Auglýsing

Kjarn­inn hefur und­an­farna daga birt frétta­skýr­inga­röð um hluta­bréfa­eign áhrifa­fólks innan starfs­stétta sem geta, starfs síns vegna, haft áhrif á gengi skráðra verð­bréfa. 

Til­efnið var að ný lög, byggð á frum­varpi sem samið var í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráð­u­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti, gerðu það að verkum að heild­ar­hlut­haf­alistar skráðra félaga voru birtir opin­ber­lega. Lögin eru liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar sem miða að því að auka gagn­sæi og traust á íslensku atvinnu­lífi.

Með birt­ingu hlut­haf­alistana gafst í fyrsta sinn tæki­færi til að rann­saka hvort þeir sem reglur um hags­muna­á­rekstra gilda um í sam­fé­lag­inu væru að fylgja þeim regl­u­m. 

„At­hug­un­ar­leysi“ og eign í umfjöll­un­ar­efnum

Eftir umræður var ákveðið að skoða fólk innan fimm stétta: Alþing­is, sveit­ar­stjórna, emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins, dóm­stóla og fjöl­miðla. Grein­ing á öllum hlut­haf­alist­unum skil­aði svo því að eftir stóð nokkur fjöldi ein­stak­linga. Ákveðið var að byggja umfjöllun á reglum um hags­muna­skrán­ingum þar sem slíkar eru til stað­ar, eða eftir atvikum öðrum reglum um hags­muna­á­rekstra, eins og siða­regl­um.

Í ljós kom að þing­menn hafa ekki fylgt þeim reglum sem eru um hags­muna­skrán­ingu þeirra. For­seti Alþingis bar fyrir sig „at­hug­un­ar­leysi“ þegar upp komst að hann hefði verið sjö árum of seinn að til­kynna um að hluta­bréfa­eign hans væri komin yfir til­greind við­mið sem kalla á skrán­ingu. Aðrir þing­menn sem eiga hluta­bréf skráðu ekki eign sína fyrr en eftir umleit­anir fjöl­miðla. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því að bæj­ar­stjór­inn í Kópa­vogi ætti hluta­bréf fyrir meira en 50 millj­ónir króna, en að honum þætti það óveru­leg eign og að hún gæfi ekki til­efni til að hann upp­lýsti sam­starfs­menn sína um hana. 

Ráðu­neyt­is­stjóri til­greindi eign sína í hluta­bréfum ekki í sam­ræmi við reglur í hags­muna­skrá og áhrifa­miklir emb­ætt­is­menn, sem gegna lyk­il­hlut­verkum bak við tjöldin í stjórn­sýsl­unni, eiga umfangs­mikla hluta­bréfa­eign.

Þá greindi Kjarn­inn frá því að við­skipta­rit­stjóri ætti hlut í þrettán skráðum félögum og að hann fjall­aði reglu­lega um sum þess­ara félaga.

Upp úr krafs­inu kom líka að dóm­ar­ar, að minnsta kosti við Lands­rétt og Hæsta­rétt, eiga engin hluta­bréf í eigin nafni.

Okkar mat var að þessar upp­lýs­ingar – sem eru nú opin­berar i fyrsta sinn – ættu fullt erindi við almenn­ing.

Í ljós kom að sumir kollegar okkar eru ósam­mála því.

Látið Hörð vera!

Einu hörðu við­brögðin vegna þess­arar frétta­skýr­ingar­aðar sem bár­ust voru vegna þeirrar sem fjall­aði um hluta­bréfa­eign Harðar Ægis­son­ar, við­skipta­rit­stjóra Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti. Í stöðu­upp­færslu á Face­book líkti hann hluta­bréfa­eign sinni við eign rit­stjóra Kjarn­ans í þeim miðli og að umfjöllun hans um t.d. Arion banka, sem Hörður á tæp­lega sex milljón króna hlut í og hefur skrifað 19 fréttir um á hálfu ári, væri á pari við umfjöllun Kjarn­ans um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi. Sömu­leiðis væri engin munur á hluta­bréfa­eign og fjár­fest­ingu í hús­næði. Til­gangur frétta­skrifa Kjarn­ans væri að gera hann tor­tryggi­leg­an. 

Stefán Einar Stef­áns­son, við­skipta­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, varði kollega sinn á Face­book, sagði Kjarn­ann vera að ráð­ast á hann og gera hann tor­tryggi­legan fyrir að eiga hluta­bréf. Stef­áni Ein­ari fannst hluta­bréfa­eign Harðar ekki gera hann van­hæfan til að fjalla um félög sem hann á fyrir millj­ónir króna. Meiri hags­muna­á­rekstrar væru fólgnir í því að rit­stjóri Kjarn­ans ynni sem verk­taki hjá RÚV við að fara yfir stöðu mála í við­skiptum og efna­hags­málum í útvarpi einu sinni í viku. Stefán Einar velti því fyrir sér hvort slíkt gerði ein­stak­ling van­hæfan til að fjalla um RÚV?

Andrés Magn­ús­son, rit­stjórn­ar­full­trúi Morg­un­blaðs­ins sem er með margra ára reynslu sem við­skipta­blaða­mað­ur, sagði á Face­book að „dylgjur Kjarn­ans um heið­ar­leika og starfs­hætti blaða­manns á öðrum miðli hitta Kjarn­ann sjálfan fyr­ir“.

Það tekur lík­lega allt sæmi­lega læst fólk eftir því að í gagn­rýni þess­ara manna, sem tala nær alltaf í sama tóni um allt gang­verk sam­fé­lags­ins, er ekki ein efn­is­leg athuga­semd um inni­hald frétta­skýr­ingar Kjarn­ans. Þær snú­ast um að skúrk­ur­inn sé sá sem segir frá. Að það ætti frekar að fjalla um eitt­hvað annað en það sem sé verið að fjalla um. Fest­ast í auka­at­riðum og hlið­ar­sýn­ing­um, ekki ræða aðal­at­riði.

Oft með inn­herj­a­upp­lýs­ingar

Það er vand­ræða­legt að þurfa að útskýra mun­inn á skráðum verð­bréfum og eign­ar­haldi í litlu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem við­kom­andi starfar hjá fyrir við­skipta­blaða­mönn­um. Það er ekki að ástæðu­lausu að þeir sem búa mögu­lega yfir verð­mynd­andi upp­lýs­ingum um skráð félög er gert að skrá sig sem inn­herja og þurfa fyrir vikið að lúta sér­stökum reglum um kaup og söl­ur. Það er ekki að ástæðu­lausu að Fjár­mála­eft­ir­litið segi að það gæti tekið hluta­bréfa­eign blaða­manna til skoð­unar ef umfjöllun þeirra um skráð félög væri með „ein­hverjum hætti röng eða mis­vísand­i“.

Það er heldur ekki að ástæðu­lausu að í þeim löndum sem við sækjum fyr­ir­myndir að okkar fjöl­miðla­lands­lagi – Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og Norð­ur­lönd­unum – séu strangar regl­ur, og bönn, gegn því að blaða­menn eigi hluta­bréf í skráðum félögum sem þeir fjalla um. Og jafn­vel alls­herj­ar­bann á slíkri fjár­fest­ingu. Slík bönn gilda ekki um hluti í fyr­ir­tækj­unum sem við­kom­andi starfar fyr­ir. 

Sá sem þetta skrifar telur sig oft vera með upp­lýs­ingar undir höndum í sinni vinnu sem gætu verið verð­mynd­andi fyrir skráð félög. Þess vegna á hann ekki hluta­bréf í skráðum félög­um. Hags­muna­á­rekstr­arnir eru aug­ljós­ir.

Þess má geta að á þessu ári, á meðan að Hörður skrif­aði 19 fréttir um Arion banka, hefur virði eignar hans í bank­an­um, sem hann kallar óveru­lega, hækkað um 62 pró­sent. Mark­aðsvirði hlutar hans hefur hækkað úr 3,6 millj­ónum króna í 5,8 millj­ónir króna. Það eru um 370 þús­und krónur á mán­uði, rúm­lega lág­marks­laun á Íslandi.

Selj­an­leiki skiptir öllu máli

Það eru auk þess fjöl­mörg dæmi um að rit­stjórar fjöl­miðla eigi hlut í þeim í Íslands­sög­unni. Það á við ýmsa smærri miðla þar sem starfs­menn eru fáir. Af þeim sem fjalla dag­bundið um sam­fé­lags­mál háttar málum þannig að auk rit­stjóra Kjarn­ans eru að minnsta kosti þrír aðrir rit­stjórar í eig­enda­hópi þess mið­ils sem þeir stýra, þar á meðal Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og yfir­maður Harð­ar. Þeir hafa allir fjallað um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla í skrifum sín­um. 

Auglýsing
Sá munur er á eign í fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem við­kom­andi starfar í, og eign í hluta­fé­lagi sem skráð er á markað og hægt er að selja í hvenær sem er, meðal ann­ars í kjöl­far frétta­flutn­ings, að eign­ar­hald fjöl­miðla er kyrfi­lega skráð opin­ber­lega og aðgengi­legt öll­um. Í til­felli Kjarn­ans var eign­ar­haldið á útgáfu­fé­lagi hans til­greint í frétta­til­kynn­ingum frá upp­hafi og það hefur ætíð verið skráð á heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar. Full­komið gagn­sæi er um það hvernig eign­ar­hlutir skipt­ast. 

Það að líkja beinni hluta­bréfa­eign við það að eiga í líf­eyr­is­sjóði, sem við­kom­andi hefur enga stjórn yfir hvernig fjár­fest­ir, er lítið annað en léleg afvega­leið­ing.

Það að líkja síðan hluta­bréfa­eign við hús­næð­is­kaup er svo eig­in­lega bara fynd­ið. Fast­eign er ekki áhættu­fjár­fest­ing í hugum flestra með eðli­legt gild­is­mat, heldur heim­il­i. 

Það má alls ekki segja hvað felst í siða­reglum

Það fór mjög fyrir brjóstið á skytt­unum þremur að for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands hafi bent á, í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, að fimmta grein siða­reglna félags­ins ætti við um hluta­bréfa­eign blaða­manna og að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir ættu til að svo væri. Hún hljómar svona: „Blaða­maður var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frá­sagnir af fyr­ir­tækjum eða hags­muna­sam­tökum þar sem hann á sjálfur aðild.“ 

Hörður sagð­ist undr­ast þá túlkun for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands á siða­reglum félags­ins, þar sem segir að blaða­maður skuli var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi, til dæmis með því að flytja fréttir af fyr­ir­tækjum sem hann eigi sjálfur aðild, að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir eig­i. 

Stefán Einar sagði for­mann­inn taka „á sig stökk enn á ný til þess að berja á þeim fjöl­miðlum og fjöl­miðla­mönnum sem henni er sér­stak­lega í nöp við“ og ásak­aði hana um að brjóta með því sjálf siða­reglur Blaða­manna­fé­lags­ins.

Andrés sak­aði for­mann­inn um að „taka undir dell­una að óskoð­uðu máli“.

Þess ber að geta að for­mað­ur­inn, Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, hafði enga hug­mynd um hverjir yrðu til umfjöll­unar í skýr­ingum Kjarn­ans þegar fyr­ir­spurn var send á hana, heldur svar­aði henni almennt. Það er því ekki hægt að væna hana um sam­særi eða per­són­u­árás­ir, enda hafði hún engan til að ráð­ast á. Eina sem hún gerði var að svara spurn­ingu um hvernig hags­muna­á­rekstr­ar­á­kvæði siða­reglna sé túlk­að.

Ótrú­legt þol­gæði 

Afstaða þess­ara þriggja manna til frétta um mögu­lega hags­muna­á­rekstra, sem byggja á upp­lýs­ingum sem stjórn­völd hafa nýverið beitt sér fyrir að verði gerðar opin­berar til að auka gagn­sæi í sam­fé­lagi og von­andi auka traust, er að segja að umfjöll­unin sé til þess fallin að gera and­lag hennar tor­tryggi­legt. Að verið sé að ráð­ast á hann. Að sann­leikur séu dylgj­ur.

Ekki ein athuga­semd þeirra snýst um að eitt­hvað sé efn­is­lega rangt. Þeir vilja bara ekki að fréttir af hluta­bréfa­eign við­skipta­rit­stjóra sem fjallar ítrekað um félögin sem hann á hluta­bréf í séu sagð­ar. Þær koma les­endum þeirra eða almenn­ingi yfir höfuð ekki við. Það er almennt trufl­andi að svo áhrifa­miklir menn innan stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins sýni af sér slíkt við­mót til frétta. Margir leik­endur úr atvinnu­líf­inu, lobbí­ista­hóp­unum og stjórn­málum eru svo sam­mála þess­ari afstöð­u. 

Það sem krist­all­ast í afstöðu þeirra er að á Íslandi er ótrú­legt þol­gæði fyrir tæki­fær­is­mennsku, valda­bar­áttu og prinsipp­leysi. Í for­grunni eru engar hug­sjón­ir, engar stórar hug­myndir um betra sam­fé­lag eða fag­leg heil­indi, bara hags­muna­bar­átta þar sem allt má til að græða meiri pen­inga eða ná til sín meiri áhrif­um. Engin önnur við­mið eru við­ur­kennd eða umbor­in. 

Þeir sem nálg­ast lífið og sam­fé­lagið með öðrum hætti eru úrtölu­menn. Öfund­ar­fólk. Drag­bít­ar. Komm­ún­ist­ar.

Það er kannski tíma­bært að við, fólkið sem þeir þola ekki, sam­ein­umst um að hætta að sætta okkur við þessa stöðu. Gerum meiri kröf­ur. Byggjum betra sam­fé­lag. 

Slökkvum á gas­lýs­ing­unni og kveikjum þess í stað ljós­in. 

Segjum svo upp­hátt hvað það er sem við sjá­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari