Sameinum stofnanir – Vinnu- og velferðarstofnun í þágu notenda

Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson segja að ríkið þurfi að ganga ákveðnara til verks í því að tryggja rekstrargrundvöll ólíkra endurhæfingarúrræða, þannig að þeim sé gert kleift að veita einstaklingsmiðaða og fjölbreytta starfsendurhæfingu.

Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson
Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson
Auglýsing

Und­an­farið ár hefur COVID-19 tekið mikið pláss á vett­vangi stjórn­mál­anna á meðan öðrum brýnum verk­efnum hefur ekki verið sinnt af núver­andi rík­is­stjórn. Við viljum hér sér­stak­lega nefna eitt mál sem hefur verið látið sitja á hak­anum hjá núver­andi rík­is­stjórn, en það er þjón­usta og skyldur rík­is­ins við lang­veikt fólk, örorku­líf­eyr­is­þega og upp­bygg­ingu end­ur­hæf­inga­úr­ræða. Í þeim mála­flokki hafa of mörg verk­efni verið sett á bið og fólkið sem var fyrir tíma COVID-19 er enn í sömu stöðu og áður, jafn­vel verri stöðu, því ekk­ert hefur þok­ast áfram í þeirra mál­um. Þau hafa ein­fald­lega verið látin bíða. Að okkar mati þarf að stokka upp stofn­ana­kerfi rík­is­ins sem hefur með rétt­inda- og atvinnu­mál að gera, þar á meðal þeirra sem eru með skerta starfs­getu, fötlun eða örorku. Er þar átt við verk­efni sem falla undir verk­svið Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins, Vinnu­mála­stofn­unar og Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Við teljum skyn­sam­leg­ast að sam­eina þrjár ofan­greindar stofn­anir í eina nýja stofnun sem hefur það að augn­miði að þjón­usta not­endur og leið­beina þeim eins og best verður á kos­ið. Nú er tími til að fara í slíkar breyt­ing­ar, ekki síst til að mæta þeirri þörf sem skap­ast hefur og mun skap­ast í kjöl­far þeirrar félags­legu, fjár­hags­legu og heil­brigðiskreppu sem COVID19 hefur haft og mun áfram hafa í för með sér.

Ný stofnun myndi í senn ann­ast aðstoð við atvinnu­leit, skipu­lag vinnu­mark­aðsúr­ræða, s.s. nám­skeiða, starfsúr­ræða, námsúr­ræða og end­ur­hæf­ing­ar. Þar yrði áhersla lögð á vinnu­miðlun og stuðn­ings­úr­ræði fyrir alla, án aðgrein­ing­ar, auk aðgangs að hjálp­ar­tækjum og tækni- og starfs­ráð­gjöf. Stofn­unin hefði einnig umsjón með því að tryggja not­endum greiðslur úr almanna­trygg­inga­sjóði eða atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði eftir því sem við á.

Auglýsing

Við leggjum áherslu á að efla þarf starfs- og náms­ráð­gjöf, end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræði, mennt­un- og símennt­un, en aukin menntun og færni er hreyfi­afl til atvinnu­þátt­töku. Til að auka mögu­leika fólks með ólíka starfs­getu til virkni og þátt­töku á vinnu­mark­aði þarf að auka fjölda hluta­starfa og starfa með sveigj­an­legan vinnu­tíma. Sér­stak­lega þarf að hafa í huga stöðu fólks sem hefur misst vinnu vegna árferð­is­ins, ungs fólks (31% atvinnu­lausra í maí 2021 voru ein­stak­lingar undir þrí­tug­u), inn­flytj­enda, fatl­aðs fólks, fólks með geð­rask­anir og þeirra sem búa í dreifð­ari byggðum lands­ins. Víða á lands­byggð­inni er aðgengi að end­ur­hæf­inga- og virkni­úr­ræðum tak­markað en sér­stak­lega þarf að bæta aðgengi þeirra sem eru með annað móð­ur­mál en íslensku að úrræð­um.

Ríkið þarf að ganga ákveðn­ara til verks í því að tryggja rekstr­ar­grund­völl ólíkra end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræða, þannig að þeim sé gert kleift að veita ein­stak­lings­mið­aða og fjöl­breytta starfsend­ur­hæf­ingu og stuðla þannig að virkni og atvinnu­þátt­töku fólks. Tím­inn til að huga að þessu er núna, því þegar við förum að sjá út úr þess­ari kreppu þá kemur vand­inn fyrst í ljós, eins og við sáum ger­ast eftir fjár­mála­hrun­ið. Efla þarf þor og krafta fólks til virkni og almennrar sam­fé­lags­þátt­töku með því að tryggja fram­boð úrræða, þar sem fag­mennska er höfð að leið­ar­ljósi en þá þarf einnig að gæta sam­fellu í end­ur­hæf­ingu. Með því að vera með almanna­trygg­inga­greiðsl­ur, ráð­gjöf við hjálp­ar­tæki, vinnu­mark­aðsúr­ræði og end­ur­hæf­ingu á sama stað verður þjón­ustan betur sniðin að not­end­an­um. Þá verður yfir­sýn yfir þörf­ina betri og það skap­ast fleiri tæki­færi til að þróa vinnu- og vel­ferð­ar­þjónustu rík­is­ins enn frek­ar. Með því að sam­eina þessar stofn­anir í eina þá eru hags­munir not­enda hafðir að leið­ar­ljósi og aukið sam­spil verður á milli ábyrgðar og fag­legra vinnu­bragða.

Ellen Calmon er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og Gunnar Alex­ander Ólafs­son heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar