Hvers vegna drekkum við landa?

Er það þannig að þegar verð á áfengi hækkar, og laun fólks lækka, þá drekki það meiri landa?

Auglýsing

Rétt fyrir aldamótin var það reglulegur viðburður hjá unglingum eins og sjálfum mér að safna saman klinki, hringja í landasala og borga honum (aðeins karlar unnu í þessum bransa) 1.500 kall fyrir glæran vökva í ómerktum iðnaðarbrúsa með rauðum tappa. 

Þessar umbúðir voru, ef ég man rétt, af sömu gerð og terpentína ver seld í. Og eins heimskulegt og þetta var, þá þótti mér og rúmlega þúsund öðrum 10. bekkingum á Íslandi þetta alveg eðlilegt.

Árið 2001 svaraði 33% af 10. bekkingum því játandi þegar þau voru spurð að því hvort þau hefðu orðið drukkin síðastliðna 30 daga. En á síðustu 15 árum hefur eitthvað breyst. Þegar unglingar á sama aldri voru spurð sömu spurningar árið 2016 svöruðu aðeins um 5% aðspurðra sömu spurningu játandi. Sem þýðir það að ungt fólk í dag drekkur bæði miklu minna áfengi og drekkur minni landa heldur en okkar kynslóð. Húrra!Heimild: Æskulýðsrannsóknin Ungt Fólk

Þýðir það þá að landi sé á undanhaldi? Eflaust, en þó svo að unglingar drekki minni landa í dag heldur en unglingar tíunda áratugarins þá þýðir það ekki að enginn drekki landa. Og það má meira að segja vel vera að landinn sé enn þá vinsæll, bara meðal eldri hóps. En Þar sem landi er bruggaður og seldur ólöglega er erfitt að segja til um það nákvæmlega hversu mikið af landa er drukkið á Íslandi. það er þó ekki ólíklegt að fjöldi einstaklinga sem hafa komist í kast við lögin vegna ólöglegrar sölu á áfengi sé þokkalegur vísir að því hversu vinsæll landi er.

Auglýsing
Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar hefur fjöldi brota á lögum hvað varðar ólöglega sölu áfengis hríðfallið samhliða unglingadrykkju. Til dæmis voru voru 28 brot vegna ólöglegrar sölu áfengis skráð hjá lögreglunni árið 2001, en þessi tala féll niður í 10 árið 2016. Þessi tölfræði gefur því til kynna að mögulega spili unglingadrykkja sinn þátt í eftirspurn eftir landa. En eftir að hafa skoðað málið betur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að unglingadrykkja sé líklega bara einn af mörgum þáttum sem skipta máli í eftirspurn eftir landa.

Frá árinu 2003 virðist vera sem svo að landadrykkja hafi verið á undanhaldi og árið 2008 skráði lögreglan aðeins 7 slík brot. En þessi tala rauk upp á næstu árum og árið 2010 voru skráð 25 slík brot. Og það var þrátt fyrir það að á því tímabili hélt áfram að draga úr unglingadrykkju. Að sjálfsögðu má það vel vera að þessi breyting á brotatíðni sé aðeins tilviljun, en ég held þó að hagfræðiöflin spili sinn þátt.

Fyrir þá sem muna, þá voru árin 2009 og 2010 mögur. Mikill fjöldi Íslendinga misstu vinnuna, ekki var mikið um launahækkanir og verðbólga var há. Há verðbólga án launahækkana þýddi einfaldlega það að fólk hafði þá minna á milli handanna en áður og í þannig umhverfi gat fólk keypt minna af áfengi en áður. Þar sem löglegt áfengi er lúxusvara, í samanburði við landa, þýðir það að fyrir þá sem nú hafa minna á milli handanna og vilja ekki draga of mikið úr áfengisneyslu sinni á krepputímum geta skipta út hluta af sinni áfengisneyslu úr löglegu áfengi yfir í landa.

En svo er önnur breyta sem ég held að skipti jafnvel meira máli: áfengisverð. Það vill nefnilega svo til að á árunum 2003 til 2008, samhliða fækkun áfengisölubrota, lækkaði verð á löglegu áfengi um 21% (í samanburði við verðlag almennt). Á þessu sama tímabili fækkaði brotum tengdum sölu á ólöglegu áfengi úr 33 niður í 7. Sem gefur það til kynna að þegar verð á áfengi lækkar minkar eftirspurn eftir landa.Heimild: Ríkislögreglustjóri

Að sama skapi, frá árinu 2008 til 2010 gerði bakslag og  verð á áfengi hækkaði um 27% (umfram verðlag almennt) og árið 2010 hafði lögreglan hendur í hári 25 landa- og áfengissala. Síðan þá hefur verð á á áfengi aftur dregist til baka og samhliða því hefur brotatíðnin aftur lækkað.

Að sjálfsögðu má það vel vera að þetta sé allt tilviljun. Og kannski er það ekki þannig að þegar verð á áfengi hækkar og laun lækka að fólk drekki ekki meiri landa. Það má líka vel vera að gögn lögreglunnar um ólöglega sölu á áfengi hafi lítið með landasölu að gera. Ég veit nú ekki hversu mikil plága landi er á Íslandi almennt, en Katrín og Bjarni, ef þið hafið áhuga á því draga úr landaneyslu þá gætuð þið prófað að lækkað álögur á áfengum drykkjum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics