Ingó og Hjöddi og dularfulla eyjan

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Í níunda pistli sínum leggur hann til að styttan af Ingólfi Arnarsyni, sem er á Arnarhóli, verði fjarlægð.

Auglýsing

Þegar gerðar eru bíó­myndir sem eru ekki alveg hreinn upp­spuni heldur byggja á ein­hverjum sönnum atburðum og ein­hver gögn og heim­ildir eru til um, þá er þeim skipt niður í flokka eftir gagna­magni og trú­verð­ug­leika. Þegar mark­miðið er að segja eins satt og rétt frá og hægt er, sam­kvæmt áreið­an­legum og traustum heim­ildum og í sam­ráði við hlut­að­eig­andi og þá sem voru per­sónu­lega þátt­tak­endur í eða við­staddir þá atburði sem um er fjallað leyf­ist fólki að segja að myndin sé True story. Auð­vitað er engin end­ur­frá­sögn alveg óskeikul en ég ímynda mér að svona saga sé 80-90% sönn og sam­þykkt af öllum hlut­að­eig­andi. Kvik­myndin Big short er dæmi um slíka mynd.

Ef ekki næst að upp­fylla skil­yrði þau sem til þarf, til að geta fylli­lega notað True story, til dæmis þegar gögn eru af skornum skammti, aðal­per­sónur eru horfnar frá eða ekki til við­tals eða ein­hver ágrein­ingur rís um hvað raun­veru­lega hafi gerst vand­ast mál­ið. Þetta síð­ast­nefnda er ótrú­lega algengt vanda­mál. Tvær mann­eskjur geta upp­lifað sömu atburði á gjör­sam­lega ólíkan hátt. Þetta mis­ræmi á það líka til að vaxa og stækka eftir því sem lengra líður frá atburð­un­um. Í svona til­fellum er ekki með góðu hægt að segja að sagan sé True story. Þá fellur hún um flokk og fær und­ir­tit­il­inn Based on a true story. Hún segir þá frá ein­hverju sem sann­ar­lega gerð­ist en þar sem heim­ildir eru af skornum skammti, tekur hún afstöðu með ákveðnum sögu­per­sónum og hefur þar að auki meira skálda­leyfi en leyf­ist í True story. The persuit of happy­ness er dæmi um slíka mynd. Ætli sann­leiks­gildið í þessum flokki sé samt ekki svona 40-60% 

Þegar litlar sem engar heim­ildir eru til og það langt um liðið frá atburð­unum að margar af aðal­per­sónum eru fallnar frá eða ómark­tækar fyrir ein­hverra hluta sakir og fólki ekki stætt á því að segja að frá­sögnin sé Based on a true story fellur skil­grein­ingin um enn einn flokk. Í stað þess að segja að sagan sé byggð á sönnum atburð­um, sem raun­veru­lega gerð­ust þá er hún sögð inn­blásin af sannri sögu: Inspired by a true story. Kvik­myndin Jaws er dæmi um slíka mynd. Í þessu til­felli geta höf­undar líka leyft sér meiri skáld­skap. Ef sagan er umdeild og jafn­vel nokkrar mis­mun­andi útgáfur af henni, þ.e.a.s eitt­hvað gerð­ist mjög lík­lega en ekki alveg nákvæm­lega vitað hvað má breyta story í event og segja mynd­ina Inspired by true events, inn­blásna af sönnum atburð­um. Það er langur vegur frá True story. Þarna er sann­leik­ur­inn kom­inn í svo mik­inn minni­hluta að við getum fram­leitt hryll­ings­myndir sem segja frá yfir­nátt­úru­legum hlutum og sagt þær inn­blásnar af raun­veru­legum atburð­um. Kvik­myndin Exorcist er gott dæmi. Sann­leiks­gildið í þessum flokki er ekki nema circa 5-15% og verkið að mestu leiti skáld­skapur og ein­feldni og barna­skapur að trúa öðru.

Ingó og Hjöddi fara á sjó­inn

Eins og ég hef tíundað hér oft áður, þá hef ég tak­mark­aða trú á sann­leiks­gildi íslenskra forn­sagna og sér­stak­lega þær sem varða hið svo­kall­aða land­nám. Sög­urnar eru skrif­aðar löngu seinna en atburð­irnir gerðust, sem þær segja frá og svo hafa þær verið end­ur­rit­aðar og umskrif­aðar margoft þar sem mörgu hefur verið breytt, sumt hefur glat­ast og öðru­ver­ið  bætt við. Sagan um land­nám Íslands fellur sjálf­krafa í flokk­inn Inspired by true events. Höf­und­ur­inn veit að einu sinni var ekk­ert fólk á Íslandi en nú er hann þar og langar ein­hverra hluta vegna, að segja þá sögu. Hann ræðir við ein­hverja menn, sem segj­ast muna eitt­hvað sem ein­hver annar sagði og ritar sam­fellda frá­sögn eftir vitn­is­burði þeirra. Hann gæti líka hafa verið með ein­hverjar aðrar heim­ild­ir, eins og ein­hver rit, þótt hann gefi það ekki upp.

Auglýsing
Ingólfur Arn­ar­son hefur verið nefndur fyrsti land­náms­maður Íslands. Ég hef enga trú á því að hann hafi verið raun­veru­legur mað­ur. En gefum okkur það samt að hann sé að ein­hverju leiti sann­ur. Hann á að hafa komið hingað til Íslands ásamt Hjör­leifi mági sínum og fóst­bróður um árið 870. Ingólfur á að hafa fundið landið með því að henda önd­veg­is­súl­unum sínum í sjó­inn og sigla svo á eftir þeim, sem er alls óþekkt aðferð og sigl­inga­fræði sam­inn af ein­hverjum sem ekki hefur mikla reynslu af sigl­ingum eða sjáv­ar­hátt­um. Nafnið Ingólfur var ekki þekkt á þessum tíma og lík­lega dregið af nafn­inu Yng­úlfr eða Ung­úlfr. Sam­kvæmt sög­unni voru þeir fóst­bræður báðir óalandi og óferj­andi rudd­ar, glæpa­menn og morð­ingjar og báru litla sem enga virð­ingu fyrir öðru fólki. Ingólfur var meira að segja gerður útlægur frá heima­högum sínum í Nor­egi. Þeir kump­ánar fóru mikið í „hern­að” eins og það er kallað í sög­unni. Við vitum það í dag að svo­leiðis fólst aðal­lega í árásum á varn­ar­laust fólk, drápum og þjófn­aði. Við vitum það líka að nauðg­an­ir, sem fylgja gjarnan svona ofbeldi, voru ein af meg­in­á­stæðum þess að ungir menn voru til í að leggja þetta allt á sig. Þetta varn­ar­lausa fólk sem þeir voru að ráð­ast á var yfir­leitt fátækt enda og helsta tekju­lind glæpa­mann­anna þegar þeir seldu þetta sama fólk á þræla­mörk­uð­u­m. 

Ingó og Hjöddi á flótta

Nú er ég ekki að leiða líkum að því að þeir Hjöddi og Ingó hafi verið þræla­hald­arar og -sal­ar. Það kemur beint fram í sög­unn­i. 

Þegar þeir svo eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og orðnir eft­ir­lýstir og rétt­dræpir fyrir ill­verk sín, hvar sem til þeirra næst afráða þeir að flýja til Íslands. Þetta atriði er auð­vitað ekki orðað svona í sög­unni. Þegar þeir koma hingað eru þeir báðir með fjölda þræla. Hjöddi er skrif­aður fyrir 10 en þrír eru nefndir þrælar Ing­ólfs. En ef miðað er við sam­bæri­lega ribb­alda á þessum tíma þá hafa þeir báðir haft 30-40 ófrjálsum mann­eskjum að skipa. Eitt­hvað reyndu þræla­ræfl­arnir að standa upp í hár­inu á þeim félögum en sú upp­reisn mun hafa verið barin nið­ur. Svo skipt­ast þeir á konum eins og þeir séu að fara með sauð­fé. 

Þeir hafa ekki komið hér til að stunda neinn búskap eða byrja eitt­hvað nýtt líf. Þeir settu þræla sína að vinnu, til að safna fé til að borga fyrir að fá að snúa aftur til Nor­egs. Á meðan hafa þeir sjálfir tekið því rólega og skipst á að nauðga amb­áttum sín­um.

Í anda nor­rænu kyn­stofns þjóð­rembunnar er Ingólfur Arn­ar­son gjarnan sýndur stand­andi í stafni á skipi sínu þar sem hann horfir upp­lits­djarfur til fram­tíðar þess lands sem hann hyggst af hug­dirfsku sinni og fram­sýni nema Á meðan hann stígur öld­una raular hann Stolt siglir fleyið mitt, fyrir munni sér. Þannig er hann einmitt á stytt­unni af sér sem stendur á hólnum sem við hann er kennd­ur. Hann er klæddur hringa­brynj­una sína og með járn­hjálm á hausn­um. Hann styður sig við mynd­ar­legan atgeir og hefur langt og mikið sverð hang­andi niður með síð­unni. Þetta myndi nú seint telj­ast snið­ugur klæðn­aður í úthafs­sigl­ingum norður í hafi þar sem alltaf er næð­ingur og kuldi. Það er ekki þægi­legt að ganga um í svona þungum klæðn­aði á litlum tré­báti, sér­stak­lega ekki í brælu þegar bát­ur­inn vaggar til og frá eins og segir í lag­inu sem Ingólfur er að raula. Við sem höfum farið mikið á svart­fugl vitum líka að salt fer illa með járn og það er ansi fljótt að ryðga í drasl. En kannski vissu menn það ekki þá. Hann gæti líka hrasað og meitt sig á sverð­inu eða jafn­vel stungið sig á hol með atgeirnum í ein­hverri dýf­unni. Í versta falli gæti hann dottið í sjó­inn þegar hann er að halla sér fram á borð­stokk­inn til að reyna að sjá önd­veg­is­súl­urnar sínar þar sem þær mara ein­hvers staðar í hálfu kafi. Það er ekk­ert grín að detta í sjó­inn í svona múnd­er­ingu. Bara hringa­brynjan vegur 40 kíló. Ingólfur ræf­ill­inn hefði sokkið einsog steinn beint til botns.

Engar forn­minjar gefa það til kynna að fólk hafi verið svona klætt hér á Íslandi. Ekki hefur mér að vit­andi fund­ist hér nein hringa­brynja eða hjálmur og aðeins reyt­ingur af sverð­um, en ekk­ert sem er sam­bæri­legt við allt það járna­drasl sem fund­ist hefur á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Styttan og mynd­irnar af Ingólfi eru bara enn ein mynd­skreyt­ingin við þessa skáld­sögu. Þessi kjána­lega upp­hafn­ing á ímynd­aðri for­tíð okkar byggir annað hvort á óþarfa minni­mátt­ar­kennd eða inni­halds­lausum gor­geir. Nú þegar tískan er að taka niður styttur af þræla­söl­um, nauðgurum og öðrum ill­mennum mann­kyns­sög­unnar er til­valið að nota tæki­færið og fjar­lægja þennan Ingólf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiÁlit