Hvers vegna drekkum við landa?

Er það þannig að þegar verð á áfengi hækkar, og laun fólks lækka, þá drekki það meiri landa?

Auglýsing

Rétt fyrir aldamótin var það reglulegur viðburður hjá unglingum eins og sjálfum mér að safna saman klinki, hringja í landasala og borga honum (aðeins karlar unnu í þessum bransa) 1.500 kall fyrir glæran vökva í ómerktum iðnaðarbrúsa með rauðum tappa. 

Þessar umbúðir voru, ef ég man rétt, af sömu gerð og terpentína ver seld í. Og eins heimskulegt og þetta var, þá þótti mér og rúmlega þúsund öðrum 10. bekkingum á Íslandi þetta alveg eðlilegt.

Árið 2001 svaraði 33% af 10. bekkingum því játandi þegar þau voru spurð að því hvort þau hefðu orðið drukkin síðastliðna 30 daga. En á síðustu 15 árum hefur eitthvað breyst. Þegar unglingar á sama aldri voru spurð sömu spurningar árið 2016 svöruðu aðeins um 5% aðspurðra sömu spurningu játandi. Sem þýðir það að ungt fólk í dag drekkur bæði miklu minna áfengi og drekkur minni landa heldur en okkar kynslóð. Húrra!Heimild: Æskulýðsrannsóknin Ungt Fólk

Þýðir það þá að landi sé á undanhaldi? Eflaust, en þó svo að unglingar drekki minni landa í dag heldur en unglingar tíunda áratugarins þá þýðir það ekki að enginn drekki landa. Og það má meira að segja vel vera að landinn sé enn þá vinsæll, bara meðal eldri hóps. En Þar sem landi er bruggaður og seldur ólöglega er erfitt að segja til um það nákvæmlega hversu mikið af landa er drukkið á Íslandi. það er þó ekki ólíklegt að fjöldi einstaklinga sem hafa komist í kast við lögin vegna ólöglegrar sölu á áfengi sé þokkalegur vísir að því hversu vinsæll landi er.

Auglýsing
Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar hefur fjöldi brota á lögum hvað varðar ólöglega sölu áfengis hríðfallið samhliða unglingadrykkju. Til dæmis voru voru 28 brot vegna ólöglegrar sölu áfengis skráð hjá lögreglunni árið 2001, en þessi tala féll niður í 10 árið 2016. Þessi tölfræði gefur því til kynna að mögulega spili unglingadrykkja sinn þátt í eftirspurn eftir landa. En eftir að hafa skoðað málið betur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að unglingadrykkja sé líklega bara einn af mörgum þáttum sem skipta máli í eftirspurn eftir landa.

Frá árinu 2003 virðist vera sem svo að landadrykkja hafi verið á undanhaldi og árið 2008 skráði lögreglan aðeins 7 slík brot. En þessi tala rauk upp á næstu árum og árið 2010 voru skráð 25 slík brot. Og það var þrátt fyrir það að á því tímabili hélt áfram að draga úr unglingadrykkju. Að sjálfsögðu má það vel vera að þessi breyting á brotatíðni sé aðeins tilviljun, en ég held þó að hagfræðiöflin spili sinn þátt.

Fyrir þá sem muna, þá voru árin 2009 og 2010 mögur. Mikill fjöldi Íslendinga misstu vinnuna, ekki var mikið um launahækkanir og verðbólga var há. Há verðbólga án launahækkana þýddi einfaldlega það að fólk hafði þá minna á milli handanna en áður og í þannig umhverfi gat fólk keypt minna af áfengi en áður. Þar sem löglegt áfengi er lúxusvara, í samanburði við landa, þýðir það að fyrir þá sem nú hafa minna á milli handanna og vilja ekki draga of mikið úr áfengisneyslu sinni á krepputímum geta skipta út hluta af sinni áfengisneyslu úr löglegu áfengi yfir í landa.

En svo er önnur breyta sem ég held að skipti jafnvel meira máli: áfengisverð. Það vill nefnilega svo til að á árunum 2003 til 2008, samhliða fækkun áfengisölubrota, lækkaði verð á löglegu áfengi um 21% (í samanburði við verðlag almennt). Á þessu sama tímabili fækkaði brotum tengdum sölu á ólöglegu áfengi úr 33 niður í 7. Sem gefur það til kynna að þegar verð á áfengi lækkar minkar eftirspurn eftir landa.Heimild: Ríkislögreglustjóri

Að sama skapi, frá árinu 2008 til 2010 gerði bakslag og  verð á áfengi hækkaði um 27% (umfram verðlag almennt) og árið 2010 hafði lögreglan hendur í hári 25 landa- og áfengissala. Síðan þá hefur verð á á áfengi aftur dregist til baka og samhliða því hefur brotatíðnin aftur lækkað.

Að sjálfsögðu má það vel vera að þetta sé allt tilviljun. Og kannski er það ekki þannig að þegar verð á áfengi hækkar og laun lækka að fólk drekki ekki meiri landa. Það má líka vel vera að gögn lögreglunnar um ólöglega sölu á áfengi hafi lítið með landasölu að gera. Ég veit nú ekki hversu mikil plága landi er á Íslandi almennt, en Katrín og Bjarni, ef þið hafið áhuga á því draga úr landaneyslu þá gætuð þið prófað að lækkað álögur á áfengum drykkjum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics