Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir lykilverkefni stjórnmálanna núna lúta að efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldurs.

Auglýsing

Kór­ónu­veiran breytti heim­inum og um leið öllu okkar dag­lega lífi. Hún breytti stóru mynd­inni og hún breytti hinu smáa. Sam­vinna er stóri lær­dóm­ur­inn eftir bar­átt­una við veiruna, sam­vinna almenn­ings og stjórn­valda, sam­vinna hins opin­bera og einka­geirans og síð­ast en ekki síst er lær­dóm­ur­inn mik­il­vægi alþjóða­sam­vinnu.

Frétta­tím­inn hefur varðað þetta eina mál, þetta ógn­ar­stóra verk­efni en mán­uði fyrir heims­far­aldur gátu inn­lendir sam­fé­lags­miðlar leyft sér að kafa á dýpt­ina ofan í mál eins og nýtt lógó KSÍ sem þótti ekki alveg nógu gott. Stundum er meira að segja hægt að líta til baka og jafn­vel sakna þess þegar sam­fé­lagið gat snöggreiðst vegna skemmti­legra smá­mála. 

Nú er bjart yfir og við fögnum góðum árangri okkar sem þjóð, við höfum end­ur­heimt fyrra frelsi og verjum frí­stundum í að fylgj­ast með Evr­ópu blómstra í fót­bolta. Þá er kitlandi að líta fram hjá því að við okkur blasir annað ógn­ar­stórt verk­efni. Það eru efna­hags­legar afleið­ingar bar­átt­unnar við heims­far­ald­ur­inn. Af hálfu stjórn­valda er furðu­lítið rætt um að  rík­is­sjóður skuldar nú yfir þús­und millj­arða vegna veirunnar og að sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun eru allt að fimm­tíu millj­arða króna skatta­hækk­anir vænt­an­legar um mitt næsta kjör­tíma­bili. Það er aftur á móti hlut­verk stjórn­valda að tala um stöð­una eins og hún er og á ábyrgð stjórn­valda að sinna því.

Efna­hags­mál snú­ast um dag­legt líf fólks

Verk­efni árs­ins 2021 er enn hið sama og árs­ins 2020, þ.e. að veita fólki og fyr­ir­tækjum svig­rúm til að kom­ast stand­andi frá efna­hags­legu afleið­ingum sótt­varna­að­gerða. Verk­efni árs­ins 2021  er um leið að leggja grunn að því að næsti kafli í sögu þjóð­ar­innar verði annar og betri. Við erum aftur farin að sjá mynd sem við þekkjum þar sem vextir á hús­næð­is­lánum fara hækk­andi og ástæða er til að hafa áhyggjur af verð­bólgu. Lyk­il­spurn­ing stjórn­mál­anna er þess vegna hvernig auka á verð­mæta­sköpun og hver fram­tíð­ar­sýnin er fyrir Ísland.

Auglýsing
Þegar öllu er á botn­inn hvolft snú­ast efna­hags­mál um dag­legt líf fólks. Þar hefur mesta þýð­ingu fyrir fólk að geta gengið að atvinnu og að kostn­aður við að eiga og reka heim­ili sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Hvað fyr­ir­tækin í land­inu varðar hefur grund­vall­ar­þýð­ingu að geta gert áætl­anir og að vissa og festa sé um helstu útgjalda­liði. Svo er ein­fald­lega ekki í íslensku umhverf­i.  Af þeirri ástæðu er íslenskt sam­fé­lag ekki sam­keppn­is­hæft til lengri tíma lit­ið. Það er stjórn­valda að skapa skil­yrði til að dag­legt líf fólks og fyr­ir­tækja í land­inu sé gott, stöðugt og sam­keppn­is­hæft. Til þess að svo geti orðið þarf stöðugan gjald­mið­il.

Vond sér­staða Íslands

Svig­rúm okkar til leysa skulda­stöðu rík­is­sjóðs er hins vegar minna vegna verð­bólgu; verð­bólgu sem nágranna­þjóðir glíma ekki við. Svig­rúmið er minna vegna hærri vaxta og geng­is­á­hættu. Sam­keppn­is­staða Íslands er veik­ari af sömu ástæð­u­m. Það gildir um rík­is­sjóð rétt eins og heim­ilin í land­inu að vextir af lánum hafa mikla þýð­ingu um hina raun­veru­legu mynd af stöðu mála. Eftir hrun skuld­aði rík­is­sjóður Íslands til dæmis hlut­falls­lega helm­ingi minna en rík­is­sjóður Grikk­lands. Vaxta­greiðslur íslenska rík­is­ins voru hins vegar tvö­falt hærri en gríska rík­is­ins.

Við­reisn hefur lagt fram til­lögu á Alþingi til að verja atvinnu­lífið og heim­ilin í land­inu með því að fara sömu leið og Danir hafa gert, það er að halda krón­unni en tryggja stöð­ug­leika með gjald­miðla­sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið. Það er leið sem myndi tryggja að atvinnu­lífið sem og almenn­ingur í land­inu fengi fyr­ir­sjá­an­leika sem sár­lega hefur vantað og skapa betri aðstæður fyrir allan almenn­ing í land­inu til skemmri og lengri tíma lit­ið.

Lyk­il­spurn­ing stjórn­mál­anna

Nú þegar bar­átt­unni við sjálfa veiruna er að mestu lokið hér inn­an­lands verða stjórn­völd að beina kast­ljós­inu að stöðu efna­hags­mála. Það er ástæða til að gleðj­ast yfir góðum árangri um bólu­setn­ingu lands­manna, enda var hún for­senda þess að kom­ast í skjól. Og það er eflaust kitlandi að láta það bíða seinni tíma að ræða það hver staðan í efna­hags­mál­unum er. Þögn stjórn­mála­flokka hvað varðar gjald­miðil lands­ins er í hins vegar afstaða um að neita að horfa til fram­tíðar og ætla að festa fólk í kyrr­stöðu. Lyk­il­verk­efni stjórn­mál­anna núna lúta að efna­hags­legum afleið­ingum heims­far­ald­urs og um leið hver fram­tíð­ar­sýnin er fyrir Ísland, hvernig viljum við sjá Ísland vaxa og halda áfram eftir heims­far­ald­ur. Leiðin sem farin verður mun hafa úrslita­á­hrif um hvort hér tak­ist að skapa sam­fé­lag sem býður almenn­ingi lífs­kjör sem eru sam­keppn­is­hæf og fyr­ir­tækjum umhverfi þar sem þau geta stað­ist sam­keppni að utan.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar