn­rýnin á þá, ef þeir eru ekki góðir feð­ur. Og sjá þá sem ónytj­unga, ef þeir séu ekki feður og það góð­ir.

Það væri fróð­legt að sjá útkom­una af að gefa þeim sömu með­ferð og þeir hafa gef­ið.

Kannski er slík auga fyrir auga eina leiðin til að vekja þá?

Kannski að það myndi færa sárið að þeim sjálfum sem þeir eru að reyna að gera kon­um, og þeir þá fyrst von­andi að skilja sína eigin hegð­un. Og það að kenna þeim að hugsa á víð­sýnni hátt um mögu­leika þess að vera mann­vera, hvort sem lík­am­inn sé karl eða kven­kyns. Þessir menn hugsa eins og kyn­bóta-hrút­ar, en ekki eins og mann­verur sem vita að konur geta haft margan annan til­gang fyrir líf sitt, en þann einan að fæða börn.

Ég þekki tvær konur á Íslandi sem vissu að gift­ing og barn­eignir væru ekki það sem líf þeirra yrði um, en þær eru báðar mjög virkar sem eins­konar ætt­ar­-­mæður fyrir börn systk­ina sinna. Og konur hér sem ég þekki eru líka með hlið­stæð hlut­verk í ýmsum teg­undum umönn­unnar á fólki og dýrum, þó að þær hafi ekki fætt af sér eigið hold og blóð.

Flestir sem hafa opin augu um offjölgun mann­kyns, og hvernig við erum á góðri leið til að eyði­leggja allt á jörð­unni, er að sýna okkur að við verðum að færa okkur frá orðum presta um að „Marg­fald­ast og upp­fylla jörð­ina“ og hugsa dæmið upp á nýtt. Við höfum svo sann­ar­lega gert það nú þeg­ar. Upp­fyllt jörð­ina allt of mik­ið. Það er greini­lega kom­inn tími til að hugsa dæmið um til­ver­una í nýrri for­múlu eins og svo margir fræð­ingar eru að benda okkur á. Tími fyrir nýja upp­skrift um það hvernig við hegðum okk­ur. Og nokkrar ungar konur eru að koma út í fjöl­miðlum með að hafa tekið ákvörðun um að þær ætli ekki að bæta við þá tölu. Harry Breta­prins og Meg­han ætla bara að við­halda sér og fá tvö börn.

Karlar líta oft þannig á að þeir hafi einka­rétt á að hafa köllun og hundsa börnin sín

Karlar hafa ekki einka­rétt á köll­un, konur fá líka köll­un, og sú köllun er ekki alltaf um að fjölga mann­kyn­inu, sem sumir karl­menn hafa neitað að með­taka. Það að þeir vilja sjá sæðið sitt verða að ein­hverju, en ganga ekki með afkvæm­ið. Þeir karl­menn sem hafa slíkt hug­ar­far verða að skilja að sæði þeirra verði ekki alltaf að litlum mann­verum sem þeir geti haldið á lofti eins og vinn­ings­bik­ur­um. Draumur sem einn maður sem ég hitti hafði um sæðið í sér.

Ég tala ekki um barn­eignir því að við eigum ekki börn­in, en höfum það verk að sinna þeim og elska og vera með þeim og kynn­ast þeim vel, þegar þau koma inn í líf okk­ar. Sem ger­ist því miður ekki alltaf eins og ætti að vera og gerð­ist ekki nógu vel hjá mér heldur af því að dæmið var sett upp í kol­rangri for­múlu karl­veldis og brenglaðrar trú­ar.

Ekki nærri allar konur vilja sjá um það ein­ar. Ég hafði ekki náð því á þeim aldri að hafa haft sýn um að verða for­eldri þegar ég varð það, og hefði ekki valið að verða ein­stætt for­eldri held­ur, eins og ég heyri að sumar konur vilji, en sem samt varð. Og það vegna heimsku þrýst­ings í við­horfum þeirra tíma. Bjag­aðra við­horfa um að finna maka. Og eng­inn sá fyr­ir, né myndi hafa kært sig um að hug­leiða um hvernig slík ofstjórn og mis­notkun á lífi ungrar konu hafi sorg­legar og ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ingar sem svo fari niður lín­una.

Þess vegna þarf hugsun og með­vit­und um hvað það sé sem kemur til okkar með að fæða börn inn í líf okk­ar. Við vitum ekki hver birtist, né í hvaða ástandi mann­veran sé sem er í þessum litla krútt­lega lík­ama. Sál utan úr heimi að koma í enn eitt líf og lík­ama.

Það eru of mörg dæmi í heim­inum að börnin sem hafa komið líður ekki vel, upp­lifa sig ekki vel­kom­in, og hafa ekki glóru um hvernig þau eigi að glíma við sitt eigið til­finn­inga­lega sjálf og sjálfs­mynd sína. Því að nú á tímum er stór hluti barna með bæði for­eldri í vinnu allan dag­inn, eða ein­stætt for­eldri í vinnu allan dag­inn. Og eng­inn hefur tíma til að vera með þeim og tala við þau í gegn um árin um hugs­anir sínar og til­finn­ingar eins og þau þurfa.

Börn eru ekki dauðir hlutir af færi­bandi, en rík­is­stjórnir sem vilja mann­fjölgun skilja ekki þörf þeirra fyrir umönnun og eru í raun með höf­uðið í sand­in­um, því þeir vilja í raun fá þau sem vinnu­afl án inn­sæis í þeirra raun­veru­legu þarfir fyrir að hafa for­eldri með sér fyrir rétta teng­ingu.

Svo að þeir karlar sem eru með sæð­is­dýrkun í óhófi þurfa að end­ur­skoða og hugsa um allt heila dæmið um að koma mann­veru í heim­inn.

Konur hafa fært heim­inum verð­mæti sem eru stærri og meiri en nokkuð annað og mik­il­væg­ara en þó að þær hefðu fætt börn

Konur eiga jafnan rétt á virð­ingu fyrir ákvörð­unum sem þær taka um líf sitt hver svo sem hún er. Ekki myndu karl­menn vilja lenda í þeim teg­undum lít­il­lækk­ana fyrir val sitt um til­gang sinn fyrir líf sitt, sem konur hafa upp­lifað um eilífð.

Hel­ena Petr­ova Bla­vatski sem stofn­aði Guð­speki­hreyf­ing­una var trú­lega ein af þeim fáu á þeim tímum sem fyrir meira en hund­rað árum var svo með­vituð um verk­efni sitt til að stofna þá hreyf­ingu, að hún vildi ekki hafa kyn­mök með þeim mönnum sem hún var gift í stuttan tíma. Ástæðan var sú að hún vissi að ef hún yrði barns­haf­andi gæti hún ekki sinnt því sem hún hafði köllun fyr­ir, og vissi að væri sín and­lega skylda í því lífi til að sjá um að dreifa um heim­inn. Það má svo sann­ar­lega kalla þá stofnun „Barn-­sköp­un-ein­stak­ling sem hefur gefið heim­inum meira á and­legu og til­finn­inga­legum sviðum en hin ýmsu börn sem hún gæti kannski hafa fætt, hefðu afrek­að. Sama á við um öll merki­legu verk­efnin sem allar aðrar konur hafa skilið eftir sig handa heim­inum hvort sem þær fæddu börn af sér eða ekki.

Greinar á Kjarn­anum eru að sýna að það er eins með lækna­vís­indin sem voru sköpuð af körlum frá for­sendum lík­ama þeirra, en ekki kven­lík­amana, og er með lögin að þau lög sem menn skrif­uðu fyrir sinn hag frá sínu karllæga sjón­ar­horni eru enn á toppnum og hafa meira vægi en önnur sönn atriði sem konur hafa upp­lif­að. Er það ekki skuggi af þessu með hug­mynd þeirra og Goð­sögn um hvað þeir vilji að konur séu?

Hvað með allt talið um að Ísland sé mest og best fyrir kon­ur? Það virð­ist samt enn ýmis­legt vanta í það dæmi þegar lesið er um þau mál í blöð­unum í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar