Er ekki mál að breyta til?

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um geðheilbrigði.

Auglýsing

Um miðjan júní sl. var efnt til  2ja daga fundar/vinnustofu að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins sem fól  geðsviðs Landspítala umsjón. Auk geðþjónustu LSH var boðið til þátttöku fagaðilum frá ýmsum stöðum og notendum þjónustunnar undir formerkjunum: „Rétt þjónusta á réttum stað“. Markmiðið var skilgreint svo: „Markmiðið er að rýna núverandi hlutverk hverrar þjónustueiningar innan geðheilbrigðisþjónustu, samvinnu þeirra á milli og þá þjónustuferla sem fyrir eru. Sérstök áhersla verður á að straumlínulaga ferla í kringum 18 ára aldurinn. Í kjölfarið á að skilgreina heildstæðan þjónustuferil geðþjónustu og flæði innan hans, þar sem öll þrjú þjónustustig geðheilbrigðisþjónustu eru samþætt og samhæfð. Þannig verði hægt að tryggja notendum samfellu og skilvirkni í þjónustunni.“  

Svo mörg voru þau orð. Það er góðra gjalda vert að skilgreina hlutverk og straumlínulaga, ég vil ekki gera lítið úr nauðsyn þess eða að það sé skjólstæðingum til hagsbóta. En ég saknaði umræðu um innihald meðferðar og hvað sé rétt þjónusta, eins og ég hef saknað þeirrar umræðu í geðheilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Það bar ekki heldur mikið á umræðu um að draga úr nauðung og þvingunarmeðferð, eða að draga úr fjöllyfjameðferð sem hefur verið stunduð grimmt í kjölfarið á að hið læknisfræðilega og lyfjafræðilega líkan náði hér yfirhöndinni eins og víðast hvar á vesturlöndum.

Auglýsing
Þess ber að geta að  WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunin) birti 300 blaðsíðna skýrslu þann 10. júní sl. þar sem lagt er til að þjóðir heims hverfi frá ofangreindu líkani og fari að horfa á sálfélagslega þætti og umhverfi fólks, fari að efla batamiðaða og mannréttindamiðaða þjónustu, og benda á ýmis þjónustulíkön máli sínu til stuðnings svo sem Open Dialogue frá Finnlandi, Sotaria Sviss, Hearing Voices stuðningshópa og fl.

Í skýrslunni er m.a. bent á að þrátt fyrir að búið sé að loka geðsjúkrahúsum og stofnunum í mörgum löndum hafi það ekki dugað eitt og sér til að bæta meðferð og umönnun á dramatískan hátt. Ekki sé nóg að skipta um stað þegar ráðandi áherslur hafi haldið áfram að vera sjúkdómsgreiningar, lyfja- og og einkennameðferð. 

Oft sé litið fram hjá þáttum sem hafa afgerandi áhrif á geðheilsu eins og erfiðar uppeldisaðstæður, námsörðugleika, fátækt, ofbeldi, mismunun, áföll, útskúfun, einangrun, vinnuóöryggi, atvinnuleysi, húsnæðisleysi og lélegur aðgangur að stuðningi frá skóla-,  félags- og heilbrigðisþjónustu. 

Þetta hafi m.a. leitt til ofgeðgreininga á mannlegri þjáningu og oftrú á geðlyf á kostnað sálfélagslegra inngripa. Auk þess dregur nauðung og þvingun úr tiltrú fólks á kerfið og starfsfólk þess þannig að fólk forðast að leita sér hjálpar eða halda áfram meðferð eftir útskrift. Þetta getur leitt til aukins heimilisleysis og enn meiri þjáninga. 

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur að þeirra mati dregið fram hve ófullnægjandi og úr sér gengið geðheilbrigðiskerfi og þjónusta er á heimsvísu. Nefnt hefur verið skaðleg áhrif stofnana, skort á samfellu, vangetu við að vinna að eflingu félagslegs tengslanets, félagslega einangrun og útskúfun fólks með geðvanda og brotakennda samfélagsgeðþjónustu.  

Efling þjónustu sem leggur áherslu á manneskjuna og mannréttindi hennar kallar á auknar áherslur á samfélagsgeðþjónustu og þátttöku notenda í skipulagi og framkvæmd hennar.  Þjónustu sem leggur áherslu á batamiðaða og réttindamiðaða heilbrigðisþjónustu þar sem þarfir eins og að lifa sem eðlilegustu fjölskyldulífi og fá stuðning við uppeldi, húsnæði, menntun, atvinnu og félagslega vernd er í fyrirrúmi. Þannig er tryggt að fólk með geðheilsuvanda sé hluti af samfélaginu og geti átt líf með tilgangi og lífsfyllingu. 

Það er dapurlegt að það teymi sem vann eftir ofangreindri hugmyndafræði á geðsviði, samfélagsgeðteymið sem stofnað var 2010, sé nú í dauðateygjunum og óvíst hvernig verður um framhaldslíf þess. Hér er enn ofuráhersla á lyfjagjöf, með eða án nauðungar og enn er verið að útskrifa fólk heim í einmanaleika og vanvirkni sem er eins og margir  tala um ávísun á frekari veikindi og sumir segja jafnvel einmanaleiki og einangrun sé jafn skaðleg heilsu manna  og að reykja. 

Það er kallað eftir róttækum breytingum, ekki bara umræðu um straumlínulöguð ferli og skipulag án þess að minnst sé á innihald meðferðar og hvernig á að veita hana. Vonandi verða ofangreind atriði bráðum á dagskrá hjá stjórnendum geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi og verður áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu.  

Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar