Fjármálaeftirlitið skoðar almennt ekki skrif blaðamanna um félög sem þeir eiga í

Tilefni þar að vera til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands taki til skoðunar hlutabréfaeign blaðamanna í félögum sem þeir fjalla um, til dæmis að umfjöllunin væri röng eða misvísandi.

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands tekur almennt ekki til skoð­unar hvort blaða­menn sem fjalla um skráð félög eigi eign­ar­hluti í sömu félögum nema til­efni sér til. Slíkt til­efni gæti til dæmis verið vegna þess að umfjöllun í fjöl­miðlum væri með ein­hverjum hætti röng eða mis­vísandi.

Þetta kemur fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort það skoði með ein­hverjum hætti það að blaða­menn fjalli um félög sem þeir eigi hluta­bréf í án þess að það sé til­greint opin­ber­lega. 

Eft­ir­litið tekur einnig fram að það tjáir sig ekki um hvort ákveðin mál hafi verið tekin til skoð­unar eða ekki. 

Við­skipta­rit­stjóri á í 13 félögum

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Hörður Ægis­son, rit­stjóri Mark­að­ar­ins á Frétta­blað­inu, var skráður hlut­hafi í 13 félögum í Kaup­höll­inni í lok síð­asta árs. Þar af á hann fimm millj­óna króna hlut í Arion banka og eins millj­óna króna hlut í Mar­el.

Auglýsing
[Markaðsvirði hluta­bréf­anna sem Hörður er skráður fyrir nemur sam­tals rúm­lega níu millj­ónum króna. Meiri­hluti þeirra er í Arion banka og Mar­el, en hann á einnig yfir 100 þús­und króna hlut í Kviku, Icelanda­ir, Reitum og Brimi.

Það sem af er ári hefur Hörður skrifað að minnsta kosti 19 fréttir um Arion banka og eina frétt um Mar­el.

]Þar að auki hefur hann tekið við­tal við við sér­fræð­ing hjá Arion banka í sjón­varps­þætti Mark­að­ar­ins, sem sýndur er á Hring­braut, og skrifað fjölda ann­arra frétta um hin félögin sem hann á hluta­bréf í.

Á hlut­haf­alistum skráðra félaga í Kaup­höll­inni má einnig finna blaða­menn á öðrum fjöl­miðlum en Kjarn­inn fann engin til­vik um að þeir sem ættu meira en milljón krónur í hluta­bréf hefðu flutt fréttir af félögum sem þeir áttu aðild að.

Í fimmtu grein siða­reglna Blaða­manna­fé­lags­ins stend­ur: „Blaða­maður var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frá­sagnir af fyr­ir­tækjum eða hags­muna­sam­tökum þar sem hann á sjálfur aðild.“

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­maður félags­ins, þessa reglu eiga við um hluta­bréfa­eign blaða­manna og að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir ættu.

Seg­ist hafa fylgt gild­andi siða­reglur í hví­vetna

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði Hörður að hluta­bréfa­eign sín væri óveru­leg og að ekk­ert í siða­reglum Frétta­blaðs­ins kveði á um að starfs­mönnum bæri að upp­lýsa um slíka eign.

Aðspurður hvort hann hafi þurft að meta hæfi sitt til að fjalla um félögin sem hann er hlut­hafi að vegna fjár­hags­legra hags­muna sagði hann: „Ég, ásamt sam­starfs­fé­lögum mínum á Mark­að­in­um, metum reglu­lega hæfi okkar til að fjalla um marg­vís­leg frétta­mál hverju sinni, rétt eins og vænt­an­lega er gert á rit­stjórnum allra fjöl­miðla.“

Í stöðu­upp­færslu sem Hörður birti á Face­book í gær eftir að frétta­skýr­ing Kjarn­ans birt­ist sagði hann til­gang frétta Kjarn­ans vera að gera hann tor­tryggi­leg­an. Hann sagð­ist í hví­vetna hafa fylgt öllu þeim gild­andi siða­reglum sem séu um hags­muna­á­rekstra í starfi blaða­manna og sagð­ist undr­ast þá túlkun for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands á siða­reglum félags­ins, þar sem segir að blaða­maður skuli var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi, til dæmis með því að flytja fréttir af fyr­ir­tækjum sem hann eigi sjálfur aðild, að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir eigi. Hann skrif­aði að standi vilji ein­hverra til þess að end­ur­skoða siða­reglur Blaða­manna­fé­lags­ins, meðal ann­ars hvort blaða­mönnum verði gert að halda úti hags­muna­skrán­ingu líkt og á við um kjörna full­trúa í þeim til­gangi að auka gegn­sæi, sé það „sjálf­sagt mál“ sem kalli þá á meiri og almenn­ari umræðu innan Blaða­manna­fé­lags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent