Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir lykilverkefni stjórnmálanna núna lúta að efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldurs.

Auglýsing

Kór­ónu­veiran breytti heim­inum og um leið öllu okkar dag­lega lífi. Hún breytti stóru mynd­inni og hún breytti hinu smáa. Sam­vinna er stóri lær­dóm­ur­inn eftir bar­átt­una við veiruna, sam­vinna almenn­ings og stjórn­valda, sam­vinna hins opin­bera og einka­geirans og síð­ast en ekki síst er lær­dóm­ur­inn mik­il­vægi alþjóða­sam­vinnu.

Frétta­tím­inn hefur varðað þetta eina mál, þetta ógn­ar­stóra verk­efni en mán­uði fyrir heims­far­aldur gátu inn­lendir sam­fé­lags­miðlar leyft sér að kafa á dýpt­ina ofan í mál eins og nýtt lógó KSÍ sem þótti ekki alveg nógu gott. Stundum er meira að segja hægt að líta til baka og jafn­vel sakna þess þegar sam­fé­lagið gat snöggreiðst vegna skemmti­legra smá­mála. 

Nú er bjart yfir og við fögnum góðum árangri okkar sem þjóð, við höfum end­ur­heimt fyrra frelsi og verjum frí­stundum í að fylgj­ast með Evr­ópu blómstra í fót­bolta. Þá er kitlandi að líta fram hjá því að við okkur blasir annað ógn­ar­stórt verk­efni. Það eru efna­hags­legar afleið­ingar bar­átt­unnar við heims­far­ald­ur­inn. Af hálfu stjórn­valda er furðu­lítið rætt um að  rík­is­sjóður skuldar nú yfir þús­und millj­arða vegna veirunnar og að sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun eru allt að fimm­tíu millj­arða króna skatta­hækk­anir vænt­an­legar um mitt næsta kjör­tíma­bili. Það er aftur á móti hlut­verk stjórn­valda að tala um stöð­una eins og hún er og á ábyrgð stjórn­valda að sinna því.

Efna­hags­mál snú­ast um dag­legt líf fólks

Verk­efni árs­ins 2021 er enn hið sama og árs­ins 2020, þ.e. að veita fólki og fyr­ir­tækjum svig­rúm til að kom­ast stand­andi frá efna­hags­legu afleið­ingum sótt­varna­að­gerða. Verk­efni árs­ins 2021  er um leið að leggja grunn að því að næsti kafli í sögu þjóð­ar­innar verði annar og betri. Við erum aftur farin að sjá mynd sem við þekkjum þar sem vextir á hús­næð­is­lánum fara hækk­andi og ástæða er til að hafa áhyggjur af verð­bólgu. Lyk­il­spurn­ing stjórn­mál­anna er þess vegna hvernig auka á verð­mæta­sköpun og hver fram­tíð­ar­sýnin er fyrir Ísland.

Auglýsing
Þegar öllu er á botn­inn hvolft snú­ast efna­hags­mál um dag­legt líf fólks. Þar hefur mesta þýð­ingu fyrir fólk að geta gengið að atvinnu og að kostn­aður við að eiga og reka heim­ili sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Hvað fyr­ir­tækin í land­inu varðar hefur grund­vall­ar­þýð­ingu að geta gert áætl­anir og að vissa og festa sé um helstu útgjalda­liði. Svo er ein­fald­lega ekki í íslensku umhverf­i.  Af þeirri ástæðu er íslenskt sam­fé­lag ekki sam­keppn­is­hæft til lengri tíma lit­ið. Það er stjórn­valda að skapa skil­yrði til að dag­legt líf fólks og fyr­ir­tækja í land­inu sé gott, stöðugt og sam­keppn­is­hæft. Til þess að svo geti orðið þarf stöðugan gjald­mið­il.

Vond sér­staða Íslands

Svig­rúm okkar til leysa skulda­stöðu rík­is­sjóðs er hins vegar minna vegna verð­bólgu; verð­bólgu sem nágranna­þjóðir glíma ekki við. Svig­rúmið er minna vegna hærri vaxta og geng­is­á­hættu. Sam­keppn­is­staða Íslands er veik­ari af sömu ástæð­u­m. Það gildir um rík­is­sjóð rétt eins og heim­ilin í land­inu að vextir af lánum hafa mikla þýð­ingu um hina raun­veru­legu mynd af stöðu mála. Eftir hrun skuld­aði rík­is­sjóður Íslands til dæmis hlut­falls­lega helm­ingi minna en rík­is­sjóður Grikk­lands. Vaxta­greiðslur íslenska rík­is­ins voru hins vegar tvö­falt hærri en gríska rík­is­ins.

Við­reisn hefur lagt fram til­lögu á Alþingi til að verja atvinnu­lífið og heim­ilin í land­inu með því að fara sömu leið og Danir hafa gert, það er að halda krón­unni en tryggja stöð­ug­leika með gjald­miðla­sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið. Það er leið sem myndi tryggja að atvinnu­lífið sem og almenn­ingur í land­inu fengi fyr­ir­sjá­an­leika sem sár­lega hefur vantað og skapa betri aðstæður fyrir allan almenn­ing í land­inu til skemmri og lengri tíma lit­ið.

Lyk­il­spurn­ing stjórn­mál­anna

Nú þegar bar­átt­unni við sjálfa veiruna er að mestu lokið hér inn­an­lands verða stjórn­völd að beina kast­ljós­inu að stöðu efna­hags­mála. Það er ástæða til að gleðj­ast yfir góðum árangri um bólu­setn­ingu lands­manna, enda var hún for­senda þess að kom­ast í skjól. Og það er eflaust kitlandi að láta það bíða seinni tíma að ræða það hver staðan í efna­hags­mál­unum er. Þögn stjórn­mála­flokka hvað varðar gjald­miðil lands­ins er í hins vegar afstaða um að neita að horfa til fram­tíðar og ætla að festa fólk í kyrr­stöðu. Lyk­il­verk­efni stjórn­mál­anna núna lúta að efna­hags­legum afleið­ingum heims­far­ald­urs og um leið hver fram­tíð­ar­sýnin er fyrir Ísland, hvernig viljum við sjá Ísland vaxa og halda áfram eftir heims­far­ald­ur. Leiðin sem farin verður mun hafa úrslita­á­hrif um hvort hér tak­ist að skapa sam­fé­lag sem býður almenn­ingi lífs­kjör sem eru sam­keppn­is­hæf og fyr­ir­tækjum umhverfi þar sem þau geta stað­ist sam­keppni að utan.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar