Er ekki mál að breyta til?

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um geðheilbrigði.

Auglýsing

Um miðjan júní sl. var efnt til  2ja daga fund­ar/vinnu­stofu að frum­kvæði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem fól  geðsviðs Land­spít­ala umsjón. Auk geð­þjón­ustu LSH var boðið til þátt­töku fag­að­ilum frá ýmsum stöðum og not­endum þjón­ust­unnar undir for­merkj­un­um: „Rétt þjón­usta á réttum stað“. Mark­miðið var skil­greint svo: „Mark­miðið er að rýna núver­and­i hlut­verk hverrar þjón­ustu­ein­ing­ar innan geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, sam­vinnu þeirra á milli og þá ­þjón­ustu­ferla ­sem fyrir eru. ­Sér­stök áhersla verður á að straum­línu­laga ferla í kringum 18 ára ald­ur­inn. Í kjöl­far­ið á að skil­greina heild­stæðan þjón­ustu­feril geð­þjón­ustu og flæði innan hans, þar sem öll þrjú þjón­ustu­stig geð­heil­brigð­is­þjón­ustu eru ­sam­þætt og ­sam­hæfð. Þannig verði hægt að tryggja not­endum sam­fellu og skil­virkni í þjón­ust­unn­i.“  

Svo mörg voru þau orð. Það er góðra gjalda vert að skil­greina hlut­verk og straum­línu­laga, ég vil ekki gera lítið úr nauð­syn þess eða að það sé skjól­stæð­ingum til hags­bóta. En ég sakn­aði umræðu um inni­hald með­ferðar og hvað sé rétt þjón­usta, eins og ég hef saknað þeirrar umræðu í geð­heil­brigð­is­kerf­inu und­an­farin ár. Það bar ekki heldur mikið á umræðu um að draga úr nauð­ung og þving­un­ar­með­ferð, eða að draga úr fjöllyfja­með­ferð sem hefur verið stunduð grimmt í kjöl­farið á að hið lækn­is­fræði­lega og lyfja­fræði­lega líkan náði hér yfir­hönd­inni eins og víð­ast hvar á vest­ur­lönd­um.

Auglýsing
Þess ber að geta að  WHO (Al­þjóða heil­brigð­is­stofn­un­in) birti 300 blað­síðna skýrslu þann 10. júní sl. þar sem lagt er til að þjóðir heims hverfi frá ofan­greindu lík­ani og fari að horfa á sál­fé­lags­lega þætti og umhverfi fólks, fari að efla bata­mið­aða og mann­rétt­inda­mið­aða þjón­ustu, og benda á ýmis þjón­ustu­líkön máli sínu til stuðn­ings svo sem Open Dialogue frá Finn­landi, Sot­aria Sviss, Hear­ing Voices stuðn­ings­hópa og fl.

Í skýrsl­unni er m.a. bent á að þrátt fyrir að búið sé að loka geð­sjúkra­húsum og stofn­unum í mörgum löndum hafi það ekki dugað eitt og sér til að bæta með­ferð og umönnun á dramat­ískan hátt. Ekki sé nóg að skipta um stað þegar ráð­andi áherslur hafi haldið áfram að vera sjúk­dóms­grein­ing­ar, lyfja- og og ein­kenna­með­ferð. 

Oft sé litið fram hjá þáttum sem hafa afger­andi áhrif á geð­heilsu eins og erf­iðar upp­eld­is­að­stæð­ur, námsörð­ug­leika, fátækt, ofbeldi, mis­mun­un, áföll, útskúfun, ein­angr­un, vinnu­ó­ör­yggi, atvinnu­leysi, hús­næð­is­leysi og lélegur aðgangur að stuðn­ingi frá skóla-,  félags- og heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Þetta hafi m.a. leitt til ofgeð­grein­inga á mann­legri þján­ingu og oftrú á geð­lyf á kostnað sál­fé­lags­legra inn­gripa. Auk þess dregur nauð­ung og þvingun úr til­trú fólks á kerfið og starfs­fólk þess þannig að fólk forð­ast að leita sér hjálpar eða halda áfram með­ferð eftir útskrift. Þetta getur leitt til auk­ins heim­il­is­leysis og enn meiri þján­inga. 

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn hefur að þeirra mati dregið fram hve ófull­nægj­andi og úr sér gengið geð­heil­brigð­is­kerfi og þjón­usta er á heims­vísu. Nefnt hefur verið skað­leg áhrif stofn­ana, skort á sam­fellu, van­getu við að vinna að efl­ingu félags­legs tengsla­nets, félags­lega ein­angrun og útskúfun fólks með geð­vanda og brota­kennda sam­fé­lags­geð­þjón­ust­u.  

Efl­ing þjón­ustu sem leggur áherslu á mann­eskj­una og mann­rétt­indi hennar kallar á auknar áherslur á sam­fé­lags­geð­þjón­ustu og þátt­töku not­enda í skipu­lagi og fram­kvæmd henn­ar.  Þjón­ustu sem leggur áherslu á bata­mið­aða og rétt­inda­mið­aða heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem þarfir eins og að lifa sem eðli­leg­ustu fjöl­skyldu­lífi og fá stuðn­ing við upp­eldi, hús­næði, mennt­un, atvinnu og félags­lega vernd er í fyr­ir­rúmi. Þannig er tryggt að fólk með geð­heilsu­vanda sé hluti af sam­fé­lag­inu og geti átt líf með til­gangi og lífs­fyll­ing­u. 

Það er dap­ur­legt að það teymi sem vann eftir ofan­greindri hug­mynda­fræði á geðsviði, sam­fé­lags­geðteymið sem stofnað var 2010, sé nú í dauða­teygj­unum og óvíst hvernig verður um fram­halds­líf þess. Hér er enn ofurá­hersla á lyfja­gjöf, með eða án nauð­ungar og enn er verið að útskrifa fólk heim í ein­mana­leika og van­virkni sem er eins og margir  tala um ávísun á frek­ari veik­indi og sumir segja jafn­vel ein­mana­leiki og ein­angrun sé jafn skað­leg heilsu manna  og að reykja. 

Það er kallað eftir rót­tækum breyt­ing­um, ekki bara umræðu um straum­línu­löguð ferli og skipu­lag án þess að minnst sé á inni­hald með­ferðar og hvernig á að veita hana. Von­andi verða ofan­greind atriði bráðum á dag­skrá hjá stjórn­endum geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi og verður áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri umræð­u.  

Höf­undur er geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar