Er ekki mál að breyta til?

Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um geðheilbrigði.

Auglýsing

Um miðjan júní sl. var efnt til  2ja daga fund­ar/vinnu­stofu að frum­kvæði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem fól  geðsviðs Land­spít­ala umsjón. Auk geð­þjón­ustu LSH var boðið til þátt­töku fag­að­ilum frá ýmsum stöðum og not­endum þjón­ust­unnar undir for­merkj­un­um: „Rétt þjón­usta á réttum stað“. Mark­miðið var skil­greint svo: „Mark­miðið er að rýna núver­and­i hlut­verk hverrar þjón­ustu­ein­ing­ar innan geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, sam­vinnu þeirra á milli og þá ­þjón­ustu­ferla ­sem fyrir eru. ­Sér­stök áhersla verður á að straum­línu­laga ferla í kringum 18 ára ald­ur­inn. Í kjöl­far­ið á að skil­greina heild­stæðan þjón­ustu­feril geð­þjón­ustu og flæði innan hans, þar sem öll þrjú þjón­ustu­stig geð­heil­brigð­is­þjón­ustu eru ­sam­þætt og ­sam­hæfð. Þannig verði hægt að tryggja not­endum sam­fellu og skil­virkni í þjón­ust­unn­i.“  

Svo mörg voru þau orð. Það er góðra gjalda vert að skil­greina hlut­verk og straum­línu­laga, ég vil ekki gera lítið úr nauð­syn þess eða að það sé skjól­stæð­ingum til hags­bóta. En ég sakn­aði umræðu um inni­hald með­ferðar og hvað sé rétt þjón­usta, eins og ég hef saknað þeirrar umræðu í geð­heil­brigð­is­kerf­inu und­an­farin ár. Það bar ekki heldur mikið á umræðu um að draga úr nauð­ung og þving­un­ar­með­ferð, eða að draga úr fjöllyfja­með­ferð sem hefur verið stunduð grimmt í kjöl­farið á að hið lækn­is­fræði­lega og lyfja­fræði­lega líkan náði hér yfir­hönd­inni eins og víð­ast hvar á vest­ur­lönd­um.

Auglýsing
Þess ber að geta að  WHO (Al­þjóða heil­brigð­is­stofn­un­in) birti 300 blað­síðna skýrslu þann 10. júní sl. þar sem lagt er til að þjóðir heims hverfi frá ofan­greindu lík­ani og fari að horfa á sál­fé­lags­lega þætti og umhverfi fólks, fari að efla bata­mið­aða og mann­rétt­inda­mið­aða þjón­ustu, og benda á ýmis þjón­ustu­líkön máli sínu til stuðn­ings svo sem Open Dialogue frá Finn­landi, Sot­aria Sviss, Hear­ing Voices stuðn­ings­hópa og fl.

Í skýrsl­unni er m.a. bent á að þrátt fyrir að búið sé að loka geð­sjúkra­húsum og stofn­unum í mörgum löndum hafi það ekki dugað eitt og sér til að bæta með­ferð og umönnun á dramat­ískan hátt. Ekki sé nóg að skipta um stað þegar ráð­andi áherslur hafi haldið áfram að vera sjúk­dóms­grein­ing­ar, lyfja- og og ein­kenna­með­ferð. 

Oft sé litið fram hjá þáttum sem hafa afger­andi áhrif á geð­heilsu eins og erf­iðar upp­eld­is­að­stæð­ur, námsörð­ug­leika, fátækt, ofbeldi, mis­mun­un, áföll, útskúfun, ein­angr­un, vinnu­ó­ör­yggi, atvinnu­leysi, hús­næð­is­leysi og lélegur aðgangur að stuðn­ingi frá skóla-,  félags- og heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Þetta hafi m.a. leitt til ofgeð­grein­inga á mann­legri þján­ingu og oftrú á geð­lyf á kostnað sál­fé­lags­legra inn­gripa. Auk þess dregur nauð­ung og þvingun úr til­trú fólks á kerfið og starfs­fólk þess þannig að fólk forð­ast að leita sér hjálpar eða halda áfram með­ferð eftir útskrift. Þetta getur leitt til auk­ins heim­il­is­leysis og enn meiri þján­inga. 

Covid-19 heims­far­ald­ur­inn hefur að þeirra mati dregið fram hve ófull­nægj­andi og úr sér gengið geð­heil­brigð­is­kerfi og þjón­usta er á heims­vísu. Nefnt hefur verið skað­leg áhrif stofn­ana, skort á sam­fellu, van­getu við að vinna að efl­ingu félags­legs tengsla­nets, félags­lega ein­angrun og útskúfun fólks með geð­vanda og brota­kennda sam­fé­lags­geð­þjón­ust­u.  

Efl­ing þjón­ustu sem leggur áherslu á mann­eskj­una og mann­rétt­indi hennar kallar á auknar áherslur á sam­fé­lags­geð­þjón­ustu og þátt­töku not­enda í skipu­lagi og fram­kvæmd henn­ar.  Þjón­ustu sem leggur áherslu á bata­mið­aða og rétt­inda­mið­aða heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem þarfir eins og að lifa sem eðli­leg­ustu fjöl­skyldu­lífi og fá stuðn­ing við upp­eldi, hús­næði, mennt­un, atvinnu og félags­lega vernd er í fyr­ir­rúmi. Þannig er tryggt að fólk með geð­heilsu­vanda sé hluti af sam­fé­lag­inu og geti átt líf með til­gangi og lífs­fyll­ing­u. 

Það er dap­ur­legt að það teymi sem vann eftir ofan­greindri hug­mynda­fræði á geðsviði, sam­fé­lags­geðteymið sem stofnað var 2010, sé nú í dauða­teygj­unum og óvíst hvernig verður um fram­halds­líf þess. Hér er enn ofurá­hersla á lyfja­gjöf, með eða án nauð­ungar og enn er verið að útskrifa fólk heim í ein­mana­leika og van­virkni sem er eins og margir  tala um ávísun á frek­ari veik­indi og sumir segja jafn­vel ein­mana­leiki og ein­angrun sé jafn skað­leg heilsu manna  og að reykja. 

Það er kallað eftir rót­tækum breyt­ing­um, ekki bara umræðu um straum­línu­löguð ferli og skipu­lag án þess að minnst sé á inni­hald með­ferðar og hvernig á að veita hana. Von­andi verða ofan­greind atriði bráðum á dag­skrá hjá stjórn­endum geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi og verður áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri umræð­u.  

Höf­undur er geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar