Vísdómur eða völd

Hugleiðingar um orkupakka 3, orsök og afleiðingar.

Auglýsing
Lýð­ræðis­vit­und okkar Íslend­inga þroskast hægt og bít­andi sem er vel. Hrunið fyrir tíu árum og þján­ingar af völdum þess, breytti hug­ar­fari okkar þegn­anna og jók glögg­skyggn­i á stjórn­mál­in. Við máttum greiða fyrir mis­tök ­stjórn­mála, -og fjár­mála­stéttar án þess að eiga þar nokkra sök aðra en að stöðva ekki brjál­æðið í fæð­ingu. En við lærðum dýr­mæta lexíu sem felst í að lesa milli lín­anna og treysta ekki stjórn­mála­mönn­um. Því án mis­beit­ingar hins lýð­ræð­is­lega valds okkar hefðu loft­fim­leika­menn við­skipt­anna aldrei fengið bank­anna okkar gef­ins eða því sem næst. Nú brýtur á sam­eig­in­legri rétt­læt­is­vit­und þjóðar og umræðan vitnar um þroskaðri lýð­ræðis­vit­und okkar allra.

En hvaða lær­dóm hefur stjórn­mála­stéttin dregið af eigin mis­tökum hruns­ins, fólkið sem í flestum til­vikum þurfti eng­ar ­búsifjar að bera þrátt fyrir þunga sök?

Auglýsing
Meirihluti Alþing­is, lög­gjafa­sam­komu þjóð­ar, virð­ist ætla gegn vilja umbjóð­enda sinna, meiri­hluta þegna. Þjóð­fé­lags umræðan bendir til að almenn­ingur vilji ítar­legri upp­lýs­ing­ar, umræðu og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um þetta mál og hafni hroð­virkn­is­legum þrýst­ing O3 ­gegnum þing­ið. Umræða okkar þegn­anna, þvert á flokka, er sterk og afger­andi vís­bend­ing um að við höfnum frek­ari sér­hags­munapóli­tík á okkar kostnað en á milli lína umræð­unnar má lesa gam­al­kunnug stef lituð sér­hags­muna­hyggju sem okkur hugn­ast ekki. Í máli O3 kemur einnig ­mál­efna­fá­tækt­ og ærandi þögn stjórn­ar­and­stöðu á óvart, og þó, lýð­ræði okkar hefur lengi staðið veikum fót­um, nokkuð sem ­Rann­sókn­ar­skýrsla Al­þingis (RNA) op­in­ber­aði eftir hrun.

Um Íslenska stjórn­mála­menn­ingu:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8.bindi, bls. 179) II. 5

„.....Eitt ein­kenni hennar (stjórn­mála­menn­ing­ar­inn­ar) er að for­ingjar eða odd­vitar flokk­anna leika lyk­il­hlut­verk en hinn almenni þing­maður er atkvæða­lít­ill. Um það segir íslenskur stjórn­mála­maður með langan feril úr póli­tík­inni: -„Auð­vitað er það svo að flokks­ræðið nán­ast í öllum stjórn­mála­flokk­unum hefur þró­ast í ofur­vald for­ingj­ans og klíkunn­ar. Þess vegna er lýð­ræðið okkar svona brot­hætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í raun­inni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þess­arar reynslu til að tryggja sterk­ari stjórn­mála­menn og minna for­ingjaræð­i.“- Stjórn­mála­menn draga hins vegar ávallt dám af þeirri stjórn­mála­menn­ingu sem þeir lifa og hrær­ast í. Séu stjórnsið­irnir slæmir og stjórn­kerfið veikt geta sterkir stjórn­mála­menn verið vara­sam­ir. Í for­ingjaræði verður hlutur lög­gjaf­ar­þings­ins einkum að afgreiða mál sem und­ir­búin hafa verið í litlum hópi lyk­il­manna. Þannig gegnir þingið form­legu lög­gjaf­ar­hlut­verki sínu, en bæði umræðu­hlut­verkið og eft­ir­lits­hlut­verkið eru van­rækt.“

Síðan segir í skýrslu RNA á bls.180 ­Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 180)

„Mikið ráð­herraræði eykur lík­urnar á ger­ræð­is­legum ákvörð­unum sem efla vald við­kom­andi stjórn­mála­manns. Þetta helst gjarnan í hendur við þrönga sýn á lýð­ræðið sem felst í því að stjórn­mála­menn beri verk sín reglu­lega undir dóm kjós­enda og þess á milli eigi þeir að hafa frjálsar hendur um það hvernig þeir fara með völd sín, svo lengi sem þeir halda sig innan ramma lag­anna. Þetta er afar þröng sýn á lýð­ræð­is­legt lög­mæti stjórn­ar­hátta. Það er mik­il­vægur hluti af lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum að haga ákvörð­unum stjórn­valda jafnan þannig að þær stand­ist skoðun og séu teknar í sæmi­legri sátt við þá sem málið varð­ar. Frá því sjón­ar­miði séð krefj­ast lýð­ræð­is­legir stjórn­ar­hættir þess að mál séu fag­lega und­ir­bú­in, ígrunduð og vel kynnt, en ekki bara að verk stjórn­mála­manna séu lögð í dóm kjós­enda í lok kjör­tíma­bils.“

Álykt­anir og lær­dóm­ar: 

Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184)

„Ís­lensk stjórn­mála­menn­ing er van­þroskuð og ein­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita stjórn­ar­flokk­anna. Þingið rækir illa umræðu­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­ar­list og valda­klækj­um. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­kvæmd­ar­valds­ins, sem og skorts á fag­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­mennsku og van­trú á fræði­legum rök­semdum er mein í íslenskum stjórn­mál­um. And­vara­leysi hefur verið ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­hátt­u­m.“

Lær­dóm­ar: 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja sið­ferð­is­vit­und stjórn­mála­manna og auka virð­ingu þeirra fyrir góðum stjórn­sið­um. Í því skyni þyrftu þing­menn meðal ann­ars að setja sér siða­reglur og skýra þar með fyrir sjálfum sér og almenn­ingi hvernig þeir skilja meg­in­skyldur sínar og ábyrgð.“

Auglýsing
„Draga þarf úr ráð­herraræði og styrkja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is.“

„Taka þarf stjórn­ar­skrána til skipu­legrar end­ur­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­ar­at­riði lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­skyld­ur, ábyrgð og hlut­verk vald­hafa.”

Hvaða hætta stafar af veiku lýð­ræði okkar þegar litið er til­ O3?

Þegar fram­an­greind til­vitnun í RNA, frá 2010 er les­in, er nán­ast eins og stjórn­mála­stéttin hafi á engan hátt bætt ráð sitt, hug­ar­far og verk­lag frá hruni. Það er eins og þeir sem sækj­ast til valda í umboði okkar þegn­anna láti skoð­anir og hags­muni okkar litlu sem engu varða og fari sínu fram milli kosn­inga óháð tíð­ar­anda, umræðu og skoð­ana­skipta almenn­ings. Ein­hverjar und­an­tekn­ing­ar, meðal stjórn­mála­manna, eru á þessu hátt­erni en of fáar, því mið­ur. Til hvers sæk­ist fólk til valda í okkar umboði ef ætl­unin er ekki að virða lýð­ræðið og skoð­anir okkar í anda stjórn­skip­unar Íslands? Hvað er lýð­ræði í augum umboðs­manna valds­ins? 

Í skoð­ana­könn­un Gallup, frá 7-20. feb. 2019, um traust þjóðar til þings, kemur fram að við þegn­arnir berum ein­ungis 18% traust til Alþingis og hrynur það milli ára sem er ein­ungis lægra til Reykja­vík­ur­borgar sem rekur lest­ina meðal stofn­ana þjóð­fé­lags­ins sem minnst trausts njóta, eða 16%. Fáum þarf að koma það á óvart. Ef 18% traust okkar til Alþingis nær ein­hverra hluta vegna ekki athygli umboðs­manna okkar þá er rétt að árétta að það stafar af slæ­legri frammi­stöðu ykk­ar, kæru þing­menn og ráð­herr­ar.

Skoðum fleiri fleti á þessu marg­slungna máli.

Fari svo óheppi­lega að O3 verði að lögum frá Alþingi í óþökk okkar þegn­anna, yrði það að öllum lík­indum olía á bál­köst ESB aðskiln­að­ar­sinna og hugs­an­legt upp­haf að úrsögn Íslands úr EES samn­ingnum sem yrði mun stærra, nei­kvæð­ara og afdrifa­rík­ara mál en hægt er að gera grein fyrir hér. Ég er ekki viss um að ­flutn­ings, -og ­stuðn­ings­menn O3 í rík­is­stjórn og stjórn­ar­and­stöðu átti sig á þeirri p­and­óru­öskju ­sem þeir fikta nú við, með­vitað eða ómeð­vit­að? Eða er þeim e.t.v. sama? Úrsögn Íslands frá EES samn­ingnum yrði Íslenskri þjóð lýð­ræð­is­legt áfall;

póli­tísk, rétt­ar­fars­leg og við­skipta­leg aft­ur­för um ára­tugi. Enn og aft­ur, þögn flokka í stjórn­ar­and­stöðu er veru­legt áhyggju­efni í þessu sam­hengi?

Ein af spurn­ingum fárán­leik­ans í þessu O3 ­máli er:

Hvernig hvarflar það, að stjórn­mála­flokkum í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar­innar í jafn mik­il­vægu máli? Und­ir­alda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mund­ir. Þetta mál er marg­slungið og krefst ítar­legrar umfjöll­un­ar, umræðu og umsagnar þegn­anna. Ég minni á lýð­ræðið í þessu sam­hengi og þann hug­ræna mátt að nýta hyggju­vit heillar þjóðar í atkvæða­greiðslu í stað fámenns hóps mis­vitra umboðs­manna valds­ins. Ákvörðun með fjöregg þjóð­ar­innar er mikil ábyrgð sem krefst skil­yrð­is­laus­s ­gegn­sæ­is í allri umræðu og hefur reynslan af fram­sali auð­linda sjávar og einka­væð­ingu bank­anna kennt okkur að stjórn­mála­stétt­inni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA ­stað­festi.

Mörgum spurn­ingum er ósvar­að?

Fyrir hvaða sér­hags­muni eru ákveðnir stjórn­mála­menn nú reiðu­búnir að fórna póli­tískum stöðum sínum og flokka sinna? Fari fram sem horfir á þessum tíma­punkti, að O3 verði keyrður gegn um Alþingi án upp­lýstrar umræðu og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu mun Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hætta á að glata meira af var­an­legu fylgi sínu og missa til fram­tíðar sögu­lega stöðu sína sem sterkasti flokk­ur­inn. Fram­sókn hættir á að þurrkast út og VG verður ekki svipur hjá sjón. Sér­hags­muna­blinda þess­ara flokka mun að öllu óbreyttu keyra þá fram af hengiflugi stjórn­mál­anna. Skaði okkar þegn­anna verður þó dýpri og alvar­legri. 

Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá.

Með fram­sali orku­auð­lind­anna á ég við, að O3 mun verða upp­haf að einka­væð­ingu orkunnar hér á landi. Öll gögn benda til þess að sæstrengur sé á teikni­borð­inu sem myndi sprengja upp verð á orku heima fyrir ásamt því sem aðstand­endur sæstrengs­ins munu hafa fram­tíðar orku­við­skipti heillar þjóðar í hendi sér. Öll orka fram­leidd á Íslandi er græn orka sem mikil eft­ir­spurn er eftir innan ESB og selst því á hærri verði en orka fram­leidd með jarð­efn­um. Þessi aug­ljósi veru­leiki er hverjum hugs­andi manni hroll­vekj­andi. En til að vega og meta sem flesta kosti og galla, má telja það til kosta, að álbræðsl­urnar á Íslandi myndu loka þar sem þær hefðu ekki bol­magn til að keppa um hið mark­aðstengda raf­orku­verð og má merkja nú þegar að hróker­ingar íslenskra yfir­manna álrisanna eru byrj­að­ar. 

Auglýsing
Það sem kæmi í staðin yrði stór­hækkað verð til heim­ila og atvinnu­lífs ásamt því sem alvar­leg­ast yrði; skefja­laus ásælni fjár­festa í orku­fyr­ir­tæki okkar og land­gæði. Sú ásælni, sem þegar er haf­in, myndi enda á þann veg að orku­fyr­ir­tækjum okkar yrði fljót­lega fleytt á mark­að, þó með þeim und­an­fara sem við þekkjum í sam­tíð og for­tíð, að ákveðin öfl röð­uðu sér fyrst á garð­ann. Þau öfl sem í lyk­il­að­stöðu yrðu, eru þau sömu og halda nú um annan end­ann á sæstrengn­um. Þetta eru póli­tískt rétt-tengdir við­skipta­menn, þeir sömu og keyra á sam­þykkt O3 frá Alþingi, en e.t.v. ekki að sama skapi hollir landi og þjóð í þessu til­tekna máli. Sér­hags­munir fárra geta oft farið með hags­munum fjöld­ans sem er þó ekki raunin í þessu máli. 

Hverjum hugs­andi manni hlýtur að vera ljóst, að í til­felli O3, á nú að nota Alþingi þjóð­ar­innar í arð­bærri við­skiptafléttu fámenns hóps við­skipta­manna. Linnu­laust valda­brölt sér­hags­muna­tengdra stjórn­mála­manna og flokkstengdra félaga þeirra varpar skugga og lam­andi and­rúms­lofti yfir þjóð og starfs­gleði þeirra sem í raun skapa verð­mæt­in. Þess­ari ban­vænu mis­notkun flokks­ræð­is­ins, innan lýð­ræð­is­ins, verður ein­fald­lega að linna til að skapa and­rými sköp­unar og fram­fara.

Er þan­þol kjós­enda og stuðn­ings­flokka O3 ­fyrir mis­notkun þings­ins enn fyrir hendi, tíu árum eftir hrun, eða erum við of blá­eygð til að lesa í flétt­una ­fyr­ir­fram? Í þessu efni er ekki úr vegi að leggja við hlustir við­var­anir and­stæð­inga O3 innan raða sjálf­stæð­is­manna sjálfra, sem hvað best þekkja til eðli og ásetn­ings manna úr eigin röð­um, sem þeir nú eru ósam­mála. 

Ég vara við þeim alvar­legum afleið­ingum fyrir þjóð sem snýr að EES samn­ingnum og raun­veru­legri hættu á úrsögn hans við þær ann­ar­legu aðstæður sem skap­ast eftir sam­þykkt O3 þegar við­skiptafléttan og ásælni í orku­auð­lind­irnar verður lýðnum ljós. Bál þjóð­ern­is­kenndar og ótta mun kynnt og loga sem aldrei fyrr og and­stæð­ingar EES samn­ings­ins og ein­angr­un­ar­sinnar myndu fitna eins og púk­inn á fjós­bit­an­um. Hætt er við að gagn­rýnin hugsun verði van­máttug og kafni undir trumbu­slætti vax­andi þjóð­ern­is­kenndar þeirra afla sem telja ein­angr­un­ar­stefnu best til þess fallin að verja auð­lind­irnar og smala atkvæðum heima fyr­ir. 

Við þurfum að leggja rækt við hugs­un­ina því hún er and­ans upp­spretta en valdið afsprengi efn­is­ins. 

Hið mik­il­væga verk­efni okkar núna er að rína í sann­leiks­skýrslu RNA ­sem er án vafa eitt af merki­legri bók­mennta­verkum Íslands­sög­unn­ar. Þó lestur hennar fái hárin til að rísa á höfðum við­kvæmra er þar allt satt og ekk­ert dregið und­an. Í þess­ari skýrslu má lesa og fræð­ast um öll þau mis­tök og mann­legan breysk­leika í for­tíð sem við erum nú vitni að í hring­leika­húsi stjórn­mála sam­tíð­ar. Ég minn­ist þess að hafa rætt við einn af ráð­herrum hrun­rík­i­s­tjórn­ar­innar eftir að skýrslan kom út 2010. Hann stað­festi við mig að allt sem þarna stæði um banka­menn­ina væri rétt en ekki um stjórn­mála­menn­ina. Það var ekki laust við að mér svelgd­ist á en þessi, ann­ars ágæti, maður trúði þessu og gerir senni­lega enn. Haldi menn áfram að afneita eigin ábyrgð í for­tíð munu mis­tökin end­ur­taka sig. Hrun­ið, til­urð þess og afleið­ing­ar, var skelfi­legt fyrir þjóð. Slíkar svipt­ingar kenndu okkur þó að aðgerða­leysi er okkur hættu­leg­ast. Við erum nú að reyna að end­ur­skapa sam­fé­lagið og stofn­anir þess og til þess þarf að virða reglur lýð­ræð­is­ins. Að öðrum kosti er allt unnið fyrir gíg.

Hvernig bætum við þjóð­fé­lag okk­ar?

Við bætum þjóð­fé­lagið ekki með vís­ind­unum og stjórn­málum ein­um. Vís­indin og stjórn­mál­in, eins mik­il­væg og þau eru fram­þró­un­inni, eru afsprengi þekk­ingar en hvorki upp­sprett­an, né lífið sjálft. Við getum samið allar skýrslur mann­heima og sett upp siða­nefndir og reglur á hverju götu­horni án þess að upp­ræta spill­ingu, en já, þessi upp­hafs­skref kunna að vera nauð­syn­leg okkar brotna sam­fé­lagi í mót­un. Þegar ég heyri eða les um fræði­menn eða stjórn­mála­menn sem afneita æðri veru­leika er ekki laust við að ég missi örlitla trú á getu manns­ins til að hugsa og þró­ast. Sam­hengi gang­verks­ins er nefni­lega ekki svo fátæk­lega ein­falt. Við þurfum að eiga and­legt sam­líf við sam­visku okkar og skynja hana sem dag­legan veru­leika ákvarð­ana okkar og hugs­ana. Skil­yrð­is­laus kær­leikur í garð hvers ann­ars er senni­lega hinn raun­veru­legi grund­völlur fyrir ræktun heil­brigðrar sam­visku. Menn eins og Con­fuci­us, Budd­ha og Jesus hafa þegar gert meira fyrir mann­kyn en vís­ind­in nokkurn tím­ann. Ein­stein var vís­inda­maður og einn af hugs­uðum sög­unn­ar. Hann sagði: „Við verðum að byrja í manns­hjart­anu í bland við sam­visk­una.- Æðri gildi sam­visk­unnar geta ein­ungis raun­gerst í óeig­in­gjarnri þjón­ustu fyrir mann­kyn." Og Jesú sagði: „Það sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það gjörið þér mér." 

Auglýsing
Ég spyr mig ítrek­að; hvernig stendur á því að mönnum í stjórn­mál­um, full­trúum okkar þegn­anna, yfir­sjást jafn mik­il­væg hlut­verk lífs­ins, að elska náung­ann og virða eins og sjálfan sig? Því fáum við ekki and­rými til að þroska lýð­ræð­ið? Fégirndin sem slík kann stundum að vera drif­kraftur efna­hags­legra fram­fara en einnig oft á tíðum grimmur hús­bóndi að þjóna. Er það virki­lega raunin í þessu máli að sjálf­valdir aðil­ar, tíma­bundið kjörnir full­trúar valds­ins, ætli að fórna sálum sínum á alt­ari mamm­ons á kostnað heill og hags­muna þjóð­ar? Verði svo, er víst að það yrði þeim sömu ákaf­lega döpur hlut­skipti að lifa með.

Svo getum við spurt okk­ur: 

Úr hvorri átt­inni stendur lýð­ræði okkar meiri ógn; erlendis frá eða innan raða flokks­hollra sér­hags­muna­stjórn­mála eigin þjóð­ar?

Vís­dómur eða völd

Páll Skúla­son pró­fessor kemst að athygl­is­verðri nið­ur­stöðu í pistli í DV 1986:

„Ef áherslan hvílir öll á afl­inu, skoða menn stjórn­málin sem valda­bar­áttu og hrossa­kaup ein­göngu.

Ef áherslan hvílir öll á vit­inu, skoða menn stjórn­málin sem við­leitni til að að taka ákvarð­anir um það sem mönnum er fyrir bestu og rétt­látt er fyrir alla sem í hlut eiga.

Þessi ein­földu frum­at­riði er nauð­syn­legt að hafa í huga, ef ræða skal um sið­ferði stjórn­mál­anna. Siðir eða ósiðir í stjórn­málum ráð­ast fyrst og fremst af því hvort lagt er meira upp úr vit­inu eða afl­inu, hvort það er valdið eða skyn­semin sem á að hafa for­gang."

Nýja stjórn­ar­skráin

Í sam­heng­i O3 og sér­hags­muna­stjórn­mála ­flokks­ræð­is­ins innan lýð­ræð­is­ins, er ekki úr vegi að benda á stærsta rétt­læt­is­mál lýð­veld­is­sög­unnar sem er að treysta grund­völl og lagaum­gjörð lýð­ræðis okkar með því að Alþingi lög­leiði stjórn­ar­skrána sem við sömdum og sam­þykktum 20.10.2012. 

Stjórn­skipun Íslands sam­kvæmt núgild­andi stjórn­ar­skrá frá 1944 er skýr og afdrátt­ar­laus: Upp­runi stjórn­ar­skrár­valds­ins er hjá þjóð en ekki full­trúum þjóð­ar. 

Nýja stjórn­ar­skrá­in, sem tíma­bundið kosnir full­trúar valds­ins hafa haldið í gísl­ingu frá Alþingi og þegnum sínum umliðin sjö ár, kæmi t.a.m. í veg fyrir þá lýð­ræð­is­bjögun sem við erum nú vitni að í O3.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar