Af hverju borga konur meira fyrir hárgreiðslu?

Eikonomics bað einu sinni um Scottie Pippen klippingu. Upprifjun á þeirri reynslu leiddi til þess að hann fór að velta fyrir sér kostnaði kynja af klippingum. Þessi pistill birtist fyrst í bókinni Eikonomics – hagfræði á mannamáli, sem kom út í ár.

Auglýsing

Fyrsta klipp­ingin sem ég man eftir að hafa farið í var á hár­greiðslu­stofu í Hraun­bæ. Það var svo sem ekk­ert merki­legt við þessa ferð, nema kannski ósk mín. Ég sett­ist í stól­inn og rétti hár­greiðslu­kon­unni körfu­bolta­mynd. Á mynd­inni var Scottie Pippen. Scottie er með þykkt svart krullað hár, greitt fer­kantað upp í loft­ið, svipað því sem Will Smith sport­aði í þátt­unum Fresh Prince of Bel-Air

Hár­greiðslu­konan horfði á mynd­ina og leit svo á mig. Þunnt, músa­brúnt hár og engar krull­ur. Hún útskýrði fyrir litla freknu­fés­inu sem ég var að hárið á mér væri svo ólíkt hári Scottie að þetta væri ómögu­legt. Ég þótt­ist skilja það en bað hana samt um að reyna. Hár­greiðslu­konan hófst handa. Þegar hún loks­ins sýndi mér speg­il­inn var hárið stutt og hún hafði sett í það kíló af geli og fönd­rað úr hár­inu brodda og greitt þá upp í loft. Ég leit í besta falli út eins og Vanilla Ice og í versta falli eins og Lance Bass úr NSYNC, í öllu falli var ég ekk­ert lík­ari Scottie Pippen en áður en ég sett­ist í stól­inn.

Ég veit ekki nákvæm­lega hvað ég borg­aði fyrir þessa hár­greiðslu. Ef marka má gögn Hag­stof­unnar kost­aði brodda­klipp­ingin mín mig eflaust um 1300 krón­ur, sem hefur vafa­laust verið sann­gjarnt á þeim tíma. Þegar ég var að leita að verði á hár­greiðslu á vef Hag­stof­unnar rak ég mig á aðr­ar, áhuga­verð­ari, töl­fræði­legar upp­lýs­ing­ar: Konur borg­uðu 21% meira en karlar fyrir klipp­ingu árið 1997, en 56% meira árið 2015. Með öðrum orðum hækk­aði bleiki skatt­ur­inn um 32 pró­sentu­stig. 

Það er stað­reynd að konur borga oft auka­lega fyrir kven­kyns­út­gáfur af vörum sem eru til fyrir bæði kyn­in. Aug­ljós dæmi telja ilm­vötn og rak­vél­ar. Mér þótti þó 56% verð­munur ansi mikið og hálf ótrú­leg­ur. Því lagði ég í smá leið­ang­ur, í leit af svar­inu við spurn­ing­unni: Af hverju borga konur meira fyrir klipp­ingu en karl­ar?

Auglýsing
Grunnhugmyndir hag­fræð­innar segja að ef mark­að­ur­inn fyrir klipp­ingu er þokka­lega sam­keppn­is­hæfur (sem hann ætti að vera) þá er stærsti hluti verð­mis­munar að öllum lík­indum útskýrður af kostn­að­ar­mun við að klippa kyn­in. Ástæðan er sú að ef mikil sam­keppni er á mörk­uðum geta neyt­endur skipt um hár­skera ef þeir telja að verið sé að mis­muna sér. Sem gerir það að verkum að þeir sem mis­muna tapa við­skipta­vinum og fara á end­anum á haus­inn eða laga hegðun sína og hætta að mis­muna. 

Ef það er til­fellið þá er verð­mun­ur­inn ekki bleikur skatt­ur, heldur ein­fald­lega sann­gjörn leið til að rukka fólk fyrir þá þjón­ustu sem því er veitt. Þar sem langstærsti hluti breyti­legs kostn­aðar hár­snyrta er fórn­ar­kostn­aður þeirra – ef hár­greiðslu­meist­ari er að klippa einn kúnna getur hann ekki klippt annan – þarf sú kenn­ing, að það kosti meira að klippa kon­ur, að vera studd með gögnum sem sýna fram á það taki lengri tíma að klippa konur en karla.*

Mynd: Verð á hár­greiðslu og tím­inn sem hún tekur

Hárgreiðslumeistarar mátu hversu lengi það tók að klippa kynin. Einnig sögðu þeir mér hvað það kostaði að klippa kynin og úr verður þessi mynd. Það er nokkuð ljóst að tími sem tekur að klippa spilar hlutverk í verðlagningu – og það tekur mikið styttri tíma að klippa karla en konur, almennt. Heimild: Eikonomics.

Þar sem nán­ast engar upp­lýs­ingar um þann tíma sem það tekur að klippa kynin er að finna á net­inu neydd­ist ég til þess reiða mig á eigið frum­kvæði. Ég skellti mér á ja.is, leit­aði að hár­greiðslu­stofum í Reykja­vík og fékk þar lista með 119 hár­greiðslu­stof­um. Ég valdi af handa­hófi tutt­ugu stofur af list­an­um, tók upp sím­ann og byrj­aði að hringja. Í fyrstu var ég nokkuð stress­að­ur, mér leið eins og síma­sölu­manni. Fljót lega kom þó í ljós að hár­greiðslu­stéttin er ein­hver vina­leg­asta starfs­stétt sem til er og stressið hvarf. 

Af þeim þrettán sem svör­uðu og höfðu tíma var aðeins ein hár­greiðslu­stofa sem neit­aði að taka þátt í þess­ari mik­il­vægu rann­sókn minni. Á þessum stofum kost­aði karla­klipp­ing að með­al­tali 6288 krónur en dömu­klipp­ing 7459 krón­ur, það er 19% meira. Sem gefur til kynna að mögu­lega hafi kynja­bilið á hár­greiðslu eitt­hvað skroppið saman und­an­farin ár. Einnig má vera að Hag­stofan telji við­bót­ar­þjón­ustu, eins og litun og stríp­ur, með í verð­út­reikn­ingum sínum og konur kaupi meira af slíkri þjón­ustu en karl­ar. Það sem er áhuga­verð­ara er að sam­kvæmt þeim hár­greiðslu­meist­urum sem ég tal­aði við tekur það að með­al­tali 29 mín­útur að klippa karla en 41 mín­útu að klippa kon­ur. Sem þýðir að karlar borga um 17% meira fyrir hverja mín­útu sem þeir sitja í stóln­um. Ég end­ur­tek: karlar borga meira.

Að sjálf­sögðu er mikil óvissa í þessum gögn­um, þau styðja þó engu að síður við þá kenn­ingu mína að ef sam­keppni er virk á þessum mark­aði sé þessi verð­mis­munur raun­veru­lega ekki verð­mis­munun heldur end­ur­spegli ein­fald­lega fórn­ar­kostnað hár­greiðslu­fólks.

Af öllum þeim hár­greiðslu­stofum sem ég hringdi í var aðeins ein hár­greiðslu­stofa sem rukk­aði karla og konur sama verð. Hár­greiðslu­meist­ar­inn sem ég ræddi þar við var ekk­ert að skafa utan af því: Kúnn­arnir þeirra vissu hvað þeir vildu og því tæki það þau nákvæm­lega sama tíma að klippa konur og karla og það væri þess vegna sem hún rukk­aði sama verð fyrir bæði kyn­in. Þótt und­an­tekn­ingin sanni sjaldn­ast regl­una, þá má samt segja að í þessu til­felli hafi und­an­tekn­ingin aukið trú­verð­ug­leika henn­ar.

Þegar sölu­fólk getur aug­ljós­lega aðgreint hópa (og sam­keppni er tak­mörk­uð) getur það heimtað hærra verð frá þeim hópi sem það telur að geti og hafi vilja til að borga meira.** Dæmi um þetta sér maður úti um allt; mið­aldra fólk borgar 470 krónur í strætó á meðan gam­al­menni og börn borga 235 krón­ur. Þess vegna gæti verið að konur geri meiri kröfur til hár­greiðslu sinnar og séu því til­búnar að borga meira fyrir þá þjón­ustu en við karl­arn­ir. 

Ef hár­greiðslu­fólk veit að konur og hafa hærri greiðslu­vilja en karlar og ef sam­keppni um kúnna er tak­mörkuð (t.d. í gegnum þjón­ustu­að­grein­ingu) getur það mis­munað konum til að græða meiri pen­ing. Ef  þetta er til­fellið þá er það vissu­lega ósann­gjarnt en hegð­unin sjálf er ekki vond heldur er hár­greiðslu­fólk bara að reyna að fá eins mikið borgað fyrir vinnu sína og það get­ur. 

Gögnin sem ég hef undir höndum gefa til kynna að hár­greiðslu­fólk geri einmitt þetta, aðgreini við­skipta­vini sína. Til að mynda er verð­skrám nán­ast alltaf skipt í þrjá hópa: Kon­ur, karla og börn. Ef litið er á kostn­að­inn, þá virð­ist þessi flokkun ekki vera gerð til að pína meira út úr kon­um, heldur til að ein­falda rekst­ur­inn og verð­skrána, með því að nota kyn til að námunda þann tíma sem tekur að klippa ein­stak­linga. 

Þetta þýðir að konur sem ekki taka langan tíma í stólnum séu þær sem borga mest. En sú kenn­ing gengur bara upp ef þessar konur eru klístraðir við­skipta­vinir. Þegar við­skipta­vinir eru klístrað­ir, halda sig við sinn hár­greiðslu­meist­ara þrátt fyrir að geta borgað minna fyrir sömu þjón­ustu í næsta nágrenni, þá getur hár­greiðslu­meist­ar­inn rukkað það fólk meira. Ef hann kærir sig um það. 

Auglýsing
Almennt er ýmis konar skattur og ósann­girni lögð á kven­fólk í okkar sam­fé­lagi. Þær þurfa því miður enn að sætta sig við lægri laun en við karl­arn­ir, þær borga meira fyrir ýmis konar vörur og þurfa að þola alls konar rugl á vinnu­stöðum svo eitt­hvað sé nefnt. Hár­greiðslu­stétt­in, sem að lang­mestu er kvenna­stétt, fær reglu­lega að heyra það fyrir að okra á kyn­systrum sín­um. En hag­fræðin segir okkur að svo sé ekki. Hár­greiðslu­fólk rukkar fólk ein­fald­lega um sinn fórn­ar­kostnað og þeirra greiðslu­vilja í þeim til­fellum sem það get­ur.

Í nokkra daga eftir klipp­ing­una 1997 setti tólf ára ég gel í hárið og reyndi eins og ég gat að líta út eins og Scottie Pippen (fréttainnskot: Ég leit ekk­ert út eins og hann). Þol­in­mæðin brást á end­an­um. Lausnin var þó ein­föld. Einn liðs­fé­lagi Scottie Pippen var kannski ekki með eins flott hár en var bæði betri leik­maður og með hár­greiðslu sem auð­velt var að kópí­era sama hversu ömur­legt hár for­feður mínir höfðu gefið mér í arf. Hann var sköll­ótt­ur! Ég lét því skafa mig. Það rugl­aði mér svo sem eng­inn við Mich­ael Jor­dan á eftir en ein­hverjir ótt­uð­ust að ég hefði orðið fyrir ein­hvers konar kjarn­orku­eitr­un. Sem var þó skárra en að vera líkt við Lance Bass úr NSYNC.

*Ég geri mér grein fyrir því að ástæðan fyrir því að það tekur lengri tíma að klippa konur hefur mögu­lega að gera með sam­fé­lags­lega pressu sem sett er á konur og getur því í grunn­inn leitt til þess að konur eyði meiri tíma í klipp­ingu en þær myndu ann­ars gera. Það er vissu­lega hug­mynd sem hefur með sann­girni að gera. En er langt fyrir utan ramma bók­ar­inn­ar.

**Það má færa góð rök fyrir því að hár­greiðslu­mark­að­ur­inn sé einka­sölu­sam­keppni og við­skipta­vinir séu „klístrað­ir“. Á slíkum mörk­uðum hafa selj­endur verð­lagn­ing­ar­vald og geta rukkað hærri verð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics