Áskoranir og tækifæri á undarlegum tímum

Geðhjúkrunarfræðingur í samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala segir ýmislegt hægt að gera til að halda lífinu í eðlilegum farvegi á þessum undarlegu tímum og minnir á að ýmis rafræn úrræði eru til staðar í geðþjónustu.

Auglýsing

Streita, áhyggjur og óvissa eru þekktir áhættu­þættir fyrir geð­heil­brigði okkar og má því með sanni segja að nú reyni veru­lega á við­brögð okkar og seiglu hvar sem er í heim­in­um. Við á Íslandi höfum fylgst með aðdáun með fram­varð­ar­sveit okk­ar, hvort sem er í almanna­vörnum eða heil­brigð­is­þjón­ustu og þakka fyrir skel­eggar ákvörð­an­ir, þjón­ustu og auð­lindir sem okkur standa til boða hér á þessu landi, í þessum heims­hluta. Það eru þó ótal atriði sem valda streitu og margir eru búnir að ræða þau, svo sem hræðsla við veik­ind­in, áhyggjur vegna afkomu og ein­angrun frá ást­vin­um, jafn­vel nánum dauð­vona. Frá því að þurfa að vinna við gríð­ar­lega erf­iðar og breyttar aðstæð­ur, frá tekju­missi, hættu á auknu heim­il­is­of­beldi og að jafn létt­vægum hlutum eins og að kom­ast ekki í hár­snyrt­ingu eða til útlanda í fríið sitt.

Það er mjög skrýtið að upp­lifa þessar tak­mark­anir á frelsi okkar og neyslu og félags­venj­um. Að þurfa að gíra okkur nið­ur, vera bara heima, fara ekki í rækt­ina, sund­ið, bóka­klúbb­inn, til vin­anna, á tón­leik­ana, í leik­húsið og svo mætti lengi telja. Svo má alltaf ræða hvort við lærum af þessu og hvernig allt verður að þessum tíma afstöðn­um, hvernig heim­ur­inn lítur út?

Hvað varðar geð­hjúkrun og með­ferð hefur þetta ástand nokkra áhuga­verða snertifleti. Á mínum vinnu­stað, sem er í sam­fé­lags­geðteymi geðsviðs Land­spít­ala, er eðli­lega lögð áhersla á virkni og sam­fé­lags­þátt­töku, að brjóta upp félags­lega ein­angrun og efla tengsla­net í sam­vinnu við not­endur þjón­ust­unn­ar. Og nú er hætt við bakslagi hjá mörg­um, bæði vegna skertrar þjón­ustu, lok­aðra félags­legra úrræða, vinnu­taps og þess veru­leika að best sé að halda sig heima, hitta sem fæsta og draga úr virkni og þátt­töku sem mest má. Alger­lega öfugt við það sem gæti að okkar mati bætt geð­hag og eflt and­ann. Sem betur fer eru ekki öll sund lokuð og margir nýta sér þau úrræði sem tæknin veit­ir. Bata­mið­stöð á Kleppi, Hug­ar­afl og fleiri aðilar eru virkir á net­inu og Geð­hjálp, Rauði krossinn, Land­læknir og fleiri eru með gott og nyt­sam­legt efni sem auð­velt er að nálg­ast. Og svo er auð­vitað bless­aður sím­inn til að hafa samband við aðra og þá má minna á hjálp­ar­síma Rauða Kross­ins, 1717. 

Auglýsing

Það má ýmis­legt gera til að halda líf­inu í eðli­legum far­vegi, svo sem hreyfa sig og huga að matar­æð­inu og svo fram­veg­is. Líka má gera sér eins konar and­legt landa­kort, fara að dæmi Róbin­son Krúsó og skrá það sem er jákvætt og nei­kvætt við ástand­ið, það sem er hjálp­legt og miður hjálp­legt við hugs­an­ir, til­finn­ingar og hegð­un, búa sér til leið­bein­ingar fyrir aukna vellíðan og vera á varð­bergi gagn­vart nei­kvæðum nið­ur­rifs­hugs­unum og rödd­um. Muna að við erum ekki ein og að við þurfum aðvera, ekki endi­lega gera!

Fyrir okkur starfs­fólkið í geð­þjón­ust­unni er þetta ein­stakt tæki­færi til að setja sig í spor fólks sem er ein­angr­að, ein­mana, með gisið tengsla­net og finnst erfitt að fóta sig í aðstæðum sín­um. Hve oft höfum við ekki hugsað um að minnka áreiti, fá meiri tíma til að vera ein, hugsað um það í hill­ing­um, en orðið eirð­ar­laus, ein­beit­ing­ar­laus, fram­taks­laus og jafn­vel tor­tryggin ef þessi tími varir lengur en nokkra daga. Við getum sett okkur í spor þess sem finnst til­veran óraun­veru­leg, að finn­ast allt breytt, til­veran hafi svo­lítið glatað lit sínum og að langa til að vera með öðrum en ekki kom­ast til þess.

Fyrir okkur getur þetta verið tími til að íhuga, skoða við­horf okkar og sam­kennd, að skoða hvernig við tök­umst á við breyt­ingar og ný starfs­skil­yrði. Og hvernig við saman ætlum að halda út, vera í sam­bandi, nýta tækn­ina og ekki síst takast á við verk­efnið að halda geð­heils­unni hver sem á í hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar