Er ekki mál að breyta til?

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um geðheilbrigði.

Auglýsing

Um miðjan júní sl. var efnt til  2ja daga fund­ar/vinnu­stofu að frum­kvæði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem fól  geðsviðs Land­spít­ala umsjón. Auk geð­þjón­ustu LSH var boðið til þátt­töku fag­að­ilum frá ýmsum stöðum og not­endum þjón­ust­unnar undir for­merkj­un­um: „Rétt þjón­usta á réttum stað“. Mark­miðið var skil­greint svo: „Mark­miðið er að rýna núver­and­i hlut­verk hverrar þjón­ustu­ein­ing­ar innan geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, sam­vinnu þeirra á milli og þá ­þjón­ustu­ferla ­sem fyrir eru. ­Sér­stök áhersla verður á að straum­línu­laga ferla í kringum 18 ára ald­ur­inn. Í kjöl­far­ið á að skil­greina heild­stæðan þjón­ustu­feril geð­þjón­ustu og flæði innan hans, þar sem öll þrjú þjón­ustu­stig geð­heil­brigð­is­þjón­ustu eru ­sam­þætt og ­sam­hæfð. Þannig verði hægt að tryggja not­endum sam­fellu og skil­virkni í þjón­ust­unn­i.“  

Svo mörg voru þau orð. Það er góðra gjalda vert að skil­greina hlut­verk og straum­línu­laga, ég vil ekki gera lítið úr nauð­syn þess eða að það sé skjól­stæð­ingum til hags­bóta. En ég sakn­aði umræðu um inni­hald með­ferðar og hvað sé rétt þjón­usta, eins og ég hef saknað þeirrar umræðu í geð­heil­brigð­is­kerf­inu und­an­farin ár. Það bar ekki heldur mikið á umræðu um að draga úr nauð­ung og þving­un­ar­með­ferð, eða að draga úr fjöllyfja­með­ferð sem hefur verið stunduð grimmt í kjöl­farið á að hið lækn­is­fræði­lega og lyfja­fræði­lega líkan náði hér yfir­hönd­inni eins og víð­ast hvar á vest­ur­lönd­um.

Auglýsing
Þess ber að geta að  WHO (Al­þjóða heil­brigð­is­stofn­un­in) birti 300 blað­síðna skýrslu þann 10. júní sl. þar sem lagt er til að þjóðir heims hverfi frá ofan­greindu lík­ani og fari að horfa á sál­fé­lags­lega þætti og umhverfi fólks, fari að efla bata­mið­aða og mann­rétt­inda­mið­aða þjón­ustu, og benda á ýmis þjón­ustu­líkön máli sínu til stuðn­ings svo sem Open Dialogue frá Finn­landi, Sot­aria Sviss, Hear­ing Voices stuðn­ings­hópa og fl.

Í skýrsl­unni er m.a. bent á að þrátt fyrir að búið sé að loka geð­sjúkra­húsum og stofn­unum í mörgum löndum hafi það ekki dugað eitt og sér til að bæta með­ferð og umönnun á dramat­ískan hátt. Ekki sé nóg að skipta um stað þegar ráð­andi áherslur hafi haldið áfram að vera sjúk­dóms­grein­ing­ar, lyfja- og og ein­kenna­með­ferð. 

Oft sé litið fram hjá þáttum sem hafa afger­andi áhrif á geð­heilsu eins og erf­iðar upp­eld­is­að­stæð­ur, námsörð­ug­leika, fátækt, ofbeldi, mis­mun­un, áföll, útskúfun, ein­angr­un, vinnu­ó­ör­yggi, atvinnu­leysi, hús­næð­is­leysi og lélegur aðgangur að stuðn­ingi frá skóla-,  félags- og heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Þetta hafi m.a. leitt til ofgeð­grein­inga á mann­legri þján­ingu og oftrú á geð­lyf á kostnað sál­fé­lags­legra inn­gripa. Auk þess dregur nauð­ung og þvingun úr til­trú fólks á kerfið og starfs­fólk þess þannig að fólk forð­ast að leita sér hjálpar eða halda áfram með­ferð eftir útskrift. Þetta getur leitt til auk­ins heim­il­is­leysis og enn meiri þján­inga. 

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn hefur að þeirra mati dregið fram hve ófull­nægj­andi og úr sér gengið geð­heil­brigð­is­kerfi og þjón­usta er á heims­vísu. Nefnt hefur verið skað­leg áhrif stofn­ana, skort á sam­fellu, van­getu við að vinna að efl­ingu félags­legs tengsla­nets, félags­lega ein­angrun og útskúfun fólks með geð­vanda og brota­kennda sam­fé­lags­geð­þjón­ust­u.  

Efl­ing þjón­ustu sem leggur áherslu á mann­eskj­una og mann­rétt­indi hennar kallar á auknar áherslur á sam­fé­lags­geð­þjón­ustu og þátt­töku not­enda í skipu­lagi og fram­kvæmd henn­ar.  Þjón­ustu sem leggur áherslu á bata­mið­aða og rétt­inda­mið­aða heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem þarfir eins og að lifa sem eðli­leg­ustu fjöl­skyldu­lífi og fá stuðn­ing við upp­eldi, hús­næði, mennt­un, atvinnu og félags­lega vernd er í fyr­ir­rúmi. Þannig er tryggt að fólk með geð­heilsu­vanda sé hluti af sam­fé­lag­inu og geti átt líf með til­gangi og lífs­fyll­ing­u. 

Það er dap­ur­legt að það teymi sem vann eftir ofan­greindri hug­mynda­fræði á geðsviði, sam­fé­lags­geðteymið sem stofnað var 2010, sé nú í dauða­teygj­unum og óvíst hvernig verður um fram­halds­líf þess. Hér er enn ofurá­hersla á lyfja­gjöf, með eða án nauð­ungar og enn er verið að útskrifa fólk heim í ein­mana­leika og van­virkni sem er eins og margir  tala um ávísun á frek­ari veik­indi og sumir segja jafn­vel ein­mana­leiki og ein­angrun sé jafn skað­leg heilsu manna  og að reykja. 

Það er kallað eftir rót­tækum breyt­ing­um, ekki bara umræðu um straum­línu­löguð ferli og skipu­lag án þess að minnst sé á inni­hald með­ferðar og hvernig á að veita hana. Von­andi verða ofan­greind atriði bráðum á dag­skrá hjá stjórn­endum geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi og verður áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri umræð­u.  

Höf­undur er geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar