Skipulag borgar og bæja í fortíð og framtíð

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir segir að um leið og við þurfum að miða skipulag framtíðarbæja út frá ýmsum áskorunum sé ekki síður mikilvægt að við gefum okkur ráðrúm til að velta fyrir okkur hvernig samfélagsumgjörð okkur finnst eftirsóknarverð og ákjósanleg.

Auglýsing

Fyr­ir­ rétt­u­m hund­rað árum, 27. júní árið 1921, ­stað­fest­i ­rík­is­ráð Ís­lands­ ­fyrstu lög um skipu­lags­mál hér á land­i, lög nr. 55/1921 um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa. Þau fólu í sér skyldu til að vinna skipu­lag fyrir kaup­tún og sjáv­ar­þorp sem full­nægð­i vexti þeirra til næstu 50 ára. 

Þessi tíma­mót gefa ­til­efn­i til að horfa yfir far­inn veg, yfir fyrstu öld form­lega skipu­lagðrar byggðar hér á landi, en ekki síð­ur­ til að velta fyrir sér­ hvað eig­i að ráða för við skipu­lag byggð­ar­ til fram­tíð­ar­.  

Fyrsta skipu­lags­öld­in  

Hug­myndir okkar um hvað ­ger­ir bæi og hverfi góð og eft­ir­sókn­ar­verð til búset­u og d­val­ar end­ur­spegla ­gild­is­mat og þarf­ir ­sam­fé­lags­ins á hverjum tíma. ­Fyrir hund­rað árum hverfðust á­herslur í skipu­lags­mál­u­m um höfn­ina sem þunga­miðju at­vinnu­lífs og ­út­gangs­punkt ­fyrir vöxt og við­gang bæj­a. Á þeim hund­rað árum sem liðin eru hafa komið til aðr­ir þætt­ir ­sem hafa haft mót­andi áhrif á  ­borg og bæi – al­menn hag­sæld og fólks­fjölg­un, breyttir atvinnu­hætt­ir, ­neyslu­menn­ing, auk­inn frí­tím­i, ­tækni­fram­far­ir í hús­bygg­ing­um og ekki síst einka­bíl­inn. ­Með tölu­verðri ein­földun má segja að við­fangs­efni fyrstu skipu­lags­ald­ar­innar hafi verið að ­færa Ísland inn í nútím­ann og búa ­þrí­víða ­fýsíska um­gjörð um ­borg­ara­legan lífs­stíl ­með­ viða­mik­illi upp­bygg­ingu bæja og borg­ar, hafna, vega og virkj­ana og svo ­mætti áfram telja. 

Auglýsing

Við­fangs­efni og áskor­anir okkar tíma  

Nú er öld­in önn­ur. Veru­leiki skipu­lags­mála nú og til næst­u ára og ára­tuga er tals­vert annar en sá sem var for­grunnur skipu­lags­gerðar lengst af á lið­inni öld. ­Sam­fé­lags­sam­talið um ­þróun og útfærslu ­byggðar og bæj­ar­rýma þarf því að ­taka útgangs­punkt í öðrum breytum og öðrum hreyfiöfl­u­m en áður: 

  • Í mann­fjölda sem er hlut­falls­lega að eldast og tekst í auknum mæli á við lífs­stílstengda ­sjúk­dóma. Og í mann­fjölda sem verð­ur­ smám sam­an­ ­fjöl­menn­ing­ar­legri. Þetta eru breyt­ingar sem vinna þarf með við hönn­un og útfærslu hverfa og sam­gangna, sem og ein­stakra ­bygg­inga og bæj­ar­rýma, til að allir fái kost á að njóta sín og leggja af mörkum til nær­sam­fé­lags­ins, til að ­stuðla að ­fé­lags­legri blönd­un og til að öllum sé trygg­t heil­næmt umhverfi og ­góð tæki­færi til­ hreyf­ingar og úti­veru í dag­legu líf­i.  
  • Í fjórðu iðn­bylt­ing­unni sem felur í sér flutn­ing okkar í svo mörgu til­liti úr raun­heimum yfir í netheima og mun hafa gríð­ar­lega mik­il á­hrif á skipu­lag byggðar – á nýt­ingu hús­næð­is, á ­fyr­ir­komu­lag og rým­is­þörf sam­gangna og á ­mann­líf í borg og bæ.  
  • Og síð­ast en ekki síst í ­lofts­lags­vánni, sem við þurfum að draga úr allt hvað við getum með því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá byggð, sam­göngum og landi og bregð­ast um leið við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga, eins og hækkun sjáv­ar­borðs og öfgum í úr­komu, með við­eig­andi útfærslu byggðar og bæj­ar­rýma.  

Allt eru þetta atriði sem við þurfum að tryggja að skipu­lags­gerð ­setji á odd­inn á kom­and­i ár­um. Bæði getum við ­með við­eig­andi skipu­lags­á­kvörð­unum stýrt þróun í far­sæla átt, svo sem með­ ­göngu- og hjóla­vænu skipu­lagi og með því að huga að góðum og við­eig­andi útfærslum fyrir til dæmis fjar­vinnu­stöðvar og deilisam­göng­ur. Einnig getum við tekið á þessum efnum með því að vinna að því að byggðin hafi við­náms­þrótt gagn­vart breyt­ing­um, svo sem ­með því að hús­næði sé sveigj­an­legt gagn­vart ólíkri nýt­ingu á líf­tíma sín­um og ­með því að byggð og bæj­ar­rými getið tek­ist á við aftaka­úr­komu, til dæmis með sjálf­bærum ofan­vatns­lausn­um. 

Und­an­farið rúmt ár hefur reynst vera nokk­urs­konar til­rauna­verk­efni í að takast á við ­sumar af þessum áskor­unum nútíðar og fram­tíð­ar. Sam­komu­tak­mark­an­ir ­vegna COVID-19 ­færðu okk­ur ­dýr­mæta lær­dóma um það hvað ­gæði hús­næðis og nærum­hverf­is ­skipta okk­ur ­miklu máli, sem og að öll heims­ins fjar­vinna, net­verslun og net­við­burðir koma aldrei að fullu í stað­inn ­fyrir mann­lega nánd og sam­skipt­i. ­Maður er manns gam­an. 

Lífið í fram­tíð­ar­bæn­um 

Um leið og við þurfum að miða skipu­lag fram­tíð­ar­bæja út frá fram­an­greindum við­fangs­efnum og áskor­un­um er ekki síð­ur­ ­mik­il­vægt að við gefum okkur ráð­rúm til að velta fyrir okk­ur hvernig sam­fé­lags­um­gjörð okkur finnst eft­ir­sókn­ar­verð og ákjós­an­leg. Hvaða kröfur gerum við til­ ­bygg­inga, bæj­ar­rýma, gatna og stíga? Hverjir eru okkar draumar, vænt­ingar og vonir um fram­tíð­ar­byggð­ina? Hvernig byggð og bæj­ar­rýmum líður okkur vel í og ­sjáum fyrir okkur sem umgjörð um dag­legt líf okk­ar, barn­anna okk­ar, barna­barn­anna og barna­barna­barn­anna? 

Greina­röð í til­efn­i alda­hvarfa í skipu­lags­mál­um 

Við þessi skipu­lags­legu alda­hvörf er til­valið að efna til slíkrar umræðu. Við á Skipu­lags­stofnun höfum leitað til góðs hóps fólks, leikra og lærðra, til að leggja okkur lið við það. Afrakstur þess mun birt­ast í greina­röð þar sem grein­ar­höf­undar úr ólíkum áttum – arki­tekt­úr, ­borg­ar­hönn­un, ­bók­mennt­um, mynd­list, skipu­lags­fræði, verk­fræð­i og fleiru – mun­u velta fyrir sér­ ­mann­lífi í hinu byggða umhverf­i frá ýmsum­ hlið­um. Grein­arnar munu birt­ast reglu­lega fram eft­ir af­mæl­is­ár­in­u á Kjarn­anum og á vef­miðl­u­m ­Skipu­lags­stofn­un­ar. Þar munu án efa verða settar fram hug­mynd­ir, pæl­ingar og sjón­ar­horn sem gagn verður af fyrir skipu­lags­um­ræðu kom­andi ára. 

Höf­undur er for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá­ ­form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorp­a árið 1921.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar