Er óhagkvæmt að menga?

Rafn Helgason segir að telja megi líklegra en hitt að hagkvæmara sé fyrir samfélagið í heild að vera umhverfisvænt.

Auglýsing

Mengun er mesta umhverf­is­vanda­mál heims­ins í dag, vanda­mál sem veldur sjúk­dómum og ótíma­bærum dauðs­föll­um. Sam­kvæmt sam­an­tekt­ar­grein The Lancet Commission lét­ust níu millj­ónir manna árið 2015 vegna sjúk­dóma af völdum meng­un­ar. Það gera um 16% allra dauðs­falla á heims­vísu á því ári.

Aukn­ing gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti leiðir ekki aðeins af sér fleiri dauðs­föll heldur einnig tíð­ari nátt­úru­ham­farir á borð við flóð, þurrka og hita­bylgjur ásamt umtals­verðu tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Öllu þessu fylgir efna­hags­legt tjón sem ekki er skyn­sam­legt að virða að vettugi.

Við þurfum að taka höndum saman strax og tryggja að kerfi manns­ins leiði ekki til áþekkrar stöðu um ókom­inn tíma. Við þurfum kraft­miklar aðgerð­ir.

Auglýsing

Fjár­hags­legir hvatar eru ein leið að því mark­miði að draga veru­lega úr meng­un. Til þess að skapa slíka hvata er stuðst við svo­kall­aða meng­un­ar­bóta­reglu. Reglan felur í sér þá sann­gjörnu kröfu að sá sem mengar bæti það umhverfistjón og mun bera þann kostnað sem af meng­un­inni hlýst. 

Á meðan meng­un­ar­bóta­reglan er hins vegar ekki virt þá er óvíst að það skap­ist nægur hvati, annar en sá sið­ferð­is­legi, til þess að draga úr losun meng­un­ar. 

For­senda fyrir því að geta fram­fylgt meng­un­ar­bóta­regl­unni eru skýrar upp­lýs­ingar um það magn meng­unar sem fylgir því sem við notum og fram­leið­um. Þá þurfum við einnig að verð­leggja meng­un­ina rétt en í full­komnum heimi myndi verðið end­ur­spegla þann skaða sem meng­unin veld­ur. 

Það er ærið verk­efni að tryggja réttar upp­lýs­ingar þannig að auð­velt sé fyrir okkur að fram­fylgja meng­un­ar­bóta­regl­unni. Ef tekið er mið af verð­þróun á los­un­ar­heim­ildum og hún borin saman við tækni­lausnir sem draga úr los­un, er margt sem bendir til þess að það sé hag­kvæmara að draga úr losun fremur en að halda ótrauð áfram.

Mark­aðsvirði eins tonns af koltví­sýr­ingi innan við­skipta­kerfis Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir (EU ETS) er í kringum 50 evr­ur. Það verð end­ur­speglar hins vegar fremur skort á los­un­ar­heim­ildum en skað­ann af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Afar mik­il­vægt er að hafa við­mið um verð á mengun þegar kemur að því að bera saman kostnað og ábata aðgerða í þágu lofts­lags­ins.

Nýsköpun í orku- og lofts­lagstengdum greinum á síð­ustu árum gefur okkur vís­bend­ingu um að ef til vill sé hag­kvæmara að binda losun fremur en að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir. Til að mynda kostar um 21 - 27 evrur að dæla niður einu tonni af koltví­sýr­ingi með Car­bFix-­tækn­inni þar sem hún er starf­rækt núna.

Þessa veg­ferð þarf að greiða, bæði með því að skjóta styrkum stoðum undir nýsköpun en einnig að setja kraft í grein­ingar á því vistspori sem fylgir vörum og þjón­ust­u. 

Með þeim upp­lýs­ingum getum við tekið heild­stæð­ari ákvarð­anir um kostnað og ábata, sem tekur mið af þeim sam­fé­lags­lega kostn­aði sem hlýst af mengun ásamt þeim ábata sem yrði af sam­drætti í los­un.

Telja má lík­legra en hitt að það komi í ljós þegar við höfum nægar upp­lýs­ingar í hönd­unum að það sé hag­kvæmara fyrir sam­fé­lagið í heild að vera umhverf­is­vænt.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur, rit­ari stjórnar Ungra umhverf­is­sinna og skipar 6. sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi þing­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar