Sameinum stofnanir – Vinnu- og velferðarstofnun í þágu notenda

Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson segja að ríkið þurfi að ganga ákveðnara til verks í því að tryggja rekstrargrundvöll ólíkra endurhæfingarúrræða, þannig að þeim sé gert kleift að veita einstaklingsmiðaða og fjölbreytta starfsendurhæfingu.

Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson
Ellen Calmon og Gunnar Alexander Ólafsson
Auglýsing

Und­an­farið ár hefur COVID-19 tekið mikið pláss á vett­vangi stjórn­mál­anna á meðan öðrum brýnum verk­efnum hefur ekki verið sinnt af núver­andi rík­is­stjórn. Við viljum hér sér­stak­lega nefna eitt mál sem hefur verið látið sitja á hak­anum hjá núver­andi rík­is­stjórn, en það er þjón­usta og skyldur rík­is­ins við lang­veikt fólk, örorku­líf­eyr­is­þega og upp­bygg­ingu end­ur­hæf­inga­úr­ræða. Í þeim mála­flokki hafa of mörg verk­efni verið sett á bið og fólkið sem var fyrir tíma COVID-19 er enn í sömu stöðu og áður, jafn­vel verri stöðu, því ekk­ert hefur þok­ast áfram í þeirra mál­um. Þau hafa ein­fald­lega verið látin bíða. Að okkar mati þarf að stokka upp stofn­ana­kerfi rík­is­ins sem hefur með rétt­inda- og atvinnu­mál að gera, þar á meðal þeirra sem eru með skerta starfs­getu, fötlun eða örorku. Er þar átt við verk­efni sem falla undir verk­svið Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins, Vinnu­mála­stofn­unar og Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Við teljum skyn­sam­leg­ast að sam­eina þrjár ofan­greindar stofn­anir í eina nýja stofnun sem hefur það að augn­miði að þjón­usta not­endur og leið­beina þeim eins og best verður á kos­ið. Nú er tími til að fara í slíkar breyt­ing­ar, ekki síst til að mæta þeirri þörf sem skap­ast hefur og mun skap­ast í kjöl­far þeirrar félags­legu, fjár­hags­legu og heil­brigðiskreppu sem COVID19 hefur haft og mun áfram hafa í för með sér.

Ný stofnun myndi í senn ann­ast aðstoð við atvinnu­leit, skipu­lag vinnu­mark­aðsúr­ræða, s.s. nám­skeiða, starfsúr­ræða, námsúr­ræða og end­ur­hæf­ing­ar. Þar yrði áhersla lögð á vinnu­miðlun og stuðn­ings­úr­ræði fyrir alla, án aðgrein­ing­ar, auk aðgangs að hjálp­ar­tækjum og tækni- og starfs­ráð­gjöf. Stofn­unin hefði einnig umsjón með því að tryggja not­endum greiðslur úr almanna­trygg­inga­sjóði eða atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði eftir því sem við á.

Auglýsing

Við leggjum áherslu á að efla þarf starfs- og náms­ráð­gjöf, end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræði, mennt­un- og símennt­un, en aukin menntun og færni er hreyfi­afl til atvinnu­þátt­töku. Til að auka mögu­leika fólks með ólíka starfs­getu til virkni og þátt­töku á vinnu­mark­aði þarf að auka fjölda hluta­starfa og starfa með sveigj­an­legan vinnu­tíma. Sér­stak­lega þarf að hafa í huga stöðu fólks sem hefur misst vinnu vegna árferð­is­ins, ungs fólks (31% atvinnu­lausra í maí 2021 voru ein­stak­lingar undir þrí­tug­u), inn­flytj­enda, fatl­aðs fólks, fólks með geð­rask­anir og þeirra sem búa í dreifð­ari byggðum lands­ins. Víða á lands­byggð­inni er aðgengi að end­ur­hæf­inga- og virkni­úr­ræðum tak­markað en sér­stak­lega þarf að bæta aðgengi þeirra sem eru með annað móð­ur­mál en íslensku að úrræð­um.

Ríkið þarf að ganga ákveðn­ara til verks í því að tryggja rekstr­ar­grund­völl ólíkra end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræða, þannig að þeim sé gert kleift að veita ein­stak­lings­mið­aða og fjöl­breytta starfsend­ur­hæf­ingu og stuðla þannig að virkni og atvinnu­þátt­töku fólks. Tím­inn til að huga að þessu er núna, því þegar við förum að sjá út úr þess­ari kreppu þá kemur vand­inn fyrst í ljós, eins og við sáum ger­ast eftir fjár­mála­hrun­ið. Efla þarf þor og krafta fólks til virkni og almennrar sam­fé­lags­þátt­töku með því að tryggja fram­boð úrræða, þar sem fag­mennska er höfð að leið­ar­ljósi en þá þarf einnig að gæta sam­fellu í end­ur­hæf­ingu. Með því að vera með almanna­trygg­inga­greiðsl­ur, ráð­gjöf við hjálp­ar­tæki, vinnu­mark­aðsúr­ræði og end­ur­hæf­ingu á sama stað verður þjón­ustan betur sniðin að not­end­an­um. Þá verður yfir­sýn yfir þörf­ina betri og það skap­ast fleiri tæki­færi til að þróa vinnu- og vel­ferð­ar­þjónustu rík­is­ins enn frek­ar. Með því að sam­eina þessar stofn­anir í eina þá eru hags­munir not­enda hafðir að leið­ar­ljósi og aukið sam­spil verður á milli ábyrgðar og fag­legra vinnu­bragða.

Ellen Calmon er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og Gunnar Alex­ander Ólafs­son heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar