Hörður segist hafa fylgt öllum siðareglum í hvívetna

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segir túlkun formanns Blaðamannafélagsins á siðareglum ekki standast og hafa í hvívetna fylgt öllum siðareglum. Hörður á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum og hefur fjallað um þau í fréttum.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu.
Auglýsing

„Ég hef í hví­vetna fylgt öllum þeim gild­andi siða­reglum sem eru um hags­muna­á­rekstra í starfi blaða­manna,“ skrifar Hörður Ægis­son, rit­stjóri Mark­að­ar­ins á Frétta­blað­inu, á Face­book-­síðu sína vegna fréttar Kjarn­ans um að hann eigi hluta­bréf í þrettán Kaup­hall­ar­fé­lögum að and­virði níu millj­óna króna.

Hörður undr­ast þá túlkun for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands á siða­reglum félags­ins, þar sem segir að blaða­maður skuli var­ast að lenda í hags­muna­á­grein­ingi, til dæmis með því að flytja fréttir af fyr­ir­tækjum sem hann eigi sjálfur aðild, að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir eigi. Hann skrifar að standi vilji ein­hverra til þess að end­ur­skoða siða­reglur Blaða­manna­fé­lags­ins, meðal ann­ars hvort blaða­mönnum verði gert að halda úti hags­muna­skrán­ingu líkt og á við um kjörna full­trúa í þeim til­gangi að auka gegn­sæi, sé það „sjálf­sagt mál“ sem kalli þá á meiri og almenn­ari umræðu innan Blaða­manna­fé­lags­ins.

Auglýsing

Hörður segir stærstu ein­stöku fjár­fest­ingu sína vera kaup á hús­næði sem hafi verið fjár­mögnuð með láni frá við­skipta­banka, rétt eins og eigi við um flesta Íslend­inga. „Af því leiðir að ég hef ríkra hags­muna að gæta – mun meiri en nokkurn tíma af geng­is­þróun lít­illar hluta­bréfa­eignar félaga í Kaup­höll­inni – af þróun fast­eigna­verðs og vaxta á fjár­mála­mark­að­i,“ skrifar Hörður en að aldrei hafi hins vegar hvarflað að honum að það geri hann van­hæfan til að fjalla um fast­eigna­mark­að­inn eða vaxta­á­kvarð­anir Seðla­bank­ans. Væri svo hlytu enda nær allir fjöl­miðla­menn að falla undir sama hatt.

„Ef túlkun for­manns félags­ins á fyrr­nefndri grein í siða­regl­unum væri hins vegar rétt, sem auð­vitað fær ekki stað­ist, er senni­legt að fjöldi blaða­manna sé að óbreyttu van­hæfur til að fjalla meðal ann­ars um við­skipti, hús­næð­is­mark­að­inn, vaxta­á­kvarð­anir og þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í atvinnu­líf­inu vegna ráð­stöf­unar á sparn­aði, íbúða­kaupa og aðildar að ýmiss konar hags­muna­sam­tök­um,“ skrifar Hörð­ur. „Verði það nið­ur­staðan mun ég tæp­ast sjá mér fært að vera áfram í félag­inu og sinna þeim trún­að­ar­störfum sem ég hef gegnt þar síð­ustu ár.“

Í frétt Kjarn­ans í gær kom fram að Hörður á fimm millj­óna króna hlut í Arion banka og eins milj­óna króna hlut í Mar­el. Hann á einnig yfir 100 þús­und króna hlut í Kviku, Icelanda­ir, Reitum og Brimi. Í frétt­inni kom einnig fram að Hörður hefur það sem af er ári skrifað að minnsta kosti nítján fréttir um Arion banka og eina frétt um Mar­el. Að auki hefur hann tekið við­tal við sér­fræð­ing hjá Arion banka í sjón­varps­þætti Mark­að­ar­ins og skrifað fjölda ann­arra frétta um hin félögin sem hann á hluta­bréf í.

Kjarn­inn ákvað í gær að gera það tor­tryggi­legt að ég sem rit­stjóri Mark­að­ar­ins á Frétta­blað­inu hafi kosið að ráð­stafa...

Posted by Hörður Ægis­son on Tues­day, June 29, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent