Áskoranir og tækifæri á undarlegum tímum

Geðhjúkrunarfræðingur í samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala segir ýmislegt hægt að gera til að halda lífinu í eðlilegum farvegi á þessum undarlegu tímum og minnir á að ýmis rafræn úrræði eru til staðar í geðþjónustu.

Auglýsing

Streita, áhyggjur og óvissa eru þekktir áhættu­þættir fyrir geð­heil­brigði okkar og má því með sanni segja að nú reyni veru­lega á við­brögð okkar og seiglu hvar sem er í heim­in­um. Við á Íslandi höfum fylgst með aðdáun með fram­varð­ar­sveit okk­ar, hvort sem er í almanna­vörnum eða heil­brigð­is­þjón­ustu og þakka fyrir skel­eggar ákvörð­an­ir, þjón­ustu og auð­lindir sem okkur standa til boða hér á þessu landi, í þessum heims­hluta. Það eru þó ótal atriði sem valda streitu og margir eru búnir að ræða þau, svo sem hræðsla við veik­ind­in, áhyggjur vegna afkomu og ein­angrun frá ást­vin­um, jafn­vel nánum dauð­vona. Frá því að þurfa að vinna við gríð­ar­lega erf­iðar og breyttar aðstæð­ur, frá tekju­missi, hættu á auknu heim­il­is­of­beldi og að jafn létt­vægum hlutum eins og að kom­ast ekki í hár­snyrt­ingu eða til útlanda í fríið sitt.

Það er mjög skrýtið að upp­lifa þessar tak­mark­anir á frelsi okkar og neyslu og félags­venj­um. Að þurfa að gíra okkur nið­ur, vera bara heima, fara ekki í rækt­ina, sund­ið, bóka­klúbb­inn, til vin­anna, á tón­leik­ana, í leik­húsið og svo mætti lengi telja. Svo má alltaf ræða hvort við lærum af þessu og hvernig allt verður að þessum tíma afstöðn­um, hvernig heim­ur­inn lítur út?

Hvað varðar geð­hjúkrun og með­ferð hefur þetta ástand nokkra áhuga­verða snertifleti. Á mínum vinnu­stað, sem er í sam­fé­lags­geðteymi geðsviðs Land­spít­ala, er eðli­lega lögð áhersla á virkni og sam­fé­lags­þátt­töku, að brjóta upp félags­lega ein­angrun og efla tengsla­net í sam­vinnu við not­endur þjón­ust­unn­ar. Og nú er hætt við bakslagi hjá mörg­um, bæði vegna skertrar þjón­ustu, lok­aðra félags­legra úrræða, vinnu­taps og þess veru­leika að best sé að halda sig heima, hitta sem fæsta og draga úr virkni og þátt­töku sem mest má. Alger­lega öfugt við það sem gæti að okkar mati bætt geð­hag og eflt and­ann. Sem betur fer eru ekki öll sund lokuð og margir nýta sér þau úrræði sem tæknin veit­ir. Bata­mið­stöð á Kleppi, Hug­ar­afl og fleiri aðilar eru virkir á net­inu og Geð­hjálp, Rauði krossinn, Land­læknir og fleiri eru með gott og nyt­sam­legt efni sem auð­velt er að nálg­ast. Og svo er auð­vitað bless­aður sím­inn til að hafa samband við aðra og þá má minna á hjálp­ar­síma Rauða Kross­ins, 1717. 

Auglýsing

Það má ýmis­legt gera til að halda líf­inu í eðli­legum far­vegi, svo sem hreyfa sig og huga að matar­æð­inu og svo fram­veg­is. Líka má gera sér eins konar and­legt landa­kort, fara að dæmi Róbin­son Krúsó og skrá það sem er jákvætt og nei­kvætt við ástand­ið, það sem er hjálp­legt og miður hjálp­legt við hugs­an­ir, til­finn­ingar og hegð­un, búa sér til leið­bein­ingar fyrir aukna vellíðan og vera á varð­bergi gagn­vart nei­kvæðum nið­ur­rifs­hugs­unum og rödd­um. Muna að við erum ekki ein og að við þurfum aðvera, ekki endi­lega gera!

Fyrir okkur starfs­fólkið í geð­þjón­ust­unni er þetta ein­stakt tæki­færi til að setja sig í spor fólks sem er ein­angr­að, ein­mana, með gisið tengsla­net og finnst erfitt að fóta sig í aðstæðum sín­um. Hve oft höfum við ekki hugsað um að minnka áreiti, fá meiri tíma til að vera ein, hugsað um það í hill­ing­um, en orðið eirð­ar­laus, ein­beit­ing­ar­laus, fram­taks­laus og jafn­vel tor­tryggin ef þessi tími varir lengur en nokkra daga. Við getum sett okkur í spor þess sem finnst til­veran óraun­veru­leg, að finn­ast allt breytt, til­veran hafi svo­lítið glatað lit sínum og að langa til að vera með öðrum en ekki kom­ast til þess.

Fyrir okkur getur þetta verið tími til að íhuga, skoða við­horf okkar og sam­kennd, að skoða hvernig við tök­umst á við breyt­ingar og ný starfs­skil­yrði. Og hvernig við saman ætlum að halda út, vera í sam­bandi, nýta tækn­ina og ekki síst takast á við verk­efnið að halda geð­heils­unni hver sem á í hlut.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar