Ingó og Hjöddi og dularfulla eyjan

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Í níunda pistli sínum leggur hann til að styttan af Ingólfi Arnarsyni, sem er á Arnarhóli, verði fjarlægð.

Auglýsing

Þegar gerðar eru bíómyndir sem eru ekki alveg hreinn uppspuni heldur byggja á einhverjum sönnum atburðum og einhver gögn og heimildir eru til um, þá er þeim skipt niður í flokka eftir gagnamagni og trúverðugleika. Þegar markmiðið er að segja eins satt og rétt frá og hægt er, samkvæmt áreiðanlegum og traustum heimildum og í samráði við hlutaðeigandi og þá sem voru persónulega þátttakendur í eða viðstaddir þá atburði sem um er fjallað leyfist fólki að segja að myndin sé True story. Auðvitað er engin endurfrásögn alveg óskeikul en ég ímynda mér að svona saga sé 80-90% sönn og samþykkt af öllum hlutaðeigandi. Kvikmyndin Big short er dæmi um slíka mynd.

Ef ekki næst að uppfylla skilyrði þau sem til þarf, til að geta fyllilega notað True story, til dæmis þegar gögn eru af skornum skammti, aðalpersónur eru horfnar frá eða ekki til viðtals eða einhver ágreiningur rís um hvað raunverulega hafi gerst vandast málið. Þetta síðastnefnda er ótrúlega algengt vandamál. Tvær manneskjur geta upplifað sömu atburði á gjörsamlega ólíkan hátt. Þetta misræmi á það líka til að vaxa og stækka eftir því sem lengra líður frá atburðunum. Í svona tilfellum er ekki með góðu hægt að segja að sagan sé True story. Þá fellur hún um flokk og fær undirtitilinn Based on a true story. Hún segir þá frá einhverju sem sannarlega gerðist en þar sem heimildir eru af skornum skammti, tekur hún afstöðu með ákveðnum sögupersónum og hefur þar að auki meira skáldaleyfi en leyfist í True story. The persuit of happyness er dæmi um slíka mynd. Ætli sannleiksgildið í þessum flokki sé samt ekki svona 40-60% 

Þegar litlar sem engar heimildir eru til og það langt um liðið frá atburðunum að margar af aðalpersónum eru fallnar frá eða ómarktækar fyrir einhverra hluta sakir og fólki ekki stætt á því að segja að frásögnin sé Based on a true story fellur skilgreiningin um enn einn flokk. Í stað þess að segja að sagan sé byggð á sönnum atburðum, sem raunverulega gerðust þá er hún sögð innblásin af sannri sögu: Inspired by a true story. Kvikmyndin Jaws er dæmi um slíka mynd. Í þessu tilfelli geta höfundar líka leyft sér meiri skáldskap. Ef sagan er umdeild og jafnvel nokkrar mismunandi útgáfur af henni, þ.e.a.s eitthvað gerðist mjög líklega en ekki alveg nákvæmlega vitað hvað má breyta story í event og segja myndina Inspired by true events, innblásna af sönnum atburðum. Það er langur vegur frá True story. Þarna er sannleikurinn kominn í svo mikinn minnihluta að við getum framleitt hryllingsmyndir sem segja frá yfirnáttúrulegum hlutum og sagt þær innblásnar af raunverulegum atburðum. Kvikmyndin Exorcist er gott dæmi. Sannleiksgildið í þessum flokki er ekki nema circa 5-15% og verkið að mestu leiti skáldskapur og einfeldni og barnaskapur að trúa öðru.

Ingó og Hjöddi fara á sjóinn

Eins og ég hef tíundað hér oft áður, þá hef ég takmarkaða trú á sannleiksgildi íslenskra fornsagna og sérstaklega þær sem varða hið svokallaða landnám. Sögurnar eru skrifaðar löngu seinna en atburðirnir gerðust, sem þær segja frá og svo hafa þær verið endurritaðar og umskrifaðar margoft þar sem mörgu hefur verið breytt, sumt hefur glatast og öðruverið  bætt við. Sagan um landnám Íslands fellur sjálfkrafa í flokkinn Inspired by true events. Höfundurinn veit að einu sinni var ekkert fólk á Íslandi en nú er hann þar og langar einhverra hluta vegna, að segja þá sögu. Hann ræðir við einhverja menn, sem segjast muna eitthvað sem einhver annar sagði og ritar samfellda frásögn eftir vitnisburði þeirra. Hann gæti líka hafa verið með einhverjar aðrar heimildir, eins og einhver rit, þótt hann gefi það ekki upp.

Auglýsing
Ingólfur Arnarson hefur verið nefndur fyrsti landnámsmaður Íslands. Ég hef enga trú á því að hann hafi verið raunverulegur maður. En gefum okkur það samt að hann sé að einhverju leiti sannur. Hann á að hafa komið hingað til Íslands ásamt Hjörleifi mági sínum og fóstbróður um árið 870. Ingólfur á að hafa fundið landið með því að henda öndvegissúlunum sínum í sjóinn og sigla svo á eftir þeim, sem er alls óþekkt aðferð og siglingafræði saminn af einhverjum sem ekki hefur mikla reynslu af siglingum eða sjávarháttum. Nafnið Ingólfur var ekki þekkt á þessum tíma og líklega dregið af nafninu Yngúlfr eða Ungúlfr. Samkvæmt sögunni voru þeir fóstbræður báðir óalandi og óferjandi ruddar, glæpamenn og morðingjar og báru litla sem enga virðingu fyrir öðru fólki. Ingólfur var meira að segja gerður útlægur frá heimahögum sínum í Noregi. Þeir kumpánar fóru mikið í „hernað” eins og það er kallað í sögunni. Við vitum það í dag að svoleiðis fólst aðallega í árásum á varnarlaust fólk, drápum og þjófnaði. Við vitum það líka að nauðganir, sem fylgja gjarnan svona ofbeldi, voru ein af meginástæðum þess að ungir menn voru til í að leggja þetta allt á sig. Þetta varnarlausa fólk sem þeir voru að ráðast á var yfirleitt fátækt enda og helsta tekjulind glæpamannanna þegar þeir seldu þetta sama fólk á þrælamörkuðum. 

Ingó og Hjöddi á flótta

Nú er ég ekki að leiða líkum að því að þeir Hjöddi og Ingó hafi verið þrælahaldarar og -salar. Það kemur beint fram í sögunni. 

Þegar þeir svo eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og orðnir eftirlýstir og réttdræpir fyrir illverk sín, hvar sem til þeirra næst afráða þeir að flýja til Íslands. Þetta atriði er auðvitað ekki orðað svona í sögunni. Þegar þeir koma hingað eru þeir báðir með fjölda þræla. Hjöddi er skrifaður fyrir 10 en þrír eru nefndir þrælar Ingólfs. En ef miðað er við sambærilega ribbalda á þessum tíma þá hafa þeir báðir haft 30-40 ófrjálsum manneskjum að skipa. Eitthvað reyndu þrælaræflarnir að standa upp í hárinu á þeim félögum en sú uppreisn mun hafa verið barin niður. Svo skiptast þeir á konum eins og þeir séu að fara með sauðfé. 

Þeir hafa ekki komið hér til að stunda neinn búskap eða byrja eitthvað nýtt líf. Þeir settu þræla sína að vinnu, til að safna fé til að borga fyrir að fá að snúa aftur til Noregs. Á meðan hafa þeir sjálfir tekið því rólega og skipst á að nauðga ambáttum sínum.

Í anda norrænu kynstofns þjóðrembunnar er Ingólfur Arnarson gjarnan sýndur standandi í stafni á skipi sínu þar sem hann horfir upplitsdjarfur til framtíðar þess lands sem hann hyggst af hugdirfsku sinni og framsýni nema Á meðan hann stígur ölduna raular hann Stolt siglir fleyið mitt, fyrir munni sér. Þannig er hann einmitt á styttunni af sér sem stendur á hólnum sem við hann er kenndur. Hann er klæddur hringabrynjuna sína og með járnhjálm á hausnum. Hann styður sig við myndarlegan atgeir og hefur langt og mikið sverð hangandi niður með síðunni. Þetta myndi nú seint teljast sniðugur klæðnaður í úthafssiglingum norður í hafi þar sem alltaf er næðingur og kuldi. Það er ekki þægilegt að ganga um í svona þungum klæðnaði á litlum trébáti, sérstaklega ekki í brælu þegar báturinn vaggar til og frá eins og segir í laginu sem Ingólfur er að raula. Við sem höfum farið mikið á svartfugl vitum líka að salt fer illa með járn og það er ansi fljótt að ryðga í drasl. En kannski vissu menn það ekki þá. Hann gæti líka hrasað og meitt sig á sverðinu eða jafnvel stungið sig á hol með atgeirnum í einhverri dýfunni. Í versta falli gæti hann dottið í sjóinn þegar hann er að halla sér fram á borðstokkinn til að reyna að sjá öndvegissúlurnar sínar þar sem þær mara einhvers staðar í hálfu kafi. Það er ekkert grín að detta í sjóinn í svona múnderingu. Bara hringabrynjan vegur 40 kíló. Ingólfur ræfillinn hefði sokkið einsog steinn beint til botns.

Engar fornminjar gefa það til kynna að fólk hafi verið svona klætt hér á Íslandi. Ekki hefur mér að vitandi fundist hér nein hringabrynja eða hjálmur og aðeins reytingur af sverðum, en ekkert sem er sambærilegt við allt það járnadrasl sem fundist hefur á hinum Norðurlöndunum. 

Styttan og myndirnar af Ingólfi eru bara enn ein myndskreytingin við þessa skáldsögu. Þessi kjánalega upphafning á ímyndaðri fortíð okkar byggir annað hvort á óþarfa minnimáttarkennd eða innihaldslausum gorgeir. Nú þegar tískan er að taka niður styttur af þrælasölum, nauðgurum og öðrum illmennum mannkynssögunnar er tilvalið að nota tækifærið og fjarlægja þennan Ingólf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit