Er óhagkvæmt að menga?

Rafn Helgason segir að telja megi líklegra en hitt að hagkvæmara sé fyrir samfélagið í heild að vera umhverfisvænt.

Auglýsing

Mengun er mesta umhverfisvandamál heimsins í dag, vandamál sem veldur sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum. Samkvæmt samantektargrein The Lancet Commission létust níu milljónir manna árið 2015 vegna sjúkdóma af völdum mengunar. Það gera um 16% allra dauðsfalla á heimsvísu á því ári.

Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti leiðir ekki aðeins af sér fleiri dauðsföll heldur einnig tíðari náttúruhamfarir á borð við flóð, þurrka og hitabylgjur ásamt umtalsverðu tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Öllu þessu fylgir efnahagslegt tjón sem ekki er skynsamlegt að virða að vettugi.

Við þurfum að taka höndum saman strax og tryggja að kerfi mannsins leiði ekki til áþekkrar stöðu um ókominn tíma. Við þurfum kraftmiklar aðgerðir.

Auglýsing

Fjárhagslegir hvatar eru ein leið að því markmiði að draga verulega úr mengun. Til þess að skapa slíka hvata er stuðst við svokallaða mengunarbótareglu. Reglan felur í sér þá sanngjörnu kröfu að sá sem mengar bæti það umhverfistjón og mun bera þann kostnað sem af menguninni hlýst. 

Á meðan mengunarbótareglan er hins vegar ekki virt þá er óvíst að það skapist nægur hvati, annar en sá siðferðislegi, til þess að draga úr losun mengunar. 

Forsenda fyrir því að geta framfylgt mengunarbótareglunni eru skýrar upplýsingar um það magn mengunar sem fylgir því sem við notum og framleiðum. Þá þurfum við einnig að verðleggja mengunina rétt en í fullkomnum heimi myndi verðið endurspegla þann skaða sem mengunin veldur. 

Það er ærið verkefni að tryggja réttar upplýsingar þannig að auðvelt sé fyrir okkur að framfylgja mengunarbótareglunni. Ef tekið er mið af verðþróun á losunarheimildum og hún borin saman við tæknilausnir sem draga úr losun, er margt sem bendir til þess að það sé hagkvæmara að draga úr losun fremur en að halda ótrauð áfram.

Markaðsvirði eins tonns af koltvísýringi innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS) er í kringum 50 evrur. Það verð endurspeglar hins vegar fremur skort á losunarheimildum en skaðann af losun gróðurhúsalofttegunda. Afar mikilvægt er að hafa viðmið um verð á mengun þegar kemur að því að bera saman kostnað og ábata aðgerða í þágu loftslagsins.

Nýsköpun í orku- og loftslagstengdum greinum á síðustu árum gefur okkur vísbendingu um að ef til vill sé hagkvæmara að binda losun fremur en að kaupa losunarheimildir. Til að mynda kostar um 21 - 27 evrur að dæla niður einu tonni af koltvísýringi með CarbFix-tækninni þar sem hún er starfrækt núna.

Þessa vegferð þarf að greiða, bæði með því að skjóta styrkum stoðum undir nýsköpun en einnig að setja kraft í greiningar á því vistspori sem fylgir vörum og þjónustu. 

Með þeim upplýsingum getum við tekið heildstæðari ákvarðanir um kostnað og ábata, sem tekur mið af þeim samfélagslega kostnaði sem hlýst af mengun ásamt þeim ábata sem yrði af samdrætti í losun.

Telja má líklegra en hitt að það komi í ljós þegar við höfum nægar upplýsingar í höndunum að það sé hagkvæmara fyrir samfélagið í heild að vera umhverfisvænt.

Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur, ritari stjórnar Ungra umhverfissinna og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar