Áskoranir og tækifæri á undarlegum tímum

Geðhjúkrunarfræðingur í samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala segir ýmislegt hægt að gera til að halda lífinu í eðlilegum farvegi á þessum undarlegu tímum og minnir á að ýmis rafræn úrræði eru til staðar í geðþjónustu.

Auglýsing

Streita, áhyggjur og óvissa eru þekktir áhættu­þættir fyrir geð­heil­brigði okkar og má því með sanni segja að nú reyni veru­lega á við­brögð okkar og seiglu hvar sem er í heim­in­um. Við á Íslandi höfum fylgst með aðdáun með fram­varð­ar­sveit okk­ar, hvort sem er í almanna­vörnum eða heil­brigð­is­þjón­ustu og þakka fyrir skel­eggar ákvörð­an­ir, þjón­ustu og auð­lindir sem okkur standa til boða hér á þessu landi, í þessum heims­hluta. Það eru þó ótal atriði sem valda streitu og margir eru búnir að ræða þau, svo sem hræðsla við veik­ind­in, áhyggjur vegna afkomu og ein­angrun frá ást­vin­um, jafn­vel nánum dauð­vona. Frá því að þurfa að vinna við gríð­ar­lega erf­iðar og breyttar aðstæð­ur, frá tekju­missi, hættu á auknu heim­il­is­of­beldi og að jafn létt­vægum hlutum eins og að kom­ast ekki í hár­snyrt­ingu eða til útlanda í fríið sitt.

Það er mjög skrýtið að upp­lifa þessar tak­mark­anir á frelsi okkar og neyslu og félags­venj­um. Að þurfa að gíra okkur nið­ur, vera bara heima, fara ekki í rækt­ina, sund­ið, bóka­klúbb­inn, til vin­anna, á tón­leik­ana, í leik­húsið og svo mætti lengi telja. Svo má alltaf ræða hvort við lærum af þessu og hvernig allt verður að þessum tíma afstöðn­um, hvernig heim­ur­inn lítur út?

Hvað varðar geð­hjúkrun og með­ferð hefur þetta ástand nokkra áhuga­verða snertifleti. Á mínum vinnu­stað, sem er í sam­fé­lags­geðteymi geðsviðs Land­spít­ala, er eðli­lega lögð áhersla á virkni og sam­fé­lags­þátt­töku, að brjóta upp félags­lega ein­angrun og efla tengsla­net í sam­vinnu við not­endur þjón­ust­unn­ar. Og nú er hætt við bakslagi hjá mörg­um, bæði vegna skertrar þjón­ustu, lok­aðra félags­legra úrræða, vinnu­taps og þess veru­leika að best sé að halda sig heima, hitta sem fæsta og draga úr virkni og þátt­töku sem mest má. Alger­lega öfugt við það sem gæti að okkar mati bætt geð­hag og eflt and­ann. Sem betur fer eru ekki öll sund lokuð og margir nýta sér þau úrræði sem tæknin veit­ir. Bata­mið­stöð á Kleppi, Hug­ar­afl og fleiri aðilar eru virkir á net­inu og Geð­hjálp, Rauði krossinn, Land­læknir og fleiri eru með gott og nyt­sam­legt efni sem auð­velt er að nálg­ast. Og svo er auð­vitað bless­aður sím­inn til að hafa samband við aðra og þá má minna á hjálp­ar­síma Rauða Kross­ins, 1717. 

Auglýsing

Það má ýmis­legt gera til að halda líf­inu í eðli­legum far­vegi, svo sem hreyfa sig og huga að matar­æð­inu og svo fram­veg­is. Líka má gera sér eins konar and­legt landa­kort, fara að dæmi Róbin­son Krúsó og skrá það sem er jákvætt og nei­kvætt við ástand­ið, það sem er hjálp­legt og miður hjálp­legt við hugs­an­ir, til­finn­ingar og hegð­un, búa sér til leið­bein­ingar fyrir aukna vellíðan og vera á varð­bergi gagn­vart nei­kvæðum nið­ur­rifs­hugs­unum og rödd­um. Muna að við erum ekki ein og að við þurfum aðvera, ekki endi­lega gera!

Fyrir okkur starfs­fólkið í geð­þjón­ust­unni er þetta ein­stakt tæki­færi til að setja sig í spor fólks sem er ein­angr­að, ein­mana, með gisið tengsla­net og finnst erfitt að fóta sig í aðstæðum sín­um. Hve oft höfum við ekki hugsað um að minnka áreiti, fá meiri tíma til að vera ein, hugsað um það í hill­ing­um, en orðið eirð­ar­laus, ein­beit­ing­ar­laus, fram­taks­laus og jafn­vel tor­tryggin ef þessi tími varir lengur en nokkra daga. Við getum sett okkur í spor þess sem finnst til­veran óraun­veru­leg, að finn­ast allt breytt, til­veran hafi svo­lítið glatað lit sínum og að langa til að vera með öðrum en ekki kom­ast til þess.

Fyrir okkur getur þetta verið tími til að íhuga, skoða við­horf okkar og sam­kennd, að skoða hvernig við tök­umst á við breyt­ingar og ný starfs­skil­yrði. Og hvernig við saman ætlum að halda út, vera í sam­bandi, nýta tækn­ina og ekki síst takast á við verk­efnið að halda geð­heils­unni hver sem á í hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar