Er óhagkvæmt að menga?

Rafn Helgason segir að telja megi líklegra en hitt að hagkvæmara sé fyrir samfélagið í heild að vera umhverfisvænt.

Auglýsing

Mengun er mesta umhverf­is­vanda­mál heims­ins í dag, vanda­mál sem veldur sjúk­dómum og ótíma­bærum dauðs­föll­um. Sam­kvæmt sam­an­tekt­ar­grein The Lancet Commission lét­ust níu millj­ónir manna árið 2015 vegna sjúk­dóma af völdum meng­un­ar. Það gera um 16% allra dauðs­falla á heims­vísu á því ári.

Aukn­ing gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti leiðir ekki aðeins af sér fleiri dauðs­föll heldur einnig tíð­ari nátt­úru­ham­farir á borð við flóð, þurrka og hita­bylgjur ásamt umtals­verðu tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Öllu þessu fylgir efna­hags­legt tjón sem ekki er skyn­sam­legt að virða að vettugi.

Við þurfum að taka höndum saman strax og tryggja að kerfi manns­ins leiði ekki til áþekkrar stöðu um ókom­inn tíma. Við þurfum kraft­miklar aðgerð­ir.

Auglýsing

Fjár­hags­legir hvatar eru ein leið að því mark­miði að draga veru­lega úr meng­un. Til þess að skapa slíka hvata er stuðst við svo­kall­aða meng­un­ar­bóta­reglu. Reglan felur í sér þá sann­gjörnu kröfu að sá sem mengar bæti það umhverfistjón og mun bera þann kostnað sem af meng­un­inni hlýst. 

Á meðan meng­un­ar­bóta­reglan er hins vegar ekki virt þá er óvíst að það skap­ist nægur hvati, annar en sá sið­ferð­is­legi, til þess að draga úr losun meng­un­ar. 

For­senda fyrir því að geta fram­fylgt meng­un­ar­bóta­regl­unni eru skýrar upp­lýs­ingar um það magn meng­unar sem fylgir því sem við notum og fram­leið­um. Þá þurfum við einnig að verð­leggja meng­un­ina rétt en í full­komnum heimi myndi verðið end­ur­spegla þann skaða sem meng­unin veld­ur. 

Það er ærið verk­efni að tryggja réttar upp­lýs­ingar þannig að auð­velt sé fyrir okkur að fram­fylgja meng­un­ar­bóta­regl­unni. Ef tekið er mið af verð­þróun á los­un­ar­heim­ildum og hún borin saman við tækni­lausnir sem draga úr los­un, er margt sem bendir til þess að það sé hag­kvæmara að draga úr losun fremur en að halda ótrauð áfram.

Mark­aðsvirði eins tonns af koltví­sýr­ingi innan við­skipta­kerfis Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir (EU ETS) er í kringum 50 evr­ur. Það verð end­ur­speglar hins vegar fremur skort á los­un­ar­heim­ildum en skað­ann af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Afar mik­il­vægt er að hafa við­mið um verð á mengun þegar kemur að því að bera saman kostnað og ábata aðgerða í þágu lofts­lags­ins.

Nýsköpun í orku- og lofts­lagstengdum greinum á síð­ustu árum gefur okkur vís­bend­ingu um að ef til vill sé hag­kvæmara að binda losun fremur en að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir. Til að mynda kostar um 21 - 27 evrur að dæla niður einu tonni af koltví­sýr­ingi með Car­bFix-­tækn­inni þar sem hún er starf­rækt núna.

Þessa veg­ferð þarf að greiða, bæði með því að skjóta styrkum stoðum undir nýsköpun en einnig að setja kraft í grein­ingar á því vistspori sem fylgir vörum og þjón­ust­u. 

Með þeim upp­lýs­ingum getum við tekið heild­stæð­ari ákvarð­anir um kostnað og ábata, sem tekur mið af þeim sam­fé­lags­lega kostn­aði sem hlýst af mengun ásamt þeim ábata sem yrði af sam­drætti í los­un.

Telja má lík­legra en hitt að það komi í ljós þegar við höfum nægar upp­lýs­ingar í hönd­unum að það sé hag­kvæmara fyrir sam­fé­lagið í heild að vera umhverf­is­vænt.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur, rit­ari stjórnar Ungra umhverf­is­sinna og skipar 6. sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi þing­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar