Skipulag borgar og bæja í fortíð og framtíð

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir segir að um leið og við þurfum að miða skipulag framtíðarbæja út frá ýmsum áskorunum sé ekki síður mikilvægt að við gefum okkur ráðrúm til að velta fyrir okkur hvernig samfélagsumgjörð okkur finnst eftirsóknarverð og ákjósanleg.

Auglýsing

Fyr­ir­ rétt­u­m hund­rað árum, 27. júní árið 1921, ­stað­fest­i ­rík­is­ráð Ís­lands­ ­fyrstu lög um skipu­lags­mál hér á land­i, lög nr. 55/1921 um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa. Þau fólu í sér skyldu til að vinna skipu­lag fyrir kaup­tún og sjáv­ar­þorp sem full­nægð­i vexti þeirra til næstu 50 ára. 

Þessi tíma­mót gefa ­til­efn­i til að horfa yfir far­inn veg, yfir fyrstu öld form­lega skipu­lagðrar byggðar hér á landi, en ekki síð­ur­ til að velta fyrir sér­ hvað eig­i að ráða för við skipu­lag byggð­ar­ til fram­tíð­ar­.  

Fyrsta skipu­lags­öld­in  

Hug­myndir okkar um hvað ­ger­ir bæi og hverfi góð og eft­ir­sókn­ar­verð til búset­u og d­val­ar end­ur­spegla ­gild­is­mat og þarf­ir ­sam­fé­lags­ins á hverjum tíma. ­Fyrir hund­rað árum hverfðust á­herslur í skipu­lags­mál­u­m um höfn­ina sem þunga­miðju at­vinnu­lífs og ­út­gangs­punkt ­fyrir vöxt og við­gang bæj­a. Á þeim hund­rað árum sem liðin eru hafa komið til aðr­ir þætt­ir ­sem hafa haft mót­andi áhrif á  ­borg og bæi – al­menn hag­sæld og fólks­fjölg­un, breyttir atvinnu­hætt­ir, ­neyslu­menn­ing, auk­inn frí­tím­i, ­tækni­fram­far­ir í hús­bygg­ing­um og ekki síst einka­bíl­inn. ­Með tölu­verðri ein­földun má segja að við­fangs­efni fyrstu skipu­lags­ald­ar­innar hafi verið að ­færa Ísland inn í nútím­ann og búa ­þrí­víða ­fýsíska um­gjörð um ­borg­ara­legan lífs­stíl ­með­ viða­mik­illi upp­bygg­ingu bæja og borg­ar, hafna, vega og virkj­ana og svo ­mætti áfram telja. 

Auglýsing

Við­fangs­efni og áskor­anir okkar tíma  

Nú er öld­in önn­ur. Veru­leiki skipu­lags­mála nú og til næst­u ára og ára­tuga er tals­vert annar en sá sem var for­grunnur skipu­lags­gerðar lengst af á lið­inni öld. ­Sam­fé­lags­sam­talið um ­þróun og útfærslu ­byggðar og bæj­ar­rýma þarf því að ­taka útgangs­punkt í öðrum breytum og öðrum hreyfiöfl­u­m en áður: 

  • Í mann­fjölda sem er hlut­falls­lega að eldast og tekst í auknum mæli á við lífs­stílstengda ­sjúk­dóma. Og í mann­fjölda sem verð­ur­ smám sam­an­ ­fjöl­menn­ing­ar­legri. Þetta eru breyt­ingar sem vinna þarf með við hönn­un og útfærslu hverfa og sam­gangna, sem og ein­stakra ­bygg­inga og bæj­ar­rýma, til að allir fái kost á að njóta sín og leggja af mörkum til nær­sam­fé­lags­ins, til að ­stuðla að ­fé­lags­legri blönd­un og til að öllum sé trygg­t heil­næmt umhverfi og ­góð tæki­færi til­ hreyf­ingar og úti­veru í dag­legu líf­i.  
  • Í fjórðu iðn­bylt­ing­unni sem felur í sér flutn­ing okkar í svo mörgu til­liti úr raun­heimum yfir í netheima og mun hafa gríð­ar­lega mik­il á­hrif á skipu­lag byggðar – á nýt­ingu hús­næð­is, á ­fyr­ir­komu­lag og rým­is­þörf sam­gangna og á ­mann­líf í borg og bæ.  
  • Og síð­ast en ekki síst í ­lofts­lags­vánni, sem við þurfum að draga úr allt hvað við getum með því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá byggð, sam­göngum og landi og bregð­ast um leið við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga, eins og hækkun sjáv­ar­borðs og öfgum í úr­komu, með við­eig­andi útfærslu byggðar og bæj­ar­rýma.  

Allt eru þetta atriði sem við þurfum að tryggja að skipu­lags­gerð ­setji á odd­inn á kom­and­i ár­um. Bæði getum við ­með við­eig­andi skipu­lags­á­kvörð­unum stýrt þróun í far­sæla átt, svo sem með­ ­göngu- og hjóla­vænu skipu­lagi og með því að huga að góðum og við­eig­andi útfærslum fyrir til dæmis fjar­vinnu­stöðvar og deilisam­göng­ur. Einnig getum við tekið á þessum efnum með því að vinna að því að byggðin hafi við­náms­þrótt gagn­vart breyt­ing­um, svo sem ­með því að hús­næði sé sveigj­an­legt gagn­vart ólíkri nýt­ingu á líf­tíma sín­um og ­með því að byggð og bæj­ar­rými getið tek­ist á við aftaka­úr­komu, til dæmis með sjálf­bærum ofan­vatns­lausn­um. 

Und­an­farið rúmt ár hefur reynst vera nokk­urs­konar til­rauna­verk­efni í að takast á við ­sumar af þessum áskor­unum nútíðar og fram­tíð­ar. Sam­komu­tak­mark­an­ir ­vegna COVID-19 ­færðu okk­ur ­dýr­mæta lær­dóma um það hvað ­gæði hús­næðis og nærum­hverf­is ­skipta okk­ur ­miklu máli, sem og að öll heims­ins fjar­vinna, net­verslun og net­við­burðir koma aldrei að fullu í stað­inn ­fyrir mann­lega nánd og sam­skipt­i. ­Maður er manns gam­an. 

Lífið í fram­tíð­ar­bæn­um 

Um leið og við þurfum að miða skipu­lag fram­tíð­ar­bæja út frá fram­an­greindum við­fangs­efnum og áskor­un­um er ekki síð­ur­ ­mik­il­vægt að við gefum okkur ráð­rúm til að velta fyrir okk­ur hvernig sam­fé­lags­um­gjörð okkur finnst eft­ir­sókn­ar­verð og ákjós­an­leg. Hvaða kröfur gerum við til­ ­bygg­inga, bæj­ar­rýma, gatna og stíga? Hverjir eru okkar draumar, vænt­ingar og vonir um fram­tíð­ar­byggð­ina? Hvernig byggð og bæj­ar­rýmum líður okkur vel í og ­sjáum fyrir okkur sem umgjörð um dag­legt líf okk­ar, barn­anna okk­ar, barna­barn­anna og barna­barna­barn­anna? 

Greina­röð í til­efn­i alda­hvarfa í skipu­lags­mál­um 

Við þessi skipu­lags­legu alda­hvörf er til­valið að efna til slíkrar umræðu. Við á Skipu­lags­stofnun höfum leitað til góðs hóps fólks, leikra og lærðra, til að leggja okkur lið við það. Afrakstur þess mun birt­ast í greina­röð þar sem grein­ar­höf­undar úr ólíkum áttum – arki­tekt­úr, ­borg­ar­hönn­un, ­bók­mennt­um, mynd­list, skipu­lags­fræði, verk­fræð­i og fleiru – mun­u velta fyrir sér­ ­mann­lífi í hinu byggða umhverf­i frá ýmsum­ hlið­um. Grein­arnar munu birt­ast reglu­lega fram eft­ir af­mæl­is­ár­in­u á Kjarn­anum og á vef­miðl­u­m ­Skipu­lags­stofn­un­ar. Þar munu án efa verða settar fram hug­mynd­ir, pæl­ingar og sjón­ar­horn sem gagn verður af fyrir skipu­lags­um­ræðu kom­andi ára. 

Höf­undur er for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá­ ­form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorp­a árið 1921.   

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar