Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþonið fer fram næsta laugardag. Eikonomics fer yfir nokkrar hagfræðilegar staðreyndir um það og kemst að þeirri niðurstöðu að þeim mun verr sem hlaupari stóð sig síðast, þeim mun betur mun hann standa sig nú.

Auglýsing

Reykjavíkurmaraþonið var sett á laggirnar árið 1984 af einhverjum hlaupalúðum, langt á undan sinni samtíð. 

Tveimur árum síðar tóku 85 hlauparar þátt. 10 árum seinna (1996) voru hlaupararnir orðnir 129 og 197 árið 2000. 

Síðan þá hefur þátttakendafjöldinn tæplega sjöfaldast og í fyrra hlupu 1324 einstaklingar 42,2 kílómetra í hlaupinu.

Kynjahlutföllin skána

Þegar hin ameríska Kathrine Switzer tjáði hlaupaþjálfaranum sínum það að hún ætlaði að hlaupa Boston maraþonið hélt þjálfarinn hennar að konan væri orðin móðursjúk. Hann útskýrði fyrir henni á karlmannlegan, lógískan og stóískan máta að 42,2 kílómetrar væri of löng vegalengd, fyrir „veikgeðja konur“. Kathrine virti þessa forsjárhyggju að vettugi. Hún skráði sig undir kynlausu nafni (K.V. Switzer) og varð því fyrsta konan til að formlega klára Boston maraþonið. Fimm árum seinna, árið 1972, var konum formlega leyft að taka þátt í Boston maraþoninu.

Auglýsing
Það kemur því kannski ekki á óvart að maraþonhlaup hafi lengi vel verið karlasport. Eftir allt var umhyggja kallana svo svakaleg að þeir bönnuðu konum að fara eins illa með líkama sína og þeir sjálfir gerðu, sér til gamans. Reykjavíkurmaraþonið var þar enginn undantekning og var lengi að mestu pylsupartí. Árið 1986 tóku sex konur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og 79 karlar. En það er hægt að breytast, sem betur fer. Í fyrra voru konur um þriðjungur allra hlaupara - 442 talsins. Sem verður að teljast góður árangur, þó að sjálfsögðu megi hlutfallið batna í framtíðinni.

Mynd 1: Konur telja nú þriðjung allra hlaupara í ReykjavíkurmaraþoninuHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics.

Óvinsælt hlaup meðal Íslendinga

Það sem er kannski hvað undarlegast við Reykjavíkurmaraþonið er að vöxtur hlaupsins er að mestu drifinn af auknum vinsældum hlaupa á heimsvísu og tískueyjunnar Íslands. Árið 2010 hlupu nánast jafn margir Íslendingar og árið 2018. En á sama tímabili stökk fjöldi útlendinga sem hljóp úr 369 í 1.101. Sú staðreynd að þessi mikli vöxtur hafi að nánast öllu leiti komið erlendis frá kom mér á óvart. 

Ég var nefnilega þeirrar skoðunar að langhlaupabólutilfellum hafi fjölgað á Íslandi á undanförnum árum. Kannski er ástæðan fyrir því að raunveruleginn sem Reykjavíkurmaraþonið sýnir rími ekki við þann sem ég sé í kringum mig sá að í minni sápukúlu hefur hlaupaáhugi aukist, en dregið hefur úr honum utan hennar. Eða, það sem mér þykir líklegra, þá telja Íslendingar grasið grænna handan við hafið. Ólíkt útlendingum, þykir þeim ekkert töff að hlaupa í Reykjavík, en vilja frekar fara í flott hlaup í Boston; London; New York; og Tókýó. 

Mynd 2: Tískuhlaupaeyjan ÍslandHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Hægum hlaupurum gengur betur og hröðum verr

Eftir þá miklu vinnu sem fór í að safna, hreinsa og vinna hlaupagögnin stóðst ég að sjálfsögðu ekki freistinguna að skoða framgang hlaupara í hlaupum fortíðarinnar. Það er að segja, ég var forvitinn að vita hvort hlaupurum sem hlaupa í Reykjavík í annað skipti gangi betur eða verr í sínu seinna hlaupi. Það eru góðar ástæður fyrir því af hverju manni ætti að ganga betur í næsta hlaupi en því fyrra. Reynsla skiptir þar sérstöku máli. Einnig eru góðar ástæður fyrir því að manni gangi verr: bæði eldist maður á hverju ári; og sjálfsálitið sem maður vann sér inn í fyrra hlaupi getur orðið manni að falli. 

Auglýsing
Ef ekki er tekið tillit til þess hversu hratt hlauparar hlupu fyrra Reykjavíkurmaraþonið sitt, virðist gengi einstaklinga í seinna hlaupinu vera bland í poka. Það er að segja, í nokkuð jöfnum hlutföllum hlaupa einstaklingar hraðar og hægar í seinna hlaupinu, en því fyrra. En ef gengi hlaupara er skoðað út frá því hversu hratt einstaklingar hlupu sitt fyrra hlaup kemur í ljós að hlaupin eru ekki aðskilin lögmálum hagfræðinnar. Í þessu tilfelli hinu svokallaða „lögmál minnkandi afraksturs“. Það er að segja, þeir sem hlupu hægt í fyrra hlaupinu eiga það til að bæta sig talsvert, á meðan þeir sem hlupu hratt í fyrra hlaupinu eiga það til að bæta sig lítið, eða jafnvel standa sig verr. Þetta sést skýrt ef skoðaðir eru þeir hlaupara sem stóðu sig verst og best í fyrra hlaupinu. Þeir sem hlupu yfir fimm tímum í fyrra hlaupinu bættu sig að meðaltali um 24 mínútu. Þeir sem hlupu fyrra hlaupið undir 3:30 bættu við sig tæplega átta mínútum, að meðaltali.

Mynd 3: Þeim mun verra sem þú stóðst þig síðast, þeim mun betur munt þú standa þig næstHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Þetta er annar af þremur pistlum sem ekki beint tengjast hagfræði, en hafa meira með aðferðir úr tölfræði að gera. Tilefnið er að sjálfsögðu Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er á menningarnótt. Höfundur biður lesendur sem ekki eru hlauparar velvirðingar, en eikonomics snýr aftur í sýnu hefðbundna horfi í september.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics