Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþonið fer fram næsta laugardag. Eikonomics fer yfir nokkrar hagfræðilegar staðreyndir um það og kemst að þeirri niðurstöðu að þeim mun verr sem hlaupari stóð sig síðast, þeim mun betur mun hann standa sig nú.

Auglýsing

Reykjavíkurmaraþonið var sett á laggirnar árið 1984 af einhverjum hlaupalúðum, langt á undan sinni samtíð. 

Tveimur árum síðar tóku 85 hlauparar þátt. 10 árum seinna (1996) voru hlaupararnir orðnir 129 og 197 árið 2000. 

Síðan þá hefur þátttakendafjöldinn tæplega sjöfaldast og í fyrra hlupu 1324 einstaklingar 42,2 kílómetra í hlaupinu.

Kynjahlutföllin skána

Þegar hin ameríska Kathrine Switzer tjáði hlaupaþjálfaranum sínum það að hún ætlaði að hlaupa Boston maraþonið hélt þjálfarinn hennar að konan væri orðin móðursjúk. Hann útskýrði fyrir henni á karlmannlegan, lógískan og stóískan máta að 42,2 kílómetrar væri of löng vegalengd, fyrir „veikgeðja konur“. Kathrine virti þessa forsjárhyggju að vettugi. Hún skráði sig undir kynlausu nafni (K.V. Switzer) og varð því fyrsta konan til að formlega klára Boston maraþonið. Fimm árum seinna, árið 1972, var konum formlega leyft að taka þátt í Boston maraþoninu.

Auglýsing
Það kemur því kannski ekki á óvart að maraþonhlaup hafi lengi vel verið karlasport. Eftir allt var umhyggja kallana svo svakaleg að þeir bönnuðu konum að fara eins illa með líkama sína og þeir sjálfir gerðu, sér til gamans. Reykjavíkurmaraþonið var þar enginn undantekning og var lengi að mestu pylsupartí. Árið 1986 tóku sex konur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og 79 karlar. En það er hægt að breytast, sem betur fer. Í fyrra voru konur um þriðjungur allra hlaupara - 442 talsins. Sem verður að teljast góður árangur, þó að sjálfsögðu megi hlutfallið batna í framtíðinni.

Mynd 1: Konur telja nú þriðjung allra hlaupara í ReykjavíkurmaraþoninuHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics.

Óvinsælt hlaup meðal Íslendinga

Það sem er kannski hvað undarlegast við Reykjavíkurmaraþonið er að vöxtur hlaupsins er að mestu drifinn af auknum vinsældum hlaupa á heimsvísu og tískueyjunnar Íslands. Árið 2010 hlupu nánast jafn margir Íslendingar og árið 2018. En á sama tímabili stökk fjöldi útlendinga sem hljóp úr 369 í 1.101. Sú staðreynd að þessi mikli vöxtur hafi að nánast öllu leiti komið erlendis frá kom mér á óvart. 

Ég var nefnilega þeirrar skoðunar að langhlaupabólutilfellum hafi fjölgað á Íslandi á undanförnum árum. Kannski er ástæðan fyrir því að raunveruleginn sem Reykjavíkurmaraþonið sýnir rími ekki við þann sem ég sé í kringum mig sá að í minni sápukúlu hefur hlaupaáhugi aukist, en dregið hefur úr honum utan hennar. Eða, það sem mér þykir líklegra, þá telja Íslendingar grasið grænna handan við hafið. Ólíkt útlendingum, þykir þeim ekkert töff að hlaupa í Reykjavík, en vilja frekar fara í flott hlaup í Boston; London; New York; og Tókýó. 

Mynd 2: Tískuhlaupaeyjan ÍslandHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Hægum hlaupurum gengur betur og hröðum verr

Eftir þá miklu vinnu sem fór í að safna, hreinsa og vinna hlaupagögnin stóðst ég að sjálfsögðu ekki freistinguna að skoða framgang hlaupara í hlaupum fortíðarinnar. Það er að segja, ég var forvitinn að vita hvort hlaupurum sem hlaupa í Reykjavík í annað skipti gangi betur eða verr í sínu seinna hlaupi. Það eru góðar ástæður fyrir því af hverju manni ætti að ganga betur í næsta hlaupi en því fyrra. Reynsla skiptir þar sérstöku máli. Einnig eru góðar ástæður fyrir því að manni gangi verr: bæði eldist maður á hverju ári; og sjálfsálitið sem maður vann sér inn í fyrra hlaupi getur orðið manni að falli. 

Auglýsing
Ef ekki er tekið tillit til þess hversu hratt hlauparar hlupu fyrra Reykjavíkurmaraþonið sitt, virðist gengi einstaklinga í seinna hlaupinu vera bland í poka. Það er að segja, í nokkuð jöfnum hlutföllum hlaupa einstaklingar hraðar og hægar í seinna hlaupinu, en því fyrra. En ef gengi hlaupara er skoðað út frá því hversu hratt einstaklingar hlupu sitt fyrra hlaup kemur í ljós að hlaupin eru ekki aðskilin lögmálum hagfræðinnar. Í þessu tilfelli hinu svokallaða „lögmál minnkandi afraksturs“. Það er að segja, þeir sem hlupu hægt í fyrra hlaupinu eiga það til að bæta sig talsvert, á meðan þeir sem hlupu hratt í fyrra hlaupinu eiga það til að bæta sig lítið, eða jafnvel standa sig verr. Þetta sést skýrt ef skoðaðir eru þeir hlaupara sem stóðu sig verst og best í fyrra hlaupinu. Þeir sem hlupu yfir fimm tímum í fyrra hlaupinu bættu sig að meðaltali um 24 mínútu. Þeir sem hlupu fyrra hlaupið undir 3:30 bættu við sig tæplega átta mínútum, að meðaltali.

Mynd 3: Þeim mun verra sem þú stóðst þig síðast, þeim mun betur munt þú standa þig næstHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Þetta er annar af þremur pistlum sem ekki beint tengjast hagfræði, en hafa meira með aðferðir úr tölfræði að gera. Tilefnið er að sjálfsögðu Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er á menningarnótt. Höfundur biður lesendur sem ekki eru hlauparar velvirðingar, en eikonomics snýr aftur í sýnu hefðbundna horfi í september.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics