Af hverju gaf ríkið Vin Diesel og félögum einu sinni 500 milljónir?

Eikonomics segir að á síðustu fimm árum hafi íslenska ríkið greitt erlendum kvikmyndagerðarmönnum rúmlega þrjá milljarða króna. Ganga þurfi úr skugga um að það fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.

Auglýsing

Árið 2016 heiðr­aði hinn kraft­mikli Vin Diesel okkur Íslend­inga með heim­sókn sinni. Íslands­vin­ur­inn sótti landið þó ekki heim af því að honum lang­aði að spenna vöðvana á bökkum Árbæj­ar­laug­ar, heldur kom hann til lands­ins til þess að setja mark sitt á kvik­mynda­sög­una, sem hann gerði með stór­leik sínum í meist­ara­verk­inu The Fate of the Furi­ous, einnig þekkt sem The Fast and the Furi­ous 8. 

Þó leik­sigur Vin Diesel sé óum­deil­an­leg­ur, þá keppt­ust gagn­rýnendur svo sem ekk­ert um að lofa mynd­ina. Brian Tall­erci­o nöldrað til að mynda yfir því að mynd­in, sem er tveir tímar á lengd, væri of löng fyrir mynd án sögu­þráðar. Almenn­ingur hefur þó sjaldan svip­aðan smekk og merki­kertin sem skrifa í blöðin og sam­an­lagt greiddi almenn­ingur um 170 millj­arða króna (á gengi dags­ins í dag) til þess að horfa á Vin Diesel þruma um íslenska nátt­úru á alls­konar trylli­tækjum

Hvers vegna kom Vin Diesel til Íslands?

Ég er reyndar alls ekk­ert viss um að Vin Diesel hafi komið til lands­ins, alla­vega fann ég ekki eina ein­ustu mynd af kapp­anum á Íslandi, þó ég hafi leitað á nán­ast öllu inter­net­inu. Ég reikna þó með því að hann hafi komið og ekki unnið vinnu sína í fjar­vinnu, fyrir framan grænan skjá í Los Ang­eles

Margir gætu gefið sér það að ástæðan fyrir því að stjörn­u­rnar komi til Íslands að taka upp bíó­myndir sé hin óvið­jafn­an­lega nátt­úru­feg­urð okkar ein­stöku eyju. Það er alla­vega for­sendan sem ég gaf mér lengi vel, for­senda sem er röng. 

Auglýsing
Ef það er ekki lands­lag­ið, þá gæti maður giskað á það sér að stjörn­u­rnar komi kannski af því að Íslend­ingar eru svo góðir í að aðstoða meist­ara Hollywood við að búa til kvik­mynd­ir. Einnig gæti það verið að hér sé svo gott aðgengi að topp kvik­mynda­gerð­ar­bún­aði að það borgi sig að fljúga yfir gjörvöll Banda­ríkin og hálft Atl­ants­hafið til að kom­ast í þessa snill­inga og græjurnar þeirra. Svo er það ekki.

Ef aðal­á­stæða komu kvik­mynda­gerð­ar­manna til Íslands er ekki hæfi­leik­ar, ekki tækja­bún­að­ur­inn og ekki lands­lagið hvað er það þá sem dregur þetta fólk til lands­ins? Laun á Íslandi eru há, tækja­kostn­aður almennt ekki lægri en ann­ar­stað­ar, því er ólík­legt að stjörn­u­rnar komi til Íslands að taka upp af því að það er hag­kvæmt. 

Stundum er þó ólík­leg­asta svarið rétta svar­ið: Stjörn­u­rnar koma fyrst og fremst til Íslands út af gjaf­mildi íslenska rík­is­ins, sem borgar þeim fyrir að koma sem gerir það ódýr­ara en ella að taka upp kvik­myndir á Íslandi.

Vin Diesel og félagar hefðu lík­lega bara farið til Kanada að mynda Íslands­sen­urnar ef ekki hefði verið fyrir gjaf­mildi íslenska rík­is­ins, gjaf­mildi sem nemur 566 milj­ónum króna, á verð­lagi ágúst­mán­aðar 2020 [1]. 

(Nán­ara nið­ur­brot á end­ur­greiðslum rík­is­ins á fram­leiðslu­kostn­aði kvik­mynda­gerð­ar­manna, sem og alla töl­fræði sem ég ræði þessum pist­li, má skoða á vef­svæði mínu á grid.is.)

Sagan um gjaf­irnar

Í mars árið 1999 setti Alþingi lög varð­andi gjafir til kvik­mynda­fram­leið­enda. Stundum er slík gjöf rík­is­ins kölluð „end­ur­greiðsla fram­leiðslu­kostn­að­ar“. Það er þó hálf und­ar­legt heiti, þar sem fram­leiðslu­kostn­aður greið­ist ekki beint til rík­is­ins og því ekk­ert bein­línis fyrir ríkið að end­ur­greiða.

Mark­miðið lag­anna var (og er) að „stuðla að efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynn­ingar á sögu lands­ins og nátt­úru með tíma­bundnum stuðn­ingi við kvik­myndir og sjón­varps­efni sem fram­leitt er hér á land­i.“  

Þegar lögin voru fyrst sett virð­ist planið hafa verið að end­ur­greiða 12% fram­leiðslu­kostn­aðar þangað til 2003. Þá átti pró­sentan að falla niður í 9% og enda átti að binda á stuðn­ing­ur­inn árið 2006. Þó ég viti ekki hver hugs­unin bak við lögin voru, þá giska ég á að ríkið hafi reiknað með því að 6 ár hafi verið sá tímara­mmi sem það tæki að byggja upp öfl­ugan og sjálf­bæran kvik­mynda­iðnað á Íslandi, sem laða ætti að kvik­mynda­gerð­ar­menn, án þess að lauma að þeim pen­ing­um.

Í októ­ber 2001 ákvað rík­is­stjórn Íslands þó að sleppa því að lækka pró­sent­una niður í 9%. End­ur­greiðsla upp 12% var greini­lega ekki nóg og ef 12% er ekki nóg þá er 9% heldur ekki nóg. Því var stuðn­ingnum haldið í 12%. Sú pró­senta var þó enn of lág, aðeins um 13 milj­ónir voru end­ur­greiddar erlendum kvik­mynda­gerð­ar­mönnum það árið.

Í októ­ber 2006 var pró­sentan enn 12%, án þess að hækka pró­sent­una kom þó mun meiri fjár­fest­ing til lands­ins, árið 2006 greiddi ríkið 122 millj­ónir til erlendra verk­efna. Það sýnir það að ein­hver fjár­fest­ing kæmi alltaf til lands­ins, sama hvort ríkið nið­ur­greiði fram­leiðsl­una eða ekki. 

Í jan­úar 2007, var end­ur­greiðslan svo hækkuð upp í 14%. Sem ekki virð­ist hafa gert mik­ið, á árunum 2007 – 2009 fengu erlendir kvik­mynda­gerð­ar­menn ekki nema 5 millj­ónir frá íslenska rík­inu.

Eftir 10 ár af end­ur­greiðslum var það nokkuð ljóst að þetta virk­aði ekki eins vel og lagt var upp með [2]. Erlendir kvik­mynda­gerð­ar­menn höfðu ein­fald­lega ekki áhuga á Íslandi. Þó ríkið greiddi þeim 14% af fram­leiðslu­kostn­aði þeirra þá var landið ein­fald­lega ekki nógu fal­legt og þjóðin ekki nógu fríð. Eðli­legt hefði þá verið að draga í land og sigla á önnur mið, sem er ekki það sem ríkið gerði. Í stað­inn var sett í fimmta gír og í maí 2009 lofað ríkið erlendum kvik­mynda­gerð­ar­mönnum að þeir fengju 20% af fram­leiðslu­kostn­aðn­um, sem hér á landi félli, end­ur­greidd­an.

Nú var fólk að tala sam­an. Á árunum 2009-2016 greiddi íslenska ríkið erlendum kvik­mynda­gerð­ar­mönn­um, sem heiðr­uðu okkur með komu sinni, meira en 3,8 millj­arða króna (á verð­lagi ágúst 2020). Þá hefði maður haldið að mark­mið­inu hefði verið náð og tími væri kom­inn til að fara að binda enda á tíma­bundna verk­efnið og leyfa iðn­aðnum að blómstra, án hjálp­ara­dekkja. Svo fór ekki. Í stað­inn var end­ur­greiðslu­pró­sentan hækkuð upp í 25% árið 2017 og stendur hún enn þar í dag. 

Hag­fræð­ing­ur­inn og Nóbels­verð­launa­haf­inn Milton Fried­man hafði kannski eitt­hvað til síns máls þegar hann sagði að „ekk­ert væri eins var­an­legt og tíma­bundin verk­efni rík­is­ins.“ 

Mynd: Þróun end­ur­greiðslu­hlut­falls fram­leiðslu­kostn­aðar og end­ur­greiðslu fram­leiðslu­kostn­aðarHeimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ath.: Fjárhæðir hafa verið endurreiknaðar á verðlagi ágúst 2020.

Hvers vegna borgar ríkið Vin Diesel fyrir að koma í heim­sókn?

Þó mark­mið lag­anna stafi það ekki beint, þá er lík­lega helsta ástæðan fyrir því að ríkið nið­ur­greiðir kostnað fram­leið­enda sú að fjár­fest­ingin sem kemur inn í landið skilar sér í störfum og lær­dómi. Einnig má færa rök fyrir því að með því að nið­ur­greiða fram­leiðslu­kostnað laði Ísland að sér meiri fjár­fest­ingu en ella og nið­ur­greiðslan skili sér í meiri skatt­tekjum en ef ekk­ert er nið­ur­greitt. 

Auglýsing
Að fjár­festa í þjálfun íslenskra kvik­mynda­gerð­ar­manna með þessu móti er mögu­lega ekki óskil­virk leið. Skatt­greið­endur borga fyrsta flokks kvik­mynda­gerð­ar­mönnum til þess að koma hingað og kenna íslenskum kol­legum sínum hand­tök­in, sem í kjöl­farið stofna sín eigin félög og þegar næsta kvik­mynd kemur til lands­ins eru þeir til­búnir að þjón­usta hana og taka meira af kvik­mynda­gerð­ar­kök­unn­i. 

Ef mjög vel geng­ur, þá á end­anum gætu hin íslensku félög meira að segja keppt við erlend félög, um verk­efni sem ekk­ert hafa með Ísland að gera. Fræg­asta dæmið er lík­lega frá Nýja-­Sjá­landi, WETA Works­hop hefði eflaust færri verk­efni, færri starfs­menn og skilað minna til sam­fé­lags­ins, ef ekki hefði verið fyrir nið­ur­greiðslu þar­lendrar rík­is­stjórnar á Hringa­drótt­ins­sögu, J.R.R Tolkien (og á öllum öðrum kvik­myndum allar götur síð­an).

Önnur rök, sem ég kaupi ekki á aug­lýstu verði, eru sú að með því að taka upp myndir á Íslandi fáum við ódýra land­kynn­ingu. Það þarf ein­hver að ýta við mér ef ég á að trúa því að Vin Diesel brun­andi um á jöklum og spó­landi á svörtum sandi hvetji fólk til að koma til Íslands og kaupa ull­ar­peysur í Lunda­búð­um. Lík­lega spilar til­koma ódýrra sjálfs­mynda­tækni og sam­fé­lags­miðla stærra hlut­verk en nokkur stór­mynd hefur nokkurn tíma gert.

Aðdá­endur land­kynn­ingar rakanna benda gjarnan á Hringa­drótt­ins­sögu, sem tekin var upp á Nýja-­Sjá­landi rétt eftir alda­mót­in. Hringa­drótt­ins­sögu þrennan var þó á allt öðru plani en flest allar aðrar mynd­ir. Mynd­irnar sóp­uðu að sér 18 ósk­arsverð­launum og var leik­stýrt af þjóð­hollum Nýsjá­lend­ing, sem gekk úr skugga um að lands­lags­feg­urðin væri þunga­miðja mynd­ar­inn­ar. Þegar betur er að gáð er Hringa­drótt­ins­saga í útfærslu Peter Jackson eig­in­lega bara nátt­úru­heim­ild­ar­mynd, með örfáum inn­skotum af ein­hverjum loðnum krökkum að ves­en­ast með ein­hvern hring. Því er mögu­legt að Hringa­drótt­ins­saga hafi aukið með­vit­und um til­veru þessa frá­bæra lands, mögu­lega skil­uðu mynd­irnar sér í efn­is­legri aukn­ingu á komu ferða­manna. Ég leyfi mér þó að efast um það að aðrar mynd­ir, sem ekki hafa alla kosti Hringa­drótt­ins­sögu, hafi sam­bæri­leg áhrif á komu ferða­manna.

Mynd: Koma ferða­manna til Nýja-­Sjá­lands (og Ástr­al­íu, til sam­an­burð­ar) fyrir og eftir Hringa­drótt­ins­sögu

Heimild: Hagstofur Ástralíu og Nýja-Sjálands (ITM005AA).Síð­ustu rökin sem ég ætla að ræða um eru sú að dæmið greiði fyrir sig sjálft. Ef ríkið borgar fyrir að fá fólk til að koma til Íslands og taka upp myndir þá kemur fjár­fest­ingin til Íslands, ann­ars ekki. Erlenda fjár­fest­ingin fer svo í að borga laun, kaupa mat, gist­ingu og alls­kon­ar. Þegar dæmið er reiknað til enda – og allir skattar sem greiddir eru, frá komu til brott­far­ar, eru lagðir saman – þá kemur meiri pen­ingur í rík­is­kass­ann en ríkið gaf Vin Diesel og félög­um.

Það er alls ekki ómögu­legt en á þó við um alls­konar erlenda fjár­fest­ingu, ekki bara fjár­fest­ingu í að búa til ógeðs­lega kúl bíó­mynd­ir.

Er gáfu­legt að borga launin hans Vin Dies­el?

Á pappír lítur þetta ágæt­lega út: Við lærum að búa til bíó­mynd­ir; hér verður til iðn­að­ur; og ríkið fær rúm­lega hverja krónu til baka. Raun­veru­leik­inn er þó flókn­ari en papp­ír.

Fyrsta vanda­málið við þetta er það að með því að nið­ur­greiða fram­leiðslu­kostnað erlendra kvik­mynda­gerð­ar­manna erum við þátt­tak­endur í kapp­hlaupi sem endar á vegg. Svo gott sem allar þjóðir heims­ins halda úti álíka kerfi og við ger­um. Kerfi þar sem mold­ríkir erlendir kvik­mynda­gerð­ar­menn fá borgað fyrir að koma og taka upp mynd. 

Til dæmis býður Nýja-­Sjá­land, Holland, Tékk­land og fleiri svipuð kjör og Ísland gerir í dag. Bret­land, Írland og Frakk­land bjóða skatta­af­slátt, sem er önnur aðferð til að nið­ur­greiða kvik­mynda­gerð. 

Ef allir aðrir gera það þá verðum við að gera það líka, ef við viljum taka þátt í þess­ari keppni um erlenda fjár­fest­ingu. Árið 1999 var hægt að fá 9% fram­leiðslu­kostn­aðar greiddan af íslenska rík­inu, í dag borgar ríkið 25% kostn­að­ar­ins. Þetta er hluti af kapp­hlaup­inu og hver veit hvar það end­ar? Fyrir utan það, þá má spyrja sig hvort ekki sé til iðn­aður sem við getum boðið minna skattfé en fengið meira út úr erlendu fjár­fest­ing­unn­i. 

Annað vanda­málið er það að með því að nið­ur­greiða kostnað eins iðn­að­ar, en ekki ann­ara, er ríkið í meira mæli að ákveða hvaða iðn­aður á að vaxa og dafna, en ekki fólkið í land­inu. Þetta skapar viss ruðn­ings­á­hrif, þar sem vinnu­afl og fjár­magn leitar í iðnað þar sem kröftum þeirra er ekki endi­lega best var­ið.

Jafn­vel án ruðn­ings­á­hrifa má vel vera að kvik­mynda­gerð sé ekki sá iðn­aður sem mestu skilar til baka í sam­fé­lag­ið. Þar sem sam­keppni þjóð­anna um þennan iðnað er grimm hefði ég haldið að þetta væri ekki besti iðn­að­ur­inn til að nið­ur­greiða. Lík­lega leyn­ast tæki­færi í minna spenn­andi iðn­aði. Iðn­aði sem við sjáum ekki af því að við erum blinduð af stjörnu­skærri nær­veru Vin Dies­el.

Þegar allt er skoðað saman er lík­lega alveg hægt að fara verr með almanna­fé. Samt megum við ekki gleyma okkur í for­sendu­súp­unni sem oft liggur að baki grein­inga á ávöxtun fjár­fest­inga rík­is­ins. Á síð­ustu fimm árum hefur ríkið greitt erlendum kvik­mynda­gerð­ar­mönnum rúm­lega þrjá millj­arða króna. Það er mik­ill pen­ingur og ef ríkið ætlar að kepp­ast um erlent fjár­magn, þá eigum við að ganga úr skugga um að við kepp­umst við það fjár­magn sem skilar sam­fé­lag­inu hæstu ávöxt­un. 

Í öllu falli eigum við að gera það áður en end­ur­greiðslan hækkar næst [3].

Punktar höf­undar

[1] Í þessum pistli hef ég end­ur­reiknað fjár­hæðir svo hægt sé að bera saman verð­mæti yfir lengri tíma­bil. Fjár­hæðir eru því á verð­lagi ágúst mán­aðar 2020. Ástæðan fyrir leið­rétt­ing­unni er fyrst og fremst verð­bólgan sem reið feitum hesti um land vort, eftir að snill­ingar bank­anna settu allt á hlið­ina árið 2008. 

[2] Reyndar nýttu íslenskir fram­leið­endur sér rík­is­styrk­inn vel á þessum tíma. En að gefa Íslend­ingum styrki til kvik­mynda­gerð­ar, sem alltaf hefði verið fram­leidd á klak­an­um, er ólíkt því að gefa útlend­ingum pen­ing til að koma með fjár­fest­ingu inn í land­ið. 

[3] Við­auka, með ýmis­konar upp­lýs­ingum og töl­fræði tengdri þessu efni, má finna á vef­svæði mínu á grid.is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics