Er ekki mál að breyta til?

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um geðheilbrigði.

Auglýsing

Um miðjan júní sl. var efnt til  2ja daga fund­ar/vinnu­stofu að frum­kvæði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem fól  geðsviðs Land­spít­ala umsjón. Auk geð­þjón­ustu LSH var boðið til þátt­töku fag­að­ilum frá ýmsum stöðum og not­endum þjón­ust­unnar undir for­merkj­un­um: „Rétt þjón­usta á réttum stað“. Mark­miðið var skil­greint svo: „Mark­miðið er að rýna núver­and­i hlut­verk hverrar þjón­ustu­ein­ing­ar innan geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, sam­vinnu þeirra á milli og þá ­þjón­ustu­ferla ­sem fyrir eru. ­Sér­stök áhersla verður á að straum­línu­laga ferla í kringum 18 ára ald­ur­inn. Í kjöl­far­ið á að skil­greina heild­stæðan þjón­ustu­feril geð­þjón­ustu og flæði innan hans, þar sem öll þrjú þjón­ustu­stig geð­heil­brigð­is­þjón­ustu eru ­sam­þætt og ­sam­hæfð. Þannig verði hægt að tryggja not­endum sam­fellu og skil­virkni í þjón­ust­unn­i.“  

Svo mörg voru þau orð. Það er góðra gjalda vert að skil­greina hlut­verk og straum­línu­laga, ég vil ekki gera lítið úr nauð­syn þess eða að það sé skjól­stæð­ingum til hags­bóta. En ég sakn­aði umræðu um inni­hald með­ferðar og hvað sé rétt þjón­usta, eins og ég hef saknað þeirrar umræðu í geð­heil­brigð­is­kerf­inu und­an­farin ár. Það bar ekki heldur mikið á umræðu um að draga úr nauð­ung og þving­un­ar­með­ferð, eða að draga úr fjöllyfja­með­ferð sem hefur verið stunduð grimmt í kjöl­farið á að hið lækn­is­fræði­lega og lyfja­fræði­lega líkan náði hér yfir­hönd­inni eins og víð­ast hvar á vest­ur­lönd­um.

Auglýsing
Þess ber að geta að  WHO (Al­þjóða heil­brigð­is­stofn­un­in) birti 300 blað­síðna skýrslu þann 10. júní sl. þar sem lagt er til að þjóðir heims hverfi frá ofan­greindu lík­ani og fari að horfa á sál­fé­lags­lega þætti og umhverfi fólks, fari að efla bata­mið­aða og mann­rétt­inda­mið­aða þjón­ustu, og benda á ýmis þjón­ustu­líkön máli sínu til stuðn­ings svo sem Open Dialogue frá Finn­landi, Sot­aria Sviss, Hear­ing Voices stuðn­ings­hópa og fl.

Í skýrsl­unni er m.a. bent á að þrátt fyrir að búið sé að loka geð­sjúkra­húsum og stofn­unum í mörgum löndum hafi það ekki dugað eitt og sér til að bæta með­ferð og umönnun á dramat­ískan hátt. Ekki sé nóg að skipta um stað þegar ráð­andi áherslur hafi haldið áfram að vera sjúk­dóms­grein­ing­ar, lyfja- og og ein­kenna­með­ferð. 

Oft sé litið fram hjá þáttum sem hafa afger­andi áhrif á geð­heilsu eins og erf­iðar upp­eld­is­að­stæð­ur, námsörð­ug­leika, fátækt, ofbeldi, mis­mun­un, áföll, útskúfun, ein­angr­un, vinnu­ó­ör­yggi, atvinnu­leysi, hús­næð­is­leysi og lélegur aðgangur að stuðn­ingi frá skóla-,  félags- og heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Þetta hafi m.a. leitt til ofgeð­grein­inga á mann­legri þján­ingu og oftrú á geð­lyf á kostnað sál­fé­lags­legra inn­gripa. Auk þess dregur nauð­ung og þvingun úr til­trú fólks á kerfið og starfs­fólk þess þannig að fólk forð­ast að leita sér hjálpar eða halda áfram með­ferð eftir útskrift. Þetta getur leitt til auk­ins heim­il­is­leysis og enn meiri þján­inga. 

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn hefur að þeirra mati dregið fram hve ófull­nægj­andi og úr sér gengið geð­heil­brigð­is­kerfi og þjón­usta er á heims­vísu. Nefnt hefur verið skað­leg áhrif stofn­ana, skort á sam­fellu, van­getu við að vinna að efl­ingu félags­legs tengsla­nets, félags­lega ein­angrun og útskúfun fólks með geð­vanda og brota­kennda sam­fé­lags­geð­þjón­ust­u.  

Efl­ing þjón­ustu sem leggur áherslu á mann­eskj­una og mann­rétt­indi hennar kallar á auknar áherslur á sam­fé­lags­geð­þjón­ustu og þátt­töku not­enda í skipu­lagi og fram­kvæmd henn­ar.  Þjón­ustu sem leggur áherslu á bata­mið­aða og rétt­inda­mið­aða heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem þarfir eins og að lifa sem eðli­leg­ustu fjöl­skyldu­lífi og fá stuðn­ing við upp­eldi, hús­næði, mennt­un, atvinnu og félags­lega vernd er í fyr­ir­rúmi. Þannig er tryggt að fólk með geð­heilsu­vanda sé hluti af sam­fé­lag­inu og geti átt líf með til­gangi og lífs­fyll­ing­u. 

Það er dap­ur­legt að það teymi sem vann eftir ofan­greindri hug­mynda­fræði á geðsviði, sam­fé­lags­geðteymið sem stofnað var 2010, sé nú í dauða­teygj­unum og óvíst hvernig verður um fram­halds­líf þess. Hér er enn ofurá­hersla á lyfja­gjöf, með eða án nauð­ungar og enn er verið að útskrifa fólk heim í ein­mana­leika og van­virkni sem er eins og margir  tala um ávísun á frek­ari veik­indi og sumir segja jafn­vel ein­mana­leiki og ein­angrun sé jafn skað­leg heilsu manna  og að reykja. 

Það er kallað eftir rót­tækum breyt­ing­um, ekki bara umræðu um straum­línu­löguð ferli og skipu­lag án þess að minnst sé á inni­hald með­ferðar og hvernig á að veita hana. Von­andi verða ofan­greind atriði bráðum á dag­skrá hjá stjórn­endum geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi og verður áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri umræð­u.  

Höf­undur er geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar