Auglýsing

Und­an­farna tvo daga hafa almenn­ingi birst yfir­grips­miklar upp­lýs­ingar um stöðu efna­hags­mála. Fyrst í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur, fyrir árin 2019 til 2023, og síðan í ræðum Þór­unnar Guð­munds­dótt­ur, for­manns banka­ráðs Seðla­banka Íslands, Más Guð­munds­sonar, seðla­banka­stjóra, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, á 56. aðal­fundi bank­ans í dag.

Hag­vöxtur hefur verið kraft­mik­ill und­an­farin ár (3,7 pró­sent í fyrra), hækkun hús­næð­is­verðs nær for­dæma­laus hvert sem litið er í heim­in­um, og atvinnu­leysi mælist lítið sem ekk­ert, eða á bil­inu 2 til 3 pró­sent.

Skuldirnar eru að lækka.

Auglýsing

Ýmis­legt má segja um stöð­una, eins og hún blasir við þessi miss­er­in, en eftir mik­inn upp­gangs­tíma á und­an­förnum árum þá má segja að það séu ákveðnar blikur á loft­i. 

1. Hækkun hús­næð­is­verðs­hefur verið mikil á und­an­förnum árum. Verðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur tvölfaldast, á ein­ungis sex árum. Sé horft á hlut­ina í erlendri mynt, þá er þró­unin enn ýkt­ari. Íbúð sem kost­aði 25 millj­ónir árið 2015, var þá verð­metin á 178 þús­und Banda­ríkja­dali. Í dag er þessi íbúð metin á 400 þús­und Banda­ríkja­dali, miðað við verð­þró­un­ina eins og hún hefur verið að með­al­tali á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, und­an­farin þrjú ár. Það er vel rúm­lega tvö­földun á þremur árum. Það verður að koma í ljós hvort verð­lækk­un­ar­ferli sé framund­an, hvort sem það verður mælt í erlendri mynt - þá í gegnum veik­ingu krón­unnar lík­lega - eða í nafn­verði íbúða, en það ætti ekki að koma neinum á óvart. Það sem fer svona hratt upp, gæti alveg komið niður aft­ur, þó það verði ekki dram­tísk lækk­un.

2. Verð­lag á Íslandi er orðið hátt á nær alla mæli­kvarða, og laun líka. Ekki síst sé horft á hlut­ina í alþjóð­legum sam­an­burði þegar kemur að laun­um, bæði hjá hinu opin­bera og á einka­mark­aði. Þar ræður styrk­ing krón­unnar miklu. Mörg útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að halda vel á spöð­unum til að missa ekki sam­keppn­is­stöðu sína. Þetta á sér­stak­lega við um félög sem eru í alþjóð­legri sam­keppni, eins og t.d. í hug­bún­að­ar­geir­anum og þekk­ing­ar­iðn­aði af ýmsu tagi. Mikið launa­skrið, sam­hliða hraðri styrk­ingu, hefur gert mörgum fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir, þó lítið hafi heyrst af því í opin­berri umræðu. Eftir því sem tím­inn líður án þess að aðstæður batni, því erf­ið­ara verður fyrir mörg fyr­ir­tæki að vaxa og dafna. 

3. Áform stjórn­valda um að stór­auknar fjár­fest­ingar í innviðum lands­ins er mikil gleði­fregn enda löngu tíma­bært er að efla fjár­fest­ingar í innvið­um. Tug­millj­arða fram­kvæmdir eru á teikni­borð­inu, en lík­lega á eftir að taka nokkuð snúna umræðu um útfærsl­ur, t.d. þegar kemur að veg­toll­u­m. 

Fjár­fest­ingar í innviðum fjar­skipta - þar sem stefnt er að því að ljúka ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins árið 2020 - eru gleði­legar og munu styrkja íslenskt efna­hags­líf til lengd­ar. Upp­bygg­ing í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu eru einnig gleði­efni. Betur má ef duga skal, því upp­safn­aður vandi er mik­ill. Sér­stak­lega er veik staða leik- og grunn­skóla­kerf­is­ins áhyggju­mál (ekki síst lág laun kenn­ara), en þó sveit­ar­fé­lögin sjái um rekst­ur­inn á þessum skóla­stig­um, þá mun þurfa sam­stillt átak til að styrkja þau og bæta umhverfi til að mennta börn í takt við þarfir nútím­ans. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni birt­ist áhersla á þessi mál hjá rík­is­stjórn­inni.

4. Mesti vandi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og lík­lega íslensks sam­fé­lags í heild sinni, snýr að því að ná sátt á vinnu­mark­aði. Úrskurðir kjara­ráðs og gríð­ar­legt launa­skrið hjá hinu opin­bera, ekki síst stjórn­endum og ráða­mönnum þjóð­ar­innar (for­set­inn und­an­skil­inn), hefur grafið undan sátt á vinnu­mark­aði. Verka­lýðs­hreyf­ingin er að ganga í gegnum miklar breyt­ing­ar, ekki síst af þessum ástæð­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, gerði þetta að umtals­efni í ræðu sinni á árs­fundi Seðla­banka Íslands, og nefndi - einu sinni sem oftar - að sam­talið milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, stjórn­valda og ann­arra sem telj­ast til aðila vinnu­mark­að­ar­ins, þyrfti að vera hrein­skipt­ið. Því miður hefði farið svo, á und­an­förnum árum, að traustið hefði farið í þessu sam­tali, með þeim afleið­ingum sem nú blasa við á vinnu­mark­aði. Þar sem verk­föll virð­ast handan við horn­ið, og umræða um end­ur­skil­grein­ingu á því hvað teljist vera félags- og efna­hags­lega sann­gjarnar kröfur í nútíma­sam­fé­lagi, hefur varla farið fram.

Það er ekki bara verka­lýðs­hreyf­ingin sem þarf að vilja sam­tal­ið, heldur líka stjórn­völd. Þau þurfa að lesa í stöð­una og taka djarfar ákvarð­anir til að brúa bil­ið, ef þess þarf. Launa­skrið stjórn­enda hjá rík­inu og hjá ráða­mönnum er ekki nátt­úru­lög­mál, svo dæmi sé tek­ið. Stjórn­ar­and­staðan hefur ein­blínt á þessi mál - stóru vel­ferð­ar­málin og hvernig kök­unni er skipt - í sinni gagn­rýni á fjár­mála­á­ætl­un­ina, og það er full­kom­lega skilj­an­legt. Þó lausn­irnar séu ekki ein­faldar á þess­ari snúnu stöðu á vinnu­mark­aði og í sam­fé­lag­inu, þá munu þær ekki fæð­ast í góðu tómi í róleg­heit­un­um. Það er alveg örugg­t. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Eins og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur rétti­lega bent á, þá hefur Ísland nú sögu­legt tæki­færi til að koma enn sterk­ari stoðum undir efna­hag Íslands til fram­tíðar lit­ið. Skuldir eru á hraðri nið­ur­leið og ytri skil­yrði hafa verið hag­felld á end­ur­reisn­ar­tím­an­um. En þetta er ekki sjálf­sögð staða, og til lengdar mun Ísland ekki kom­ast upp með að vera dýrt, á nær alla mæli­kvarða, í alþjóð­legum sam­an­burði. Allt leitar jafn­vægis að lokum og von­andi tekst að nýta tæki­færin til að styrkja enn frekar góða stöðu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari