Vísdómur eða völd

Hugleiðingar um orkupakka 3, orsök og afleiðingar.

Auglýsing
Lýðræðisvitund okkar Íslendinga þroskast hægt og bítandi sem er vel. Hrunið fyrir tíu árum og þjáningar af völdum þess, breytti hugarfari okkar þegnanna og jók glöggskyggni á stjórnmálin. Við máttum greiða fyrir mistök stjórnmála, -og fjármálastéttar án þess að eiga þar nokkra sök aðra en að stöðva ekki brjálæðið í fæðingu. En við lærðum dýrmæta lexíu sem felst í að lesa milli línanna og treysta ekki stjórnmálamönnum. Því án misbeitingar hins lýðræðislega valds okkar hefðu loftfimleikamenn viðskiptanna aldrei fengið bankanna okkar gefins eða því sem næst. Nú brýtur á sameiginlegri réttlætisvitund þjóðar og umræðan vitnar um þroskaðri lýðræðisvitund okkar allra.

En hvaða lærdóm hefur stjórnmálastéttin dregið af eigin mistökum hrunsins, fólkið sem í flestum tilvikum þurfti engar búsifjar að bera þrátt fyrir þunga sök?

Auglýsing
Meirihluti Alþingis, löggjafasamkomu þjóðar, virðist ætla gegn vilja umbjóðenda sinna, meirihluta þegna. Þjóðfélags umræðan bendir til að almenningur vilji ítarlegri upplýsingar, umræðu og þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og hafni hroðvirknislegum þrýsting O3 gegnum þingið. Umræða okkar þegnanna, þvert á flokka, er sterk og afgerandi vísbending um að við höfnum frekari sérhagsmunapólitík á okkar kostnað en á milli lína umræðunnar má lesa gamalkunnug stef lituð sérhagsmunahyggju sem okkur hugnast ekki. Í máli O3 kemur einnig málefnafátækt og ærandi þögn stjórnarandstöðu á óvart, og þó, lýðræði okkar hefur lengi staðið veikum fótum, nokkuð sem Rannsóknarskýrsla Alþingis (RNA) opinberaði eftir hrun.

Um Íslenska stjórnmálamenningu:

Rannsóknarnefnd Alþingis (2010, 8.bindi, bls. 179) II. 5

„.....Eitt einkenni hennar (stjórnmálamenningarinnar) er að foringjar eða oddvitar flokkanna leika lykilhlutverk en hinn almenni þingmaður er atkvæðalítill. Um það segir íslenskur stjórnmálamaður með langan feril úr pólitíkinni: -„Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“- Stjórnmálamenn draga hins vegar ávallt dám af þeirri stjórnmálamenningu sem þeir lifa og hrærast í. Séu stjórnsiðirnir slæmir og stjórnkerfið veikt geta sterkir stjórnmálamenn verið varasamir. Í foringjaræði verður hlutur löggjafarþingsins einkum að afgreiða mál sem undirbúin hafa verið í litlum hópi lykilmanna. Þannig gegnir þingið formlegu löggjafarhlutverki sínu, en bæði umræðuhlutverkið og eftirlitshlutverkið eru vanrækt.“

Síðan segir í skýrslu RNA á bls.180 Rannsóknarnefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 180)

„Mikið ráðherraræði eykur líkurnar á gerræðislegum ákvörðunum sem efla vald viðkomandi stjórnmálamanns. Þetta helst gjarnan í hendur við þrönga sýn á lýðræðið sem felst í því að stjórnmálamenn beri verk sín reglulega undir dóm kjósenda og þess á milli eigi þeir að hafa frjálsar hendur um það hvernig þeir fara með völd sín, svo lengi sem þeir halda sig innan ramma laganna. Þetta er afar þröng sýn á lýðræðislegt lögmæti stjórnarhátta. Það er mikilvægur hluti af lýðræðislegum stjórnarháttum að haga ákvörðunum stjórnvalda jafnan þannig að þær standist skoðun og séu teknar í sæmilegri sátt við þá sem málið varðar. Frá því sjónarmiði séð krefjast lýðræðislegir stjórnarhættir þess að mál séu faglega undirbúin, ígrunduð og vel kynnt, en ekki bara að verk stjórnmálamanna séu lögð í dóm kjósenda í lok kjörtímabils.“

Ályktanir og lærdómar: 

Rannsóknarskýrsla Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184)

„Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eftirlitshlutverk sitt, meðal annars vegna ofríkis meirihlutans og framkvæmdarvaldsins, sem og skorts á faglegu baklandi fyrir þingið. Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðilegum röksemdum er mein í íslenskum stjórnmálum. Andvaraleysi hefur verið ríkjandi gagnvart því hvernig vald í krafti auðs hefur safnast á fárra hendur og ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum.“

Lærdómar: 

Rannsóknarnefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum. Í því skyni þyrftu þingmenn meðal annars að setja sér siðareglur og skýra þar með fyrir sjálfum sér og almenningi hvernig þeir skilja meginskyldur sínar og ábyrgð.“

Auglýsing
„Draga þarf úr ráðherraræði og styrkja eftirlitshlutverk Alþingis.“

„Taka þarf stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallaratriði lýðræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa.”

Hvaða hætta stafar af veiku lýðræði okkar þegar litið er til O3?

Þegar framangreind tilvitnun í RNA, frá 2010 er lesin, er nánast eins og stjórnmálastéttin hafi á engan hátt bætt ráð sitt, hugarfar og verklag frá hruni. Það er eins og þeir sem sækjast til valda í umboði okkar þegnanna láti skoðanir og hagsmuni okkar litlu sem engu varða og fari sínu fram milli kosninga óháð tíðaranda, umræðu og skoðanaskipta almennings. Einhverjar undantekningar, meðal stjórnmálamanna, eru á þessu hátterni en of fáar, því miður. Til hvers sækist fólk til valda í okkar umboði ef ætlunin er ekki að virða lýðræðið og skoðanir okkar í anda stjórnskipunar Íslands? Hvað er lýðræði í augum umboðsmanna valdsins? 

Í skoðanakönnun Gallup, frá 7-20. feb. 2019, um traust þjóðar til þings, kemur fram að við þegnarnir berum einungis 18% traust til Alþingis og hrynur það milli ára sem er einungis lægra til Reykjavíkurborgar sem rekur lestina meðal stofnana þjóðfélagsins sem minnst trausts njóta, eða 16%. Fáum þarf að koma það á óvart. Ef 18% traust okkar til Alþingis nær einhverra hluta vegna ekki athygli umboðsmanna okkar þá er rétt að árétta að það stafar af slælegri frammistöðu ykkar, kæru þingmenn og ráðherrar.

Skoðum fleiri fleti á þessu margslungna máli.

Fari svo óheppilega að O3 verði að lögum frá Alþingi í óþökk okkar þegnanna, yrði það að öllum líkindum olía á bálköst ESB aðskilnaðarsinna og hugsanlegt upphaf að úrsögn Íslands úr EES samningnum sem yrði mun stærra, neikvæðara og afdrifaríkara mál en hægt er að gera grein fyrir hér. Ég er ekki viss um að flutnings, -og stuðningsmenn O3 í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu átti sig á þeirri pandóruöskju sem þeir fikta nú við, meðvitað eða ómeðvitað? Eða er þeim e.t.v. sama? Úrsögn Íslands frá EES samningnum yrði Íslenskri þjóð lýðræðislegt áfall;

pólitísk, réttarfarsleg og viðskiptaleg afturför um áratugi. Enn og aftur, þögn flokka í stjórnarandstöðu er verulegt áhyggjuefni í þessu samhengi?

Ein af spurningum fáránleikans í þessu O3 máli er:

Hvernig hvarflar það, að stjórnmálaflokkum í vestrænu lýðræðisríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli? Undiralda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mundir. Þetta mál er margslungið og krefst ítarlegrar umfjöllunar, umræðu og umsagnar þegnanna. Ég minni á lýðræðið í þessu samhengi og þann hugræna mátt að nýta hyggjuvit heillar þjóðar í atkvæðagreiðslu í stað fámenns hóps misvitra umboðsmanna valdsins. Ákvörðun með fjöregg þjóðarinnar er mikil ábyrgð sem krefst skilyrðislauss gegnsæis í allri umræðu og hefur reynslan af framsali auðlinda sjávar og einkavæðingu bankanna kennt okkur að stjórnmálastéttinni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA staðfesti.

Mörgum spurningum er ósvarað?

Fyrir hvaða sérhagsmuni eru ákveðnir stjórnmálamenn nú reiðubúnir að fórna pólitískum stöðum sínum og flokka sinna? Fari fram sem horfir á þessum tímapunkti, að O3 verði keyrður gegn um Alþingi án upplýstrar umræðu og þjóðaratkvæðagreiðslu mun Sjálfstæðisflokkurinn hætta á að glata meira af varanlegu fylgi sínu og missa til framtíðar sögulega stöðu sína sem sterkasti flokkurinn. Framsókn hættir á að þurrkast út og VG verður ekki svipur hjá sjón. Sérhagsmunablinda þessara flokka mun að öllu óbreyttu keyra þá fram af hengiflugi stjórnmálanna. Skaði okkar þegnanna verður þó dýpri og alvarlegri. 

Við getum ekki samþykkt framsal orkuauðlindanna við núgildandi stjórnarskrá.

Með framsali orkuauðlindanna á ég við, að O3 mun verða upphaf að einkavæðingu orkunnar hér á landi. Öll gögn benda til þess að sæstrengur sé á teikniborðinu sem myndi sprengja upp verð á orku heima fyrir ásamt því sem aðstandendur sæstrengsins munu hafa framtíðar orkuviðskipti heillar þjóðar í hendi sér. Öll orka framleidd á Íslandi er græn orka sem mikil eftirspurn er eftir innan ESB og selst því á hærri verði en orka framleidd með jarðefnum. Þessi augljósi veruleiki er hverjum hugsandi manni hrollvekjandi. En til að vega og meta sem flesta kosti og galla, má telja það til kosta, að álbræðslurnar á Íslandi myndu loka þar sem þær hefðu ekki bolmagn til að keppa um hið markaðstengda raforkuverð og má merkja nú þegar að hrókeringar íslenskra yfirmanna álrisanna eru byrjaðar. 

Auglýsing
Það sem kæmi í staðin yrði stórhækkað verð til heimila og atvinnulífs ásamt því sem alvarlegast yrði; skefjalaus ásælni fjárfesta í orkufyrirtæki okkar og landgæði. Sú ásælni, sem þegar er hafin, myndi enda á þann veg að orkufyrirtækjum okkar yrði fljótlega fleytt á markað, þó með þeim undanfara sem við þekkjum í samtíð og fortíð, að ákveðin öfl röðuðu sér fyrst á garðann. Þau öfl sem í lykilaðstöðu yrðu, eru þau sömu og halda nú um annan endann á sæstrengnum. Þetta eru pólitískt rétt-tengdir viðskiptamenn, þeir sömu og keyra á samþykkt O3 frá Alþingi, en e.t.v. ekki að sama skapi hollir landi og þjóð í þessu tiltekna máli. Sérhagsmunir fárra geta oft farið með hagsmunum fjöldans sem er þó ekki raunin í þessu máli. 

Hverjum hugsandi manni hlýtur að vera ljóst, að í tilfelli O3, á nú að nota Alþingi þjóðarinnar í arðbærri viðskiptafléttu fámenns hóps viðskiptamanna. Linnulaust valdabrölt sérhagsmunatengdra stjórnmálamanna og flokkstengdra félaga þeirra varpar skugga og lamandi andrúmslofti yfir þjóð og starfsgleði þeirra sem í raun skapa verðmætin. Þessari banvænu misnotkun flokksræðisins, innan lýðræðisins, verður einfaldlega að linna til að skapa andrými sköpunar og framfara.

Er þanþol kjósenda og stuðningsflokka O3 fyrir misnotkun þingsins enn fyrir hendi, tíu árum eftir hrun, eða erum við of bláeygð til að lesa í fléttuna fyrirfram? Í þessu efni er ekki úr vegi að leggja við hlustir viðvaranir andstæðinga O3 innan raða sjálfstæðismanna sjálfra, sem hvað best þekkja til eðli og ásetnings manna úr eigin röðum, sem þeir nú eru ósammála. 

Ég vara við þeim alvarlegum afleiðingum fyrir þjóð sem snýr að EES samningnum og raunverulegri hættu á úrsögn hans við þær annarlegu aðstæður sem skapast eftir samþykkt O3 þegar viðskiptafléttan og ásælni í orkuauðlindirnar verður lýðnum ljós. Bál þjóðerniskenndar og ótta mun kynnt og loga sem aldrei fyrr og andstæðingar EES samningsins og einangrunarsinnar myndu fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Hætt er við að gagnrýnin hugsun verði vanmáttug og kafni undir trumbuslætti vaxandi þjóðerniskenndar þeirra afla sem telja einangrunarstefnu best til þess fallin að verja auðlindirnar og smala atkvæðum heima fyrir. 

Við þurfum að leggja rækt við hugsunina því hún er andans uppspretta en valdið afsprengi efnisins. 
Hið mikilvæga verkefni okkar núna er að rína í sannleiksskýrslu RNA sem er án vafa eitt af merkilegri bókmenntaverkum Íslandssögunnar. Þó lestur hennar fái hárin til að rísa á höfðum viðkvæmra er þar allt satt og ekkert dregið undan. Í þessari skýrslu má lesa og fræðast um öll þau mistök og mannlegan breyskleika í fortíð sem við erum nú vitni að í hringleikahúsi stjórnmála samtíðar. Ég minnist þess að hafa rætt við einn af ráðherrum hrunríkistjórnarinnar eftir að skýrslan kom út 2010. Hann staðfesti við mig að allt sem þarna stæði um bankamennina væri rétt en ekki um stjórnmálamennina. Það var ekki laust við að mér svelgdist á en þessi, annars ágæti, maður trúði þessu og gerir sennilega enn. Haldi menn áfram að afneita eigin ábyrgð í fortíð munu mistökin endurtaka sig. Hrunið, tilurð þess og afleiðingar, var skelfilegt fyrir þjóð. Slíkar sviptingar kenndu okkur þó að aðgerðaleysi er okkur hættulegast. Við erum nú að reyna að endurskapa samfélagið og stofnanir þess og til þess þarf að virða reglur lýðræðisins. Að öðrum kosti er allt unnið fyrir gíg.

Hvernig bætum við þjóðfélag okkar?

Við bætum þjóðfélagið ekki með vísindunum og stjórnmálum einum. Vísindin og stjórnmálin, eins mikilvæg og þau eru framþróuninni, eru afsprengi þekkingar en hvorki uppsprettan, né lífið sjálft. Við getum samið allar skýrslur mannheima og sett upp siðanefndir og reglur á hverju götuhorni án þess að uppræta spillingu, en já, þessi upphafsskref kunna að vera nauðsynleg okkar brotna samfélagi í mótun. Þegar ég heyri eða les um fræðimenn eða stjórnmálamenn sem afneita æðri veruleika er ekki laust við að ég missi örlitla trú á getu mannsins til að hugsa og þróast. Samhengi gangverksins er nefnilega ekki svo fátæklega einfalt. Við þurfum að eiga andlegt samlíf við samvisku okkar og skynja hana sem daglegan veruleika ákvarðana okkar og hugsana. Skilyrðislaus kærleikur í garð hvers annars er sennilega hinn raunverulegi grundvöllur fyrir ræktun heilbrigðrar samvisku. Menn eins og Confucius, Buddha og Jesus hafa þegar gert meira fyrir mannkyn en vísindin nokkurn tímann. Einstein var vísindamaður og einn af hugsuðum sögunnar. Hann sagði: „Við verðum að byrja í mannshjartanu í bland við samviskuna.- Æðri gildi samviskunnar geta einungis raungerst í óeigingjarnri þjónustu fyrir mannkyn." Og Jesú sagði: „Það sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það gjörið þér mér." 

Auglýsing
Ég spyr mig ítrekað; hvernig stendur á því að mönnum í stjórnmálum, fulltrúum okkar þegnanna, yfirsjást jafn mikilvæg hlutverk lífsins, að elska náungann og virða eins og sjálfan sig? Því fáum við ekki andrými til að þroska lýðræðið? Fégirndin sem slík kann stundum að vera drifkraftur efnahagslegra framfara en einnig oft á tíðum grimmur húsbóndi að þjóna. Er það virkilega raunin í þessu máli að sjálfvaldir aðilar, tímabundið kjörnir fulltrúar valdsins, ætli að fórna sálum sínum á altari mammons á kostnað heill og hagsmuna þjóðar? Verði svo, er víst að það yrði þeim sömu ákaflega döpur hlutskipti að lifa með.

Svo getum við spurt okkur: 

Úr hvorri áttinni stendur lýðræði okkar meiri ógn; erlendis frá eða innan raða flokkshollra sérhagsmunastjórnmála eigin þjóðar?

Vísdómur eða völd

Páll Skúlason prófessor kemst að athyglisverðri niðurstöðu í pistli í DV 1986:

„Ef áherslan hvílir öll á aflinu, skoða menn stjórnmálin sem valdabaráttu og hrossakaup eingöngu.

Ef áherslan hvílir öll á vitinu, skoða menn stjórnmálin sem viðleitni til að að taka ákvarðanir um það sem mönnum er fyrir bestu og réttlátt er fyrir alla sem í hlut eiga.

Þessi einföldu frumatriði er nauðsynlegt að hafa í huga, ef ræða skal um siðferði stjórnmálanna. Siðir eða ósiðir í stjórnmálum ráðast fyrst og fremst af því hvort lagt er meira upp úr vitinu eða aflinu, hvort það er valdið eða skynsemin sem á að hafa forgang."

Nýja stjórnarskráin

Í samhengi O3 og sérhagsmunastjórnmála flokksræðisins innan lýðræðisins, er ekki úr vegi að benda á stærsta réttlætismál lýðveldissögunnar sem er að treysta grundvöll og lagaumgjörð lýðræðis okkar með því að Alþingi lögleiði stjórnarskrána sem við sömdum og samþykktum 20.10.2012. 

Stjórnskipun Íslands samkvæmt núgildandi stjórnarskrá frá 1944 er skýr og afdráttarlaus: Uppruni stjórnarskrárvaldsins er hjá þjóð en ekki fulltrúum þjóðar. 

Nýja stjórnarskráin, sem tímabundið kosnir fulltrúar valdsins hafa haldið í gíslingu frá Alþingi og þegnum sínum umliðin sjö ár, kæmi t.a.m. í veg fyrir þá lýðræðisbjögun sem við erum nú vitni að í O3.

Höfundur er áhugamaður um betra líf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar